Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 7

Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 B 7 MIKIL stemning ríkti í verksmiðj- um Toyota við Köln í Þýskalandi er 2004-bíll liðsins var afhjúpaður frammi fyrir 550 blaðamönnum og 100 öðrum gestum. Ökuþórinn Crist- iano da Matta sagði við blaðamann Morgunblaðsins við það tilefni að bíllinn, TF-104, tæki keppnisbíl síð- asta árs stórum fram. Í ljós kom við athöfnina að Toyota- liðið hafði tekið forskot á sæluna og prófað bílinn á laun í Paul Ricard- brautinni í þrjá daga í frumsýning- arvikunni. „Við ókum 57 hringi fyrsta daginn, 118 annan daginn og jafnmikið hinn þriðja og allt gekk það vandræða- laust. Hann stóðst álagið eins og best verður á kosið, og bíllinn tekur for- vera sínum stórum fram. Hann er strax orðinn hrað- skreiðari, mótorinn er einkar skil- virkur, og hann er fljótari og liggur betur gegnum hröðu beygjurnar en 2003-bíllinn. En mestur er munurinn hvað bremsurnar varðar, bíllinn er miklu stöðugri þegar maður brems- ar inn í beygjur, þar er um gríðar- lega breytingu til batnaðar að rœða og búið að yfirstíga veikleika sem var í forveranum,“ sagði da Matta. Olivier Panis var einnig bjartsýnn á nýja bílinn og sagðist iða í skinninu eftir að fá samanburð við keppnisbíla annarra liða í Barcelona í þessari viku. „Ég vona það og þykist raunar viss um það,“ sagði Panis er Morg- unblaðið spurði hann hvort hann teldi liðið hafa smíðað honum betri bíl en í fyrra. Panis sagðist hafa mikla trú á mót- ornum í nýja bílnum og taldi að um gœti verið að ræða öflugasta mótor nokkurs keppnisbíls í Formúlu-1. Volker Niemayer, sem heldur utan um prófanir á mótornum í sérstakri tilraunastofu þar sem líkja má eftir raunverulegum aðstœðum sagði við Morgunblaðið að nýi mótorinn væri nú þegar keyrður á 19.000 snúning- um og skilaði 900 hestöflum. Það þykja athyglisverðar tölur í ljósi þess að mótorinn er hannaður til að duga 800 kílómetra í stað 400 áður. Styrking allra hluta mótorsins í því sambandi hefur verið talin myndu koma niður á vélaraflinu og afkastagetunni. Gaf Niemayer meira að segja í skyn að meira mætti taka út úr mótornum með frekari þróun hans á keppnistímabilinu. Tsutomu Tomita liðsstjóri sagði að markmið Toyota-liðsins yrði að vera mun samkeppnisfærari í ár en í fyrra. „Við tókum hvert einasta stykki í bílnum, greindum það, end- urhönnuðum og – það sem mestu skiptir – betrumbættum það,“ sagði Tomita við athöfnina. Morgunblaðið á frumsýningu 2004-bíls Toyota Franski ökuþórinn Olivier Panis við hinn leynilega frumakstur 2004-bíls Toyota í Paul Ricard-brautinni við suðurströnd Frakklands í síðustu viku. Öflugasti mótor nokkurs keppnisbíls Izuzu Troober, árgerð '00, ekinn 65 þús. Upplýsingar í síma 860 1204. TIL SÖLU HÚSBÍLL, BENZ 100D, árg. '91. V. 1.290 þ. (Skipti möguleg.) Sími 699 2400. NISSAN PATROL, ÁRGERÐ 1995 Ekinn 215 þús. Nýtt hedd. Mjög góður bíll. Verð 1.200 þús. Nýtt bílalán. Upplýsingar í síma 899 1977. VW Golf Comfortline, árg. '00, ek. 46 þús., beinsk., vetrardekk, svartur. Lista- verð 1.210 þús. Verð 1.040. Bílalán 750 þús. Sími 554 1610/892 7852. LANDCRUISER 80 VX, árgerð '93. Ekinn 280 þús. Breyttur f. 44", er á 38". Loftpúðar. Lengdur á milli hjóla. Sóllúga. Verð 2.090 þús. Upplýsingar í síma 555 2806. Toyota Avensis árg. 12/98, 1,6 l. Ek. 92 þús. Beinsk. 4 dyra. Álfelgur. Nýl. sumar- og vetrardekk. Verð 850 þús. Sími 555 0809 og 861 8691. TOYOTA LANDCRUISER 100 DÍSEL VX, 06/2000, topplúga, thems, bakkskynjari, þjófavörn og fjarstart, sjálfsk., cd. Algjörlega heill bíll. Uppl. í síma 586 1968 eða 660 7577. JEEP GRAND CHEROKEE ´99. Glæsilegur jeppi m. öllu. Silfurgrár, nýtt original dráttarbeisli, ný Good Year dekk, vél 4.7 V8. Ekinn aðeins 72.000 km. Ný- lega innfluttur, lítur út eins og nýr. ppl. í síma 669 9621. GULLMOLI TIL SÖLU HYUNDAI TERRACAN GLX 3,5 bensín, sjálfskiptur. Nýskráður 05.2002. Ekinn aðeins 8 þús. km. Ásett verð 2.990 þús. Upplýsingar á Bílasölu Selfoss í síma 482 4002. www.bilasalaselfoss.is FORD 250 6,0 DIESEL KING RANCE 06/2003, ekinn 6000 þús. km., cd, topp- lúga, bakkskynjarar, buffalóleður, 35" breyttur og aukagangur á álfelgum. Flaggskipið frá Ford. Algjör gullmoli. Uppl. í síma 553 2550 eða 660 7577. DODGE RAM 3500 ÁRG. '03 Cummins turbo dísel, Larami. Ekinn 8 þús. km. Verð 4,850 millj. Upplýsingar í síma 820 3363.  TIL SÖLU FORD ECONOLINE árg. '92. Xlt 15 manna. Bensín. Ek. 160 þús. km. Góður bíll. Verð 1.090 þús. Til greina koma skipti á jeppa. Upplýsingar í s. 855 1700. 1 vélsleði til sölu/Björgunarsveit Hafn- arfjarðar er með 1 Yamaha Ventura 700 vélsleða til sölu. Árg. 2002, ekinn 1.100. Sleðinn er með farangursgrind og kassa, ásamt negldu belti og brúsagrind. Nánari uppl. í s. 696 2066 og 898 2816. TIL SÖLU POLARIS INDY CLASSIC 500 árg. '92 með tvöföldu sæti og bakkgír. Ek. 3.500, í topplagi. Ásett verð 210 þús. Uppl. í s. 660 1753. POLARIS XCR 800, ÁRG 2001 Ek. 2.300 km. Góður sleði. Verð 650 þús. Áhv. 300 þús. Staðgreiðsluafsláttur. Uppl. í símum 897 7571 og 897 9599. Vagnasmiðjan ehf. auglýsir: Eigum á lager eða smíðum:  U-laga eða kantaðar malar- skúffur úr Hardox 450 stáli, (sjá mynd), passa á flesta vagna. Gott verð.  Getum afgreitt með stuttum fyrirvara Íslandsmalarvagna, með U-laga eða kantaðri skúffu. lang vönduðustu og bestu vagnarnir á markaðinum að mati þeirra sem hafa samanburð.  Smíðum palla og skúffur af öllum stærðum og gerðum á alla vöru- bíla, notum nær eingöngu Hardox- og Domex-stál sem er léttara en samt sterkara.  Skjólborð úr stönsuðu Domex-stáli, grimmsterk og létt, einnig lamir.  Setjum á krana  Smíðum gafllokur.  Gerum við skúffur, palla og vagna.  Sérstök viðgerðarþjónusta um helgar.  Allt framantalið á samkeppnisfæru verði og gæðum.  Leitið upplýsinga og tilboða. Vagnasmiðjan ehf., Eldshöfða 21, Rvík, s. 587 2200 og 894 6000. GÍRKASSI Í FORD RANGER Vantar gírkassa og millikassa eða bara millikassa í Ford Ranger árg.91/92. Upp- lýsingar í síma 862 0438. ISUZU TROOPER 3,0 TDI, 9/99 Ek. 106 þ. km, 5 gíra, 38" ný dekk og felgur, tengdamömmubox, krók- ur, rafmagn í rúðum, samlæsingar, geislaspilari, þjónustubók. Verð 2.790.000. Tilboð 2.490.000. staðgreitt. Áhv. 750.000. Til sölu og sýnis hjá: Toppbílum, Funahöfða 5, sími 587 2000, www.toppbilar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.