Morgunblaðið - 21.01.2004, Síða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
snjókeðjur fyrir vörubíla
og vinnuvélar
Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • Fax 544 4657
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
BÍLAR
NÝIR sigurvegarar voru krýndir í
öllum keppnisflokkum Dakar-ralls-
ins er því lauk í senegölsku höfuð-
borginni á sunnudag. Frakkinn
Stephane Peterhansel sem vann
bílaflokkinn hefur þó áður staðið efst
á verðlaunapalli, er hann vann mót-
orhjólaflokkinn fyrir sex árum.
Gengu loks upp tilraunir hans til að
geta státað af sigri í bæði bíla- og
mótorhjólaflokki. Keppandi í mótor-
hjólaflokki sem keppti undir merkj-
um Íslands lauk keppni með sóma.
Peterhansel, sem er 38 ára, vann á
sínum tíma mótorhjólaflokk rallsins
sex sinnum og deildi sigurmeti í rall-
inu með Tékkanum Karel Loprais
sem unnið hefur vörubílaflokkinn
jafn oft. Með sigrinum á sunnudag
hefur Peterhansel hrósað sjö sinnum
sigri í Dakar-rallinu eða oftar en
nokkur annar ökuþór. Hefur hann
nú leikið eftir afrek landa síns Hu-
bert Auriol sem einn hafði hrósað
sigri í bæði mótorhjóla- og bílaflokki.
Peterhansel vann aðeins tvær sér-
leiðir í rallinu sem hófst 1. janúar í
Frakklandi en var ætíð meðal
fremstu manna. Grundvöllinn að
sigrinum lagði hann á fyrstu viku
rallsins, í eyðimörkum Marokkó og
Máritaníu og losnaði við harða sam-
keppni frá Mitsubishi-félaga sínum
Hiroshi Masuoka frá Japan er sá
tafðist lengi á einni leiðinni vegna
bilunar. Masuoka vann undanfarin
tvö ár – einkum þó vegna ófara Pet-
erhansel á næstsíðasta degi – en
varð 49:24 mínútum lengur með tæp-
lega 11.000 kílómetra nú.
Mikill léttir
Að vonum var Peterhansel létt er
úrslitin lágu fyrir, sagði hann sigur-
inn vera einkar sætan eftir ófarirnar
í fyrra er hann drottnaði allt þar til í
lokin. „Þetta er mikill léttir eftir
svekkelsið í fyrra. Ég efaðist aldrei
um að sigur væri mögulegur en að
hann yrði ekki fyrirhafnarlaus, sagði
Peterhansel sem vann sinn síðasta
sigur af sex í mótorhjólaflokki fyrir
sex árum.
Í þriðja sæti í rallinu varð Frakk-
inn Jean-Louis Schlesser á Schless-
er-Ford en það tók hann þremur
klukkstundum og 33 sekúndum
lengri tíma að ljúka því en Peterhan-
sel landi hans. Lokaleið rallsins vann
hins vegar skoski rallmeistarinn Col-
in McRae á Nissan en hann þreytti
nú frumraun sína í Dakar-rallinu.
Var það annar sérleiðarsigur hans í
lokavikunni.
Konur láta að sér kveða
Þýska konan Jutta Kleinschmidt,
sigurvegari rallsins árið 2001, vann
næstsíðustu sérleiðina, hina fyrstu
sem kona vinnur í rallinu í ár. Löndu
hennar Andreu Mayer á Mitsubishi
gekk þó betur í heildina því hún varð
að lokum í fimmta sæti, 5:46,17 klst.
á eftir Peterhansel.
Manu Roma hrósaði sigri í mót-
orhjólaflokki rallsins og er fyrsti
Spánverjinn sem það afrekar. „Ég
svaf ekkert síðustu tvær næturnar af
spenningi. Nú get ég státað af sigri í
Dakarrallinu og það er yndislegt. Ég
hugsaði oft um hvernig það yrði en
þegar sigurinn er í höfn er tilfinn-
ingin miklu betri en mig óraði fyrir.
Það er ekki hægt að lýsa straum-
unum sem um mann fara, ennþá er
þetta eiginlega eins og mig sé að
dreyma, sagði Roma.
Sigurinn var honum kærkominn
eftir vonbrigðin frá árinu 2000 er
hann var í forystu rallsins þegar
þrjár sérleiðir voru eftir. Vegna vél-
arbilana á endasprettinum féll hann
hins vegar niður í 17. sæti það ár.
Roma játar gamlar syndir
Roma, sem ók á KTM-hjóli eins og
sex fyrstu menn í heildina, segir að
Peterhansel hafi á sínum tíma verið
fyrirmynd hans. Ljóstraði hann því
upp eftir að rallinu lauk að aðdáun
sín á honum hefði leitt sig heldur
langt er þeir voru báðir meðal kepp-
enda í sex daga þolkeppni í Assen í
Hollandi árið 1993. Atvikið átti sér
stað er Peterhansel skrapp í sturtu
eftir einn áfanga mótsins. „Ég var í
unglingaliðinu og hann var átrúnað-
argoðið. Er hann laugaðist greip ég
tækifærið og hnuplaði stutt-
ermabolnum og sokkunum og varð-
veitti.“
Segist Roma hafa játað grikk sinn
fyrir Peterhansel í fyrra og verið fyr-
irgefið fljótt.
Í öðru sæti í mótorhjólaflokki varð
Frakkinn Richard Sainct sem vann í
fyrra og landi hans Cyril Despres
varð þriðji, en hann vann lokaleiðina.
Varð Sainct að lokum 12:38 mín. á
eftir Roma og Despres 44:31 mín.
Hinn gamalreyndi Suður-Afríku-
maður Alfie Cox varð fjórði og sagð-
ist ánægður er upp var staðið. „Ég er
sæll að vera óskaddaður. Ég mæti
aftur á næsta ári. Rallið 1998 var líka
erfitt en þetta var tvímælalaust lang-
erfiðasta rallið,“ sagði hann.
Á lokaleiðinni varð Norðmaðurinn
Pal Anders Ullevalseter annar, 10
sekúndum á eftir Despres, og Svíinn
PG Lundmark þriðji en hann keppti í
þolkeppni hér á landi í fyrra. Í heild-
ina varð Ullevalseter fimmti en
2:04,33 klst. á eftir Roma.
Fulltrúi KTM Iceland í 49.
sæti í mótorhjólaflokki
Í mótorhjólaflokki lögðu upp um
200 keppendur en slík þolraun er
Dakar-rallið bæði fyrir knapana og
fáka þeirra að um helmingur þeirra
féll úr leik á leiðinni. Bretinn Steph-
an Hague stóð sig vel og lauk keppni
í 49. sæti en svo vill til að hann keppti
undir merkjum Íslands í rallinu. Var
hann styrktur til keppni af KTM-
mótorhjólaumboðinu hér á landi og
keppti því undir merkjum þess, eða
KTM Iceland.
Í vörubílaflokki mistókst Tékkan-
um Loprais að vinna sinn sjöunda
sigur en hann varð áttundi. Fyrir-
fram lýsti hann því yfir að þetta yrði
sitt síðasta Dakar-rall. Rússinn
Vladímír Tsjaquíne hrósaði sigri í
flokknum í fjórða sinn.
Draumurinn
rætist hjá
Peterhansel Mitsubishi-liðið hefur reynst afar sigursælt undanfarin ár í Dakar-rallinu. Hér
sést Pajero Evolution á fullri ferð í eyðimörkinni.
Stephane Peterhansel fagnaði sigri í fyrsta sinn í jeppaflokki Dakar-rallsins.
TÍU áhrifamestu einstakling-
arnir í sögu bílsins eru eftirtaldir
að mati enska bílatímaritsins
Auto Express. Eins og sjá má er
valið nokkuð litað af þjóðernisást
tímaritsins:
1.Carl Benz (1844-1929). Hann
varð fyrstur allra til að hanna
bíl eins og við þekkjum hann.
Þriggja hjóla bíll hans var
fyrsti fólksbíllinn sem knúinn
var með brunahreyfli.
2. Henry Ford (1863-1947).
Hann var sonur írsks innflytj-
anda og smíðaði sinn fyrsta
bíl árið 1896. 1908 setti hann
á markað Model T og þar með
hófst fjöldaframleiðsla á bíl-
um.
3. Eiji Toyota (1913- ). Hann
grandskoðaði hvernig fyr-
irtæki eins og Ford voru rekin
og leitaði síðan leiða til þess
að gera ennþá betur. Fyrir
áhrif hans er Toyota nú orðið
þriðji stærsti bílaframleiðandi
heims.
4. Ferdinand Porsche (1875-
1951). Faðir Bjöllunnar. Hann
notfærði sér tækniframlag
sitt, sem er loftkælda, aft-
urstæða vélin, til þess að
framleiða einhverja bestu
sportbíla heims.
5. Frederick Lanchester (1868-
1946). Hæfileikaríkasti bíla-
uppfinningamaður Bretlands.
Uppfinningar hans er að finna
enn þann dag í nútímabílum.
6. Sir Alec Issigonis (1906-
1988). Verkfræðingur búinn
miklum hæfileikum sem tókst
að telja BMC (British Motor
Corporation) á að framleiða
hugarfóstur sitt, fjögurra
sæta smábíl sem kallast Mini.
7. Ralph Nader (1934- ). Neyt-
endafrömuður sem varð
frægur þegar hann hélt því
fram að bílar eins og Corvair
frá GM væru hættulegir. Fyrir
hans tilstilli var sett í lög að
framrúður skyldu vera sam-
límdar og stýrissúlur samfall-
anlegar.
8. Edward Budd (1870-1946).
Bandarískur málm-
bræðslumaður sem fyrstur
manna kynnti málmskeytingu
í bílaframleiðslu. Vann fyrir
Citroën, BMW, Opel og Morris.
9. Harley Earl (1893-1969).
Hann var ráðinn til GM til að
stofna svokallaða Lista- og
litadeild fyrirtækisins og þar
með hófst bílahönnun í þeim
skilningi sem nútímaðurinn
hefur á hugtakinu. Hann gerði
yfirmönnum sínum ljóst að
hægt var að gera andlitslyft-
ingar á eldri bílum.
10. William Lyons (1901-1985).
Hann var hvorki iðnjöfur né
verkfræðingur en virtist
skynja í hvaða átt áhugi al-
mennings beindist. Hann
skapaði Jaguar.
Þeir tíu
áhrifa-
mestu
ÖRYGGISMIÐSTÖÐ Volvo í Svíþjóð hefur búið til í
fyrsta sinn barnshafandi brúðu sem sérfræðingar
ætla að nota til rannsókna á áhrifum bílbelta og ör-
yggispúða á móður og fóstur við árekstur.
Volvo hefur þróað tölvugerða brúðu sem hluta af
hefðbundnu ferli til að bæta öryggi allra farþega í
bílnum – jafnvel þeirra ófæddu. Brúðan – sem heitir
Linda – er á seinni stigum meðgöngu, þegar hættan
er mest fyrir ófætt barn við árekstur.
Árekstrarprófanir í gervihermum eru notaðar til
mjög nákvæmra rannsókna á því hvernig bílbeltin
færast til á líkama barnshafandi konu og áhrif þeirra
ásamt öryggispúða á móðurlífið, fylgjuna og fóstrið
og einnig hvernig fóstrið færist til í líkama móður
undir þessum kringumstæðum.
Árekstrarbrúðan Linda verður einnig notuð til að
prófa nýjar gerðir bílbelta og annars konar örygg-
isbúnað.
Við árekstur herðir beltið að brjóstholi og
mjaðmagrind, en kviðarsvæðið er laust og hreyfist í
þá átt sem ákvarðast af högginu. Vegna þess að
fóstrið flýtur í kviðnum, er líklegt að mögulegir
áverkar geti losað fylgjuna algjörlega frá eða að hluta
til, sem þýðir að barnið fær ekki nóg súrefni. Einnig
er möguleiki að barnið fái áverka við höggið frá
mjaðmagrindinni sjálfri eða frá hlutum í innréttingu.
„Þó að móðurlífið sé frekar teygjanlegt og geti
þess vegna breytt um lögun, höldum við að fylgjan
geti losnað frá vegna þess að hún er ekki eins fjaðr-
andi vegna utanaðkomandi höggs,“ útskýrir Laura
Thackray, lífeðlisfræðingur hjá Öryggismiðstöð
árekstrarprófana í Gautaborg.
„Við höldum að þetta gerist, en við erum ekki al-
veg viss ennþá. Þess vegna er árekstrarbrúðan svo
mikilvæg. Við verðum að finna út hvað gerist til að
geta verndað fóstrið á sem öruggastan hátt.“Ólétt brúða Volvo.
Ólétt Volvo-brúða