Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Vél: Fimm strokka,
2.435 rúmsentimetrar.
Afl: 140 hestöfl við
5.800 snúninga á
mínútu.
Tog: 192 Nm við 4.500
snúninga á mínútu.
Eldsneyti: Bensín og
metangas/jarðgas.
Hröðun á gasi: 11,9 sek-
úndur úr kyrrstöðu í 100
km/klst.
Hröðun á bensíni: 11,4
sekúndur úr kyrrstöðu í
100 km/klst.
Hámarkshraði: 200 km/
klst.
Gírskipting: Fimm þrepa
sjálfskipting.
Eyðsla á metani: 10,5
rúmmetrar á 100 km.
Eyðsla bensín: 10,1 l á
100 km.
Verð: 5.040.000 kr.
Umboð: Brimborg hf.
Volvo S80 2.4 Bi-Fuel
VOLVO setti á markað flaggskipið
S80 árið 1999 til að keppa við lúx-
usbílana BMW 5 og Mercedes-Benz
E. Síðan þetta gerðist hefur vél-
arlínan aukist jafnt og stöðugt og
bíllinn fengið ýmsar endur- og við-
bætur. Morgunblaðið hefur prófað
tvær gerðir bílsins, þ.e. S80 T6,
sem er með 2,9 lítra, sex strokka
bensínvél sem skilar 272 hestöflum,
og S80 2.4 Turbo Diesel, sem er
með fimm strokka, 163 hestafla dís-
ilvél. En að auki er bíllinn fram-
leiddur með 140 hestafla, fimm
strokka bensínvél, 2,5 lítra, 210
hestafla bensínvél, 2,9 lítra, 196
hestafla, sex strokka bensínvél, 2,4
lítra, 130 hestafla fimm strokka dís-
ilvél, og loks 140 hestafla tvíorku-
vél, sem Volvo kallar Bi-Fuel.
Ræsir á bensíni – ekur á metani
Tvíorkuvélin er með fimm
strokka, 2,4 lítra bensínvélinni sem
hefur verið breytt þannig að hún
getur einnig brennt jarðgasi eða
metangasi. Kerfið virkar þannig að
vélin er alltaf ræst með bensíni en
um leið og ekið er af stað skiptir
kerfið strax yfir í gas. Þrír gas-
tankar eru staðsettir undir bílnum;
tveir beint undir aftursætunum og
sá þriðji og stærsti undir farang-
ursgeymslunni. Engu að síður er
farangursrýmið af eðlilegri stærð
en í stað varadekks fylgir bílnum
viðgerðarsett fyrir sprungna hjól-
barða.
Ein áfyllingarstöð
Í blönduðum akstri er aksturs-
þolið á metangasi 220 km á sjálf-
skiptum bíl en að auki er í bílnum
29 lítra bensíntankur, sem kerfið
skiptir yfir á þegar gasið klárast.
Heildar akstursþolið er því nálægt
520 km, sem dugar ekki alveg til
Djúpavogs, og þaðan af síður til
baka. Á bakaleiðinni þyrfti að
stoppa a.m.k. tvisvar sinnum til að
fylla bensíntank bílsins. Ástæðan er
sú að eina áfyllingarstöð metangass
er hjá Esso á Bíldshöfða í Reykja-
vík.
Þetta er enn sem komið er
stærsti ókostur metangasbíla hér-
lendis. Það kostar fyrirhöfn og tíma
að sækja eldsneytið og bílarnir hafa
skemmra akstursdrægi en venju-
legir bensínbílar með eðlilegri
stærð af bensíntanki. Tvíorkubíll af
þessu tagi hentar því eiginlega ein-
göngu innanbæjar og hver væri í
reynd betur til þess fallinn að nota
slíkan bíl en umhverfisráðherra
landsins, eða jafnvel borgarstjórinn
þar sem metangasið er innlendur
orkugjafi og innan borgarmark-
anna?
Hreinni samviska
Kostir slíks bíls eru óáþreifan-
legri en þeim mun eftirsóttari; mun
minna magn mengandi útblásturs-
efna sleppur frá bílum sem brenna
gasi en bensíni eða dísil og hreinni
samviska. Koltvísýringur frá gas-
brunanum er t.a.m. 20% lægri en
frá bensínbíl, en koltvísýringur er
sú lofttegund sem talin er geta
valdið gróðurhúsaáhrifum.
Tvíorkubíll Volvo er nákvæmlega
eins útlítandi og bílar með hefð-
bundnari vélar. Prófunarbíllinn var
klæddur þykku leðri í sæti og hurð-
arspjöld og mælaborðið er bratt og
hátt en uppstilling á öllum stjórn-
rofum þægileg. Þarna er að finna
tvívirka miðstöð með tveimur mið-
stöðvarristum fyrir afturrými, loft-
kælingu, stýring fyrir hljómtæki og
hraðastillir í stýri og stýrið sjálft er
gert úr viði, sem er reyndar ansi
kaldur viðkomu að vetrarmorgni í
tíu gráða frosti. Þá er í bílnum inn-
byggð stilling fyrir bílsíma og
margt fleira. Það eina sem er frá-
brugðið í tvíorkubílnum er að hann
hefur ekki aksturstölvu og er með
minni bremsudiskum.
Eins og bensínbíllinn skilar hann
140 hestöflum að hámarki en togið
er lítið eitt minna, 192 Nm en það
er að hámarki 220 Nm í bens-
ínbílnum.
Bílar af þessu tagi, þ.e. með tví-
orkuvélum, bera fullt vörugjald en
þó er veittur fastur afsláttur af
vörugjaldi af hverjum bíl, sem nem-
ur 120.000 kr. Verðið er engu að
síður hátt, eða 5.040.000 kr. fyrir
bílinn sjálfskiptan.
Tvíorkubíll fyrir umhverfið
REYNSLUAKSTUR
Volvo S80 2.4 Bi-Fuel
Guðjón Guðmundsson
Morgunblaðið/Ásdís
S80 er glæsilegur bíll með krómlistum á hurðum.
Farangursrýmið er jafn stórt og í bensínbíl því gastankarnir eru undir gólfinu.
Þykkt leður og viður í stýri og í listum.
Vélin brennir jafnt bensíni sem jarðgasi eða metangasi.
gugu@mbl.is