Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 B 7 Derrick Allen var að sjálfsögðu glaður í búningsherbergi Keflavík- urliðsins eftir sigur þess í Bik- arkeppni KKÍ. Félagar hans spör- uðu ekki stóru orðin til þess að lýsa leik hans, 29 stig og 20 fráköst, en Allen var ekki á því að hann væri nú þegar kominn í hóp bestu er- lendu leikmanna Keflvíkinga frá upphafi. „Ég hef séð leiki með Keflavík þar sem margir mjög góðir leik- menn hafa komið við sögu. Ég lék aldrei með Damon Johnson, en mið- að við þá leiki sem ég hef séð með honum þá er hann gríðarlega góður leikmaður. En ég reyni ávallt að gera mitt besta.“ Leikur þú alltaf á sama hraða frá upphafi til enda? „Já, ég kann ekki annað. Það skiptir engu máli hvort það er gegn 2. deildarliði eða frönsku stórliði. Ég gef mig í leikinn frá fyrstu mín- útu og hef gaman af því sem ég er að gera. Þetta er fyrsta tímabilið mitt hér á landi en ég bjóst við að deildin væri erfið. Umboðsmaður minn hafði sagt mér frá því að hér væri leikinn góður körfubolti og hér fengi ég tækifæri til þess að verða enn betri. Ég var heppinn að lenda hjá liði eins og Keflavík og við ætlum okkur að vinna alla þá titla sem í boði eru í vetur. Íslensku strákarnir standa sig vel. Þeir leggja mikið á sig til þess að verða betri og við sem erum atvinnumenn verðum að sýna hvað í okkur býr í hvert sinn sem mætum á æfingu.“ „Ég var heppinn að lenda hjá liði eins og Keflavík“  KARLALIÐ Keflavíkur varð á laugardag fyrsta félagið í áratug til að verja bikarmeistaratitil sinn en þeir afrekuðu slíkt hið sama árið 1993 og 1994. Keflavík vann enn- fremur tvöfalt í Höllinni í fjórða sinn. Þá vann Keflavík tvöfaldan bikarsig- ur 1993, 1994 og 1997 en KR (1977) og ÍS (1978) eru einu félögin sem hafa afrekað slíkt.  KEFLAVÍK hefur unnið bikar- meistaratitilinn fimm sinnum og í fyrsta sinn árið 1993 er liðið lagði Snæfell, 115:76. Árið 1994 vann liðið Njarðvík, 100:97. KR var lagt árið 1997, 77:66, Snæfell á ný í fyrra, 95:71, og nú Njarðvík, 93:74.  ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, var í athyglisverðum búningi á bikarúrslitaleik karla en það var keppnistreyja sem var sam- ansett úr búningum beggja liða.  SÖNGVARINN Kalli Bjarni sem sigraði í Idol Stjörnuleit á Íslandi söng nokkur lög fyrir leik Keflavík- ur og Njarðvíkur. Og hann var aftur á ferðinni í hálfleik.  FANNAR Ólafsson, miðherji Keflavíkur, gat ekki leikið með lið- inu að þessu sinni en hann brotnaði á þumalfingri fyrir nokkrum vikum. Fannar telur að hann verði ekki klár í slaginn fyrir en eftir tvær til þrjár vikur til viðbótar.  EGILL Jónasson lék ekki með Njarðvíkingum í bikarúrslitaleikn- um en hinn 2,14 metra hái miðherji á við veikindi að stríða og óljóst hve- nær hann verður með á ný. FÓLK Morgunblaðið/Þorkell Arnar Freyr Jónsson lét mikiðað sér kveða með liði Kefla- víkur í sínum fyrsta bikarúrslita- leik, enda pilturinn aðeins tvítug- ur, og á framtíðina fyrir sér. Arnar Freyr fékk að vita það rétt fyrir leikinn að hann yrði í byrjunarlið- inu og var greinilegt að hann hafði búið sig vel undir átökin enda skoraði hann 20 stig, gaf 9 stoð- sendingar og „stal“ knettinum fimm sinnum frá Njarðvíkingum. „Ég vissi ekki hvort ég fengi að spila mikið, en hafði farið í gegn- um leikinn margoft í huganum áð- ur en Guðjón og Falur tilkynntu byrjunarliðið. Það var eins og allt gengi upp í þessum leik. Ég skor- aði auðveldar körfur í upphafi leiksins og sjálfstraustið var í botni eftir það. Þetta er án efa eft- irminnilegasti leikur sem ég hef leikið fram til þessa. Það skipti engu máli hver var í vörninni gegn mér í dag, ég fór bara framhjá þeim,“ sagði Arnar Freyr og skellihló enda fylgdust félagar hans í Keflavíkurliðinu vandlega með þegar „nýjasta stjarna“ liðs- ins var tekin tali. Spurður hvort titlinum yrði fagnað innilega sagði Arnar Freyr: „Nei, ætli við tökum ekki bara spólu og höfum það huggulegt.“ Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var afar sáttur við dagsverkið. „Við lékum að mínu mati einn besta leik okkar í vetur. Ekkert ís- lenskt lið hefði unnið okkur í dag. Svo einfalt er það. Arnar Freyr var maður leiksins að mínu mati, og hann hefur sýnt svona leiki áður, m.a. í Evrópuleik í Portúgal. Allen var líka frábær, og sá besti sem hefur leikið undir körfunni í Keflavíkurbúningi,“ sagði Gunnar. „Sjálfstraust- ið var í botni“ Morgunblaðið/Þorkell Maður leiksins, Arnar Freyr Jónsson, skorar gegn lands- liðsmiðherjanum, Friðriki Stefánssyni úr Njarðvík. AÐ venju voru bikarúrslitaleikir karla og kvenna í körfuknattleik í beinni sjónvarpsútsendingu í Rík- isútvarpinu. Í einu horni vallarins var heljarstór krani, sem upp- tökuvél var fest á endann á. Halldór Karlsson, leikmaður Njarðvíkinga, var ekki sáttur við staðsetningu kranans í eitt sinn er hann reyndi þriggja stiga skot í horninu þar sem kraninn var. Skotið geigaði hjá Halldóri enda fór knötturinn í kranann sem var í skotlínunni. Hann lét óánægju sína í ljós við þann sem stjórnaði kran- anum og Leifur Garðarsson, dómari leiksins, lét eftirlitsmann leiksins, Kristin Albertsson, vita af atvikinu. Fleira var ekki gert vegna atviksins. Reyndar er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist því í bikarúrslita- leik Snæfells og Keflvíkinga fyrir ári lenti Lýður Vignisson, leikmaður Snæfells, í svipuðu atviki. Halldór skaut í kranann ÞETTA gekk ekki upp hjá okkur að þessu sinni. Aðdragandi leiksins var undarlegur þar sem ég vissi ekki hvaða leikmenn ég hafði til umráða. Hvað sem aðrir segja þá var óvissa með þá Brandon Woudstra og Bren- ton Birmingham, Páll Kristinsson var í leikbanni og ég þurfti því að raða saman „nýju“ liði á nokkrum dögum. Það virkaði enfaldlega ekki í þessum leik,“ sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Njarðvíkinga. Spurður hvort það hefðu verið mistök að fá Larry Bratcher til liðs- ins sagði Friðrik að það væri auðvelt að vera vitur eftir á. „Ég get sagt það núna eftir leikinn að líklega of- mátum við eiginleika hans og ég hefði frekar átt að láta ungu strák- ana axla meiri ábyrgð í leiknum. En við tókum ákveðna áhættu í þessum leik, það tókst ekki. Ég óska Keflvík- ingum til hamingju með titilinn, þeir áttu skilið að vinna að þessu sinni. „Gekk ekki upp“ HJÖRTUR Harðarson, leikmaður Keflvíkinga, fékk ekki mikinn tíma til þess að undirbúa sig fyrir leik- inn enda stýrði hann kvennaliðinu til sigurs fyrr um daginn og hamp- aði þvítveimur bikarmeistaratitlum á sama deginum. Slíkt er reyndar ekki nýlunda í herbúðum Keflvík- inga því Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari karla, afrekaði slíkt hið sama tvívegis, sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og leik- maður Keflavíkur. „Ég vissi að þetta yrði langur dagur en hafði ekki miklar áhyggj- ur af okkar leik þar sem breiddin er það mikil og álagið því ekki gríðarlegt. Þetta verður líklega í fyrsta og eina skiptið sem ég upp- lifi tvo bikartitla á sama degi. Kvennaleikurinn tók á, enda mikil spenna undir lokin. Ég var því and- lega tilbúinn í leikinn en það eina sem vantaði var að ég gæti borðað fyrir karlaleikinn. Eitt rúnnstykki með osti og smjöri var það eina sem ég kom niður fyrir leikinn. En það virkaði vel. Við vissum að Brenton Birmingham og Friðrik Stefánsson áttu að axla ábyrgðina hjá Njarðvík og við ákváðum að láta þá aldrei í friði. Undir lok leiksins voru þeir orðnir lúnir en okkar lið átti mikið inni,“ sagði Hjörtur. Tveir titlar hjá Hirti steinsson fögnuðu vel er Gunnar Einarsson fyrirliði hóf bikarinn á loft í fimmta sinn í sögu félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.