Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 12
TVEIR erlendir ríkisborgar- ar, annar frá Belgíu og hinn frá Kongó, hafa verið dæmdir fyrir skjalafals og fjársvik í Héraðsdómi Reykjaness, en mennirnir notuðu fölsuð vega- bréf og stolin greiðslukort hér á landi. Mennirnir játuðu greiðlega hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa notað fölsuð vegabréf við komuna hingað til lands, og að hafa fengið íslenska kennitölu og bankareikninga með því að framvísa fölsuðum skilríkjum. Annar mannanna var að auki dæmdur fyrir að taka út fé og vörur fyrir alls um 350.000 kr. út á stolið greiðslukort. Annar maðurinn var dæmd- ur í fimm mánaða fangelsi, og hinn í níu mánaða fangelsi, og var hvorugur dómurinn skil- orðsbundinn. Að auki þurftu mennirnir að greiða allan sakakostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjenda sinna. Öðrum manninum var einnig gert að greiða Kredit- kortum hf. rúmar 350.000 kr. í skaðabætur. Dómana kváðu upp annars vegar Jónas Jóhannsson hér- aðsdómari og hins vegar Sveinn Sigurkarlsson héraðs- dómari. 5 og 9 mán- aða fang- elsi fyrir skjalafals FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TÆKIFÆRIN í heilbrigðisþjónust- unni liggja í því að bjóða út til einka- aðila þjónustu utan kjarnastarfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH), svo sem þjónustu við aldr- aða, fæðingarþjónustu og tækni- frjóvgunarþjónustu, að mati Versl- unarráðs Íslands. Síaukin útgjöld til samneyslu, svo sem heilbrigðisþjónustu, eru ákveð- in áskorun fyrir stjórnvöld til að finna nýjar, hagkvæmari leiðir í rekstri, sagði Ásta Möller, varaþing- maður, þegar hún kynnti á þriðju- dag tillögur starfshóps á vegum Verslunarráðs sem fjallað hefur um ný tækifæri í heilbrigðisþjónustunni hér á landi. Starfshópurinn setur fram tillög- ur um hvernig heilbrigðismálin gætu betur farið. „Við leggjum áherslu á að þjónusta utan kjarna- starfsemi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss verði sett í hendur ann- arra aðila, það er að gerðir verði þjónustusamningar við einkaaðila. Ein helsta röksemd LSH fyrir því að halda öllum verkefnum innan veggja LSH hefur verið háskólahlutverkið. Við teljum að það megi fara þá leið sem hefur verið farin til dæmis í Norður-Ameríku, það er að háskóla- sjúkrahúsið geti gert samkomulag við einkaaðila um að taka að sér þetta hlutverk sem þeir rækja við nemendur,“ segir Ásta. Meðal þess sem betur væri komið í höndum einkaaðila – að mati skýrsluhöfunda – eru málefni aldr- aðra, fæðingarþjónusta, tækni- frjóvgunardeild, heilsugæsla og hjúkrunarheimili. Einungis kjarna- starfsemi LSH myndi haldast rík- isrekin, en þar er átt við sérhæfða sjúkraþjónustu og þjónustu við bráðveika sjúklinga. Með einkarekstri í heilbrigðis- þjónustunni er átt við að einkaaðilar, fyrirtæki eða einstaklingar sjái um að veita þjónustuna, og hún verði fjármögnuð af notendum, úr sameig- inlegum sjóðum eða tryggingum eft- ir því sem við á. Sjúklingar beri hærri kostnað Í skýrslu Verslunarráðs er bent á að hlutur einstaklinga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustunnar sé með því lægsta sem gerist innan OECD, sem geti haft í för með sér litla kostnaðarvitund notenda þjón- ustunnar. Þetta geti svo leitt til óeðlilegar eftirspurnar og sóunar. Í skýrslunni segir ennfremur: „Notendagjöld hafa þann kost að auka kostnaðarvitund, hafa áhrif á eftirspurn eftir þjónustu og síðast en ekki síst auka þau framboð á þjón- ustu. Verslunarráð Íslands leggur áherslu á að mörkuð verði stefna um notendagjöld í heilbrigðisþjónustu sem miði að því að auka kostnaðar- vitund án þess að skerða möguleika þeirra sem minna mega sín til að nýta sér heilbrigðisþjónustuna.“ Samfara því að leggja til hækkun á greiðsluhlutfalli þeirra sem nota sér þjónustu heilbrigðisstofnana bendir Verslunarráð á að Ísland sé eitt fárra landa sem fjármagni enn rekstur heilbrigðiskerfisins með föstum fjárlögum. Betra sé að taka mið af framleiðni og árangri og þannig verði hægt að tengja framlög við afköst, sem myndi auka sam- keppni milli stofnana. Heilbrigðisþjónusta útflutningsvara Bent er á að eins og staðan sé í dag hafi stofnanir ekki hag af því að auka framleiðni, og að ríkið viti ekki nákvæmlega hvað það sé að kaupa, og á hvaða verði. „Verslunarráð leggur til að teknar verði upp magn- og árangurstengdar greiðslur á sjúkrahúsum. Slíkt greiðslufyrir- komulag leiði til aukinnar hag- kvæmni og bæti nýtingu fjármuna og greiðir leið aukins samanburðar og samkeppni í heilbrigðisþjónustu,“ segir í skýrslunni. Verslunarráð telur að allar for- sendur séu fyrir hendi hér á landi til að gera heilbrigðisþjónustu að út- flutningsvöru, og bendir á að starfs- fólk hér sé vel menntað og sýni fram á árangur á heimsmælikvarða. Þetta mun skapa aukin tækifæri fyrir ís- lenska heilbrigðisþjónustu til að minnka biðlista Íslendinga eftir þjónustu, jafnframt því að skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Það myndi svo auka tækifæri fyrir íslenskt heil- brigðisstarfsfólk, en í dag starfar um helmingur íslenskra lækna er- lendis, að því er fram kemur í skýrsl- unni. Starfshópur á vegum Verslunarráðs Íslands leggur til breytingar á heilbrigðiskerfinu Morgunblaðið/Jim Smart Niðurstöður kynntar: Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs (t.v.), Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, Ásta Möller varaþingmaður og Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Öldungs. Þjónusta utan kjarnastarfsemi LSH færist til einkaaðila Vilja hækka kostnaðarhlut- fall sjúklinga SAMSKIP styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörgu með sex milljónum króna til að kaupa og flytja hingað tvö björgunarskip frá Bretlandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur níu björgunarskip umhverfis landið og segir Valgeir Elíasson, upplýs- ingafulltrúi félagsins, að stefnt sé að því að þétta netið í ár og á næsta ári. Þannig yrði viðbragðstími á haf- svæðinu sem sjálfvirka tilkynn- ingaskyldan nær til innan við þrjár klukkustundir á flestum svæðum. Skip félagsins eru nú í Reykjavík, á Rifi, Ísafirði, Siglufirði, Raufarhöfn, Neskaupstað, í Vestmannaeyjum, Grindavík og Sandgerði. Segir Valgeir hugmyndina að fá skip á sunnanverða Vestfirði, við Húnaflóa, á Vopnafjörð, Höfn og í Hafnarfjörð. Skipin eru af gerðinni Arun, keypt notuð frá Bretlandi og sagði Jón Gunnarsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, að þau hefðu fengist fyrir mjög sann- gjarnt verð eða kringum 19 milljónir króna. Morgunblaðið/Þorkell Knútur B. Hauksson, forstjóri Samskipa, við stýri björgunarskipsins Ásgríms S. Björnssonar. Honum til halds og trausts er skipstjóri björg- unarskipsins Ásgrímur Ásgrímsson. Samskip styrkja kaup tveggja björgunarskipa ÍRIS Emilsdóttir hefur sent ýmsum kennurum upplýsingar um nokkur atriði sem hafa hjálpað henni við að aðstoða son sinn, sem er með les- blindu eða dyslexíu, í þeirri von að þeir komi upplýsingunum áfram til foreldra sem standa í sömu sporum og hún. „Skólakerfið verður að bregðast við þessum vanda og það er til skammar hvað kennarar eru al- mennt óupplýstir um dyslexíu,“ seg- ir hún Sonur Írisar er 14 ára nemandi í grunnskóla. Hún segir að í sex ár hafi hún reynt að afla sér upplýsinga um hvernig best sé að aðstoða börn með lesblindu. „Ég hef aldrei fengið neinar leiðbeiningar frá skólanum,“ segir hún og bætir við að skilaboðin séu alltaf hin sömu: „Láttu barnið lesa, lesa og lesa, en alltaf er bent á hefðbundnar leiðir eins og ég notaði með eldra barninu mínu. En það er eitthvað að þegar maður fær engar ráðleggingar frá skólanum og hefur eytt þremur árum og margfalt meiri tíma en áður án þess að það skili árangri.“ Íris segir segir að gott sé að leira stafina fyrir börn með dyslexíu, því þrívíddin geri þeim betur kleift að skynja hvern staf. Gott sé að nota flettispjöld, eitt spjald fyrir hvern staf, og hún leggur áherslu á að nota heiti stafsins en ekki hljóð hans. Kennaranemar eru ekki fræddir um lesblindu Í ráðleggingum Írisar kemur með- al annars fram að Kennaraháskóli Íslands fræði ekki nemendur sína um lesblindu og því sé ekki hægt að gera kröfur til kennara um fullkom- inn skilning á málinu. „Þegar maður kemst að því að Kennaraháskóli Ís- lands segir nemendum sínum að dys- lexía falli undir námsörðugleika og kennir ekki meira um málið þá verð- ur það til þess að börn með dyslexíu fara í gegnum grunnskólann með mikilli aðstoð foreldranna,“ segir hún og bætir við að sumir framhalds- skólar eins og t.d. Iðnskólinn í Reykjavík vinni síðan gott starf vegna þessara nemenda. „En það er ekki tekið á vandanum í grunnskól- anum þó varlega sé áætlað að um 10% Íslendinga séu með lesblindu.“ Íris segir að foreldrar ættu að fá fund með öllum kennurum sem kenna bóklegar greinar í grunnskól- anum. „Mjög mikilvægt er að láta ekki börn með dyslexíu lesa upphátt fyrir bekkinn þar sem það ýtir ein- ungis undir minnimáttarkenndina sem þau eiga yfirleitt nóg af,“ segir Íris í ábendingum sínum. „Sér- kennsla er úrræði sem getur eflaust hjálpað í stöku tilfelli en þegar börn eru full af vanmetakennd og eru sett í sérkennslu þá eru þau oft í hóp með börnum sem eiga við ýmsar þroska- hömlur að stríða. Heimanám getur orðið vandamál þar sem oft vantar nokkuð uppá skipulagið hjá börnunum en góð samvinna við kennara er undirstaða þess að allt geti gengið sem best. Það er mín reynsla að kennarar eru hjálpsamir þegar þeir vita af vanda- málinu og eru tilbúnir til að láta börnin fá glósur og annað slíkt fyrir próf. Það er gott að ítreka að börnin eiga rétt á lengri próftíma og aðstoð við próftöku.“ Þurfti að berjast fyrir því að fá greiningu fyrir son sinn Íris segir að hún hafi þurft að berj- ast fyrir því að fá greiningu fyrir son sinn og það hafi tekið um tvö ár. Ekki hafi allir foreldrar ótakmark- aðan tíma og það sé ekki réttlátt að þessi börn fari afskiptalaus í gegnum grunnskólann. Oft sé komið fram við þau eins og þau séu illa gefin en það sé ekki rétt og það séu mörg dæmi um fólk sem hefur spjarað sig, þó það geti ekki lesið. Þau þurfi bara öðruvísi aðstoð en önnur börn. „Með samstilltu átaki foreldra og kennara getum við menntað börn með dys- lexíu. Sýnum þeim virðingu og pöss- um uppá sjálfsmynd þeirra. Á þann hátt verða þau hamingjusamir og nýtir þjóðfélagsþegnar,“ segir hún. Segir skólakerfið verða að bregð- ast við lesblindu LÖGREGLA handtók í gær mann sem braust inn í fyrir- tæki í Síðumúla í Reykjavík í fyrrinótt. Þjófurinn braut rúðu í versluninni og stal þaðan raf- magnstækjum. Öryggismynda- vélar í versluninni festu mann- inn á filmu og þekktist hann á myndunum. Hann var handtek- inn af lögreglunni á heimili sínu og var yfirheyrður vegna máls- ins í gær. Handtekinn eftir innbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.