Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í góðum málum N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 2 1 9 / sia Í LEIÐARA Morgunblaðsins 12. janúar sl. er enn einu sinni vikið að því sem blaðið nefnir einok- unartilhneigingar Sambands ísl. samvinnufélaga og kaupfélaganna á liðinni öld. Ég segi „enn einu sinni“ vegna þess að svipaðar fullyrðingar hefur af og til mátt lesa á ritstjórnarsíðum Mbl., oft í Reykjavík- urbréfi þess. Hin til- vitnuðu ummæli í leið- ara blaðsins eru sem hér segir: „… hóf Morg- unblaðið harða baráttu snemma á tuttugustu öldinni gegn aug- ljósum tilhneigingum sam- vinnuhreyfingarinnar með Samband ísl. samvinnufélaga í fararbroddi til þess að leggja undir sig og einoka hvert svið atvinnulífsins á fætur öðru.“ Af framhaldi textans má svo ráða að þetta heilaga stríð Morgunblaðs- ins við samvinnuheyfinguna hafi staðið í um það bil sex áratugi. Ég eyddi allri starfsævi minni, um það bil hálfri öld, hjá Sambandinu og fyrirtækjum sem því tengdust, þar af um 36 árum við stjórnunarstörf. Það lætur að líkum að ég muni þekkja til starfshátta Sambandsins á þeim tíma sem hér er vikið að og því finn ég mig knúinn til að leið- rétta það sem ég hlýt að líta á sem misskilning Morgunblaðsins. Sam- bandið sóttist ekki eftir að „leggja undir sig og einoka hvert svið at- vinnulífsins á fætur öðru“. Hins veg- ar var það metnaður þeirra sem þarna sátu við stjórnvölinn að sam- vinnufélögin kæmu sér upp eðlilegri markaðshlutdeild á þeim sviðum sem tengdust starfsemi kaupfélag- anna og annarra samvinnufélaga. Með „eðlilegri markaðshlutdeild“ á ég við þau viðskipti sem rekja mátti til kaupfélaganna og þátttöku þeirra í atvinnulífi víðs vegar um land. Hér skulu nefndir fjórir þættir viðskiptalífsins þar sem Sambandið gerði sig gildandi, en það eru trygg- ingastarfsemi (Samvinnutryggingar g.t.), olíuverslun (Olíufélagið hf.), kaupskipaútgerð (Skipadeild Sam- bandsins) og útflutningur sjávaraf- urða (Sjávarafurðadeild Sambands- ins). Þrír fyrst nefndu þættirnir teygja sig aftur til ársins 1946. Það er erfiðara að tímasetja upphaf út- flutningsverslunar Sambandsins með sjáv- arafurðir. Hún hófst óumdeilanlega fyrir miðja síðustu öld, en formleg stofnun Sjáv- arafurðadeildar Sam- bandsins átti sér stað árið 1957. Sú fjölþætta starf- semi sem hér var nefnd komst aldrei í einokunaraðstöðu enda var það ekki tilgangurinn. Þó að leitað væri með logandi ljósi í gerðabókum Sambandsins mundi ekki finnast stafkrókur um fyrirætl- anir af þessum toga og ég get með góðri samvisku sagt að ég varð aldr- ei vitni að umræðum innan Sam- bandsins sem hnigu í þessa átt. Það er eðli einokunar að útiloka samkeppni en því fer fjarri að sú starfsemi, sem hér var rakin, hafi orðið til þess. Þvert á móti jókst samkeppnin í íslensku viðskiptalífi við tilkomu þessara fyrirtækja sem áttu rætur sínar hjá samvinnuhreyf- ingunni. Fyrir yngri lesendur Mbl., sem ekki þekkja þessa sögu, má stilla myndinni þannig upp: Sam- vinnutryggingar kepptu við Sjóvá- tryggingafélagið, Almennar trygg- ingar og Brunabótafélagið, Olíufélagið við Shell og B.P., Skipa- deildin við Eimskip og Hafskip og Sjávarafurðadeildin við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og fjölda minni útflutningsfyrirtækja. Nú eiga menn fullan rétt á að spyrja: Hvers vegna voru sam- vinnumenn að stofna til trygginga- félags, olíufélags, skipafélags og út- flutningsfyrirtækis fyrir sjávarafurðir, þegar til voru fyr- irtæki í landinu sem sinntu þessari starfsemi? Svarið við þessari spurn- ingu er tvíþætt: Annars vegar vildu menn veita einkaframtakinu eðlilegt aðhald og nauðsynlega samkeppni. Hins vegar áttu samvinnumenn um það að velja að kaupa þessa þjón- ustu af samkeppnisaðilum eða sinna henni sjálfir; þóttust menn sjá hag- ræði í því og jafnframt hagnað að skipta við eigin fyrirtæki fremur en fyrirtæki einkaframtaksins. Sjálfs er höndin hollust, segir máltækið, og þessi gömlu sannindi gera víða vart við sig í viðskiptalífinu, jafnvel hjá sjálfu Morgunblaðinu. Það var góð viðskiptahugmynd hjá þeim Morg- unblaðsmönnum að láta prenta blað- ið í eigin prentsmiðju og þessi hug- mynd hefur eflaust sannað ágæti sitt í framkvæmd. Það hvarflar þó ekki að nokkrum manni að hug- myndin hafi upphaflega verið sett á flot beinlínis í þeim tilgangi að þjarma að öðrum prentsmiðjum í Reykjavík. Eigendur Morgunblaðs- ins vildu einfaldlega heldur kaupa þjónustuna hjá sjálfum sér en öðr- um. Um tíma leit út fyrir að Morg- unblaðið mundi drepa af sér öll önn- ur dagblöð í landinu. Það væri léleg sagnfræði að halda því fram að frá upphafi hafi það verið tilgangur eig- enda blaðsins að „leggja undir sig og einoka“ þetta sérstaka svið atvinnu- lífsins. Styrkasta stoðin undir vel- gengni Morgunblaðsins er án efa vandaður fréttaflutningur og væri gott að mega vænta þess að góð vinnubrögð á því sviði verði jafnan í heiðri höfð þegar ritað er í víðara samhengi um samvinnuhreyfinguna á liðinni öld. Samvinnuhreyfingin á liðinni öld Sigurður Markússon svarar leiðara Morgunblaðsins ’… og því finn ég migknúinn til að leiðrétta það sem ég hlýt að líta á sem misskilning Morgunblaðsins.‘ Sigurður Markússon Höfundur var lengi framkvæmda- stjóri hjá Sambandinu og síðar stjórnarformaður. MENN hafa lengi haft áhyggjur af þeim trjáviði sem fylgir ýmsum vörum í flutningum milli landa. Með- an ákveðnar heilbrigðisreglur hafa gilt um timbur, einkum með áföstum berki, hafa menn litið fram hjá þeim viði sem not- aður er til að bera, styðja við og verja alls kyns vörur í flutningi þeirra á áfangastað. Árið 1996 fannst í fyrsta sinn bjalla nokk- ur af ætt trjábukka (Cerambycidae) á trjám í New York í Bandaríkjunum. Heitir hún á ensku „Asian longhorned beetle“ (Anoplophora glabri- pennis) og veldur skaða á ýmsum tegundum harðviðartrjáa. Telja Bandaríkjamenn að meindýr þetta hafi bor- ist með viðarumbúðum frá Asíu. Einnig má nefna sem dæmi furu- þráðorminn (Burs- aphelenchus xylophil- us) sem finnst í N-Ameríku og Japan. Hann hefur ekki enn náð fótfestu í Evrópu en gæti hæglega borist með við- arumbúðum. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gaf í mars 2002 út leiðbeinandi reglur um viðarumbúðir sem eiga að stuðla að því að draga úr hættunni á að með þeim berist skaðvaldar, Guidelines for regulating wood packaging ma- terial in international trade – Int- ernational standards for phytosanit- ary measures nr. 15. Í stuttu máli mæla þær með að trjáviðurinn sé hit- aður í 56°C í 30 mínútur og síðan merktur á ákveðinn hátt til að stað- festa að meðhöndlun hafi átt sér stað. Plöntueftirlitsaðilum í hverju landi er falið að annast vottun á fyrirtækjum sem smíða og hita tréumbúðir fyrir útflutning. Eins og er lítur út fyrir að þessi alþjóðlegi staðall verði almennt gildandi í alþjóðaviðskiptum. Und- anskildar eru umbúðir sem eingöngu eru gerðar úr unnum trjáviði s.s. krossviði og spónaplötum. Í janúar árið 2003 skrifaði ég grein í Morgunblaðið er bar heitið „Út- flutningur til Kína og tréumbúðir“ og fjallaði um þær kröfur sem Kínverjar gera til viðarumbúða s.s. vörubretta og tré- kassa við innflutning frá Evrópulöndum. Nú eru hins vegar fleiri lönd að taka upp svipaðar regl- ur og þurfa útflytjendur að vera vakandi fyrir því. Um síðustu áramót tóku gildi nýjar reglur í Kanada um viðar- umbúðir og boðað hefur verið að svipaðar reglur taki gildi í Bandaríkj- unum, Mexíkó, Evrópu- sambandinu og fleiri löndum á árinu. Í Bandaríkjunum er reiknað með að þær komi til framkvæmda í apríl- eða maímánuði en menn eru hvattir til nú þegar að laga sig að kröfunum. Vart verður komist hjá því að nota trébretti og aðrar viðarumbúðir við útflutning á vörum. Til þess að tryggja að útflutningur okkar komist snurðulaust á áfangastað verðum við hið fyrsta að setja af stað vott- unarferli þar sem ákveðin fyrirtæki fá heimild til að meðhöndla tréum- búðir í samræmi við hinn alþjóðlega staðal og merkja síðan eins og krafist er. Landbúnaðarráðuneytið mun því brátt gefa út reglugerð um við- arumbúðir. Plöntueftirlitið hefur til bráðabirgða þegar veitt 3 fyr- irtækjum heimild til að merkja við- arumbúðir til útflutnings og tilkynnt það til kanadíska eftirlitsins. Hér er um nýjan eftirlitsþátt að ræða sem kallað er á af atvinnulífinu til að útflutningur okkar, einkum á sjávarafurðum og tæknibúnaði, geti gengið fyrir sig án vandræða. Viðarumbúðir og útflutningur Sigurgeir Ólafsson skrifar um viðarumbúðir Sigurgeir Ólafsson ’Eins og er líturút fyrir að þessi alþjóðlegi stað- all verði al- mennt gildandi í alþjóðavið- skiptum.‘ Höfundur er forstöðumaður plöntueftirlits Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.