Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Stórskemmtileg og sprenghlægileg gamanmynd með Eddie Murphy sem kemst í hann krappann ásamt fjölskyldu sinni þegar þau gista á gömlu draugasetri! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 8. Frá framleiðendum FourWeddings, Bridget Jones & Notting Hill GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is HJ.MBL ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 4.45. KRINGLAN Sýnd kl. 6.30 og 9. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.30. Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára.  Roger Ebert Erótísk og örgrandi. Leikur Óskarsverðlaunahafanna er magnþrungin. Byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Philip Roth. í i i l f i . l l f i ili . 6Tilnefningar til óskarsverðlaunam.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6. ísl. tal. Sýnd kl. 7.45. 500 kr.-70 mín. Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins! Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Le peuple migrateur“ - Heimur farfuglanna Sýnd kl. 5.45 „l´adversaire“ - Óvinurinn Sýnd kl. 10.20 „l´auberge espagnole“- Evrópugrautur Sýnd kl. 8 „Étre et avoir “ - Að vera og hafa Sýnd kl. 10.30. „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið ATH SÍÐASTI DAGUR Frönsku KVIKMYNDAHÁTÍÐARINNAR ER Í DAG. …Michael Jack- son hefur á ný verið sakaður um ósæmilega hegð- un gagnvart drengjum. Fyrr- verandi þjón- ustustúlka popp- arans fræga hefur sagt frá því að hún hafi séð til hans í sturtu og baði með börnum á setri sínu Hvergilandi. Þessi ummæli Bianca Francia hafa orðið til þess að ýta undir vangaveltur um að Jackson sé nú kannski ekki alsaklaus af þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Í viðtali sem tekið var árið 1993, og aðstandendum sjónvarpsþáttarins „Entertainment Tonight“ tókst að grafa upp, segir þjónustustúlkan, sem vann hjá Jackson á árunum 1986 til 1991: „Ég sá mæður koma með þessa drengi í húsið, hann sof- andi hjá þeim dögum saman og þeir í baði og sturtu saman. Hann lét drengina sitja í fanginu á sér og nuddaði þá. Þegar ég sá herbergið hans lágu allar nærbuxurnar saman á gólfinu. Og í hvert sinn sem hann fékk dreng, setti hann rúmið strax niður. Alveg um leið og þeir voru komnir inn.“ … MTV-tónlistarmyndbandastöðin í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýna nýjasta tónlistarmyndband söngkonunnar Britney Spears, við lag hennar, „Toxic“, aðeins seint á kvöldin, því það sé of djarft til að sýna það að degi til. MTV tók þessa ákvörðun eftir uppákomuna sem varð á dögunum þegar Janet Jack- son sýndi á sér annað brjóstið. Í myndbandinu kemur Britney fram í gegnsæjum kattarbúningi og gerir sér dælt við mann á flugvélasal- erni … Justin Timberlake hyggst leggja fyrir sig kvikmyndaleik. Hann mun leika í myndinni Edison ásamt Kevin Spacey, Morgan Freeman og LL Cool J. „Eftir að hafa árum saman skoðað hin ýmsu handrit hefur hann loks ákveðið að taka að sér hlutverk sem honum finnst frábært,“ segir Ken Sunshine, blaðafulltrúi Timberlakes. Hann mun leika ungan blaðamann sem uppgötvar spillingu meðal hátt- settra manna í lögreglunni. FÓLK Ífréttum KVIKMYNDAHÁTÍÐIR, verði þær franskar, breskar eður spænskar hafa verið að fá einstaklega góð viðbrögð bíóþyrstra Íslendinga undanfarin ár. Það vakti furðu marga er færri komust að en vildu á opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar sem hófst föstudaginn 23. janúar. Ekki bara að myndin væri frönsk heldur var um að ræða nánast þögla heimildarmynd um fugla! Þeir sem hafa séð myndina eru þó lítið hissa, enda um einstaka mynd að ræða, bæði er hún ægifögur og til- komumikil. Er á hátíðina leið fór svo önnur mynd að vekja viðlíka athygli. Þetta er myndin Evrópugrautur (L’ Auberge Espagnol) en umfjöllunarefnið er sam- býli ungra námsmanna í Barcelona sem deila íbúð, sjö saman, og koma þeir frá jafnmörgum Evrópulöndum. Myndin hefur verið lofuð í hástert af gagnrýnendum og var einkar vinsæl í Frakklandi og víðar um Evrópu. Sæbjörn Valdimarsson, einn kvik- myndagagnrýnenda blaðsins, nær kjarna myndarinnar vel í dómi sínum sem birtur var síðasta mánudag. Þar segir í lokamálsgrein: „Allavega fer maður léttur og bjartsýnn út af þessari litlu perlu sem ber eins og gull af eiri af þeim mýgrút bandarískra skólalífs- mynda sem tröllríða íslenskum kvik- myndahúsum.“ Hin belgíska Cécile De France fer með eitt af aðalhlutverkunum í mynd- inni. De France var valin sem ein af Rísandi stjörnum („Shooting star“) evrópskra leikara á Berlínarhátíðinni í fyrra og virðist hún heldur betur ætla að standa undir nafni. Þrátt fyrir ungan aldur (fædd 1976) hefur stuttur ferillinn verið af- skaplega gifturíkur, þá sér- staklega undanfarin þrjú misseri eða svo. Hún er t.a.m. búin að klára fyrstu „stóru“ myndina sína en þar er á ferðinni Umhverf- is jörðina á áttatíu dögum þar sem Jackie Chan og Steve Coogan fara með að- alhlutverkin. Aðrir sem fara með hlutverk eru t.d. Owen Wilson, Kathy Bat- es, Arnold Schwarzenegger og John Cleese. En kíkjum nú á grautinn áður en hann brennur við! Yfir til þín Cecile … Að gefa og taka Evrópugrauturinn er búinn að ganga svakalega vel hérlendis. „Frábært!“ Það er eins og fólk grípi fríið frá Hollywood fegins hendi. „Ég skil. Það er jákvætt finnst mér.“ Hvað merkir þessi titill nákvæmlega, L’ Auberge Espagnol? „Humm … þetta er hugtak í Frakklandi yfir það þegar fólk kemur sam- an í veislu og allir eru með eitthvað meðferðis sem þeir deila með sér. Svo er fólki frjálst að taka eitt- hvað með sér úr veislunni líka. Það er erfitt að út- skýra þetta nákvæmlega en þetta er ákveðin hefð eða siður í Frakklandi.“ Þú átt býsna margar myndir að baki þrátt fyrir ungan ald- ur. Og fyrsta myndin þín í fullri lengd er þó ekki nema rétt svo þriggja ára gömul! „Já, það var L’art délicat de la sé- duction (Hin eðla list tælingarinnar). Og síðan fór allt af stað með Grautnum ári síðar en hún varð gríðarlega vinsæl í Frakklandi og mjög vel sótt. Hún var líka mjög vinsæl í heimalandi mínu, Belgíu. Ég held t.d. að þrjár eða fjórar milljónir hafi séð hana á Spáni. Mynd- irnar mínar fram að því fengu fínustu gagnrýni en áttu samt ekki greiðan að- gang að fjöldanum,“ En er ekki brjálað að gera hjá þér? „Jú. Mjög svo (hlær). Ég lék í þrem- ur myndum á síðasta ári og fékk eina viku í frí.“ Ertu þá ekki að kikna undan álagi? Finnst þér nokkuð of mikið að gera? „Nei nei. Alls ekki. Í raun er ég nú komin í þá stöðu að geta valið úr verk- efnum. Ég er mjög hamingjusöm með það og það er þægilegt að hugsa til þess að fólk sem er lengra komið en ég vilji vinna með mér. Nei, ég finn ekki fyrir pressu nema síður sé.“ Hraus hugur En hvernig unnuð þið myndina? Og var hún erfið í vinnslu? „Þetta var ákaflega létt verk og löð- urmannlegt. Cédric (Klapisch, leik- stjóri) er snillingur. Það var frábært að vinna með honum. Hann er ótrúlega rólegur og geðgóður og maður sprakk út í leiknum vegna þessa. Myndin var gerð, þannig séð, í hálfgerðu bríaríi. Klapisch átti smátíma á milli mynda og hann ákvað að gera þessa mynd í snar- hasti. Hann kláraði handritið á tveim- ur vikum, safnaði svo saman leikurum frá hinum og þessum Evrópulöndum á tiltölulega skömmum tíma. Við fórum svo öll til Barcelona þar sem tökur fóru fram í einn mánuð. Þetta var meira eins og frí. Það var frábært að vera í Barcelona og hópurinn skemmti sér mjög vel. Minningarnar um þessa mynd eru ljúfar og þessi góði andi leik- hópsins flæðir inn í myndina sjálfa.“ Og svo fékkst þú stórt hlutverk í stórri mynd, Umhverfis jörðina á átta- tíu dögum? „Já. Framleiðendurnir voru að leita að franskri leikkonu í þetta hlutverk (De France fer með hlutverk leik- onunnar Monique Degrauve, sem Phil- eas Fogg fellur fyrir) og ég tala ensku með frönskum hreim í myndinni.“ Voru það mikil viðbrigði að taka þátt í svona risaverkefni? „Ja … manni hraus auðvitað hugur í fyrstu enda fannst mér ég vera komin með mikla ábyrgð á herðarnar. Þetta var töfrum líkast; allir búningarnir, förðunin – allt saman eins og draumur. Það var passað upp á að mér liði vel og þetta var mikil reynsla. Það var rosa- legt að sjá allt þetta fagfólk, sem skipti hundruðum, vinna við eina mynd.“ Hvar var myndin tekin? „Asíuatriðin voru tekin upp í Taí- landi. Myndversatriði í Berlín og ein sena var tekin upp í Kaliforníu.“ Jæja … þá er ég er bara búinn með spurningalistann minn … „Nú? Ókei … “ Takk kærlega fyrir spjallið og gangi þér bara sem allra best á framabraut- inni. „Takk takk.“ Bæ. „Bæ.“ Cécile De France er ein af aðalleikkonum Evrópugrautsins „Þetta var meira eins og frí“ Cécile De France „Minningarnar um þessa mynd eru ljúfar,“ segir De France um Evrópugrautinn. Hún er sú sem stendur aftast. Franska kvikmynda- hátíðin í Háskólabíói hefur gengið vonum framar. Ein vinsælasta myndin hefur verið Evrópugrauturinn og ræddi Arnar Eggert Thoroddsen við einn af leikurunum. Evrópugrauturinn verður borinn fram í allra síðasta sinn í kvöld kl. 20.00 í Háskólabíói. arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.