Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 23 Dekuraskja sem inniheldur Blue Lagoon spa baðflögur, kísilmaska, hárband og róandi ilmkerti. lagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 Valentínusardagur Dekraðu við elskuna þína Gjafaöskjur eru fáanlegar í verslun heilsulindar, verslun við Aðalstræti 2 og í netverslun. Verð 3.500 kr. Minnum á gjafakortin – ávísun á einstaka upplifun. Dekuröskjunni fylgir boðskort fyrir tvo í Bláa lónið – heilsulind. Fallegar herratöskur ásamt boðskorti í Bláa lónið – heilsulind einnig fáanlegar. Reykjanesbær | „Þið eigið að vera góðir við okkur gamlingjana en ekki öfugt,“ heyrðist sagt á einu borðanna þegar eldri biljarðsspilarar öttu kappi við ungmenni í félagsmið- stöðinni Fjörheimum. Þarna hafði sá eldri greinilega komið sér í einhverja klemmu. Hópur eldri borgara í Reykjanes- bæ kemur saman reglulega til að æfa knattborðsleik. Hafa þeir aðstöðu í Fjörheimum. Einn úr hópnum, Ingi F. Gunnarsson, tók það upp hjá sér að skora á ungmenni sem koma sam- an í menningarmiðstöðinni 88. Nils- ína Larsen Einarsdóttir, tómstunda- leiðbeinandi í Fjörheimum, tók Inga á orðinu og skipulagði mótið. Ingi tók fram í áskorun sinni að mótið yrði að vera „á skikkanlegum tíma“, ekki of snemma fyrir krakkana og ekki of seint fyrir þá eldri. Mótið var haldið síðdegis í gær. Eldri keppendurnir héldu mót til að velja fulltrúa sína og hafa æft stíft að undanförnu. Einn lét þess getið að þeir hefðu varla komist heim í mat undanfarna daga en annar tók fram að það hefði hann vissulega gert og líka farið í nudd til að vera klár í slag- inn. Sjö keppendur voru í hvoru liði og var keppt í riðlum. Eldri borgarar höfðu betur því tveir af þremur efstu komu úr þeirra röðum. Sveinn Jak- obsson sigraði eftir mikla úr- slitarimmu við ungliðann Gunnar Þór Ásgeirsson. Ingi Gunnarsson varð í þriðja sæti. Yngri og eldri biljarðsspilarar kepptu í Fjörheimum Morgunblaðið/Helgi Bjarnasson Kann á þessu lagið: Ingi F. Gunnarsson sýnir gamla takta á knattborðinu. Keppinautur Inga og félagar hans úr eldri manna liðinu fylgjast með og ræða frammistöðu síns manns. Ingi átti hugmyndina að keppninni. Hafa varla komist heim í mat Suðurnes | Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa ákveðið að skipa nefnd til að draga saman upplýs- ingar um gönguleiðir á Suður- nesjum og minjar og sögur sem tengjast þeim. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, segir að víða í sveitarfélögunum séu starfandi gönguhópar sem búi yfir miklum upplýsingum sem mikilvægt sé að safna sam- an. Sumir hóparnir hafi skráð skipulega gönguleiðir, minjar og sögur sem tengjast þeim og nefn- ir sérstaklega Ómar Smára Ár- mannsson og gönguhópinn FERLIR í því sambandi. Kristján segir að vaxandi áhugi sé hjá göngufólki og mik- ilvægt að gera þessar upplýsing- ar aðgengilegar fyrir áhugafólk. Ætlunin er að draga upplýsing- arnar saman og gefa út á kort- um. Í nefndinni verða fulltrúar úr öllum sveitarfélögunum og fólk úr gönguhópunum. Nefnd skipuð til að skrá gönguleiðir og minjar Hafnavegur | Útilit er fyrir að slökkviliðin á Suðurnesjum fá gömlu sorpeyðingarstöðina við Hafnaveg til afnota. Þar hyggjast þau koma upp aðstöðu til verklegra æfinga sem þeir telja að geti nýst á lands- vísu. Sorpeyðingarstöðin við Hafnaveg er að ljúka núverandi hlutverki sínu þar sem verið er að leggja lokahönd á byggingu Kölku, nýrrar mótttöku-, flokkunar- og sorpeyðingarstöðvar fyrir sorp í Helguvík. Þó enn rjúki úr reykháfi gömlu stöðvarinnar verður það ekki nema í nokkra daga til viðbótar. Slökkviliðin á Suðurnesjum hefur vantað æfingaaðstöðu og hafa sum þeirra verið að huga að því að koma sér upp slíkri aðstöðu. Þannig hafa Brunavarnir Suðurnesja undirbúið uppbyggingu í Helguvík. Slökkvi- liðsstjórarnir fengu augastað á hús- næði sorpeyðingarstöðvarinnar sem raunar tilheyrir varnarsvæði og spurðust fyrir um vilja stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum til málsins. Að erindinu stóðu öll slökkviliðin á Suðurnesjum, það er að segja Brunavarnir Suð- urnesja, Slökkvilið varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Slökkviliðið í Sandgerði og Slökkviliðið í Grinda- vík. Reynir Sveinsson, formaður stjórna Kölku og SSS, segir að stjórnirnar hafi samþykkt þessa ósk. Æfingamiðstöð Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri hjá Brunavörnum Suður- nesja, segir að slökkviliðin á Suð- urnesjum vinni vel saman og myndi öfluga heild þegar á þurfi að halda. Lengi hafi vantað aðstöðu til verk- legra æfinga þar og raunar á lands- vísu. Þess vegna hafi slökkviliðs- stjórarnir viljað kanna hvort gamla sorpbrennslustöðin væri föl til þess- arra nota. Þeir horfi einnig til sam- starfs við Brunamálastofnun og Brunamálaskóla ríkisins og vonast til að hægt verði að hafa þarna starf- semi sem nýttist fleirum. Hugmyndin er að nýta mannvirk- in og bæta við aðstöðu á lóðinni. Plönin við stöðina eru með olíuskilj- um og henta því til þessarra nota. Sigmundur segir að einkum sé verið að ræða um verklega þjálfun í reyk- köfun með eldi, vatnsöflun og meng- unarvörnum. Þarna sé aðstaða til að sinna öllum þessum þáttum. Að vísu þurfi að leggja í nokkurn kostnað til að byggja þessa starfsemi upp en nú verði gengið í að kanna kostnað, rekstrargrundvöll og afla leyfa. Slökkviliðsmenn af Suðurnesjum hafa sótt þjálfun til annarra landa. Sigmundur telur að áfram þurfi að senda menn til þjálfunar erlendis í vissum störfum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slökkt á brennslunni: Slökkviliðin hafa hug á að nota gömlu sorpbrennsluna til þjálfunar slökkviliðsmanna. Slökkviliðin fá gömlu sorpeyðingarstöðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.