Morgunblaðið - 12.02.2004, Page 23

Morgunblaðið - 12.02.2004, Page 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 23 Dekuraskja sem inniheldur Blue Lagoon spa baðflögur, kísilmaska, hárband og róandi ilmkerti. lagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 Valentínusardagur Dekraðu við elskuna þína Gjafaöskjur eru fáanlegar í verslun heilsulindar, verslun við Aðalstræti 2 og í netverslun. Verð 3.500 kr. Minnum á gjafakortin – ávísun á einstaka upplifun. Dekuröskjunni fylgir boðskort fyrir tvo í Bláa lónið – heilsulind. Fallegar herratöskur ásamt boðskorti í Bláa lónið – heilsulind einnig fáanlegar. Reykjanesbær | „Þið eigið að vera góðir við okkur gamlingjana en ekki öfugt,“ heyrðist sagt á einu borðanna þegar eldri biljarðsspilarar öttu kappi við ungmenni í félagsmið- stöðinni Fjörheimum. Þarna hafði sá eldri greinilega komið sér í einhverja klemmu. Hópur eldri borgara í Reykjanes- bæ kemur saman reglulega til að æfa knattborðsleik. Hafa þeir aðstöðu í Fjörheimum. Einn úr hópnum, Ingi F. Gunnarsson, tók það upp hjá sér að skora á ungmenni sem koma sam- an í menningarmiðstöðinni 88. Nils- ína Larsen Einarsdóttir, tómstunda- leiðbeinandi í Fjörheimum, tók Inga á orðinu og skipulagði mótið. Ingi tók fram í áskorun sinni að mótið yrði að vera „á skikkanlegum tíma“, ekki of snemma fyrir krakkana og ekki of seint fyrir þá eldri. Mótið var haldið síðdegis í gær. Eldri keppendurnir héldu mót til að velja fulltrúa sína og hafa æft stíft að undanförnu. Einn lét þess getið að þeir hefðu varla komist heim í mat undanfarna daga en annar tók fram að það hefði hann vissulega gert og líka farið í nudd til að vera klár í slag- inn. Sjö keppendur voru í hvoru liði og var keppt í riðlum. Eldri borgarar höfðu betur því tveir af þremur efstu komu úr þeirra röðum. Sveinn Jak- obsson sigraði eftir mikla úr- slitarimmu við ungliðann Gunnar Þór Ásgeirsson. Ingi Gunnarsson varð í þriðja sæti. Yngri og eldri biljarðsspilarar kepptu í Fjörheimum Morgunblaðið/Helgi Bjarnasson Kann á þessu lagið: Ingi F. Gunnarsson sýnir gamla takta á knattborðinu. Keppinautur Inga og félagar hans úr eldri manna liðinu fylgjast með og ræða frammistöðu síns manns. Ingi átti hugmyndina að keppninni. Hafa varla komist heim í mat Suðurnes | Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa ákveðið að skipa nefnd til að draga saman upplýs- ingar um gönguleiðir á Suður- nesjum og minjar og sögur sem tengjast þeim. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, segir að víða í sveitarfélögunum séu starfandi gönguhópar sem búi yfir miklum upplýsingum sem mikilvægt sé að safna sam- an. Sumir hóparnir hafi skráð skipulega gönguleiðir, minjar og sögur sem tengjast þeim og nefn- ir sérstaklega Ómar Smára Ár- mannsson og gönguhópinn FERLIR í því sambandi. Kristján segir að vaxandi áhugi sé hjá göngufólki og mik- ilvægt að gera þessar upplýsing- ar aðgengilegar fyrir áhugafólk. Ætlunin er að draga upplýsing- arnar saman og gefa út á kort- um. Í nefndinni verða fulltrúar úr öllum sveitarfélögunum og fólk úr gönguhópunum. Nefnd skipuð til að skrá gönguleiðir og minjar Hafnavegur | Útilit er fyrir að slökkviliðin á Suðurnesjum fá gömlu sorpeyðingarstöðina við Hafnaveg til afnota. Þar hyggjast þau koma upp aðstöðu til verklegra æfinga sem þeir telja að geti nýst á lands- vísu. Sorpeyðingarstöðin við Hafnaveg er að ljúka núverandi hlutverki sínu þar sem verið er að leggja lokahönd á byggingu Kölku, nýrrar mótttöku-, flokkunar- og sorpeyðingarstöðvar fyrir sorp í Helguvík. Þó enn rjúki úr reykháfi gömlu stöðvarinnar verður það ekki nema í nokkra daga til viðbótar. Slökkviliðin á Suðurnesjum hefur vantað æfingaaðstöðu og hafa sum þeirra verið að huga að því að koma sér upp slíkri aðstöðu. Þannig hafa Brunavarnir Suðurnesja undirbúið uppbyggingu í Helguvík. Slökkvi- liðsstjórarnir fengu augastað á hús- næði sorpeyðingarstöðvarinnar sem raunar tilheyrir varnarsvæði og spurðust fyrir um vilja stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum til málsins. Að erindinu stóðu öll slökkviliðin á Suðurnesjum, það er að segja Brunavarnir Suð- urnesja, Slökkvilið varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Slökkviliðið í Sandgerði og Slökkviliðið í Grinda- vík. Reynir Sveinsson, formaður stjórna Kölku og SSS, segir að stjórnirnar hafi samþykkt þessa ósk. Æfingamiðstöð Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri hjá Brunavörnum Suður- nesja, segir að slökkviliðin á Suð- urnesjum vinni vel saman og myndi öfluga heild þegar á þurfi að halda. Lengi hafi vantað aðstöðu til verk- legra æfinga þar og raunar á lands- vísu. Þess vegna hafi slökkviliðs- stjórarnir viljað kanna hvort gamla sorpbrennslustöðin væri föl til þess- arra nota. Þeir horfi einnig til sam- starfs við Brunamálastofnun og Brunamálaskóla ríkisins og vonast til að hægt verði að hafa þarna starf- semi sem nýttist fleirum. Hugmyndin er að nýta mannvirk- in og bæta við aðstöðu á lóðinni. Plönin við stöðina eru með olíuskilj- um og henta því til þessarra nota. Sigmundur segir að einkum sé verið að ræða um verklega þjálfun í reyk- köfun með eldi, vatnsöflun og meng- unarvörnum. Þarna sé aðstaða til að sinna öllum þessum þáttum. Að vísu þurfi að leggja í nokkurn kostnað til að byggja þessa starfsemi upp en nú verði gengið í að kanna kostnað, rekstrargrundvöll og afla leyfa. Slökkviliðsmenn af Suðurnesjum hafa sótt þjálfun til annarra landa. Sigmundur telur að áfram þurfi að senda menn til þjálfunar erlendis í vissum störfum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slökkt á brennslunni: Slökkviliðin hafa hug á að nota gömlu sorpbrennsluna til þjálfunar slökkviliðsmanna. Slökkviliðin fá gömlu sorpeyðingarstöðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.