Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 2
Peaches er uppáhaldið mitt þessa dagana. Hlusta á hana daginn út og inn. Hef hins vegar aldrei séð umtalað myndband við lagið Kick it þar sem hún kemur fram með gamla rokkaradjöflinum Iggy Pop en það ku vera frekar sóðalegt. Reyndar finnst mér það hundleiðinlegt lag. Peaches gerir vissu- lega út á að hneyksla fólk með alls konar dónaskap og klúryrðum en hún er auk þess snillingur og textarnir hennar eru fyndnir. Þeir virka meira að segja eins og lyf þegar maður er pirraður. Shake your dix er dæmi um lag sem kemur mér undantekningarlaust í gott skap. Það er líka alltaf gaman að stelpum með kjaft. ...Blóðsugubaninn Buffy: Önnur stelpa sem kemur mér alltaf í gott skap er góða gamla Buffy. Stöð 2 verður nú að fara að sýna 6. seríu. Byrjunarþátturinn er hreint stór- kostlegur, ég tók andköf þegar ég sá hann. Ég á líka Buffy geisladisk sem ég hlusta mikið á, að- allega af því að vinir mínir gerðu svo mikið grín að mér fyrir að kaupa hann. Hann er víst góður! ...Hótel Holt: Að fara fínt út að borða kemur manni líka í gott skap þótt ég tími því nánast aldrei. Fór í hádeginu á Hótel Holt til að fagna þrítugsafmæli vinar míns og samstarfsfélaga. Það var rosa fínt og kostar bara 1.900 krónur á mann, tveir réttir. Gat reyndar ekki borðað forréttinn en mér var alveg sama. Forréttir eru hvort sem er bjánalegir. Til hvers að borða sig saddan áður en aðalmaturinn kemur? Vegna flensu er ég búin að horfa á fullt af vídeómyndum. Tók The Magdalene Sisters en hún var sýnd á bresku kvikmyndahátíðinni síðasta sumar. Hún fjallar um stúlkur á Írlandi sem fyrir einhverjar „sakir“ eins og að vera nauðgað eða vera fallegar voru sendar í klausturfangelsi þar sem þeirra bíður eymdarlíf hjá nunnum sem eru hinir mestu sadistar. Myndin er byggð á sönnum atburðum og sat svolít- ið í mér lengi á eftir. Þvílík mannvonska! Að snúa andlitinu í sólina (samt með lokuð augun) kemur manni víst líka í gott skap, sagði vitur maður mér um daginn. „Þannig fær maður frumefnið lithíum í sig,“ sagði hann en lithíum er einmitt geðlyf… | |bryndis@mbl.is FRÁ FYRSTU HENDI 2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKIÐ Umsjón Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Blaðamenn Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is |Bryndís Sveinsdóttir bryndiss@mbl.is | Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is | Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Dag einn vaknaði Sigvaldi Örn og vissi um leið að sennilega væru örlög hans ráðin. Opnaði augun var- færnislega, sá sólina rísa upp í austri og senda fyrstu geisla sína gegnum móðuga rúðuna; hjartað sló ótt og títt. Hann steig fram úr rúminu, teygði sig í hálftóma viskýflöskuna og kláraði þær litlu leifar sem eftir voru eftir dýfu gærkvöldsins. Hóran var á bak og burt og allir þeir peningar sem spilastokkurinn hafði fært honum. Sigvaldi klæddi sig í fötin, spennti á sig beltið og setti á sig hattinn. Þegar hann leit í spegilinn varð honum hugsað heim til gamla landsins og langaði í hákarl – í dag myndi hann drepa eða deyja sjálfur. Skammbyssurnar voru hlaðnar þegar Sigvaldi Örn gekk út í heitan Texas-morguninn. Kúrekinn og út- laginn Sigvaldi Örn. Sá sem gekk eftir Dallas-stræti þennan sólríka morgun hefði vart látið sér til hugar koma að þessi maður á snjáðum gallabuxum og kúrekastígvélum með upp- étna hæla hefði eitt sinn verið númer í sínum heimabæ. Maður sem steig létt dansspor á gljáfægð- um lakkskóm um leið og hann sýndi fínustu frúm bæj- arins það nýjasta í búðinni sinni. Maður sem hafði hlot- ið hæstu einkunn á lokaprófi í blómaskreytingum í virtum skóla í Dan- mörku. Nú gekk þessi sami maður um eins og innfæddur kúreki, með byssurnar bungandi undan jakkanum. „Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera,“ sönglaði hann, en í sömu mund heyrði hann sagt að baki sér: „Sigvaldi Örn! Long time no see! Hvað ert ÞÚ að gera í Texas?“ Hjartað tók aukakipp og Sigvaldi þreifaði eftir byssunni um leið og hann snéri sér við. Á móti honum stóð Sig- urlín hjúkrunarkona. Á milli þess sem hugur Sigvalda flögraði til ólík- legustu staða, dvaldi hann inni á Kleppi. Fangi skynvillna og geðveiki. Ferðalagið til Texas var aðeins enn einn áfangi í endalausu ferðalagi hugans. Sigvaldi brosti til Sigurlínar um leið og hann rétti fram lófann og þáði litlar pillur í öllum regnbogans litum. Eftir klapp á kollinn og hlý orð, lagðist Sigvaldi Örn á koddann og hallaði aftur augunum. Smá hvíld til að safna kröftum fyrir næstu ferð sem enginn veit hvar byrjar eða endar. Keðj usag an Fyrsti hluti | eftir Óskar Jónasson Annar hluti | eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur Þriðji og síðasti hluti | eftir Kristófer Helgason Í næsta blaði byrjar ný saga. ÚTVARPSMENN Nú vantar hugmynd að því hvað ýsan á myndinni gæti verið að segja. Hægt er að senda tillögur með því að fara á Fólkið á mbl.is og smella á „Besti myndatextinn“. Þrjár tillögur verða verðlaunaðar með eintaki af geislaplöt- unni 0 með Damien Rice og bolum merktum Fólkinu. Yfir 200 tillögur bárust í síðustu myndagetraun og Atli Ö. Hilmarsson sigraði með uppástunguna: „Ég vona að þetta konfekt sé ekki framleitt af vélmennum Geir.“ Að auki eru verðlaunaðar tillögur frá Þórmundi Jónatans- syni: „Ekki meir, Geir!“ og Kára Magnússyni: „Snöggur, áður en bláa höndin kemur.“ Þeir fá eintak af safndisknum Skonrokki í boði Skífunnar. HVAÐ ER ÝSAN AÐ SEGJA? „ÉG VONA AÐ ÞETTA KONFEKT SÉ EKKI FRAMLEITT AF VÉLMENNUM, GEIR.“ Við vissum ekki fyrir viku… … að svona mikil harka tíðk- aðist í strandfótbolta, en þarna er Argentínumað- urinn Adrian Corrales að kýla Spánverjann Manuel Bustillo kaldan. Kannski var hann tapsár, enda tap- aði Argentína með tveimur mörkum gegn sex í leik þjóðanna á heimsmeist- aramótinu í Rio de Janeiro í Brasilíu. … að svona tilþrif væru mögu- leg í krikket, en þarna er engu líkara en Sri Lanka- maðurinn Thilan Sam- araweera sé með höndina á kafi í hausnum á Ástr- alanum Ricky Ponting. … Að Leonardo DiCaprio væri svo umhugað um að ungt fólk notfærði sér kosninga- rétt sinn, en hann tók þátt í átakinu Taktu afstöðu, sem snýst um að fá sem flesta til að taka þátt í forseta- kosningunum í nóvember. … að Jack Connelly, 65 ára ellilífeyrisþegi, vildi fá sjón- varpsdrottninguna Mörthu Stewart sem forseta. … að þetta japanska vél- menni, Nuvo að nafni, gæti hlýtt yfir 1.000 skipunum eig- anda síns, til dæmis dansað, hneigt sig og stoppað. Fjölda- framleiðsla á Nuvo hefst á þessu ári og mun hann kosta yfir 320.000 krónur. … að Járnfrúin sjálf, Margaret Thatcher, væri enn í fullu fjöri, en hér sést hún yf- irgefa guðsþjónustu í Lond- on, í tilefni af 300 ára af- mæli samskipta Breta og Gíbraltarmanna. Sykurmolarnir voru upp á sitt besta ár- ið 1987, um það leyti sem platan Life’s too Good kom út og heimsfrægðin var yfirvofandi. Sennilega hefur unga og óþroskaða Molana ekki grunað hversu mikil ævintýri framtíðin bæri í skauti sér, en í sveitinni voru, f.v.; Þór Eldon, Sigtryggur Baldursson, Björk Guð- mundsdóttir, Einar Örn Benediktsson og Bragi Ólafsson. Úr safninu | 1987 Sykurmolarnir Lithíum og gott skap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.