Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 8
Efnt verður til sýningarhalds og tónleika þegar Klink og Bank verður opnað form- lega á laugardag og stendur dagskráin yfir milli kl. 14 og 18. Er þetta vinnu- staður 126 listamanna í 4.915 fer- metra húsnæði gömlu Hampiðjunnar í Brautarholti 1, en til þess var stofnað í samvinnu Gallerís Kling & Bang og Landsbanka Íslands. Fólki gefst kostur á að fylgjast með listamönnum í vinnustofum sínum, barnaleikrit verður flutt, myndlist í stórum grænum sal, portrett teiknuð, myndbandsverk rúlla á tjaldi, leiklist- argjörningar fara fram með reglulegu millibili og nýr listaskóli verður kynntur til sögunnar. Þá hefst röð tónleika kl. 15.30 og einnig verða óvæntar uppá- komur. Nína Magnúsdóttir hefur umsjón með þessari verk- smiðju listsköpunar. Er þetta opið öllum? „Já, allar flóðgáttir eru að opnast.“ Þetta er mikill fjöldi listamanna – eigið þið eitthvað sam- eiginlegt? „Já, við köllum þetta að Klink og Bank sé að opnast. Þetta er ekki hefðbundin sýning heldur opnunarhátíð og all- ir í húsinu leggja eitthvað til af sinni list. Það sem sameinar okkur er að við leggjum öll upp úr því að hér verði frjótt og nútímalegt andrúmsloft. Þetta er hugsað sem organískt hús – það er lifandi.“ Hvernig þá? „Hér er fólk ekki hvert í sínu horni að vinna bara að sínu, þótt það gerist líka. Við erum í sameiginlegu verkefni, sem er Klink og Bank. Hér er fólk úr hinum ólíkustu listgreinum, sem sameinast við iðju sína og að einhverju leyti er þetta tilraun – við vitum ekki hvað getur fæðst.“ Er opnunin fyrir allar kynslóðir? „Já, við hugsum þetta alveg frá börnum og upp úr. En þetta litast auð- vitað af því fólki sem er hér í hús- inu, sem kemur til með að verða nafngreint á plakatinu og í auglýsingum.“ Er þetta líka fyrir gamalt fólk? „Ég geri fastlega ráð fyrir að aldur skipti engu máli, held- ur hverskonar lyst á list fólk hefur. Svo verður líka boðið upp á kaffi.“ Er þetta ekki of stór skammtur af skapandi andrúmslofti? „Nei, mér finnst þetta vera orkuver. Það sem getur gerst þegar svona margir skapandi einstaklingar koma saman er óútreiknanlegt. Mér líður þannig. Þetta er ferðalag. Og það er búið að létta akkerum.“ Ertu spennt? „Ég er mjög spennt. Og það er spenna í loftinu.“ | pebl@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg FYRIR FÓLK MEÐ LYST Á LIST 6. mars Klink og Bank með opnunardagskrá í Brautarholti 1 DOKTOR ÁRMANN TILNEFNDUR Í athugasemdakerfi heimasíðunnar spunnust svo umræður um þessa færslu Lárusar. „Bibbi“ varð fyrstur til að leggja orð í belg: Bibbi: „Ég tilnefni Dr. Ármann Jak- obsson, doktor í sígildri íslensku, sem formann nefndar sem fjallar um þessi mál. Mætti ekki skipa neinn fræðimann úr hinum stuttlifðu (svo ég setji mig í spor framtíðarmanns) tízkufaga sem ríkja í dag á borð við lögfræði og viðskiptafræði. Aðeins ís- lenskufræðinga, höfuðlagsfræðinga og kannski kynjafræðinga af Moskvu háskóla.“ Sighvatur: „Íslenska sem alþjóða- tungumál tímaferðalanga er áhuga- verð framsýn sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að aðeins er töluð ís- lenska í himnaríki. Er íslenskan því vel til þess fallin að vera notuð þar sem aðeins hinir útvöldu komast.“ ENGIN ÞÖRF FYRIR MÁLSKÖPUN DR. ÁRMANNS? Árni: „En hvernig er það, þegar mennirnir ferðast til framtíðar, segj- um til ársins 2050, og koma svo til baka og segjum sem svo að þá muni Ármann Jakobsson taka það að sér að semja orð sem henta sögum frá fjarlægri framtíð, og svo líður tíminn, 2050 rennur upp og félagarnir úr for- tíðinni birtast þar, læra þá hið svo- kallaða framtíðarmál og fara með það með sér til baka og þá verður engin þörf fyrir málsköpun Ármanns Jak- obssonar. Þá mun hann ekki búa til málið, og þá munu ferðalangarnir ekki læra það í framtíðinni og geta þar af leiðandi ekki flutt það með sér aftur til fortíðar. Og hvað á Ármann þá að gera? En Sighvatur?“ Bibbi: „Þú gleymir því að dr. Ármann er haldinn ofurkröftum í anda leiðtoga Ráðstjórnarríkjanna, þriðja ríkisins og N-Kóreu svo fáir góðir séu nefndir. Með öðrum orðum þá er hann alvitur og guðlegur og því óháður tíma og rúmi.“ Lárus Þorvaldsson sérhæfir sig í málfræði tímaferðalaga. Hann skrifaði pistil um þetta brýna mál á heimasíðu sinni, Vísi að vef- dagbók á slóðinni fouronions.com/larus: „TÍMAFERÐALÖG OG ÍSLENSKT MÁL Von bráðar munu tímaferðalög koma til með að verða daglegt brauð. Nú þegar sjáum við ýmis vandamál sem tengjast slíkum ferðalögum í þáttum á borð við Star Trek. Oft komast til dæmis þeir kapteinn Archer og félagar í hann krappan í Kalda tímastríðinu. Þó hefur aldrei verið tekið á þeim vandamálum sem munu óhjákvæmi- lega skapast í tungu- málinu. Enn sem komið er, er ekki til nein tíð sem lýsir atburði sem átti sér stað seinna en nútíminn en þó á undan tilteknum at- burði í fjarlægari framtíð. Né heldur er til tíð sem lýsir ókomnum atburði sem varð fyrir til- stuðlan ferðalanga úr fortíðinni, sem hafa aftur ferðast til fortíð- arinnar og vilja þar segja frá honum. Tök- um dæmi: Tveir menn ferðast fram í tímann. Þar verður at- burður. Nú ferðast þeir aftur í tímann, lengra aftur en til þess tíma sem þeir ferðuðust upp- runalega frá. Nú líður dágóð stund og þeir eru aftur komnir til þess tíma sem þeir ferð- uðust frá upphaflega. Þá koma þeir að máli við kunningja sinn. Hvaða tíð eiga þeir að nota til að lýsa atburðinum sem átti sér stað? Ég legg til að Íslensk málstöð í samvinnu við Orðabók Háskólans þrói tíðakerfi íslenskunnar í átt til framtíðar. Hugsanlega kæmu þá fram tíðir á borð við útilokandi framþátíð, sem væri takmörkuð við eina fastákveðna tímalínu. Hún gæti nýst í frásögn af atburði hlið- stæðum þeim sem ég lýsti hér að ofan. Þá væri einnig til opin þá- framtíðarforþátíð, en hugsanlega er of langt mál að fara út í ná- kvæma þýðingu þess hugtaks (í því takmarkaða tungumáli sem ég þarf að sætta mig við – enn sem komið er). Eins og sjá má eru möguleikarnir nánast ótakmarkaðir. Vel er hægt að ímynda sér að hafi Íslendingar þá framsýni að standa að þessu verkefni, muni íslenskan koma til með að verða alþjóða- tungumál tímaferðalaga. Það er því til mikils að vinna að hefja sem fyrst þróun tíðakerfis framtíðaríslenskunnar.“ Opin þáframtíðarforþátíð Morgunblaðið/Þorkell Hinsegin bíódagar Stuttmyndin Pabbi og pápi sýnd á kvikmyndahátíðinni Hinsegin bíódögum, sem standa til 14. mars. Hún var valin besta heimildarmynd Hins- egin bíódaga árið 2004 og fjallar um samkynhneigða feður, sem rutt hafa öðrum brautina. Samskipti kynjanna Gullfoss & Geysir með nám- skeið í samskiptum kynjanna í Leikhúskjallaranum föstudags- og laugardagskvöld. 8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ Feminismi Ráðstefna með yfirskriftinni „Norrænn fem- inismi á 21. öldinni“ í Norræna húsinu á mánu- dag frá kl. 19.30 til 22.30. Kemst United áfram? Manchester United tekur á móti Porto í Evr- ópukeppni meistaraliða kl. 19.30 á þriðjudag og Real Madrid fær Bayern í heimsókn kl. 19.30 á miðvikudag. Í beinni á Sýn. Þrjár Maríur Frumsýning í Borg- arleikhúsinu á leik- ritinu Þrjár Maríur eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur í samvinnu við Strengjaleikhúsið kl. 20. Leikritið er einleikur og er Kristjana Skúladóttir í hlutverki Maríanna þriggja. NASA Gus Gus stýrir hreyfingum gesta á NASA á laug- ardagskvöld. Stef- án Hilmarsson og Straumar spila á föstudag. Bubbi Bubbi Morth- ens með brot af því besta á ferlinum á Kaffi Reykjavík – að- eins fernir tón- leikar. Styrktartónleikar Tónleikar á Jóni forseta á fimmtu- dag, sem eru liður í neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína. Á meðal þeirra sem troða upp eru Dys og Brúðarbandið. Meistarar kvenna Íslandsmeistarar KR og bikarmeistarar Vals keppa um bikarinn meistarar meistaranna í kvennaflokki í Egils- höll kl. 19 á sunnudag. Rice og Cortés Miðasala hefst á þriðjudag á dans- sýningu Joaquin Cortés í Laug- ardalshöll 24. apr- íl. Miðar seldir á midi.is. Sala á tón- leika Damien Rice í NASA hefst á miðvikudaginn í Skífunni á Lauga- vegi. folkid@mbl.is Meistarar karla Íslandsmeistarar KR og bik- armeistarar ÍA keppa um titilinn meistarar meistaranna í meist- araflokki karla í Egilshöll kl. 19. Kerrang Mínus, Jan Mayen og Jar- crew spila á Gauknum á kvöldi rokkblaðs- ins Kerrang, sem mætir með plötu- snúða með sér. Íslensk heimildarmynd Sýningar hefjast á heimild- armynd Ragnars Bragasonar Love is in the Air um íslenska uppfærslu á Rómeó og Júlíu í Lundúnum í haust. Grandrokk Amon Amarth frá Svíþjóð ásamt Brain Police, Changer og Múspell spila á Grandrokk kl. 22 á föstudag, en á laugardag Vínyll ásamt gestum. Föstudagur Laugardagur 3x5 Vikan 5.-11.mars Afmælistónleikar Einvalalið söngvara kemur fram ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og 200 manna kór á 30 ára afmælistón- leikum Söngskólans í Reykja- vík kl. 19.30 á föstudag og 15.30 á laugardag í Há- skólabíói. Frá sunnudegi til fimmtudags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.