Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 11
Það eru til mótorhjól og það eru til Harley Dav- idson. Þessi voldugu tryllitæki bera höfuð og herðar yfir önnur í vélhjólamenningunni og þeir eru ófáir sem telja þau hina einu, sönnu ímynd karlmennskunnar. Í Bandaríkjunum eru vít- isenglar nútímaímynd knapa villta vestursins. Þú finnur ekki útlaga samtímans á Trigger eða Rock of Gibraltar. Ef hann er kominn af byssu- bófum að langfeðgatali geysist hann um víðátt- urnar miklu sem öngstræti slömmhverfanna á Harleynum sínum. Torque fjallar um þessa mótorhjólatöffara og sprengikraftinn í ofurhjól- unum. Handritshöfundur spinnur ásta- og spennusögu í kringum nokkra ískalda náunga, sem heita gömlum og góðum vestranöfnum: Cary Ford (Martin Henderson), Trey (Ice Cube), Shane (Monet Mazur), Henry James (Matt Schulze) og Dalton (Jay Hern- andez). Shane er, vel að merkja, ekki arftaki nafna síns sem Alan Ladd gerði ódauðlegan í sam- nefndum vestra á síðustu öld. Heldur ljóshærð kynbomba, sem fer ákaflega vel að klæðast að- skornu, skínandi svörtu leð- urdressi frá toppi til táar. Torque snýst á fullri ferð um stræti og torg Los Angel- es, Palm Springs og víðar í sólbökuðu Kaliforníufylki. Cary á í blóðugri baráttu við að þvo nafn sitt og sleppa við líflátsdám vítisengla undir for- ystu skrattakollsins Trays. Hraðbrautin Interstate 101 kemur talsvert við sögu – sem leiðir hugann að mikilfenglegum Harley Dav- idson-myndum. Þessar eru bestar:  The Wild One László Benedek (’53). Fyrsta, umtalsverða mót- orhjólagengjamyndin er rómantísk harð- jaxlamynd um tvo flokka sem lenda í úti- stöðum í smábæ í Kaliforníu. Forsprakkarnir ekki af verri endanum: Marlon Brando og Lee Marvin.  Easy Rider Dennis Hopper (’69). Sú frægasta segir af vinum (Hopper og Pet- er Fonda), sem leggja hraðbrautir hippa- tímanna undir undir HD „Chopperana“, og fara í örlagaríka skoðunarferð um Ameríku.  Mask Peter Bogdanovich (’85). „Gleymda“ gæðamyndin hans Bogdano- vich kemur með nýja sýn á vélhjólamenn- inguna. Sam Elliot leikur töffara með tilfinn- ingar. Gerist verndari afskipts og vanskapaðs sonar vinkonu sinnar (Cher) í genginu. |saebjorn@mbl.is Leður, króm og blóð Forsprakki mótorhjólagengis segir vélhjólaknapann Cary (Martin Henderson) morðingja eins félaga þeirra – sem var bróðir Trey (Ice Cube). Hann er foringi hrikaleg- asta vítisenglagengis landsins og hyggur á hefndir. Cary er dauðans matur ef hann finnur ekki rétta morðingjann. FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR: Sambíóin Reykjavík og Akureyri: Torque. Leikstjóri: Joseph Kahn. Með Martin Henderson, Ice Cube, Monet Mazur. Smárabíó, Regnbogi, Borgarbíó Akureyri: Out of Time. Leikstjóri: Carl Franklin. Með Denzel Washington, Evu Mendes, Dean Cain. Laugarásbíó, Sambíóin, Borgarbíó Akureyri: School of Rock. Leikstjóri: Richard Linklater. Með Jack Black, Joan Cusack, Mike White. Jack Black stendur hlutverkinu nær en marga grunar því þessi frábæri gamanleikari er í raunveruleikanum harður rokkari og einn af stoltum meðlimum hljómsveitarinnar Tenacious D. Hann er því á heimaslóðum í hlutverki Deweys í Rokkskólanum sem bæði naut mikilla vinsælda og hlaut frábæra dóma gagnrýn- enda í Bandaríkjunum á síðasta ári. Meginástæðurnar fyrir fyndninni og velgengninni eru kostu- legur leikur þeirra Jacks Black, Joan Cusack (sem er alltof fáséð en stórfengleg gamanleikkona) og Mike White, og ekki síður handrit þess síðastnefnda. White er einn frumlegasti og meinfyndnasti penninn í Holly- wood, og maðurinn á bak við nokkrar af óvæntustu og óvenju- legustu myndunum sem þaðan hafa komið upp á síðkastið. White er hvergi banginn við að fara nýjar og ótroðnar slóðir, eins og kem- ur skýrt fram í The Good Girl, Orange County og Chuck & Buck. White er jafnframt þrælskemmtilegur leikari sem kemur fram í flestum mynda sinna. Jack Black kemur næst fram í Öf- und – Envy, nýjustu mynd Barrys Lev- insons, sem verður frumsýnd í byrjun apríl. Á myndbandinu Tenacious D: The Complete Masterworks, blasa við ótvíræðir hæfileikar Blacks sem rokk- ari af guðs náð. Leikstjórinn er Spike Jonze, sem á m.a. að baki ekki ómerkari myndir en Adaptation og Beeing John Malkovich, auk fjölda tónlistarmyndbanda með Björk, R.E.M., Beastie Boys o.fl. af þekkt- ustu poppurum samtímans. Black of, félagar hans í „bestu hljómsveit í heimi“ – að eigin mati, hyggjast frumsýna tónlistarmyndina Tenacious D in: The Pick of Destiny, árið 2005. Í gegnum tíðina hefur mikill fjöldi dægurtónlistarmanna reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu með misjöfnum árangri. Sjálfsagt kemst enginn í hálfkvisti við „Kónginn“ sjálfan, Elvis Presley (1935– 1977) sem lék í rösklega 30 myndum. Flestar auðgleymdar, ut- an lög og tilþrif söngvarans sem hörðustu aðdáendurnir telja ekkert minna en ódauðleg. Þær bestu: Flaming Star, Jailhouse Rock og King Creole – all- ar gerðar fyrir 1960. |saebjorn@mbl.is Rokkarar af guðs náð Í grín- og tónlistarmyndinni Rokkskólinn – School of Rock fer Jack Black með hlutverk snargeggjaðs gítarleikara sem ofmetur greinilega hæfileikana því hann er rekinn úr eigin bandi. Fullur örvænt- ingar um yfirvofandi atvinnuleysi villir Dewey á sér heimildir og kemst í stöðu afleysingakennara. Og er búinn að um- turna lúsiðnum fimmtubekkingum í harð- soðna þrumurokkara áður en skóla- meistarinn nær að þurrka af gleraugunum. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5|3|2004 | FÓLKIÐ | 11 4 4 4 a l i n a n . i s 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s TILBOÐSMIÐAR 15% a fslát t ur á ma t Gildi r fyri r tvo Laugavegi 3 S: 552 0077  www.bakarameistarinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.