Vísir


Vísir - 07.04.1981, Qupperneq 15

Vísir - 07.04.1981, Qupperneq 15
14 VÍSIR Þriöjudagur 7. april 1981 Þriöjudagur 7. april 1981 VISIR 15 - segir Arnór Pétursson. ípróttafélagi fallaðra i Reykjavík „Vildi geta tekii að- stðöuna upp á land!” LEIÐINNI TIL EYJfl" - segir Sigurrós Osk Karlsdóttir. íprðttaiélagi tatlaðra á Akureyrl „Eg er mjög ánægð með mótiö i allastaöi. Þaðhefur gengið vel og aðstaða hér er afar góð”, sagði Sigurrós Ósk Karlsdóttir, Iþrótta- félagi fatlaöra, Akureyri, i sam- tali við Visi. „Þetta mót er likt öðrum að þvi leytinu til, að það er hvorki erfið- ara né léttara. Þetta er búið að ganga svona upp og niöur hjá mér, ég er búin að fá tvenn gull- verölaun og eitt brons, og komst i úrslit f tvíliðaleik i borðtennis, en i þeirri grein hef ég aldrei keppt áður. Ég varð svolitið sjóveik á leið- inni til Eyja, en þaðer gleymt. Eg er mög þakklát fyrir að fá að komast til Vestmannaeyja til að heilsa upp á ættingja og vini, en ég hef aldrei komið til Eyja áður. Aölokum langar mig til þess að þakka öllum fyrir þær góðu mót- tökur,sem viðhöfum fengið hér”. ..VflRÐ SJÓVEIK fl gerandi. Dæmin eru svo beint fyrir framan okkur hér á mótinu. Sum hver gátu varla bjargað sér með einföldustu hluti, en nú keppa þau hörkuleiki, til dæmis i borðtennis og ýmsu öðru. Þetta sannar, að iþróttir eru ekki siðri lækningaaðferð en margt annað. Það var svolitiö um sjóveiki á leiðinni út. Ég fann þó ekki fyrir þvi, enda gamall sjómaður. Mig langar svona i lokin að þakka sér- staklega Hjálparsveit skáta fyrir þeirra einstöku þjónustu við okk- ur. Þeir hafa ávallt verið tilbúnir i hvaða snatt sem er, við erum búin að fara i ferð um Eyjarnar með þeim og það er búið að vera mikið að gera.” Texti: Guö- mundur þB. Ólafsson Myndir: Guö- mundur Sig- fússon Llf on llör á lanflsmðli lallaðra Vestmannaeyja, auk fjölmargra einstaklinga, unnu þarna frábært og mikið starf. Þvi má nærri geta, aö mikið lif hefur verið á mótstað.þegar á þriðja hundrað manns, keppend- ur, aðstoðarmenn og dómarar voru i keppni og störfum. Eins og áöur sagði gekk keppni mjög vel og lauk keppni i siöustu greininni, bogfimi, klukkan 19:30 á sunnudag. Þá var ekki til set- unnar boðið, þvi að lokahófið átti að hef jast klukkan 20 i samkomu- húsinu. Bæjarstjórn Vestmanna- eyja bauð til hófsins og voru um 260 gestir i veislunni. Sveinn Tómasson, forseti bæj- arstjórnar, setti hófiö, en veislu- stjóri var Heigi Hjálmarsson, for- seti Junior Chamber, Vest- mannaeyjum. Eftir boröhaldið, þar sem matreiðslumenn hússins og Skútan sáu um kræsingar, fór fram verðlaunaafhending. Ct- hlutaö var fyrstu, öðrum og þriöju verðlaunum i hverri grein, auk veglegs farandsbikars til sig- urvegara. Kiwanisklúbburinn Esja i Reykjavik gaf alla verð- launagripi og þótti þviviöhæfi, að Höskuldur Kárason, mótstjóri i bocchia og fyrrverandi Kiwanis- maöur úr Esju, afhenti verðlaun- in. Þaö var mjög ánægjulegt að fylgjast með afhendingu þessari, svo og mótshaldinu öllu. Anægjan og þakklætið skein úr hverju and- liti og ekki dvinaði kætin, þegar dansleikurinn hófst. Þrumustuð hjá diskótekinu Þorgerði og þeg- ar Visismenn yfirgáfu samkomu- húsiö klukkan tvö um nóttina, var enn verið að dansa. Það var almannarómur eftir mótið, að vel hafi tekist mót þetta sem var prufukeyrsla fyrir Norð- urlandamótið i sundi, sem verður haldið i Eyjum seinast i júni. 1- þróttamiðstöðin i Vestmannaeyj- um er eina mannvirkiö á öllu fs- landi, sem getur haldið slikt mót. — ATA — Bocchia er vinsæl keppnisgrein hjá fötluöum en einhverra hiuta vegna hefur hún ekki öölast vinsældir utan Iþróttafélaga fatlaöra. Mikiö mælt og mikiö pælt og á meöan bföa bocchia-keppendurnir spenntir eftir niöurstööunni. reyndar flestar greinarnar á Landsmóti fatlaöra I Vestmannaeyjum. „Þið hafið alveg frábæra að- stöðu hér. Ég vildi helst. að ég gæti tekið þetta allt saman með mér upp á land”, sagði Arnór Pétursson, íþróttafélagi fatlaðra i Reykjavik. „Þetta er búið að vera fyrir- myndar mót og það sem kannski er ánægjulegast við þetta allt saman er. að þeim fjölgar alltaf, sem taka þátt i þessum mótum. Sjáið til dæmis þá þroskaheftu. Margir telja, að þeir eigi heima á stofnunum og ekkert sé fyrir þá Fatlaöir, islenskir lyftingamenn eru f stööugri framför og standa eriendum keppinautum sinum fylliiega snúning. Þriðja íslandsmót fatlaðra hófst i Vest- mannaeyjum á laugar- daginn með setningu forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Sveins Tómassonar. Keppt var i f jórum greinum, sundi, bogfimi, borðtennis og bocchia. Einnig var opið mót í lyftingum. Kepp- endur voru frá sjö fé- lagasamtökum, eða 99 samtals. Keppendur og aðstoðarmenn komu með Herjólfi á föstudag, þar sem ekki var fært með flugi til Eyja þann dag. Margir fóru þar i sina fyrstu sjóferð og urðu margir sjóveikir i austanstrekk- ingnum. Þetta gerði það aö verk- um, að ekki var hægt að setja mótið á föstudag eins og til stóð, heldur var það sett á laugardag. Það var Iþróttabandalag Vest- mannaeyja, meö formanninn ÓskarSigurpálsson I fararbroddi, sem stóð fyrir mótinu að þessu sinni. Mótið hófst með keppni i sundi, en siðan rak hver greinin aðra. Margt var um manninn i iþrótta- miðstööinni um helgina og er sér- staklega gott til þess að vita, að þar gátuallir farið ferða sinna, en eins og kunnugt er voru Vest- mannaeyingar svo framsýnir, er iþróttamiðstöðin var byggð, að gera ráð fyrir, að þar gætu allir fariö um, hvort sem þeir væru fatlaðir eða ekki. Mótshaldið gekk mjög vel, og töldu talsmenn mótsins, að stærstan þátt i þvi ætti sú frábæra aðstaöa,sem Eyjamenn byðu upp á. Margir aðilar lögðu sitt af mörkum til að vera keppenda yrði sem ánægjulegust i Eyjum, Iþróttabandalag Vestmannaeyja, Hjálparsveit skáta, Sjálfsbjörg, Þroskahjálp, nemendur Gagn- fræðaskólans i Vestmannaeyjum, Junior Chamber og bæjarstjórn Fjöldamargir fylgdust meö sundkeppninni, sem var spennandi eins og „Besla landsmót fatlaðra lll bessa" - segir Þrðstur Guöjonsson, ípróttatélagi fatlaöra á Akureyrí „Mótið hefur gengið mjög vel og hefur verið vel undirbúið”, sagði Þröstur Guðjónsson, I- þróttafélagi fatlaðra á Akureyri, en hann var mótstjóri i bogfimi. „Þetta er þriöja landsmótið sem við höldum og get ég fullyrt, að þaö hefur hvergi gengið betur. Það sem ég tel helst vera ástæð- una fyrir þvi, hversu vel hefur gengið, er tvimælalaust sú fyrir- myndaraðstaða, sem boðið er upp á. öll gólf eru á sama fleti, hvort sem um er að ræða sundstað, i- þróttasal, kaffiteriu eða fundar- herbergi,” sagði Þröstur. OKKUR TOKST AB LEYSA ÖLL VANDAMALIN - segir Oskar Sigurpáisson. lormaður IBV „Mótshaldið fór vel fram og það tókst að leysa öll þau vanda- mál, sem upp komu”, sagði Ósk- ar Sigurpálsson, formaður i- þróttabandalags Vestmannaeyja. „Það er ekki svo erfitt að standa fyrir sliku móti, þegar jafn-margir aðilar vinna ósér- hlifið starf, eins og hér hefur ver- iö gert. Þetta er að sjálfsögðu mikilvæg reynsla fyrir Norðurlandamótið. Við höfum lært mikið af þessu mótshaldi og ég er bjartsýnn á, að ekki takist siður til, þegar að Norðurlandamótinu kemur. Ég vil að lokum þakka öllum þeim, sem lögðu hönd á plóginn nú um helgina og vænti þess, að allir verði i startholunum þegar að Norðurlandamótinu kemur i sumar”, sagði óskar Sigurpáls- son. „Mlkilvæg reynsia fyrir Norðuriandamólið - segír Sigurður Magnússon. formaður ípróttasamuands fatlaðra „Það var mikil tilhlökkun ao koma hingaö til Eyja, enda er alltaf gott að heimsækja Eyja- skeggja”, sagði Sigurður Magn- •ússon, formaður Iþróttasam- bands fatlaðra. „Mótshald þetta tel ég vera mikilvæga reynslu fyrir Noröur- landamótiö i sundi, sem haldið verður hér i júni. Aðstaðan hér er sú besta, sem til er á landinu öllu og er þar ekki einungis átt við i- þróttaaöstöðuna, heldur einnig hina góðu félagslegu aðstöðu, svo sem kaffiteriu, félagsheimili og fleira. Mót þetta hefur gengið mun beturen nokkurt annað mót, sem við höfum haldið fram að þessu. Vil ég sérstaklega þakka þeim Óskari Sigurpálssyni, formanni IBV, Höskuldi Kárasyni, svo og hinum ýmsu félagasamtökum og öllum Vestmannaeyingum, sem eiga svo rikan þátt i hversu vel tókst til”, sagði Sigurður Magn- ússon.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.