Vísir - 28.04.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 28.04.1981, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 28. april 1981 VÍSIR 19 dánarfiegnir Baldur Kol- beinsson. Baidur Kolbeinsson.vélstjóri, lést 20. april sl. Hann fæddist 1. janú- ar 1914. Foreldrar hans voru Kristin Vigfúsdóttir og Kolbeinn Þorsteinsson, togaraskiptstjóri. Baldur var vélstjóri á togurum i tæpan aldarfjórðung. Arið 1958 fór hann i land og gerðist vélstjóri hjá Hitaveitu Reykjavikur og starfaði þar til dauðadags. Arið 1940 kvæntist Baldur eftirlifandi konu sinni, önnu Guðbjörgu Björnsdóttur og eignuðust þau fjóra syni. Aður hafði Baldur eignast eina dóttur. Hann verður jarðsunginn i dag, 28. apri'l frá Fossvogskirkju kl.13.30. afmœli 60 ára er i dag, 28. april, Guð- mundur Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Guðmundur tekur á móti gestum á heimili sinu, Flúðaseli 30, milli kl. 17 og 19 i dag. 60 ára er i dag, 28, april Þórður Tdmasson.safnvörður og kennari i Skógum undir Eyjafjöllum. feiöalög Ferðafélag Islands heldur kvöld- vöku miðvikudaginn 29. april kl.20.30 stundvislega að Hótel Heklu, Rauðarárstig 18. Stefán Aðalsteinsson kynnir i máli og myndum sögu Hrafnkels- dals. Myndagetraun: Tryggvi Halldórsson. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar i hléi. Ferðafélag tslands. Fimmvörðuháls gengið á Eyja- fjallajökul og Mýrdalsjökul. Far- arstj. Styrkár Sveinbjarnarson. Farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a, simi 14606. Útivlst. tHkynnmgai Sænska þingið hefur ákveðið að frá og með árinu 1981 skuli þjóð- hátiðardagurSvia haldinn þann 6. júni' i stað 30. april eins og undan- farinár. Dagur þessi hefur verið haldinn hátiðlegur undanfarin 60 ár og kallast fánadagur Sviþjóðar tilminningar um að Gustav Vasa var valinn til konungs þann dag árið 1523. Einnig til minningar um að stjórnarfarsbreytingin, sem gerð var árið 1809, gekk i gildi þann 6. jUni það ár. Fyrírlestur um humareldi Dr. William Walesfrá Stirling há- skóla og sjávarrannsóknarstöð- inni i' Oban i Skotlandi heldur fyrirlesturi boði Háskóla Islands þriðjudaginn 28. april 1981, kl.16,30. 1 stofu 158 i hUsi Verk- fræðideildar Hjarðarhaga 2. Dr. Wales mun ræða i stuttu máli fiskeldi I Skotlandi og fjallar sið- an ýtarlega um stöðu rannsókna og framtiðarhorfur á eldi hum- ars. Ollum er heimill aðgangur. Fyrirlestur um heilsu- gæslu og félagslegar breytingar í N-Kanada. Dr. William W. Koolage, jr. flytur fyrirlestur á vegum félagsvis- indadeildar Háskóla Islands þriðjudaginn 28. april 1981 kl.17.30 i stofu 101, Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um heilsu- gæslu og félagslegar breytingar i N-Kanada. Dr. Koolage er prófessor við há- skólann I Manitoba og hefur skrif- að fjölda ritgerða og flutt fyrir- lestra á sviði þjóðfélagsfræða. Fclagsvisindadeild Háskóla tslands. Kynning á atrískum bókmenntum Sómali'ski rithöfundurinn Nur- uddin Farah flytur erindi um stjórnmál og bókmenntir i Afriku I Norræna húsinu þriðjudaginn 28. april klukkan 17:30. Fyrirlestur- inn verður fluttur á ensku. Nurruddin Faraher 35 ára gam- all rithöfundur, fæddur i Ogaden-- eyðimörkinni. Hann hlaut há- skólamenntun sina i heimspeki og bókmenntum á Indlandi og i Bret- landi. Hann skrifar jöfnum hönd- um á sómalisku og ensku, skáld- sögur og leikrit. A Vesturlöndum er hann þekkt- astur fyrir þrjár skáldsögur sem gefnar hafa verið út i Bretlaridiog ritaðar eru á ensku: From A Crooked Rib, A Naked Needle og Sweet and Sour Milk. Sú fyrstnefnda hefur verið þýdd á islensku og verður flutt i Rikisút- varpinu sem framhaldssaga und- ir heitinu Eitt rif úr mannsins síðu og hefst flutningur hennar sama dag og höfundur flytur fyrirlestur sinn. Nuruddin Farah er hér gestur Rithöfundasambands Islands og mun þetta vera i fyrsta sinn sem tslendingum gefst kostur á að heyra afriskan rithöfund segja frá bókmenntum i sinni heims- álfu. Allir eru velkomnir að hlýða á er- indið meðan húsrúm leyfir. fundaihöld Kvenfélag Hreyfils Fundur þriðjud. 28. april kl.21. A- riðandi mál á dagskrá. Stjórnin. Dig ranesprestaka 11 Kirkjufélagið heldur fund i safn- aðarheimilinu v/Bjarnhólastig fimmtud. 30. april kl.20.30. Dokt- or Þórir Kr. Þórðarson flytur er- indi. Rætt veröur um væntanlegt sumarferðlag. Kaffiveitingar. Kvenfélag Lágafellssókn- ar Heldur aðalfund sinn mánudag- inn 4. mai. Venjuleg aðalfundar- störf. En þar sem ákveðið hefur verið aðhafa matarfund, eru kon- ur beðnar að tilkynna sig I sim- um : 66602 eða 66486 fyrir 2. mai. tlmaiit Rit Kvenfélagasambands ts- lands, Húsfreyjan.er nýkomið út. 1. tbl. 1981, 32. árgangur. Meðal annars efnis má nefna bréf frá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, er hún skrifar, þegar hún er rösklega hálf áttræð, til frænda sins. Einnigeru góð ráðum megrunog uppskriftir um megrunarfæði. Okkar á milli sagt, nefnist grein eftir Mariu Pétursdóttur. Agústa Björnsdóttir skrifar um vorstörf i garði. Ritstjórar og ábyrgðarmenn eru Sigriður Thorlacius og Ingibjörg Bergsveinsdóttir. Ritið er 48 bls. og prentað i Prentsmiðjunni Leiftri hf. (Smáauglýsingar — sími 86611 OPIÐ: Mánudagaf til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. 18-22 ^ Hljóófæri Til sölu Yamaha hljómsveitarorgel YC- 25D Elkatone Lesley orgelmagn- ari 150 wött og Yamaha solo synthesizer. Selst ódýrt gegn staðgreiðslu. Nánari uppl. i sima 96-62370. Yamaha orgel C55 með innbyggöum skemmtara til sölu strax. Orgelið er 8 mánaöa gamalt og litið notaö, kostar nýtt kr. 22-23 þús. selst á kr. 16-18 þús. Uppl. i sima 71135 og 36700. ifmagnsorgel — hljómtæki og notuö orgel. nboössala á orgelum. gel stillt og yfirfarin af- fag- innum.fullkomið orgelverk- eöi. , , . jóðvirkinn sf. Höfðatúm 2 simi Heimilistæki isskápur til sölu Kelvinator isskápur með 315 litra kæliskáp og 60 litra frystiskáp er til sölu. Simi 35118 eftir kl. 18 i kvöld. Af sérstökum ástæðum er til sölu 7—8 ára gömul BTH þvottavél. Tilboð. Uppl. i sima 18622 eftir kl. 17. Hiól - vagnar Tökum ný og notuð reiðhjól i umboðssölu, einnig kerrur barnavagna o.fl. Sala og Skipti, Auðbrekku 63, simi 45366. REIÐHJÓLAÚRVALIÐ ER í MARKINU Suðurlandsbraut 30 simi 35320 Barnahjól meö hjálpardekkjum verð frá kr.465,- 10 gira hjól verö frá kr. 1.925.’- Gamaldags fullorðináhjól verð frá kr. 1.580.- Sportmarkaðurinn Gr.ensásvegi 50 auglýsir: Reiðhjólaúrvaliö er hjá okkur. Ódýr tékknesk barnahjól með hjálpardekkjum fyrir 5—8 ára. Einnig fjölskylduhjól, DBS, gira- laus, DBS 5 gira, DBS 10 gira. Ath. tökum vel með farin notuð hjól I umboðssölu. Sport- markaðurinn, Grensásvegi 50, simi 31290. Verslun Table boy leslampinn er hagnýt og góð lausn, er með hólf fyrir penna og smáhluti. Fimm litir. Verð 115 kr. Sendum i póstkröfu. VARIST EFTIRLIKINGAR. H. G. Guðjónsson, Suðurveri, simi 37637. Barnahúsgögn og leiktæki. Barnastólar fyrir börn á aldrin- um 1-12 ára. Barnaborö. þrjár gerðir. Allar vörur seldar á framleiðslu- veröi. Sendum i póstkröfu. Húsgagnavinnustofa Guðm. Ó. Eggertssonar, Heiðargerði 76, simi 35653. Sængurverasett til fermingargjafa. Smáfólk hefur eitt mesta úrval sængurverasetta og efna, sem til er i einni verslun hérlendis. Straufri Boros sett 100% bómull, lérefts- og damask- sett. Sömu efni i metratali. Til- búin lök, lakaefni, tvibreitt laka- efni. Einnig: sængur, koddar, svefnpokar og úrval leikfanga. Póstsendum. Verslunin Smáfólk, Austurstræti 17, simi 21780. Er ferming hjá þér á næstunni? Ef svo er, þá bjóðum við þér veislukost. Einnig bjóðum við fjölbreyttan mat fyrir árshátiöir,' stórafmæli og alls konar starfs- mannakvöld. Okkur er ánægjan að veita þér allar upplýsingar i sima 4-35-96 kl. 9 til 12. f.h. BÚSPORT auglýsir: strigaskór nr. 28-40 frá kr. 45.- æfingaskór nr. 28-46 frá kr.110.- Búsport Arnarbakka slmi 76670 Fellagörðum simi 73070. Bókaútgafan Rökkur, Flókagötu 15, simi 18768. Otsalan heldur áfram. Kjarabókatilboöið áfram i fullu gildi. Aörar bækur á hagstæðu veröi. Bókaafgreiðsla kl. 4-7 alla daga uns annað veröur ákveðið. Timi 18768. éf t Fasteignir 5 herb. ibúð á 2 hæðum á Akranesi til sölu. Er nýmáluð og i m jög góðu standi, steypt plan fyrir bi'l á lóðinni. Uppl. i sima 2416 Akranesi. Til sölu litið fyrirtæki, hentugt fyrir konu sem vill skapa sér sjálfstæðan at- vinnurekstur. Vinsamlegast leggið nafn og simanúmer inn á augl. deild Visis fyrir fimmtudag merkt: 222. Tölvuúr M-1200 býður upp' á: Klukkutima, min, sek. Mánuð, mánaðar- daga, vikuriaga/ Vekjara með nýjii lagi alia daga vik- unnar. Sjálfvirka daga- talsleiðréttingu um mánaðamót. Bæði 12 og 24 tima I kerfið. Hljóðmerki á klukkutima fresti með „Big Ben” tón. Dagtalsminni meö afmælislagi. Dagatalsminni með jólalagi. Niðurteljari frá 1. min. til klst. og hringir þegar hún endar á núlli. Skeiðklukka með millitima. Rafhlöðu sem endist i ca. 2 ár. Árs ábyrgð og viögeröarþjónusta. Er högghelt og vantshelt. Verð 999.50 Casio-umboðið Bankastræti 8 Simi 27510

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.