Vísir - 14.05.1981, Síða 4

Vísir - 14.05.1981, Síða 4
4 í sumarhúsið, tjaldvagninn og hjólhýsið Dýnur eftir má/i svefnsófar frá kr. 2.000 svefnstólar frá kr. 650 hornsófar frá kr. 5.300 kojur furu frá kr. 2.860 meö dýnum eínstaklingsrúm fura kr. 1 .675meðdýnum sængur kr. 275 koddar kr. 31.20 svefnpokar kr. 339 sængurver kr. 285 Sendum í póstkröfu Eigum snið af Combi Camp og Camp turist Dugguvogi 8-10. Sími 84655. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi að 25% dráttavextir falla á launaskatt fyrir fyrsta ársfjórðung 1981, sé hann ekki greiddur i siðasta lagi 15. mai. Fjármálaráðuneytið. IHafnarfjörður - ____, Skrifstofustörf Laus eru til umsóknar eftirtalin störf á bæjarskrifstofunum: a. Hálfsdags starf við vélritun og afgreiðslu. Lam skv. 8. launaflokki. b. jStarf i innheimtu. Laun skv. 8. launaflokki. Nánari upplýsingar um störfin veitir bæjarritari. Umsóknir sem tilgreini menntun og fyrri störf sendist á bæjar- skifstofurnar, Strandgötu 6 fyrir 20. mai n.k. Bæjarstjóri. *■ -f'f Y \ |r * * f 1 VISIR Fimmtudagur 14. mai 1981 Auralitlir götustrákar lóösa oft útlenda fréttaljósmyndara þangað, þar sem heist er ,,von myndefnis”, og er þá stutti að þeir reyni að tryggja ljósmyndaranum „valútu fyrir peningana”. HRÆGAMMAR eru fréllamennlrnlr kallaðlr á N-írlandi lyrir óprútlnar aðferðlr og „svlðsetnlngu” frélta sinna Hvert ólagið af öðru gengur nú yfir fjölmiðlunina, alþjóð- lega fréttamennsku. Fyrir skemmstu vakti hneykslan falsaður fréttaflutningur hins annars virta blaðs, „Washing- ton Post” af eiturlyfjablökku- dreng, og nú siðast er það fréttaflutningurinn af óeirðun- um á Norður-irlandi sem atar blaðamennskuna nýjum auri. Það hefur komið fram hörð gagnrýni i Irlandi og Bretlandi á þvi, hversu ópruttaðir margir eru i fréttamannaliðinu, sem flykktist til N-trlands, þegar dró til tiðinda þar undir andlát Bobby Sands. Þeirþustu þangað i hundruðatali, blaðamenn, ljós- myndarar og myndatökumenn sjónvarpsstöðvanna. Milli þeirra rikir hin grimmasta samkeppni um að vera „fyrstur með fréttina” eða að ná „bestu fréttamyndinni” og svo fram- vegis. Ókvalráðastir eru sagðir þeir, sem eru þarna á eigin veg- um, og treysta á að geta selt fjölmiðlunum fréttir, greinar eða myndir. Það sem sé þykja orðin brögð að þvi, að þeir óprútnustu „setji fréttimar” á svið. Bein- linis setji óeirðir á svið, eða fái ungmenni til þess að stilla sér upp fyrir myndavélarnar, gegn peningagreiðslum. Þessi gagnrýni hefur komiö fram hjá irsku lögreglunni, breska hernum, mörgum óbreyttum borgurum á N- Irlandi og hjá vandfýsnari blaðamönnum. „Fréttabréfiö”, eitt dagblaða Belfast, skýrði ný- lega frá þvi, að sjónvarps- myndatökuhópur einn hefði orö- ið uppvfs að þvi, að bjóða börn- um fimm sterlingspund fyrir hvert plastbyssuskot, sem þau gætu ögrað lögreglu eða her- mönnum til að skjóta að þeim. „Sunday Express” I London birti svipaðar ásakanir á hend- ur sjónvarpsmönnum og sakar þá um aö strá um sig með pen- ingum. Reyndur breskur fréttaljós- myndari, Tony McGrath, frá „Observer” var svo hneykslað- ur á framgöngu ýmissa annarra ljósmyndara, að hann lagði frá sérmyndavéíina til þess að setj- ast viö ritvélina og skrifa um máliö sjálfur. — „I tólf ár hef ég verið í fréttasnatti hér og þar um heim, þar sem til tiöinda hefur dregiö, og þá ekki sist á N- Irlandi. En þetta er i fyrsta sinn, sem mér er svo ofboðiö, hve lágt sumir starfsbræður minir leggjast, að ég get ekki orða bundist,” skrifaði hann. Fréttamaöur Reuters-frétta- stofunnar sá hóp ljósmyndara, sem voru við myndatöku hjá skíðlogandi götutálma i Falls Road-hverfi i siðustu viku, biðja sex ára dreng um að stilla sér upp fyrir framan logana. Þeir létu hann draga lambhúshett- una fyrir andlitið aö hætti hryðjuverkamanna IRA og veifa krepptum hnefa. Fleiri slik tilvik urðu til þess að fréttaljósmyndarar i Belfast efndusin á milli til fundar þar. Eldri og reyndari fréttamenn- irnir vöruðu hina yngri og fréttahungraðri starfsbræður sina mjög við hættunni af þvi að setja fréttir á svið og ámæltu harðlega þá, sem uppvisir höfðu orðið af slikum tilburðum. Lögreglan á N-trlandi hefur margsinnis fengið upphringing- ar gremjufullra blaðamanna, sem látiö hafa i ljós andúð sina og hneykslan á framferði sumra starfsbræðra þeirra og vilja fyrir hvern mun ekki láta bendla sig við þeirra vinnu- brögð. Lögreglan hefur ekki staðið neinn þessara ókvalráðu frétta- snata beinlinis aö slikum siða- lagabrotum. En henni hefur oft borist til eyrna, að nærvera ljós- myndara og kvikmyndagerðar- manna hafi hvatt óeirðarseggi „til frekari dáða”. Þaö eru gömul sannindi, að auralitlir götustrákar i Londonderry og Belfast hafa oft reynt að vinna sér inn smáaura með þvi að bjóða útlenskum og ókunnugum ljósmyndara að visa honum á staö, þar sem róstursamt sé og ljóðsa hann þangað, sem myndavél hans hefur best út- sýni. Þaö hefur þótt saklaust i sjálfu sér. En frá þvi er slðan stutt i það, að lóðsinn vilji tryggja 1 jósmy ndaranum „valútu fyrir peningana”. Þar við bætist að báðir „aðil- ar” átakanna á N-Irlandi eru „pressuglaðir” vel, eins og blaðamenn kalla þá, sem fiknir eru i að komast i fjölmiðlana eða vilja ota sinum málstað fram við pressuna. „Provo” arnir i IRA gera sér glögga grein fyrir gildi auglýsingarinn- ar, báru sorgina á torg, þegar lik Bobby Sands stóð uppi. Ljós- myndurum var greidd gatan alla leið inn á hið syrgjandi heimili, og sérstakur pallur var sleginn upp við opið leiðið, svo að kvikmyndatökumenn hefðu sem besta yfirsýn við jarðarför- ina. Ekkjahins myrta lögreglu- þjóns, Philips Ellis, amaðist ekki við þvi, þótt tylft kvik- myndatökuvéla ætlaði alveg of- an i kok á henni til þess að ná góðum nærmyndum af tára- straumnum niður kinnarnar við útför manns hennar. Leiðari fréttablaðsins „Sunday World” iDublin I Irska lýðveldinu kallaði aðkomu fréttaliöið „hrægamma al- þjóðafjölmiðlunar, sem uppi á húsþökum vakir i voninni um blóösúthellingar eftir andlát Bobby Sands”. Hinum harðskeyttu frétta- snötum stóru fjölmiðlanna hef- ur oft áður verið borin á brýn „blóðþorsti” i fréttaleitinni. Siðast I verstu átökum vinstri- sinna skæruliða við stjórnarher E1 Salvador i vetur, þóttu brögð aö þvi, að herflokkar stjórnar- innar hefðu stöku sinnum hafið mikla stórskotahrið og sett á svið „sóknir” upp f jallshliöar að imynduðum vélbyssuhreiðrum skæruliöa. Allt til þess að þókn- ast gestum sinum, fréttamönn- um. I hundruöa tali flykktust alþjóölegir fréttamenn til N-lriands, þeg- ar dróaö andlátiSands, og eins og gammar, sem vaka yfir æti, biöa þeir þess, aö hefndaraldan dynji yfir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.