Vísir


Vísir - 18.05.1981, Qupperneq 8

Vísir - 18.05.1981, Qupperneq 8
8 VlSIR Mánudagur 18. mal 1981 Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Fríða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- Útgefandi: Reykjaprent h.f. son. útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús ólafsson. Safnvörður: Ritstjóri: Ellert B. Schram. Eiríkur Jónsson. VlSIR Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, slmi 86611, 7 línur Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla8, símar86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, slmi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður I Blaðaprenti, Siðumúla 14. Er Gunnar til viðtals? Allt frá því núverandi rfkis- stjdrn komst til valda, hefur sú oagnrýni verið hávær að Alþýðu- bandalagið réði of miklu, áhrif þess væru úr hófi. Menn hafa bent á, að flokkurinn hafi neitunarvald í varnar- og utan- ríkismálum. í verðlagsmálum hef ur stefna Alþýðubandalagsins ráðið, og nú virðist blasa við að skoðanir sama flokks hafi orðið ofan á f orkumálum. Ráðherrar flokksins hafa vísvitandi spillt fyrir hugsanlegu samstarfi okk- ar við útlendinga í stóriðjumál- um og talsmenn hans hafa barist harkalega gegn friðsamlegum lausnum í landhelgismálum. í húsnæðismálum hefur löggjöf- inni verið breytt í anda sósíalista og aðeins nú á síðustu dögum hef ur verið veitt viðspyrna gagn- vart skattheimtustefnu Alþýðu- bandalagsins. Þannig mætti áfram telja. Flestum er að verða Ijóst, stjórnmálamönnum, jafnt innan sem utan stjórnarliðsins, að Alþýðubandalagið hefur komist til meiri áhrifa en nokkur annar stjórnmálaf lokkur. Margt hefur ráðið þessari þró- un. Til skamms tíma hefur Alþýðuf lokkurinn ekki mátt heyra annað nefnt en samstarf við Alþýðubandalagið. Það kom fram eftir sigur kratanna í kosningunum 1978 og það kom fram, þegar þeir þorðu ekki að ganga til samstarfs við sjálf- stæðismenn um kosningu til efri deildar eftir síðustu kosningar. Það eitt hefði nægt til að koma í veg fyrir núverandi stjórn. Framsóknarf lokkurinn hefur einnig lagst á vinstri sveifina. Þær eru enn í fersku minni yf ir- lýsingar Steingríms Hermanns- sonar, um að hann vildi helst vinstri stjórn, undir kjörorðinu: allt er betra en íhaldið. Sjálfstæðisf lokkurinn gerðist einnig á tímabili ginnkeytur fyrir samstarfi við Alþýðubandalagið. Teningnum var kastað með skrifum Morgunblaðsins um sögulegar sættir. Gunnar Thor- oddsen gekk á lagið, þegar per- sónulegur metnaður bauð honum að láta til skarar skríða gegn sínum eigin flokki. „Hinar sögu- legur sættir" gerðu honum stjórnarmyndunina auðveldari, svo og það almenningsálit, að ekki yrði við verðbólguna ráðið nema með samstarfi við Alþýðu- bandalagið. Þróun mála í stjórnartíð nú- verandi ríkisstjórnar, hefur opn- að augu margra fyrir því að samstarf við Alþýðubandalagið er dýru verði keypt. Benedikt Gröndal, fyrrum for- maður Alþýðuflokksins, skrifaði grein í Vfsi á föstudaginn og seg- ir: „að Alþýðubandalagið mis- noti völd sín svo hrikalega að þjóðin geti ekki þolað það lengur". Hann kallar Alþýðu- bandalagið flokk „neitunarvalds og hræðsluáróðurs',' sem haf i það að markmiði að einangra Island sem mest frá öðrum þjóðum, enda sé það í samræmi við alþjóðamarkmið kommúnism- ans. Framsóknarmenn eru einnig meðvitandi um þær hættur, sem fólgnar eru í völdum Alþýðu- bandalagsins. Tíminn hefur bent þeim flokki á, að hann „þurfi að moka flórinn". En um leið og Ijós er að renna upp fyrir stjórnmálamönnum og almenningi í þessum efnum, ríkir ráðleysi um hvernig bregð- ast eigi við. Ennþá virðast fáir sjá hvað við geti tekið. A því laf ir ríkisstjórnin. Benedikt Gröndal hefur sett fram þá kenningu að mynda ejgi samstjórn S jálfstæðisf lokks, Framsóknarf lokks og Alþýðu- flokks, undir forsæti Gunnars Thoroddsens. Margt er vitlaus- ara og vissulega til vinnandi fyrir sjálfstæðismenn að I já máls á þeirri leið. En er Gunnar sjálf- ur til viðtals um slíka stjórn? , Þeirri spurningu getur Gunnar Thoroddsen einn svarað. VÁBÍÐ í VÍLLÚ r Páll Daníelsson ræðir um áfengisbölið og ræðst að sælkerasíðu Vísis sem hann telur að leiði menn eftir „vfnmenningar- götu". Hann segir að áfengissjúklingurinn komi alla jafna úr þeim hópi, sem þá götu þræðir, þótt ekki fari mikið fyrir honum. Afengisauðvaldið lætur ekki ,aS sér hæöa. Viö þekkjum hinn stööuga áróöur, sem rekinn er gegn þeim, sem eru þaö öfga- lausir, aö þeir hafa ekki áhuga á því aö kanna þol llkama slns og sálar I sambandi viö áfengis- drykkju. Þeir eiga aö vera óal- andi, hvaö þá aö þeir hafi vit á nokkru I sambandi viö áfengis- mál. Þeir geti veriö I bindindi ef þeir vilja en þeim komi ekkert viö hvaö aörir gera. Er borgað með mat og drykk? Svokölluð sælkeraslöa I VIsi leiöir skrif aö þessu meö svo fá- vlsum rökum,aö þvl er llkast aö þau séu keypt á þrykk Ut af áfengisauövaldinu meö mat og drykk einkum þó, drykk. Laugardaginn 2. mal er aö mál- um þessum vikið. Þar er þjóö- inni skipt I þrennt. Þá, sem aldrei hafa bragðaö vln og eru á móti þvf. Þá, sem eru alkahól- istar, menn, sem misnotað hafa áfengi og þriöji hópurinn og sá stærsti, sem neytir áfengis sér til ánægju og I hófi. Þaö er ein- falt aö afmarka hópinn, sem aldrei hefur bragöað vln ogm.a. fylgja honum engir áfengis sjúklingar. Hins vegar hefur vafist fyrir mönnum aö draga mörkin á milli þeirra, sem áfengis neyta, hvenær fólk er farið aö drekka sér til tjóns og hvenær það kemst á þaö stig aö vera oröiö áfengissjúklingar. En eitt er þó fullvist aö þessi hópur framleiöir alkahólistana, hvern einasta þeirra. Þar vinnur fólk saman. Þaö er gott aö heyra vingjarn- legt álit greinarhöfundar á starfi SÁA fólks. Þar tekur höndum saman fólk, sem aldrei hefur bragöaö áfengi, alka- hólistar og alit þar á milli. Og þetta er ekkert nytt I sögunni i baráttunni gegn áfengisbölinu. Þaö viröist greinarhöfundur ekki vita. Hann á þvl mikiö ólært og getur þvl oröiö áfengis- auövaldinu létt verk aö spenna hann eins og hvern annan dráttarklár fyrir vagn hins aldagamla blekkingaáróöurs um gleöina, sem vlnneyslan hafi I för meö sér. Hinir nýju vinsölustað- ir. Margir láta blekkjast af hin- um nýju vinsölustöðum og mælikvaröinn sem við er stuöst er aö lögreglan þurfi ekki aö hafa þar afskipti af ölvuðu fólki. Þetta var þaö sem mátti reikna meö. En áfengisböliö fer ekki eftir þvi, hvort fólk er aö slást á vínveitingahúsum eða er áber- andi á almannafæri nema aö mjög litlu leyti. Afengissjúkl- ingurinn kemur alla jafna úr hópi þeirra, sem ganga ,,vín- menningargötu” Vlsigreinar- innar án þess aö vera meö bægslagang. Þeir, sem aka ölvaöir og valda tjóni, örorku eöa dauða koma einnig eftir vegi „vlnmenningarinnar”. Hér á landi látast 70-100 manns á ári vegna áfengisneyslu, öll þau lík eru viö „vlnmenningarveginn” Um 90% afbrota og flest öll of- beldisverk varða þennan veg „vínmenningarinnar”. Fangelsi, meöferöarstofnanir og sjúkrahús eru aö stórum hluta nauösynleg hótel viö „vln- menningarveginn”. Og á ári fatlaöra má hugleiða hve marg- ir hafa hlotið fötlun slna á þess- um sama vegi „vlnmenningar- innar”. Áfengismagnið og tjón- ið af vinneyslunni hald- ast i hendur. Rannsóknir og reynsla syna þaö og sanna, aö tjóniö af völd- um áfengisneyslu, er I hlutfalli viö hinn hreina vlnanda, sem neytt er. Þaö skiptir engu máli, hvort áfengis er neytt I sterkum drykkjum eöa veikum, hvort þaö er drukkiö úr fínum glösum eöa af stút. Magn hins hreina vlnanda ræöur. Og áfengið er eins og önnur vara aö meira selst eftir þvl sem auöveldara er aö ná til þess. Þess vegna má reikna meö þvi aö hver nýr veit- ingastaöur auki á áfengisböliö, hvort sem lögreglan þarf aö skipta sér af gestum staöarins á meöan þeir dvelja þar eöa ekki. 30 silfurpeningar. En hvort sem lögregluafskipti af ölvuöu fólki eru meiri eöa minni þá eru þau ekki veiga- mesti þátturinn I áfengisbölinu. Hiö mikla heilsufarslega og félagslega tjón, sem áfengis- neyslan veldur er miklu alvar- legra. Maöur, sem alltaf hefur sýnt ró og stillingu viö drykkju slna getur alveg eins oröið áfengissjúklingur, hann getur alveg eins oröiö ófær sem starfsmaöur eöa heimilisfaöir. Hann getur falliö frá löngu fyrir aldur fram. Nýju vinveitinga- húsin ásamt lltilsigldum mönn- um, sem þeim hæla eru þvi fyrst og fremst nokkurra silfurpen- inga viröi fyrir áfengisauövald- iö. Og jiað er engu Hkara en ennþá finnist margir, sem til- búnir eru aö taka viö 30 silfur- peningum til að treysta völd og auö þeirra, sem græöa vilja á þvi aö selja ávana- og flkniefni eins og áfengi i trausti þess aö blóö fórnarlambanna komi ekki yfir þá. Er þaö ekki öfgafullur leikur aö geta lyft glasi I gleöi og ánægju, þegar hann kostar þaö, aö tiundi hver maöur veröi áfengissjúklingur og annar ti- undi hver maöur blöur aivarlegt tjón á heilsu sinni og svo allir þeir, sem liöa fyrir þessa menn og líöa meö þeim? Páll V. Danlelsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.