Vísir - 13.06.1981, Síða 12
12
Laugardagur 13. júnl 1981
TENPOLE
UDOR
Kunningi,
minn einn hefur
einlægt lýst
áhuga sínum
á því að setjast
að í Sheffield og
smíða þar klauf-
hamra! En
jafnvel þó ibúar
Sheffield séu
flinkir í
klaufhamragerð er
þeim fleira til lista
iagt, — að minnsta
kostisumum. Hérognú
nefni ég til sögunnar
Eddie Tudor, þann
heiðursmann, sem i
öndvegi situr i hljómsveitinn
Tenpole Tudor. Eddie er
geysilega langur, svo langur
að elstu menn muna vart
annað eins og svo hefur
hann þessi líka starandi
augu og fjarræna
augnaráð. Hinir eru svo
sem heldur engir
venjulegir júlíusar, þeir
Bob, Dick og Gerry.
En byrjum á byrjuninni. Eddie
hóf tónlistarferil sinn einn á báti.
Hann hefur sagt frá þvi að einn
daginn hafi hann fundið hjá sér
sterka löngun til aö gera eitthvaö
i stað þess að sitja ævinlega á
sömu þúfunni. Hann vann hörð-
um höndum i sex mánuöi og lét
drauminn rætast, keypti sér raf-
magnsgitar! Er það ekki einmitt
á þennan hátt sem rokkstjörnur
veröa til?
„öðruvísi" hljómsveit
Að þvi er þó að hyggja að frá
fyrstu sporum til frægöar getur
verið óravegur og sennilega eru
þau tilvikin fleiri þar sem sporin
hafa oröið fjarska mörg en
frægðin fjarska litil. Eddie Tudor
tróð upp einn með gitarinn sinn en
varö litt ágengt. Hann sá aö viö
svo búið mátti ekki standa og
stofnaði hljómsveit. „Það getur
enginn rokkað verulega einn”,
segir hann.
Tenpole Tuder er „ööruvisi”
hljómsveit, hún er aö visu ósvikin
bresk gæðavara, en samt hefur
hún nokkra sérstöðu. Rokkinu er
smurt yfir hana eins og þykku
brilljantininu. 1 háriö á Bob, sagöi
breskur blaðamaður. Hann bætti
við aö hljómsveitarmeölimir
væru allir álika vingjarnlegir og
tebolli þrátt fyrir villimannslegt
útlitið!
Eddie Tudor er það sem is-
lenskar heldri konur myndu kalla
hirðulausan. Það þarf engum að
láta sér detta i hug aö skyrtan
hans haldist oni buxunum nema
örskamma stund. Bæöi skyrtan
og buxurnar eru hólkviöar, hár-
greiðslan minnir einna helst á
heysatu og sjö milna langar her-
mannabomsur halda honum við
jöröina. Hann minnir á róna úr
sögu eftir Charles Dickens, segir
blaðamaöurinn.
Ljúflingur inn við beinið
Þegar Eddie er spurður um
hetjur sinar nefnir hann Winston
Churchill rithöfundinn Richmal
Compton, sem reit „Bara Willi-
am” bækurnar. Pilturinn sá er
ekki ósvipaður Eddie, dálitið töff
og slarklegur á yfirborðinu, en
ljúflingur inn við beiniö.
Tenpole Tudor strákarnir eru
auðvitaö töffarar. Þeir klæðast
leöurjökkum, sem þó eru ekki
meiri leöurjakkar en svo að göt
„þekja” helming þeirra. Fyrir
nokkru komst lag Tenpole Tudor,
„Swords Of A Thousand Men”
inná topp tiu i Bretlandi og hefur
haldið þar kyrru fyrir um hriö.
En hverju skiptir þaö fyrir hljóm-
sveitina? Gary trymbill segir að
eini munurinn sé sá að nú þurfi
hann ekki aö endurtaka nafn
hljómsveitarinnar þrisvar sinn-
um i eyrun á fólki. Hann bætir við
aö svona velgengisbrot skapi og
vissa velliöunartilfinningu.
Tívoliferð
Tenpole Tudor er fyrst og
fremst hljómleikagrúppa. A
sviðinu er hún i essinu sin og
hljómleikar hennar teljast ó-
sviknar skemmtanir. Hljómsveit-
in er eins og einn langur vel-
heppnaður brandari, var sagt um
hana i blaði. Og Eddie eins og
kátur Iggy Pop! „Ég held aö við
höfðum til fólks sem kýs að
skemmta sér, þvi að fara á
hljómleika með okkur er ef til vill
ekki ósvipað þvi að fara i tvívoli”
segir Eddie.
Blaðamenn þreytast ekki á þvi
að lýsa Eddie, þessum „hávaxna
trúði”, sem þeir telja „dæmi-
gerðan breskan sérvitring”. Það
er augljóst að hljómsveitin stend-
ur og fellur með honum. „Þegar
við erum einir rikir algert jafn-
ræði með okkur,” segir Eddie „og
félagsiega séð er minn sess
ekkert hærri en hinna.”
Tenpole Tudor vinnur fyrir Stiff
og fór til Bandarikjanna ekki alls
fyrir löngu með nokkrum öörum
hljómsveitum Stiff. „Bandaríkin
komu mér fyrir sjónir,” segir
Eddie, „eins og þau þrifist bara á
yfirborðinu. Mér fannst ein-
manalegt þar og þaö sótti að mér
ótti. Þessi staður er eins og plast-
dolla utan af hamborgara.”
Raunar er þess aö geta að tuttug-
asta öldin á hreint ekki uppá pall-
borðiö hjá Eddie Tudor. CJtgang-
urinn segir ef til vill dálitiö til um
það.
„Nútimafólk er of spekingslegt
og fráhrindandi. Þú ferð i sam-
kvæmi og allir rembast viö aö
vera „kúl” og yröa ekki hver á
annan. Við viljum sniöganga
þetta og bjóöa uppá
gleði.einh verja hreyfingu,
eitthvert lif, — og hlyju.”
Þetta voru orð Eddie Tudors.
Hljómsveitin hans, Tenpole
Tudor, þykir einhver sú athyglis-
verðasta sem fram hefur komið
þetta árið.
—Gsal
Hard Promises —
Tom Petty & the
Heartbreakers/BSR-
5160
A slðasta ári sendi Tom
Petty frá sér plötuna „Damn
The Torphedos” sem af flest-
um var talin afbragðs plata.
Þaö er alltaf svo að hljómlist-
armönnum reynist erfitt að
fylgja metsöluplötu eftir á
sannfærandi hátt, oft er skotið
yfir markið I þvi augnamiði aö
þjóna plötukaupendum. Tom
Petty brennir sig ekki á þessu,
ef eitthvað er þarf þessi plata
itarlegri hlustun en hin. llins
vegar hefur Petty skipt niöur i
fyrsta gir og ef til vill sakna
aðdáendur hans kröftuga
rokksins. Mér hefur ætið fund-
ist Petty dálitið mistækur þó
oftast takist honum vel upp, —
og mér heyrist hann misstiga
sig dálltið i nokkrum lögum á
nýju plötunni. Byrdsttllinn er
pinulitið yfirþyrmandi á köfl-
um, en við flest iög á plötunni
má bærilega una. Og nokkrar
perlur finnast ef grannt er
hlustað.
Gunnar Salvarsson skrifar:
7,5
East Side Story —
Squeeze/AMLH 64854
Akkúrat þrjú ár eru liðin frá
þvi Lundúnahljómsveitin
Squeeze sendi frá sér fyrstu
plötu sina. Allan þennan tima
hefur hljómsveitin verið mjög
efnileg, en hæfileikarnir hafa
aldrei almennilega náö að
blómstra. Tónlist Squeeze hef-
ur einlægt valdiö mér heila-
brotum, stundum kann ég
henni vel en i önnur skipti hef-
ur mér leiðst hún, fundist hún
einhæf og ófrumleg. A nýju
plötunni hafa veriö fengnir
eldklárir stjórnendur með
Elvis Costello I fararbroddi og
það verður aö segjast eins og
er, að útkoman er miklu
áheyrilegri en tilaðmynda á
„Argybargy”. Tónlistin er
fyrst og fremst fjölbreyttari,
lögin eru að sönnu inisgóð, cn
það er svosem ekkiúti bláinn
sem Difford og Tilbrook hefur
veriö likl við Lennon og Mc-
Cartney. Meira er það nú samt
keimurinn en snilldin sem
ráðið hefur likingunni. „East
Side Story” cr ótvirætt besta
plata Spueeze en herslumun-
inn skortir þó enn.