Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 36

Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 36
Laugardagur 13. júrií 1981, síminner86611 Veðurspá dausins fi Mikil óánægja hjá rafmagnsveltum:. VERBUR MARSHJEKKUN RAFORKU TEKIN AF? Mikil óánægja rikir nú hjá raf- magnsveitum sem kaupa raf- magn af Landsvirkjun þar sem fyrirhugað er að taka af þeim 10,6% hækkun á smásöluverði rafmagns sem fékkst 1. mars s.l., samkvæmt heimildum Visis. Þetta kæmi þó ekki fram i lækkuðu rafmagnsverði heldur hækkar heildsöluverð á rafmagni frá Landsvirkjun sem þvi nemur. Forsaga þessa máls er sú að i vetur stóðu Rafmagnsveitur rikisins og Rafmagnsveita Reykjavikur frammi fyrir þvi að sæta annaðhvort skömmtun á rafmagni til almennra nota eða taka þátt i greiðslu skaðabóta til Járnblendifélagsins vegna raf- magnsskömmtunar. Veiturnar tóku siðari kostinn og til að mæta þvi fengu þær fyrr- greinda 10,6% hækkun 1. mars og átti hún að gilda i þrjá mán'uði. Hins vegar telja rafveitumenn að þegar 8% hækkun á rafmagns- verði 1. mai var ákveðin hafi verið gengið út frá þvi að mars- hækkunin yrði til frambúðar. Nú er hins vegar talið vist að um miðjan þennan mánuð fái Landsvirkjun um 17% hækkun og almenningsveitur verði að bera þá hækkun. Það stendur á endum að 10,6% af smásöluverði raf- magns samsvarar 17% hækkun á smásöluverði. Þetta myndi þyða um 8 milljóna króna kostnaðarauka fyrir Rafmagnsveitu Reykjavik- ur sem þýddi að flestar fram- kvæmdir svo sem tengingu nýrra hverfa i Reykjavik yrði að fjár- magna með lánsfé. Rafmagnsveita Reykjavikur telur að i þessu máli gjaldi hún þess að vera eina rafveitan á landinu sem selur visitölufjöl- skyldunni rafmagn. —KS Gert er ráð fyrir suðlægri átt um allt land. Skýjaö verður á Suður og Vesturlandi, væntan- lega einhver væta. Norðan og N- Austanlands verður þó þurrt og liklega viða léttskýjað og hlýrra noröan til. Þessu veldur lægð er dólar hingað suð vestan úr hafi og ferupp á Grænlandshaf, i stil við það sem við eigum að venj- ast. Veörið hér S og par \ Veður kl. 18 i gær: Akureyri alskýjað 12, Bergen léttskýjað 10, Helsinkiregn 10, f Kaupmannahöf n skúrir 9, Osló skýjað 11, Reykjavik mistur 10, Stokkhdlmuralskýjaö 11, Þórs- höfn léttskýjað 8, Berlin létt- skýjað 17, Feneyjar þokumóöa 28, Frankfurt skýjað 19, Nuuk léttskýjað 9, Londonmistur 15, Luxemburgskýjað 16, Las Pal- mas heiðskirt 22, Paris skýjað 17, Rdm heiðskirt 25, Vinskýjað 27. LOkl seglr Sagt er aö það hafi verið mik- ill Gustur á fundi Þjóöleikhúss- Jxíi: Tilhögun sumargetraunar Tilhögun Sumargetraunar VIsis er kynnt á bls. 30 i dag. Þar eru jafnframt kynntir sérstaklega vinningarnir i sumargetrauninni, Peugeot 104 GL og Datsun Cherry GL en þessir bilar verða dregnir út 24. júli og 26. ágúst I sumar, samtals að verömæti um 165.000 kr. A mánudaginn verður fyrsti getraunaseðillinn birtur, en birtir verða aðeins tveir seðlar, Peu- geot-seðill og Datsun-seðill i get- rauninni. þurfa þvj áskrifendur aðeins að senda inn einn seðil fyrir hvorn bil. Sjá bls. 30 Þióðleikhúsráð lundaðl I gær: öskar eflir skýrslu um tækln og not af heim „Það var ákveðið að óska eftir þvi við þjóðleikhússtjóra að Þjóð- leikhúsráð fái nákvæma skýrslu um þann tækjabúnað sem þarna er og not af honum”, sagði Har- aldur Ólafsson lektor, formaður Þjóðleikhúsráðs er Visir innti hann eftir niðurstöðu fundar er ráðið hélt i gær ásamt Sveini Einarssyni þjóðieikhússtjóra. Eins og áður hefur komið fram i Visi, fundust hljóðnemar og upp- tökubúnaður á skrifstofu þjóð- leikhússtjóra sem styrr stendur um hvort misbeitt hafi verið af honum. Haraldur sagði að skýrsla þessi væri grundvöllur frekari ákvarðana og sagði enn fremur að hann hefði óskað eftir þvi að skýrslu þessari yrði hraðað sem kostur væri. Haraldur hafði átt fund fyrr um daginn með Jóhönnu Norðfjörð formanni starfs- mannafélags Þjóðleikhússins og sagði hann aðspurður að ekki hefðu komið þar fram beinar ásakanir á þjóðleikhússtjóra um misbeitingu á upptökutækjunum. —AS 99 Matareitrunin á Sauðárkröki: BATI BARNANNA ER 1 AFSKAPLEGA HÆGUR 99 „Liðan barnanna er betri og allt stefnir i rétta átt þó batinn sé afskaplega hægur,” sagði Arni Þórsson læknir á barnadeild Landakotsspitala við Visi i gær. Börnin þrjú frá Sauðárkróki sem fengu ókennilegan sjúkdóm um siðustu helgi, eins og Visir greindi frá i gær, eru nú úr allri lifshættu aö sögn Arna, en þau hafa legið þungt haldin siöustu daga. Enn hafa engar sönnur verið færöar á það hvað sjúkdómnum olli, en flestir hallast að matar- eitrun. ólafur ólafsson land- læknirsagði við Visi I gær að heil- brigðiseftirlit rikisins heföi gert athuganir á matvælum og sýni verið send á rannsóknarstofu i Bandarikjunum. Ekki væri hægt að segja til um orsök sjúkdómsins fyrr en niðurstöður þeirra rann- sókna lægju fyrir. Arni Þórsson læknir sagði að ekki væri útilokað að hér væri um torkennilegan virussjúkdóm að ræða þó matareitrun væri lik- legri. Rannsóknir á börnunum sjálfum gæfu ekki afgerandi upp- lýsingar I þessu efni. „Einkennin benda til matar- eitrunar og ef svo reynist vera er þettaákaflega sjaldgæf tegund og i fyrsta sinn sem hennar verður vart hér á landi,” sagði Óskar Jónsson læknir á Sauðárkróki við Visi i gær. Hann sagði að erfið- leikum gæti veriö bundið að finna sjúkdómsorsökina væri hana aö finna i matnum þvi einkennin gætu komið fram mörgum dögum eftir að matarins væri neytt. Helstu einkenni sjúkdómsins eru truflanir á miðtaugakerfi og a’llar augnhreyfingar þvi ankannalegar. Þá hafa börnin átt örðugtmeö að kyngjaog þau hafa veriö mjög máttlitil. Gsal ískalt Seven up. hressir betur. ráðs í gærdag. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.