Vísir - 24.06.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 24.06.1981, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 24. júni 1981 VÍSIR VlSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjöri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammen- drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaóamaöurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- mundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Útlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrif stofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftarg jald kr. 80 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 5 krónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Útlit er f yrir því, að læknadeil- an sé að íeysast. Þar með er neyðarástandi aflétt. ( marga daga hafa sjúkrahúsin lamast og nauðsynleg læknisþjónusta verið í lágmarki vegna f jarvista lækn- anna. Biðlistar sjúklinga hafa hrannast upp og f raun og veru gengur það kraftaverki næst, að ekki skuli hafa orðið meiriháttar slys, jafnvel dauðsföll, sem bein afleiðing af læknaskorti á sjúkrahúsunum. Á meðan á þessu hefur gengið. hefur heilbrigðisráðherra setið í sumarfríi úti í París. Hann hefur haft meiri áhuga á að fylgjast með þingkosningum Frakka en leita lausnar á neyðarástandi í heilbrigðismálum (slendinga. Slík framkoma væri hvergi liðin nema hér á landi, og sennilega er Svavar Gestsson einn um það að leyfa sér.slíkf, ábyrgðarleysi. Að undanförnu hefur lausn virst í sjónmáli, en alltaf hefur •aftur hlaupið f baklás þar til í morgun að samkomulag náðist. AAikil stífni og harka hefur ver- iðí deilunni á báða bóga og alvar- legar ásakanir og hótanir hafa ekki bætt andrúmsloftið. Að því leyti hefur læknadeilan verið óvenju heiftúðug. Sagt er að auk grunnkaups- hækkana hafi læknar krafist fastrar aukavinnu, hækkaðs bíla- styrks og annarra kjarabóta í einu eða öðru formi. Fulltrúar ríkisvaldsins, einkum ráðherrar, hafa þvertekið fyrir að grunn- kaupshækkanir komi til greina, hvort sem staðið er á þeirri neit- un eða ekki. í sjálfu sér skiptir ekki máli í hverju kjarabótin verður fólgin-jbeirsamningar og kjarabætur, sem læknar kunna að semja um verða að sjálf sögðu til viðmiðunar fyrir aðrar stéttir, og þar hefur hnífurinn staðið í kúnni. Það mat samningamanna rikisins er sennilega rétt, að um- talsverðar kjarabætur til lækna munu virka sem sprenging á aðra kjarasamninga, og því er mikið í húfi. Á hinn bóginn sló fjármála- ráðherra fyrir neðan beltis- stað, þegar hann sakaði lækna um að láta aðgerðir sínar bitna á sjúklingum. Sattaðsegja er það dálítið kostulegt, að heyra talsmenn Alþýðubandalagsins hafa uppi slíkan málf lutning sem felur í sé siðferðilegt mat á því hvort verkföll eða uppsagnir eigi rétt á sér. Hingað til hefur það verið einhliða boðskapur Alþýðu- bandalagsins að kjarakröfur væru af hinu góða og helgur rétt- ur hins vinnandi manns, að beita öllum ráðum til að þvinga þær fram. Nú hefur sami flokkur á skömmum tíma staðið að gerðar- dómslögum gagnvart flugmönn- um og fordæmingu gagnvart læknum í kjarabaráttu þessara stétta. Það virðist ekki sama hver eigi í hlut. AAeð þessu er ekki verið að rétt- læta ítrustu kröfur lækna eða telja hörku þeirra eðlilega. Um það getur enginn tjáð sig, sem ekki veit í einstökum atriðum um kröfugerð eða ágreiningsmál. Þó verður að ætlá að þeir telji sig hafa nokkuð til síns máls, úr því þeir héldu málstað sínum svo mjög til streitu, þrátt fyrir and- snúið almenningsálit og neyðar- ástand á sjúkrahúsum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá er hér um að ræða sérhæfða stétt, sem þjóðfélagið getur ekki án verið. Hér er á ferðinni hópur læknismenntaðs fólks, sem gegnír lykilhlutverki. Hættan er sú, að ef kjör þeirra eru miklu mun lakari á (slandi en þeim stendur til boða annars staðar, þá hverfa læknar til starfa erlendis. Þetta er hin kalda staðreynd. Læknadeilan snýst því um annað og meira en bílastyrki og fasta yfirvinnu. Hún snýst um almenn lífskjör í landinu, starfsvettvang fyrir menntað fólk á þessu sviði sem öðrum og viðnám þjóðfélagsins gegn atgervisf lótta. Eru flagar Bani-Saúr taldir? Bani-Sadr, maöurinn, sem var einlægur andstæöingur al- ræðisvalds íranskeisara, mað- urinn, sem fagnaði sigri með avatollah Khomeiny ’79 fjár- málaráðherrann, utanríkis- ráðherrann og fyrsti lýðræðis- kosni forsetinn i Iran, er nú valdalaus og allslaus og berst fyrir Ilfi sinu. En hvers vegna skipast svo skjótt veður i lofti? ekki samleið. bað má telja fullvist, að hin- um pólitiska ferli Abolhassan Bani-Sadr sé lokið fyrir fullt og allt i íran. Jafnskjótt og hann komst til valda og var kosinn með yfirgnæfandi meirihluta sem forseti landsins i ársbyrjun ’80, er hann hrakinn frá völdum nú. Má vart á milli sjá, hvorir eru fyrirlitnir meira i íran þessa dagana Bani-Sadr og stuðningsmenn hans eða stuðn- ingsmenn keisarans. Bani-Sadrer hagfræðingur og hlaut menntun sina i Sorbonne- háskóla i' Paris. Þegar hann var á leið upp á stjörnuhimininn i Iran haföi hann uppi hugmyndir um að reyna aö þræöa einhvern milliveg Múhameðstrúarinnar og sósialiskra skoðana sinna en fljótlega komst hann að raun um að siikar hugmyndir féllu alls ekki i kramiö hjá Khomeiny,, érkibiskup. Klerkavaldið i Iran með Khomeiny i broddi fylkingar vill, að landinu sé stjórnað i anda og nafni trúarinnar. Þeir kæra sig ekki um menn, sem eru að reyna að koma landinu út úr einangruninni, er einkennt hef- ur alltstjórnarfar siöastliðin tvö ár, menn, sem trúa þvi, að al- þjóðleg menntun sé til góös, og sem viðgengist hefur i landinu að undanförnu, en það var Bani- Sadr einmitt að reyna. Aftur og aftur reyndi hann að færa íran nær nútimanum, reyndi að koma fótunum undir atvinnulif- ið, lét ekki sitt eftir liggja við lausn gisladeilunnar og svo mætti lengi telja, en allt var unnið fyrir gig, smám saman féll hann i ónáð hjá Khomeiny og var hann sakaður um að stjórna landinu fremur i anda bandariskra franskra eða jafn- vel þýskra hugmynda, en þeirra . sem komu fram i stjórnarskrá Irans. Markviss ofsókn. Ósamkomulagið milli þeirra aöutan Kristin Þor- steinsdóttir blaðamaður skrifar. Bani-Sadr og Khomeinys magn- aðist stig af stigi en varð fyrst algert, þegar Khomeiny lýsti hann ekki lengur æðsta yfir- mann hersins. Frá þeim degi mátti forsetinn heita valdalaus þjóðhöfðingi. Forsetinn var út- hrópaður, sprengju var kastað að húsi hans og loks var hann lýstur valdalaus og allslaus og þar kom, að Bani-Sadr var orð- inn einhver óvinsælasti maður i tran og almennt hataður af landslýð, jafnvel meira en keis- arinn fyrrverandi. Khomeiny hefur þó ekki sjálf- ur veitt þessum fyrrum ráð- gjafa sinum og samstarfsmanni banahöggið með kröfu um dóm og rétt yfir honum, en auðvitað hefði ekkert af þessu gerst nema með fullu samþykki erkiklerksins. Þrieykið. Það er ljóst, að helstu and- stæðingar forsetans fyrrverandi eru núverandi ráðamenn Irans, Þrieykið svokallaða, það er segja þeir Mohammed Behesti, forseti hæstaréttar, Rafanjani, forseti þingsins, og Ali Rajai, forsætisráðherra, auk Sadegh Khalkhali klerks hefur. Hefur oft slegið i brýnu milli þessara manna og forsetans fyrrverandi og hefur hann sakað þá um að vilja koma á alræði eins flokks og varpa öllum kosningum fyrir róða. Margir telja nú þann fyrstnefnda einhvern vaida- mesta mann trans i dag og lik- legastan eftirmann Bani-Sadr. 1 Atti I 1 I | I vo ----—■ ---------- * -aiarei meir en einmui nu. »5 reyna aö koma reglu á þá óreiðu Bani-Sadr, sem fyrir stuttu var meö valdameiri mönnum I tran, er nú smáður og hrakyrtur af flestum. —-KÞ ra Bani- Hvað verður um Sadr? ^ Miklar vangaveltur eru nú uppi SS um, hvar forsetinn fyrrverandi SS sé niðurkominn og hver verði SS; afdrif hans, en, hann hefur ekki w sést siðan 11. júni siðastiiðinn. w Eruuppigetgáturum, að hon- um hafi tekist að komast úr landi, og er Egyptaland oftast nefnt i þvi sambandi. Það hefur SS gefið sögusögnunum byr undir báða vængi, að Sadat, forseti, SS hefur hvorki viljað neita þessu SJs né játa, en hann er yfirlýstur ív andstæðingur klerkastjórnar- SSj innar i tran. SX Sé Bani-Sadr aftur á móti enn to i íran, eins og haldið er fram þar i landi, þarf vart að spyrja NS að leikslokum. En Bani-Sadr á SS marga stuðningsmenn og ekki XS er gott að segja, hvað þeir taka w til bragðs, þó er eitt vist, að oft hefur lran verið á barmi SS; borgarastyrjaldar og ef til vill -aldrei meir en einmitt nú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.