Vísir - 24.06.1981, Síða 14
14
Miövikudagur 24. júni 1981
Miövikudagur 24. júni 1981
VISIR
„FflRÁNLEG SKRÁNING GENGIS
STEFNIR FERDAIÐNAÐI í HÆTTU
- ekki merkianiegur samdrátlur i komu útlendinga ennpá
Ekki er reiknaö meö umtalsverðri fjölgun erlendra feröamanna frá þvf
sem var á siðasta ári en þaö ár var eitt lélegasta feröamannaáriö í
mörg ár.
„Við erum ekki farnir aö sjá
neinn áþreifanlegan samdrátt i
btíkunum erlendra feröamanna
tiltsiands og erum enn bjartsýnir
á að ná aftur hluta þeirra ellefu
þúsund sem töpuöust i fyrra”,
sagði Kjartan Lárusson, forstjóri
Feröaskrifstofu rikisins i samtali
við Visi.
„A hinn bóginn erum við laf-
hræddir, ekki við afbókanir, held-
ur afkomu ferðaiðnaðarins á
þessu ári vegna kolvitlausrar
gengisskráningar. Spurningin er
ekki hvort afpantanir verði meiri
i sumar en áður, heldur hvort is-
lenskum yfirvöldum tekst að
sannfæra Utlendinga jafn hressi-
lega, og sjálfa sig, um að íslenska
krtínan sé og verði áfram einn
sterkasti gjaldmiöill heims. Svo
til allir evrópskir gjaldmiðlar
hafa fallið gagnvart krónunni
okkar, þar sem hún hangir i doll-
aranum, án þess að nokkur skilji
hvaðan þessi skyndilega sterka
staða er komin”, sagði Kjartan.
Ferðamenn sem hingað koma
frá Evrópu, greiða sinar ferðir og
þjónustu með gjaldiniðli sem
rýrnar stöðugt gagnvart islensku
lorónunni og sagðist Kjartan ekki
geta séð hvar feröaþjónustuaðilar
ættu að taka mismuninn. Ekki
væn unnt aö koma með hækkanir
á siðustu stundu og þetta ásamt
gegndarlausri skattheimtu rikis-
ins væri að skapa mikla erfið-
leika.
Hann taldi ekki að þjónusta hér
væri of dýr, stærstu liðimir i
kostnaði við tslandsferðir væru
flugið og svo álagning erlendra
ferðaskrifstofa, enda væri dýrt
fyrir þá og mikil fyrirhöfn að
selja ferðir hingað. Sumir tækju
jafnvel allt að fimmtlu prósent-
um.
„Það er margt sem bendir til
þess að yfirlýsingar Ferðamála-
ráðs og fleiri aðila um aukningu
erlendra ferðamanna hingað i
sumar, hafi verið ótimabærar og
byggðar á óskhyggju fremur en
staðreyndum, þar sem aðstæður
hér á landi hafa ekkert breyst frá
þvi i fyrrasumar sem var eitt hið
lélegastaiþessari þjónustugrein i
mörg ár. Verðlag hefur til að
mynda hækkað jafnmikið milli
ára og áður”, sagði Kjartan
Lárusson.
Samkvæmt upplýsingum Birgis
Þorgilssonar hjá Ferðamálaráði
er heldur verra útlitið nú en var
seinnihluta vetrar og I vor og vildi
hann einnig kenna hækkun doll-
ars gagnvart Evrópugjaldmiðl-
um þarum.Sem dæmium verð á
tslandsferðum sagði hann, að
tveggja vikna ferð frá Bretlandi
með flugi, skoðunarferðum um
landið og gistingu kostaði sem
svarar 8.800 krónum og hefði
vegna gengisbreytinga hækkað
um 35—50prósent frá i fyrrasum-
ar. Fyrir sambærilegt verð mætti
fara og dvelja i góðu yfirlæti i
þrjár vikur einhvers staðar á
fjarlægari slóðum, þar sem veður
og verðlag væri stöðugra en hér.
Birgir sagði að reiknað væri
með aukningu ferðamanna frá
Bandarfkjunum, þar hefðu fyrir-
spurnir verið hvað mestar. Frek-
ar væri vandamál að Utvega sæti
þaðan, en hitt að ferðir væru af-
pantaðar. —JB
Húsnæðismálalán:
ANNAÐ HVORT
23% EBA 90%
- sex milljon gkr. tekjumark ræður
hvorum megln tólk lendlr
Til þess aö hjón geti talist láns-
hæf i Byggingasjóöi verkamanna
veröa þau aö hafa samanlagt
undir tæpum 6 milljtínum gam-
alla króna að meöaltali i tekjur
siöustu þrjú ár. Sama gildir um
einhleyping en ofan á þessa meö-
altalstölu bætast sföan 526 þúsund
gamlar krtínur fyrir hvert barn á
framfæri innan 16 ára aldurs.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Vigfússonar hjá Hús-
næðismálastofnun rikisins, er
þetta tekjumark fundið þannig að
lagðar eru saman tekjur hjóna,
eða einhleypings, siðast liöin þrjú
ár og svo deilt i þá tölu með þrem-
ur. Sú tala er þá kemur fram má
ekki fara fram úr 5.952 þúsund-
um, eða tæpum 6 milljónum
gkróna. Þeir sem eru undir þessu
tekjumarki geta fengiö lán úr
byggingasjóði verkamanna sem
nemur 90% af byggingarkostnaöi
4 herbergja ibúöar i verka-
mannabústööunum.Þeir sem eru
ofan við 6 milljtínir gkróna fá lán
úr almenna byggingarsjóönum,
sem nemur aöeins 23% af veröi
sambærilegrar íbúöar. Nokkrir
tugir nýkróna geta þvi ráðið um
það hvort einstaklingur fær 90%
lán eða 23% lán. —AS
Mjög mikill munur er á almennum húsbyggjendalánum og lánum úr
Byggingasjtíði verkamanna.
„Forkastanieg vinnubrðgð'
- segir Gunnar Bjðrnsson framkvæmdastjóri Meistarasambands
byggingamanna um reglur ByggingasjoOs verkamanna
„Við höfum mjög deilt á þá
reglu sem gildir varðandi úthlut-
un á ibúðum úr verkamannabú-
stöðum. Hún er nánast forkastan-
leg, þegar um er að ræða að einn
einstaklingur i ákveðinni starfs-
stétt kemst undir tekjumörkin og
fær þvi 90% af byggingarkostnaði
lánað, þegar annar einstaklingur
i nákvæmlega sömu starfsstétt
leggur á sig i yfirvinnu einhvern
ákveðinn tima og dettur út vegna
þess að hann er rétt ofan við
tekjumörkin”. Þetta hafði Gunn-
ar S. Björnsson hjá Meistarasam-
bandi byggingamanna um tekju-
mörk Byggingasjóðs verka-
manna að segja.
„Við höfum hvatt til þess að
lánamörkin, sem slik verði stig-
hækkandi miðað við tekjumörk,
þannig að launalægstu hóparnir
fengju t.d. 90% lán og siöan yrðu
þau stiglækkandi eftir tekjum”,
sagöi Gunnar.
Eins og skýrt var frá i Visi á
MUN HAGSTÆÐARA AD KAUFA
NÝLEGA (BUÐ FREKAR EN NÝJA
A töflu þessari sést glöggt hvar
mismunurinn liggur eftir þvi
hvortibúðin telst til verkamanna-
bústaös, nýlegrar ibúðar á al-
mennum markaði eða nýrrar á
sama markaði
4ra herbergja fbúö
Nýverkam. 520.000 útb.
Nýalm.mark. 520.000 útb.
Nýleg 520.000 útb.
Algengt verð á fjögurra her-
bergja blokkaribúð i Reykjavik
er um 520 þúsund krónur. En
mjög er mismunandi hversu auð-
velt er fyrir menn að eignast slika
fasteign, eftir þvi hvort þeir telj-
ast lánshæfir úr Byggingasjóði
verkamanna, eða kaupa ibúðina
nýja eða nýlega á hinum almenna
markaöi.
Fái einstaklingur inni i ibúð á
vegum Verkamannabústaða,
þarf hann aðeins að borga 10% út
eða 52 þúsund krónur. Afganginn
90% fær hann að greiða á 43 árum
með fullri verðtryggingu, sem i
raun fylgir þá nokkurn veginn
fullri verðtryggingu og 2 1/4 vöxt-
um.
Þriðji möguleikinn i ibúða-
kaupum, nýleg ibúð á 520 þúsund,
er þó mun skárri en að kaupa
nýja ibúð. Þá eru 70-72% greidd út
á 12 mánuðum, eða um 315 þús-
föstudaginn i siðustu viku, hafa
fimm byggingameistarar boðið
stjórn verkamannabústaða i
Reykjavik, 64 ibúðir til sölu, sem
ýmist eru tilbúnar eða i byggingu.
„Það sem veldur þessu er fyrst
og fremst það að mjög mikil
tregða hefur verið i ibúðasölu á
hinum almenna markaði. Fólk
ræður einfaldlega ekki við kjörin
á þessu i dag”, sagði Gunnar.
Gunnar sagði að verkamanna-
bústaðakerfið væri i ákveðinni
vöntun með ibúðir á Reykjavik-
ursvæðinu og þvi var ákveðið að
reyna þessa leið. Aðeins hefur
verið samið um kaup á 14 ibúðum
af þeim 64 sem i boði eru, og
kaupir stjórn Verkamannabú-
staða þær á betri kjörum en gilda
á hinum almenna markaði, bæði
vegna þess að hér er um magn-
sölu að ræða, „og svo þarf ekki að
óttast vanskil”, sagði Gunnar.
— AS
52.000 lán
402.000 lán
315.000 lán
lán
468.000 43 ár, fullv.,1/2%
118.000 26 ár, fullv., 2 1/4%
59.000 16 ár, fullv., 2 1/4%
146.000 4 ár, óv., 20%
nækkandi iaunum, auk 1/2%
vaxta.
Sá sem ekki nær tekjumarkinu,
sem þarf til þess að fá inni i
verkamannabústaðaibúðum,
greiðir út á árinu, af 520 þúsund
króna nýrri ibúð hvorki meira né
minna en 402 þúsund úr eigin vasa
en fær rétt um 23% af verði
ibúðarinnar lánuð til 26 ára, með
und krónur. Húsnæðismálastofn-
un lánar 59 þúsund fullverðtryggt
til 16 ára með 2 1/4% vöxtum, en
seljandi lánar jafnan afganginn,
um 146 þúsund, til fjögurra ára
óverðtryggt með 20% vöxtum. Þó
hefur sú breyting orðið á að sumir
seljendur bjóða lægri útborgun,
en verðtryggja eftirstöðvar.
HERB/— AS
Gunnar S. Björnsson fram-
kvæmdastjóri Meistarasam-
bands byggingaiönaöarmanna.
„Stighækkandi lán eftir tekjum”
VÍSIR
Svona líta nú seiöin út. Hluti af ööru flotbúrinu sést f bakgrunninn. — Visismyndir/GS Akureyri.
7000 laxaseiði i eldi í ðlatsfiarðarvatni:
„Það má ekki vera
nein handvömm á”
„Þaö er taliö, aö ekki þurfi
nema um 8% af laxinum aö skila
sér aftur af hafbeitinni, til aö fyr-
irtækiö geti staðiö undir sér”,
sagöi Sveinbjörn Arnason, um-
sjónarmaður meö laxaseiöunun-
um i Ólafsfjaröarvatni, i samtali
viö Visi. Þar eru nú um 7000 laxa-
seiöi i eldi, en þeim veröur sleppt
til hafbeitar eftir mánaöamótin.
„Þetta er tilraun, sem við
leggjum mikið upp úr að takist
vel. Þess vegna má engin hand-
vömmveraá þessu”,sagði Svein-
björn, en hann er formaður veiði-
félags Ólafsfjarðar, sem stendur
að tilrauninni ásamt Fiskifelagi
íslands.
Rannsóknir Björns Jóhannes-
sonar, verkfræðings og Unnsteins
Stefánssonar, efnaverkfræðings,
á skilyrðum i Ólafsfjarðarvatni,
leiddu i ljós sérstaka eiginleika
vatnsins. Yfirborð þess er ferskt
niður á 2.5 m dýpi, en undir er
saltvatn. Saltmagnið i undirlag-
inu reyndist svipað og er t.d. i
Eyjafirði. Leiddu rannsóknirnar i
ljós, að saltvatnið hitnar mun
meira af sólinni yfir sumarmán-
uðina en ferskvatnið. Mestur hiti
þess i fyrrasumar reyndist 20 gr.
C. á sama tima og ferskvatnið var
ekki nema 10 gr. C. Þessi hiti
dugði vel, þvi þegar yfirborðið
var isilagt i april i vor, þá var
saltvatnið enn 8 gr. C. Jafn heit
vötn eru fátið, en Sveinbjörn taldi
að ef til vill mætti finna hliðstæð-
ur syðst i Evrópu.
Með hliðsjón af þessum hag-
stæðu skilyrðum var ákveðið að
gera tilraunina, sem framkvæmd
er undir stjórn Ingimars Jó-
hannssonar, fiskifræöings. ólafs-
fjarðarbær ber kostnaðinn, en
Sveinbjörn sagöi, að Jón Frið-
riksson bæjarstjóri, hefði sýnt
þessu máli sérstakan skilning og
áhuga.
Sýndi málinu áhuga
Upphaflega stóð til að setja
3.000 seiði i vatnið til að byrja
með og voru þau pöntuð frá Laxa-
mýri. En Laxamýrarbændur
sýndu málinu slikan áhuga, að
þeir lögðu til 4.000 seiði til viðbót-
ar, sem ekki þarf að greiða fyrir
nema tilraunin gefi eitthvað af
sér. Það fóru sem sagt 7 þúsund
seiði i vatnið 25. mai. Þar eru þau
nú geymd i flotbúrum og alin á
sérstöku fóðri. Seiðin voru 30—35
grömm þegar þau voru sett i
vatnið. Reiknað er með að þau
verði orðin um 40 gr. er þeim
verður sleppt úr búrunum til haf-
beitar, þegar um vika verður liðin
af júli. Verða þau þá orðin „sjó-
uð” og betur búin undir að bjarga
sér i hafinu, en venjuleg sleppi-
seiði.
— En hvenær koma þau aftur?
„Við eigum von á einhverjum
hluta af þeim næsta sumar, en þó
ekki stórum hluta”, svaraði
Sveinbjörn, en hann vildi enga
hlutfallstölu nefna i þvi sam-
bandi. Megináhersla verður lögð
Sveinbjörn Arnason er meö 7.000 matargesti þessa dagana.
á að telja það sem skilar sér
næsta sumar. Verður gildru-
búnaði komið fyrir i ósnum við
brýrnar, en þar er aðstaða til þess
góð frá nátturunnar hendi. Hins
vegar er óráðið hvort einhverju
verður slátrað af laxinum, sem
væntanlega verður þá orðinn 5—7
pund.
Þá verður hann kominn
í heppilega stærð
„Við eigum hins vegar von á
stærstum hlutanum til baka eftir
tvö ár. Þá verður laxinn kominn i
12—14 pund, sem er heppileg
stærð. Með hliðsjón af þvi voru
Laxamýrarseiðin valin þvi
reynslan hefur sýnt að þau skila
sér best á 2. árinu”, sagði Svein-
björn.
í haust er ætlunin að sleppa aft-
ur seiðum i vatnið, ef til vill
20.000, ef fjármagn til þess verður
fyrir hendi. Er þá miðað við að
þau seiöi lifi i vatninu i vetur, en
gangi i sjóinn með vori.
Ef vel tekst til, þá verður lax-
eldið góð búbót fyrir ólafsfirö-
inga. En tilgangurinn með þess-
um tilraunum er ekki eingöngu áð
ala lax til „slátrunar”, þvi einnig
binda menn vonir við, að hægt
verði að gera Ólafsfjarðará aö
eftirsóttri laxveiðiá. Sú var tiðin,
að áin var með betri silungsám.
Var algengt að menn fengju þar
5—7 punda bleikjur og sömu sögu
var að segja um vatnið. En þess-
um eftirsóttu fiskum hefur farið
fækkandi og þeir sem gefa sig,
þeir eru mun smærri en áður,
venjulegast ekki nema pundið.
Taldi Sveinbjörn lagnetaveiðum
um að kenna, þvi þar sæti stóri
fiskurinn eftir fastur i netinu, en
smáfiskurinn slyppi.
Það hefur samt verið vinsælt,
.einkum hjá yngri kynslóðinni, að
renna fyrir silunguna I vatninu og
þá sér í lagi i ósnum. Samfara
laxeldinu hafa þessar veiöar ver-
ið bannaðar, við miklar óvinsæld-
ir þessara ungu veiðimanna.
„Það ætti að skjóta ykkur alla,
helvitin ykkar” hrópaði einn gutt-
inn til Jóns Friðrikssonar, bæjar-
stjóra og Sveinbjörns, þegar þeir
voru að fara með búrin inn á
vatniö. Til að koma á móts við
veiðimennina, hefur veriö ákveð-
ið aö leyfa stangaveiði i vatninu,
frá vikinni við hótelið inn að
Hornbrekkuengi. Er sú veiði
heimil án veiðileyfa.
G.S./Akureyri
Nær 1800 farpegar
um úlafsfjarðar-
flugvöll á 6 mán.
- lengja uart tiugbrautina og bera á hana finna slitlag
Hátt i 1800 manns fóru um flug-
völlinn i Ólafsfirði 6 fyrstu mán-
uðina, sem þangað var haldiö
uppi áætlunarflugi á vegum Flug-
félags Norðurlands.
„Þessum samgöngubótum hef-
ur verið mjög vel tekið af Ólafs-
firðingum, jafnvel mun betur
heldur en gert var ráð fyrir i upp-
hafi”, sagði Þórgunnur Rögn-
valdsdóttir i samtali við Visi, en
hún er umboðsmaður Flugfélags
Norðurlands i Ólafsfirði. Um 1800
farþegar á 6 mánuðum er ekki
svo litið, þegar litið er til þess, að
ibúar i Ólafsfirði eru um 1200.
Þórgunnur sagði, að farþegarnir
væru langflestir á leiðinni Ólafs-
fjörður-Reykjavik, en Ólafsfjörð-
ur-Akureyri væri nær „dauð
leið”. Þó hefði sá ferðamöguleiki
komið sér vel i vetur, þegar veg-
urinn um Múlann var ófær lang-
timum saman.
Flugfélag Norðurlands hefur
nýlega tekið i notkun hraðfleyga
vél, sem forráðamenn félagsins
hafa hug á að nota á þessari leið.
Sá hængur er hins vegar á, að
flugvöllurinn i Ólafsfirði er varla
nógu góður fyrir þessa vél. Ofani-
burðurinn er of grófur og brautin
um 200 m of stutt, ef vel á að vera.
Torfi Gunnlaugsson, einn af
stjórnarmönnum i Flugfélagi
Norðurlands, sagðist telja kostn-
aðarlitið að lengja brautina til
suðurs, út i vatnið. Um leið mætti
færa veginn við brautarendann
vestur fyrir brautina. Hins vegar
er ekki ætlað að verja nema 100
þús. kr. til framkvæmda á Ólafs-
fjarðarflugvelli í sumar og er
þegar búið að kaupa viölaga-
sjóðshús frá Vestmannaeyjum
fyrir þá upphæð, en húsið á að
nota sem „Flugstöð Ólafsfjarð-
ar”. Á sama tima er ætlað að
verja 300þúsundum kr. i flugvöll i
Hrisey, en slik framkvæmd kem-
■ir engum að gagni nema sport-
Texti
og inyndir
Gfsli Sigur-
geirsson Akur-
eyri.
flugmönnum yfir hásumarið, þar
sem um grasvöll verður að ræða,
að sögn Torfa Gunnlaugssonar.
G.S./Akureyri.
Meöal þess sem kemur meö áætlunarvélinni er Visir. Hér réttir Þtír-
gunnur Rögnvaldsdtíttir Vísisbarni pakkann.
Gunnar Karlsson, flugmaöur, réttir einum farþeganum farangurinn.
HANN ER FlNN ÞESSI
- vaxandi áhugi lyrir hestamennsku í ólafsfirði
„Það er mikill og vaxandi
áhugi fyrir hestamennsku hér i
Ólafsfirði”, sagði Dagur Guð-
mundsson, þegar blaðamaður
Visis hitti hann i ólafsfirði, en þá
var Dagur aö koma frá að liöka
Neista, 6 v. gæðing.-
„Hanner finn þessi, hefur allan
gang, þó ég hafi nú litið reynt
hann á skeiðinu enn, en það er i
| Dagur Guömundsson á Neista, 6 vetra gæöingi frá Kviabekk
honum”, sagði Dagur, og hann er
greinilega stoltur af gæðingnum,
sem er undan Blakk frá Kvia-
bekk, en afinn er Eyfirðingur.
Dagur sagðist hafa fylgst með
hestamennskunni frá þvi hann
var smápatti, en undanfarin tvö
ár hefur hann stundað hesta-
mennskuna af fullum krafti. Dag-
sir var spurður um aðstöðu til
íestahalds I ólafsfirði?
„Aðstaðan hefur verið heldur
idgborin. Ég er til dæmis með
Tiina hesta i skúr inn i miðjum
Dæ. Nú stendur þetta hins vegar
til bóta, þvi hestamannafélagið
Gnýfari hefur fengið land til um-
ráða hérhandan við Ósinn. Þar er
verið að byggja félagshesthús, en
siðan geta félagsmenn fengið
keypta bása. Þar verður einnig
landrými til hagagöngu, þannig
að við hestamenn sjáum fram á
bjartari tið”, sagði Dagur um leið
og hann snaraði sér á bak.
G.S./Akureyri. I