Vísir


Vísir - 24.06.1981, Qupperneq 27

Vísir - 24.06.1981, Qupperneq 27
Miðvikudagur 24. júni 1981 VÍSIR „Viö verðum á lokl- inum í sumar” Baldur Sigurðsson og synir hans bjóða ferðir á vatnajðk ul úr Gæsavötnum í sumar „Viö erum ákveðnir i að vera á jöklinum i sumar og er það þá 4. sumarið, sem ég held uppi ferðum á Vatnajökul”, sagði Baldur Sigurðsson, snjóbilstjóri á Akureyri, i samtali við Visi. 1 sumar verður Baldur með úthald við skála sinn i Gæsa- vötnum, en þaðan býður hann upp á mismunandi langar ferðir upp á Vatnajökul. Til ferðanna hefur Baldur 3 snjóbila: „Kisa”, „Bangsa” og óskirðan Willys jeppa, sem er búinn er beltum. Með Baldri verða synir hans, Sigurður og Baldur Ólaf- ur, „auk vina og vandamanna sem vilja hjálpa til og konan min Stefania Armannsdóttir, sér um reddingarnar heima”, sagði Baldur. Yfirleitt er um dagsferöir að ræða. Ferðá Bárðarbungu og til baka tekur um 7 tima og kostar 550 kr. Feröin i Grimsvötn tekur hins vegar 12-16 tima og kostar 750 kr. Feröin i Kverkfjöll kost- ar það sama. Verðið er miðað viö aö allir fái sæti. Hins vegar hefur það farið i vöxt að menn láta snjóbilana draga sig á skiö- um upp jökulinn og renna sér siðan til baka. Með þessu móti komast fleiri i feröirnar og þannig geta þær óröið ódýrari. „Það hefur notiö mikilla vin-, sælda, að láta draga sig á skið-: um, en það er betra að vera á; svigskiðum. Sérstaklega hefur verið vinsælt þegar veðrið er gott enda fer hitinn iðulega upp undir 30 stig á jöklinum á sól- skinsdögum. Þá eru menn fljót- ir að veröa brúnir”, sagði Bald- ur. Eins og áður sagði er skáli Baldurs i Gæsavötnum, en þangað er greiðfært yfir sumar- mánuðina. Þar geta jöklafarar fengið gistingu, en þeir verða sjálfir að sjá sér fyrir öllum við- legubúnaði og nesti. Þá eru góð tjaldstæði við skálann i einu vininni þar um slóðir. Þeir sem ekki hafa tök á að keyra upp i Gæsavötn geta allt eins komið með flugvél, þvi Baldur hefur gert 900 m flug- brautum 10 km norðan við skál- ann. Þar hafa litlar vélar lent og i sumar ætlar Baldur aö valta völlinn og „gera hann finan”. SagðiBaldur það mikið öryggis- atriði að hafa þarna flugbraut, t.d. ef einhver slasaöist, þvi margra klukkustunda akstur væri til byggða. í sumar verða Baldur og félagar hans með tal- stöð, þannig að þeir geti haft samband við flugvélar og leið- beint þeim um flugskilyröi hverju sinni. „Ég er bjartsýnn á veðriö á jöklinum i sumar og þá þarf ekki að kviöa aðsókninni. Til dæmis er þegar búið að panta fyrir hóp frá Frakklandi, sem ætlar i 10 daga ferð um jökulinn, og ég veit að þeir veröa ekki sviknir, þvi það er margt aö sjá á jöklinum”, sagði Baldur Sig- urðsson. Þaö þarf vist ekki að segja neinum, að þaö hefur veriö kalt um stærstan hluta landsins þaö sem af er sumri. Þess vegna eru fjallavegir seinni til, en strax og fært verður með snjó- bilana inn i Gæsavötn hefjast jöklaferöirnar. Baldur sagðist vonast til aö það gæti oröiö um miðjan næsta mánuð. G.S./Akureyri //Kisi" minn getur dregið um 30 manns"/ segir Baldur Sigurðsson, sem hér er með „Snjókettinum". Vísismynd GS JórnbrQutQf- stöðinni K AUPM ANHAiÖFN Aukatekjur Þénið allt aö 1000 kr. auka á viku meö léttri heima og tóm- stundavinnu. Bæklingur meö 100 uppástungum um heimilis- iönaö, verziunarfyrirtækl, um- boö eöa póstverzlanir, veröur sendur fyrir 50 kr. — 6 daga skilafrestur. Frítt póstburöar- gjald, ef greitt er fyrirfram, eöa eftir póstkröfu + burðargjald. Handelslageret, Allegade 9, DK-9700 Horsens, Danmarhu VEIKIR BURÐIR - VONÐIR SAMNINGAR Sennilega myndi ekki mikið þýða að ráðleggja tsraelsmönn- um að leggja einhliða niður vopn sin og varnarviðbiínað. Jafnvel þótt þarlendir heims- friðarmenn myndu dansa hring- inn í kringum landið helga og aftur tilbaka er ekki víst að þeir gugnuðu. Sagan hefur kennt þessari þjóð, sem í fréttum er jafnan latin biia fyrir botni Mið- jarðarhafs, sitt af hverju, sem seint vill gleymast. Þess vegna þótti tsraelsmönnum óvarlegt aðtreysta yfirlýsingum um það, að kjarnorkuver nútima kalif- ans iBagdað yrði aðeins brdkað öllum til blessunar. Þeir sendu þvi þrjátiu manna lið I þriggja klukkuti'ma ferð yfir sandauðnir Jórdaníu og Saudi-Arablu og sáu til þess með eigin styrk, að voöavopnið yröi örygglega ekki næstu árin i höndum þessa óvin- ar tsraels, sem liklegastur væri til þess að fara gáleysislega með það. Nú er Begin forsætis- ráðherra sakaður um aö hafa i raun sent hina snjöllu flugliða sina i kosningaferðalag,en ckki aðeins i h'fsnauðsynlega herför. Ekkert sérstakt bendir til þess, að þær ásakanir eigi rétt á sér. Og jafnvel þótt svo væri, þá er ekkert ut á það aö setja, að starfandi forsætisráðherra kynni stefnu sina með þeim hætti, að enginn kjósandi geng- ur að henni gruflandi. Þegar litið er á kort af svæð- inu, sem nd er eldfimast i ver- öldinni, hlýtur sú hugsun að flögra að hverjum manni, að til- vera tsraels verði aldrei tryggð til frambdðar þarna. Andstæð- ingarnir eru mörgum tugum sinnum fleiri, þeir eru handhaf- ar hins eina raunverulega fljót- andi gengis heimsins, olíunnar, og hafa þar með marga þá, sem vildu kannski veita tsrael liö, i slæmri klemmu. tsrael er langt komið í tækni og menntun, en óvinaríkin vanþróuð. En þau hljóta að sækja á og Sadat, merkasti nUlifandi stjórnmála- maöur veraldarinnar, er ekki eilífur fremur en þeir spámenn, sem minni eru. Arásin á kjarn- orkuverið við Bagdað rifjar óneitanlega óþyrmilega upp þessa veiku stöðu. Frakkar og ttalir, sem lögðu til þá tækni og þekkingu, sem er forsenda sliks verks lögðu hart að trökum að hafa það ekki stærra I sniðum en svo, að ekki myndu vakna grun- semdir um, að fyrir þeim vekti ekki annað en aö reisa saklaust raforkuver. trakar svöruðu þessum tilmælum með þvi aö benda á olíusamninga sina við þessar tvær þjóðir og gefa um leið til kynna, að þau viðskipti stæðu vissulega ekki of traust- um fótum. ítalir og Frakkar létu undan. Arásiná kjarnorkuverið bind- urkannski enda á, að arabar fái kjarnorkusprengju I þetta sinn. Ef írakar halda hins vegar sinu striki geta þeir bætt upp skemmdirnar á tveim árum. Hvað sem öllu því liöur, þá er ljóst að tæknilegir og hernaöar- legir yfirburðir lsraels geta ekki dugað þeim til eiliföarnóns, jafnvel þótt þeir njóti styrks Bandarikjanna, en sá bakhjarl getur vissulega brugðist einsog annaö. Þeir verða því að nota það tóm, sem enn gefst, til að semja um framtið sina og til- veru. Það geta þeir gert i skjóli styrks, sem þeir enn bUa yfir. En um leið og þeir verða komnir I þá aðstöðu, sem friðargöngu- menn sovétvinafélagsins viða um veröld, vilja koma E vrópu I, og þurfa að fara að semja um framtiösina af veikum burðum, eru þeir bUnir að vera. Svarthöfði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.