Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 B 5 NVIÐSKIPTI SJÁVARÚTVEGUR lækkaði um 76%. Áhrif þessara fé- laga á rekstur Granda voru því ekki mjög veruleg. Hagnaður Granda eftir skatta dróst einnig saman um 76% og nam 656 milljónum króna. Hagn- aður Samherja eftir skatta dróst minna saman, um 46%, og nam 1.013 milljónum króna. Hagnaður félagsins fyrir skatta dróst saman um svipaða hlutfallstölu og eftir skatta og nam 1,2 milljörðum króna. Ef arðsemi eigin fjár er reiknuð með sambærilegum og einföldum hætti var hún 12,4% hjá Samherja en 7,7% hjá Granda. Skýringin á lágri arðsemi Granda er taprekst- ur HB, en félagið skilaði 107 millj- óna króna tapi í fyrra. Arðsemin hjá Granda án HB var um 14%. Veltufé frá rekstri er oft álitinn einn besti mælikvarðinn á rekstr- arárangur fyrirtækja. Veltufé frá rekstri Granda dróst saman um 40% milli ára og nam rúmum 1,3 milljörðum króna. Veltufé frá rekstri Samherja dróst saman um tæpan þriðjung og nam ríflega 1,5 milljörðum króna. Árið 2002 var veltufé frá rekstri mjög svipað hjá þessum félögum, en það ár var hagnaður hins vegar nær 50% meiri hjá Granda. Veltufé frá rekstri sem hlutfall rekstrartekna dróst saman hjá báðum félögum milli ára. Hlutfall- ið var hærra hjá Granda, 14,2% á móti 12,3% hjá Samherja. Eignir Granda aukast Eignir Granda að HB meðtöldum annars vegar og eignir Samherja hins vegar voru mjög svipaðar um áramót. Samkvæmt efnahags- reikningum voru eignirnar þá nánast jafnverðmætar, rúmir 22 milljarðar króna og höfðu lítið breyst frá því ári áður. Eiginfjár- hlutfall var einnig svipað, um 40% hjá báðum félögum. Við kaup horft er á heildarvirði fyrirtækis er bæði litið til verðmætis hreinna skulda og eigin fjár. Ef miðað er við efnahagsreikninga Granda og HB um áramót er EV/EBITDA- hlutfall sameinaðs félags 11,8 og sama hlutfall fyrir Samherja er 10,8. Munurinn er því ekki mikill, en Samherji er þó heldur hag- stæðari. Eftir kaup Granda á HB og þær breytingar sem orðið hafa við það hefur EV/EBITDA-hlut- fallið hækkað hjá Granda og er komið í rúmlega 14, sem er óhag- stæðara en hjá Samherja. Þau hlutföll sem hér eru nefnd og tölurnar úr rekstri fyrirtækj- anna miða við árangur í fortíðinni og í því sambandi verður að hafa í huga að árið í fyrra var sjávar- útvegi afar óhagstætt vegna ytri áhrifa sem áður hafa verið nefnd. Engin leið er að segja um hvernig þau muni þróast á næstunni, en þó má nefna að nýafstaðið togararall gefur vísbendingu um að vænta megi aukins afla. Á móti má efast um að krónan muni veikjast á næstunni, þannig að ekki er ástæða til að búast við fleiri krón- um fyrir fiskinn af þeim sökum. Miklar breytingar framundan Ytri áhrifin eru eðli málsins sam- kvæmt nokkuð sem fyrirtækin hafa ekki áhrif á, þó að þau geti að hluta til varið sig gegn þeim. Hvernig til tekst í rekstrinum er hins vegar það sem mestu skiptir um það hversu hagstæð kaup í hlutabréfum félaganna eru um þessar mundir. Miklar breytingar standa yfir hjá báðum félögum, sérstaklega Granda vegna sam- einingarinnar við HB, en einnig Samherja vegna nýtilkomins sam- starfs við Vísi í Grindavík. Ætlun Samherja er að ná fram aukinni hagræðingu með víðtæku sam- starfi við Vísi á sviði veiða, vinnslu og markaðssetningar. Talið er að talsvert hagræði geti orðið af þessu samstarfi þó að engin leið sé að slá tölu á það. Ef vel tekst til um sameiningu Granda og HB má vænta þess að hún muni skila enn meira hagræði en samstarf Samherja og Vísis. Og í ljósi þess að almennt var talið að Grandi hefði greitt hátt verð fyrir HB verður sameiningin líka að skila góðum árangri. Margt mælir með að þetta muni takast, svo sem að fyrirtækin eru svo að segja á sama atvinnusvæðinu og hafa tæki og aflaheimildir sem falla ágætlega saman. Ekki er þó á vísan að róa í þessu og samein- ingar fyrirtækja reynast oft flókn- ari og skila minni árangri en ætlað var. Það árferði sem verið hefur í sjávarútvegi og þær breytingar sem standa yfir bæði hjá Granda og Samherja gera það að verkum að töluverð óvissa er um afkomu félaganna í náinni framtíð. Gangi sameining og samvinna vel ætti framlegð að geta batnað umtals- vert, en félögunum er nauðsynlegt að það markmið náist enda fram- legðin í fyrra óviðunandi. Verði ekki góður árangur af þessum verkefnum verða félögin að treysta á að ytri skilyrði batni á ný, en það er tæplega nokkuð sem þau vilja þurfa að reiða sig á. Granda á HB breyttist þetta nokkuð og efnahagsreikningur Granda stækkaði líklega í vel yfir 25 milljarða króna. Grandi keypti HB fyrir 7,8 milljarða króna og þar af var lántaka 5,2 milljarðar króna. Á móti hafa verið seldar verulegar eignir það sem af er þessu ári. Þannig seldi félagið 24% í Þorbirni Fiskanesi fyrir 1,8 millj- arða króna, 21,5% í Eskju fyrir um 750 milljónir króna, tæp 10% í Hraðfrystihúsinu-Gunnvör á ríf- lega 400 milljónir króna, auk þess að selja tæp 10% eigin bréfa fyrir tæpan einn milljarð króna, en samtals gerir þetta nær 4 millj- arða króna. Á móti greiddi Grandi 2,6 milljarða króna í reiðufé fyrir HB. Samsetning efnahagsreikn- ingsins hefur því tekið miklum breytingum frá áramótum, auk þess sem hann hefur vaxið og eig- infjárhlutfallið um leið lækkað töluvert. Grandi ódýrari en Samherji Þrátt fyrir að tekjur Granda séu aðeins um fjórðungi lægri en tekjur Samherja, veltufé frá rekstri aðeins rúmum tíunda hluta minni en hjá Samherja og eignir séu heldur meiri hjá Granda en Samherja, er markaðsverð Granda mun lægra en Samherja. Markaðsverð Samherja er rúmir 17 milljarðar króna, en markaðs- verð Granda rúmir 10 milljarðar króna, eða um 40% lægra. Ef markaðsverðið er borið saman við hagnað fyrra árs sést að V/H-hlut- fall Granda er nokkru lægra en Samherja, eða 15,7 á móti 17,2. Þetta þýðir að Grandi telst á þennan algenga mælikvarða ódýr- ari en Samherji. Annar mælikvarði er hlutfallið á milli heildarvirðis fyrirtækis (e. enterprice value) og hagnaðar fyr- ir afskriftir og fjármagnsliði, eða EV/EBITDA-hlutfallið. Þegar á Granda og r króna hjá a var sam- á Samherja, anda. Fjár- Granda 550 , en ef sér- ótturfélags ar þessi tala róna. Fjár- voru já- tt hundrað fjármagns- mun minni ra en árið n styrktist engismunur m 1,3 millj- g samdrátt- r 870 millj- átt fyrir vaxtagjöld þau drógust r króna hjá fimmtung. il aukning dóttur- og skýrist hún hlutdeild í hagnaðar- ríflega 450 fjórðungs í hagnaði þriðjungur yrir skatta, r króna og sýnir hve getur haft á dóttur- og eyttist ekki er skilin króna sér- na dóttur- milljónum anda fyrir n króna og g og samvinna í sjávarútvegi 76%, en samdrátturinn hjá Samherja var 46%. Veltufé frá rekstri dróst einn- rá rekstri heldur hærra hjá Granda en Samherja, eða 14,2% á móti 12,3%. haraldurj@mbl.is       ;-<         &   '       &  (  ) *&   "'+  ,-.)/ 0 ' "    ,                                                      4  4  4  4  4  4  4  4  4  4        =! "    "9> ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.