Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 B 7
NVIÐSKIPTI
Pappírstætarar
margar stærðir og gerðir.
Plasthúðunarvélar
fjölbreytt úrval.
Járngorma
innbindivélar
margar stærðir og gerðir.
ÞEKKING • GÆÐI • ÞJÓNUSTA
Úrval gólfþvottavéla
Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík
Sími: 544 2130 Fax: 544 2132
Allar stærðir af
gólþvottavélum frá
COMAC
Úrval gólþvottavéla,
iðnaðarryksuga og
bónslípivéla frá Nilfi sk
Mikið úrval ræstingavéla,
ásamt bóni og hreinsiefnum
frá Pioneer
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
SAMKEPPNI ríkja eða land-
svæða um beina erlenda fjárfestingu
hefur lækkað skatta á fyrirtæki, en
ekki dregið úr sértækum kröfum
sem gerðar eru til fyrirtækjanna, að
sögn dr. Ronalds
B. Davies, kenn-
ara í hagfræði við
háskólann í Oreg-
on í Bandaríkjun-
um, en hann flutti
fyrirlestur um
þetta efni í Há-
skóla Íslands á
dögunum. Davies
segir að sam-
kvæmt kenning-
unni ættu skattar
að lækka vegna samkeppni ríkja, og
rannsóknir sýni að sú hafi einnig
orðið raunin. Við fyrstu sýn ætti þró-
unin að vera sú sama hvað varðar
sértækar kröfur til fyrirtækja, svo
sem um að ráða innlent vinnuafl og
að nota tiltekna framleiðslutækni, en
reynslan sýni að þessar kröfur hafi
ekki minnkað. Skýringin á þessu sé
sú að fyrirtækin, þegar litið sé á þau
öll saman, geti haft gagn af því að
blandað sé saman sértækum kröfum
og lágum sköttum. Kröfurnar geti
haft jákvæð áhrif á umhverfi fyrir-
tækjanna, til dæmis með því að
fjölga þjálfuðu starfsfólki á tilteknu
sviði.
Ísland getur haldið
uppi kröfum
Spurður um þann lærdóm sem Ís-
lendingar geti dregið af rannsókn
hans, segir Davies að Íslendingar
geti séð, að það sé ekki nauðsynlegt
að draga úr kröfum til fyrirtækja, til
dæmis í umhverfismálum, til að laða
erlendar fjárfestingar til landsins.
Ísland geti einbeitt sér að því að
bjóða lága skatta, eins og það hafi
gert, til að laða að beina erlenda fjár-
festingu, en um leið að halda uppi
kröfum, svo sem í menntamálum,
frekar en að reyna að keppa við önn-
ur smærri ríki sem ef til vill geri
minni kröfur. Ísland þurfi ekki að
keppa á þeim forsendum en eigi þess
í stað að halda uppi háum lífsgæðum
og nota lága skatta til að keppa um
erlenda fjárfestingu.
Davies segir að það geti borgað
sig fyrir Ísland að fá fyrirtæki til
landsins sem ráði í vinnu vel mennt-
aða og vel þjálfaða starfsmenn, þó að
hvetja þurfi til fjárfestingarinnar í
gegnum skattakerfið, en hann segist
þó ekki geta sagt til um hvort fyr-
irtækjaskattar þurfi að lækka frekar
en orðið er. Fyrirtækjaskattar séu
þegar mjög hagstæðir hér á landi,
18%, en þeir séu til að mynda 50% í
Þýskalandi og að meðaltali 35% í
Bandaríkjunum.
Davies segir að Írland sé að
mörgu leyti líkt Íslandi og því hafi
gengið vel að fá inn beina erlenda
fjárfestingu. Írland hafi gert ýmsar
sértækar kröfur til fyrirtækja, en á
móti boðið mjög lága skatta til að
bæta það upp.
Skattar lækka en
kröfur minnka ekki
Aðgerðir til að laða að beina erlenda fjárfestingu voru umfjöllunarefni
dr. Ronalds B. Davies í fyrirlestri í Háskóla Íslands
Morgunblaðið/Golli
Erlend fjárfesting Vegna lágra skatta á fyrirtæki þarf Ísland ekki að
draga úr kröfum til erlendra fyrirtækja svo þau fjárfesti hér á landi.
Dr. Ronald B.
Davies
THERIAK ehf., dótturfyrirtæki
TölvuMynda hf., og svissneska fyr-
irtækið Swisslog AG hafa gert með
sér alþjóðlegan samstarfssamning
um samnýtingu hugbúnaðar og vél-
búnaðar sem heldur utan um lyfja-
gjöf á heilbrigðisstofnunum.
Theriak leggur til samstarfsins
margreyndar hugbúnaðarlausnir til
dreifingar, meðhöndlunar og notkun-
ar lyfja. Swisslog leggur hins vegar
til nauðsynlegan vélbúnað sem not-
aður er við lyfjagjafarferlið. „Þessi
kerfi halda utan um allt lyfjagjafar-
ferlið, allt frá rafrænni útgáfu lyf-
seðla og meðferðaráætlun til pökk-
unar, geymslu og staðfestrar
dreifingar lyfjanna til sjúklinga. Um
er að ræða tímamótasamstarf þar
sem sjálfvirkni einkennir nær alla
þætti sem lúta að lyfjagjöfinni,“ segir
í tilkynningu.
Læknar með handtölvur
Hugbúnaðurinn frá Theriak gerir
læknum kleift að skrá fyrirmæli um
lyfjagjöf og skammtastærð í þráð-
lausar handtölvur á stofugangi. Sam-
an stuðla lausnir fyrirtækjanna
marktækt að fækkun mistaka við út-
gáfu lyfseðla, pöntun og dreifingu
lyfja og við lyfjagjöf. Notkun strika-
merkja við lyfjaskömmtun og dreif-
ingu lyfja til sjúklinga tryggir rétta
lyfjagjöf.
Swisslog er alþjóðlegt fyrirtæki
með um 2.350 starfsmenn í 23 löndum
um allan heim. Það framleiðir sam-
hæfðar lausnir til að hámarka fram-
leiðslu- og dreifingarferli. Meðal
verkefna Swisslog er bygging flók-
inna vöruhúsa og dreifingarstöðva og
gerð lausna fyrir starfsemi sjúkra-
húsa og apóteka auk ráðgjafastarfa í
stjórnun og skipulagi aðfanga.
Theriak semur
við Swisslog
Lyfjagjöf á heilbrigðisstofnunum
Rafrænt Læknir ávísar lyfjum við
rúm sjúklings með handtölvu.
SÆNSKA tryggingafélagið
Skandia hefur kært tvo fyrrverandi
æðstu stjórnendur félagsins, for-
stjórann fyrrverandi Lars-Eric Pet-
ersson og fjármálastjórann fyrrver-
andi Ulf Spang. Fer Skandia fram á
að þeir greiði félaginu 264 milljónir
sænskra króna, 2,5 milljarða ís-
lenskra króna. Ákæran er gefin út í
kjölfar skýrslu lögfræðingsins Otto
Rydbeck sem kom út í síðasta mán-
uði en þar sýnir hann fram á græðg-
is- og blekkingarmenningu innan
fyrirtækisins á uppgangsárunum í
efnahagslífinu á seinni hluta tíunda
áratugarins og fram til ársins 2000,
eins og segir í Ft.com. Á þeim tíma
þróaðist fyrirtækið upp í að vera
annað stærsta fyrirtæki Svíþjóðar.
Fyrir árangur sinn á tímabilinu
fengu stjórnendurnir ríflega umbun;
bónusa og önnur hlunnindi.
Í skýrslunni er Petersson ásakað-
ur um að hafa afnumið þak sem verið
hafði á hvatakerfi félagsins,
„Wealthbuilder“ þannig að greiddar
voru út 550 milljónir sænskra króna
umfram 356 milljóna þakið sem verið
hafði á greiðslunum.
Upphæðin sem Skandia krefst nú
af stjórnendunum er talin vera mis-
munur á milli þess sem lagt var inn í
„Wealthbuilder“ samkvæmt árs-
skýrslunni 2000 og þess sem áætl-
unin kostaði fyrirtækið í raun.
Þá vill Skandia að auki fá endur-
greiddar 11 milljónir sænskra króna
frá hvorum mannanna, en þá fjár-
muni notuðu þeir til að endurnýja
lúxusíbúðir sem þeir höfðu afnot af.
Í frétt FT.com segir að þrátt fyrir
ákæruna vilji Skandia reyna að ná
samkomulagi í gerðardómi.
Nýlega var einnig tilkynnt um
uppsögn eins af endurskoðendum fé-
lagsins, Jan Birgersson hjá Ernst og
Young. Hann var á meðal þeirra sem
gagnrýndir voru í skýrslu Rydbecks.
Skandia vill 2,5 milljarða frá
fyrrverandi stjórnendum