Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 8
     >%%>@+A !A*;, %>6%B +;A                        !  "#  $% & '&$"(')  * & '+, -) .' *  12#3/ 14#5/16#6/ 72#5/13#4/ *!)C>A%B,DB &>6E>6%B 3#3/ 16#8/ 16#5/ 3#3/ >'FACB     72#9/ )&;!&FBGBA !A>6EB ,>A'>H*#&>6E>6%B Yfirverð á húsbréfum ermeð mesta móti umþessar mundir, eða íkringum 8%. Þetta þýðir að seljandi íbúðar sem fær hluta söluverðsins greiddan með há- marks fasteignaveðbréfi, sem hægt er að skipta fyrir húsbréf, fær aukalega í hendur um 700 þúsund krónur í yfirverði við sölu bréfanna. Seljandinn fær því greiddar um 9,9 milljónir króna fyrir 9,2 milljóna króna fasteignaveðbréf, en í fasteigna- viðskiptum er algengast að selj- endur njóti yfirverðsins á hús- bréfunum á sama hátt og þeir hafa oftast borið afföllin þegar þau hafa verið. Fyrir seljendur er sú lækkun sem orðið hefur á vöxtum hér á landi að undanförnu því mjög góð. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur lækkað um rúmlega 0,2% frá því tilkynnt var um síðastu mánaðamót að verðtryggð rík- isskuldabréf yrðu hæf til upp- gjörs og vörslu hjá alþjóðlega uppgjörsfyrirtækinu Clear- stream Banking frá og með 5. apríl. Íbúðaseljendur geta sætt sig við lægra söluverð þegar yfir- verð er á húsbréfunum heldur en þegar því er ekki fyrir að fara. Yfirverðið liðkar því fyrir fasteignaviðskiptum. Þess vegna má ætla að nú sé nokkuð góð staða á fasteignamarkaði fyrir kaupendur. Um miðjan síðasta mánuð hvatti Greining Íslandsbanka íbúðakaupendur til að fresta lántökum hjá Íbúðalánasjóði fram yfir 1. júlí næstkomandi, en þá er fyrirhugað að peninga- lánakerfi takið við af húsbréfa- kerfinu í tengslum við fasteigna- viðskipti. Fasteignasalar undruðust þessa ráðgjöf bank- ans, sérstaklega með tilliti til þess að almennt er álitið að íbúðaverð muni hækka í kjölfar breytinganna. Greiningardeild KB banka hefur einnig sagt að erfitt sé að færa rök fyrir því að fyrirhuguð breyting geti verið tilefni til að bíða með íbúða- kaup. Sérfræðingar hjá Greiningu ÍSB hafa svarað því til að deild- in hefði ekki verið að mæla með því að einstaklingar fresti íbúða- kaupum heldur einungis að þeir fresti lántöku hjá Íbúðalána- sjóði. Það er hins vegar ekki svo auðvelt, því til að fá samþykki fyrir húsbréfaláni er verkgang- urinn þannig, að gera þarf kauptilboð áður en sótt er um húsbréfalán. Það er því ekkert til sem heitir að fresta lántöku hjá Íbúðalánasjóði ef ætlunin er að fá húsbréfalán til íbúða- kaupa, nema með því að fresta kaupunum. Að sjálfsögðu liggur ekki fyrir hvaða vextir muni verða á hin- um væntanlegu peningalánum Íbúðalánasjóðs eftir 1. júlí. Telja sérfræðingar á fjármagns- markaði líklegt að þeir muni geta orðið í kringum 0,8% lægri en núverandi vextir af húsbréfa- lánum, sem eru 5,1%. Með nýju peningalánunum hverfur hins vegar yfirverðið sem nú er á húsbréfunum. Vaxtalækkunin mun því ekki nýtast seljendum íbúða á sama hátt og yfirverð við sölu húsbréfa gerir í dag. Það ýtir að öllum líkindum und- ir hækkun á fasteignaverði, því varla munu seljendur sætta sig við verðlækkun eftir 1. júlí. Gróði kaupenda af vaxtalækkun kemur hins vegar ekki fram strax heldur á öllum lánstím- anum. Þetta er væntanlega helsta skýringin á því hvers vegna fasteignasalar og sérfræðingar KB banka telja ekki ástæðu fyr- ir kaupendur til að fresta íbúða- kaupum. Fyrir íbúðakaupendur stend- ur valið á milli þess að kaupa núna, og greiða væntanlega lægra verð en eftir 1. júlí, eða bíða og greiða hærra verð. Lán- takan er þá líklega í sumum til- vikum að minnsta kosti minni ef keypt er nú, heldur en ef beðið er, en vextir hugsanlega eitt- hvað hærri. Yfirverð liðkar fyrir fasteignaviðskiptum Innherji skrifar Innherji@mbl.is Nokkur öflugustu fyrirtæki landsins hafa ekki átt símstöð í tvöár Á þeim tveimur árum sem Síminn hefur boðið upp á Centrex til að einfalda og samhæfa símnotkun milli starfsmanna hafa yfir 200 fyrirtæki tekið Centrex í sína þjónustu. Meðal kosta Centrex Heldur utan um alla símnotkun fyrirtækisins. Fyrirhöfn við rekstur eigin símstöðvar úr sögunni. GSM símar starfsmanna hluti af innanhúskerfi fyrirtækja. Símkerfi óháð staðsetningu. Fast mánaðargjald. 800 4000 - siminn.is MATARLIST.IS, vefur um al- þjóðlega matargerð og vín, hefur verið að taka talverðum breytingum að undanförnu eftir að gerð var ít- arleg netkönnun meðal notenda vefjarins þar sem þeir voru bæði beðnir um álit á innihaldi hans og beðnir að koma með hugmyndir að því sem betur mætti fara. Afrakstur könnunarinnar, sem framkvæmd var af ParX viðskiptaráðgjöf IBM, gaf stjórnendum mikilsverðar upp- lýsingar um félagana (notendur) og óskir þeirra. Þá varpaði könnunin m.a. ljósi á áhugamál og fjölmiðla- notkun félaganna og hvernig upp- haf viðskipta bar að. Þannig fengust upplýsingar um hvernig árangurs- ríkt væri að nálgast þá. Klúbburinn Matarlist.is er ætl- aður fyrir áhugafólk um alþjóðlega matargerð og vín en vefurinn hefur stóran hóp meðlima sem reglulega fær sendar uppskriftir og fróðleik í tölvupósti, svo og ábendingar um vín og viðburði þessu tengda. Vef- urinn er markaðstæki sem heild- verslunin Karl K. Karlsson ákvað að taka í þjónustu sína í stað þess að auglýsa hverja þá vöru sem kynnt er inni á vefnum sérstaklega. Á vefnum er að finna ýmsar upplýs- ingar og fróðleik um miðjarðarhafs- matargerð, umfangsmikinn gagna- banka um vín, auk vöruumfjöllunar sem tengist alþjóðlegri matargerð almennt. 70% svörun Eygló B. Ólafsdóttir markaðsstjóri Karls K. Karlssonar segir að það hafi legið beint við að gera netkönn- un meðal notenda vefjarins þar sem þeir séu augljóslega vanir að nota netið. „Þetta sást vel í því að svörun var 70% sem telst mjög gott hlutfall í skoðanakönnun. Þessi hópur sem er áskrifandi að matarlist.is er mjög aðgengilegur á Netinu og auðvelt að ná sambandi við hann. Að gera vefkönnun til að afla upplýsinga um óskir neytenda er mjög auðvelt og hagkvæmt og niðurstöðurnar komu fljótt,“ segir Eygló og kveðst afar ánægð með hvernig til tókst. Hún segir að ákveðnar áherslubreyt- ingar verði gerðar í samræmi við niðurstöður könnunarinnar, t.d. varðandi það hvenær póstur með uppskriftum og uppástungum verð- ur sendur út til áskrifenda og hvaða efni verður birt á vefnum. „Könnun in styrkti okkur í þeirri trú að við værum á réttri leið og værum að verja markaðsfé á árangursríkan hátt.“ Heiður Agnes Björnsdóttir rannsóknarstjóri ParX segir að eitt af því verðmætasta sem komi út úr svona könnun sé svör notenda við spurningum um hvað betur mætti fara. „Þau svör eru mjög mikils virði. Með niðurstöður könnunar- innar í höndunum er hægt að vinna markvissara markaðsstarf en áður og betur er vitað hvernig markaðs- fénu er best varið,“ segir Heiður og bætir því við að kannanir eins og þessi geti virkað mjög jákvætt á við- skiptavini, þar sem þeim finnst gott að geta tjáð sig um þær vörur og þjónustu sem þeir kaupa eða eru áhugasamir um. „Að hlusta á óskir viðskiptavinanna er ein forsenda hugmyndafræði stjórnunar við- skiptatengsla eða CRM.“ Netkönnun lá beint við Morgunblaðið/Golli Í tengslum við viðskiptavini Heiður Agnes Björnsdóttir, rannsóknar- stjóri ParX, og Eygló B. Ólafsdóttir, markaðsstjóri Karls K. Karlssonar. WAL MART verslanarisinn bandaríski hefur þurft að hætta við áætlanir um opnun bankaútibúa í verslunum sínum í Bandaríkjunum. Bandaríkjaþing kom í veg fyrir þessar fyrirætlanir með lagasetn- ingu eftir að hafa verið beitt þrýst- ingi frá smærri innlánsstofnunum í landinu sem óttuðust að fyrir þeim færi eins og sérverslunum og smærri vörumörkuðum sem lagt hafa upp laupana vegna útþenslu- tilburða verslanarisans, að þeirra mati. Þetta kemur fram í grein í The Wall Street Journal þar sem fjallað er um samskipti Wal Mart versl- anakeðjunnar við Bandaríkjaþing og bandaríska stjórnmálaflokka. Í greininni segir að Wal Mart hafi árið 1999 brugðist við óskum viðskiptavina sinna sem vildu sinna bankaviðskiptum í sömu ferð og þeir gerðu innkaup sín í, með því að sækja um leyfi til að kaupa lít- inn sparisjóð í Broken Arrow í Oklahoma, með það að markmiði að opna hann inni í verslun keðj- unnar. Keðjan sá fyrir sér að það gæti orðið fyrsta skrefið í keðju bankaútibúa inni í Wal Mart versl- unum sem myndi síðan dreifast um öll Bandaríkin. Auk þess sem fyr- irtækið vildi koma til móts við ósk- ir viðskiptavina sinna sá Wal Mart fram á að með opnun bankaútibúa myndi keðjan spara milljónir doll- ara í kortafærslugjöld, meðal ann- ars. Lögin sem sett voru til að koma í veg fyrir þetta voru afturvirk til 4. mars 1999 og gerðu þannig út um umsókn Wal Mart um kaupin á sparisjóðnum í Broken Arrow. Í greininni segir einnig að full- trúadeild Banaríkjaþings hafi svo bætt um betur í marsmánuði sl. og afgreitt frumvarp sem gerði versl- unum erfitt fyrir að fara aðra leið inn í bankastarfsemi; þ.e. með því að kaupa iðnlánafyrirtæki. Wal Mart fær ekki að opna banka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.