Vísir


Vísir - 30.09.1981, Qupperneq 8

Vísir - 30.09.1981, Qupperneq 8
8 MiOvikudagur 30. september 1981 vísnt Útgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- drup, Árni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur ö. Steinarsson. Ljósmynd-' ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Dreifingarstjóri: Siqurður R. Pétursson Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrif stofur: Siðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Áskriftarqjald kr. 85á mánuði innanlands og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. varúð (skammfleginu Nú er kominn sá árstími, að á- stæða er til að brýna fyrir sjálf- um sér og öðrum sérstaka varúð í umferð á götum úti. Skammdeg- ið hefur i för með sér aukna slysahættu, en þeirri auknu hættu þarf að mæta með aukinni varúð. Umferðarlög gera sérstakar kröfur til ökumanna bifreiða, svo sem eðlilegt er. Þær kröfur eru áreiðanlega í samræmi við viðhorf alls almennings. Oku- mönnum ber að sýna fyllstu gát við alla meðferð ökutækja sinna, ekki aðeins við akstur þeirra, heldur oq t.d. við alla umhirðu þeirra. Það er ekki þýðingar- minna en aðgát við akstur að gæta þess, að öryggisbúnaður og annar búnaður bifreiða sé ætíð í góðu lagi. Að vetrinum þarf sér- staklega að huga að Ijósum bifreiða og hjólabúnaði, og er nú ekki seinna vænna en ökumenn hugi að þessum atriðum. Þó að ábyrgð ökumanna sé vissulega mikil, fer því þó f jarri, að á þá megi setja alla ábyrgð- ina. Gangandi vegfarendur mega t.d. ekki gleyma sínum skyldum í umferðinni. Þeim ber ekki síður en ökumönnum bifreiða að sýna gát og tillitssemi í umferðinni, ekki aðeins vegna sjálfra sín, heldur einnig vegna annarra veg- farenda. Kæruleysi og glanna- skapur gangandi vegfaranda getur ekki síður en sams konar atferli ökumanna leitttil líkams- eða eignatjóns hjá alsaklausu fólki. ' Hjólreiðaaldan,, sem gengið hefur yf ir landið að undanförnu, hef ur leitt af sér vanda í umferð- inni, sem að vísu hefur verið fyrir hendi, en ekki \ jafnríkum mæli og nú. Hinni auknu reið- hjólanotkun hefur það fylgt, að reiðhjólaslysum hefur fjölgað. Því miður er gatnakerfi okkar ekki undir það búið að taka við miklum fjölda reiðhjóla, og krefst það því jafnvel enn meiri aðgæslu en ella af hálfu hjól- reiðamanna og samferðamanna þeirra í umferðinni. Það má ekki líta á það sem neinn sjálfsagðan hlut, að reiðhjólaslysum fjölgi í réttu hlutfalli við fjölgun reið- hjóla. í þessu efni hvílir þung skylda á forráðamönnum barna og annarra ungmenna að brýna varúð í umferðinni fyrir hinum ungu hjólreiðamönnum. Um næstu mánaðamót gengur í gildi nýmæli í umferðarlögum, sem mælir fyrir um notkun bíl- belta. Mörgum áhugamönnum um slysavarnir hefur þótt það galli á þessari löggjöf, að brot gegn henni eru refsilaus. Þessi aðf innsla á þó naumast rétt á sér. Hér er um að ræða öryggisreglu, sem hverjum og einum er hollast að virða að öllum jafnaði í eigin þágu gagnstætt ýmsum öryggis- reglum, sem mönnum ber að fara eftir vegna öryggis annarra. Það verður því að telj- ast rétt leið að sleppa hér refsi- viðurlögum, og trúlega mun það auðvelda lögregluyfirvöldum baráttu þeirra fyrir því að fá menntil að nota beltin. Lögreglu- mennirnir verða jákvæðir leið- beinendur, en ekki strangir lag- anna verðir með refsihótanir uppi á vasann. Vissulega má lengi betur gera í umferðaröryggismálum, en sé litið á hlut lögreglu óg annarra yf irvalda í þessum ef num verður ekki af sanngirni annað sagt en þeim sé vel og samviskusamlega sinnt. Það er frekar, að hlutur okkar hinna almennu borgara, liggi hér eftir. Auðvitað verður á- rangurinn af starfi eins og því sem umferðarráð vinnur aldrei mældur með neinni vissu, en það er óhætt að fullyrða, að af f ræðslustarf i þess er mikið gagn. Að lokum: Varúð er boðorð númer eitt, tvö og þrjú í umferð- inni, og það gildir vetur, sumar, vor og haust. BflKKUS VIÐ STÝRID SKILUR 26.000 EFT- IR í VALNUM ÁRLEGA í BflNDflRÍK JUNUM Atta manns létu lifið, þegar ölvaður ökumaður, Marty Az- carte, orsakaði fjöldabila- árekstur á einum af vegum Kalifornfu. En Azcarte tafði ekki til þess að kanna valinn. Hann ók aftur af stað og lauk knæpurápi sinu. Azcarte hafði þrivegis áður verið sektaður fyrir ölvun við akstur, en i þetta sinn hlaut hann refsivist. Meö góðri hegð- un losnar hann aftur úr fangels- inu eftir fjögur ár, þvi að hann var sekur fundinn um mann- dráp. Einhverjum kann að þykja þetta vægur dómur, en hann var samt strangari en gengur og gerist i Brandarikjunum. Það kemur sjaldan fyrir þar, að ölv- aðir ökumenn, jafnvel þótt þeir valdi dauðaslysum, fái langa fangelsisdóma. Margir þeirra sleppa alveg við afplánun. Raunar var þetta strangasta refsing.sem Azcarte var dæmd- ur i, eftir þvi sem viðurlög i Kaliforniu kveða á um. „Þótt hann heföi ekið yfir fulla rútu af börnum, hefði hann ekki hlotiö þyngri dóm”, sagði saksóknari Kaliforniurikis við fréttamenn. Það er orðið mönnum um- hugsunarefni meira en áöur, hver manngjöld Bakkus við stýriö krefst i Bandarikjunum. Það er sagt, að um 70 manns deyi þar daglega i umferðinni vegna ölvunar. Þaö eru 26 þús- und manns, sem þannig týna lif- inu á vegunum árlega. „Mann- dráp,sem samfélagið tekur orð- ið gott og gilt”, eins og móðir eins fórnardýrsins orðaöi það. Skýrslur sýna, aö rúmlega helmingur dauðaslysa i umferð- inni i Bandarikjunum er rakinn til ölvunar. Einn af sérfræöing- um umferöarráðs þar i landi, John Moulden, sálfræöingur, fékk ekki orða bundist: ,,Ef við erum i striði viö ölvaða öku- menn, þá eru þeir ölvuðu að sigra.” Það gilda misjöfn lög eftir einstökum fylkjum, en yfir höf- uö talaö má segja, aðbandarisk umferöarlög sýni ölvuðum öku- mönnum meira umburöarlyndi, en þekkist viðast á Vesturlönd- um. En hinar óhugnanlegu dán- artölur Ur umferðarslysaskýrsl- um hafa vakið umræður og við- brögö, sem kunna að leiða til þess, að breyting veröi á, áður en langt um li'ður. Smám saman er almenningsálitið að snúast, svo þeim fjölgar, sem vilja skipa ölvuöum ökumönnum á bekk með hinum, sem sálga fórnarlömbum sinum með byssu eða hnifi. Aðstandendur þeirra, sem farist hafa i umferöarslysum af þessu tagi, hafa myndað samtök meðöðrum borgurum, og róa nú stöðugt I þingfulltrúum löggjaf- anna, sækja fjölmennir dóm- þing, þar sem um slik mál er fjallað og ganga hart eftir þvi, að löggæslan láti ekki slik mál liggja og reka á reiðanum óupp- lýst. Einn slikur félagsskapur, sem fer ört stækkandi er i daglegu tali kallaður MADD (eftir skammstöfun úr Mothers against drunken drivers). Eru nú starfandi innan vébanda hans deildir i sex fylkjum Bandarfkjanna. Hann var stofn- aður i fyrra af Candy Lightner frá Fair Oaks i Kaliforniu, móð- ur 13 ára stúlku, sem drepin var af augafullum ökumanni. Hann var dæmdur i tveggja ára fang- elsi, en fær ökuréttindin um leið og honum verður sleppt aftur. Móðurinni blöskraði, hvað við- urlögin voru væg og alsiða, að tekið væri létt á ábyrgðarleysi ökumanna. ,,Það eru svo margir, sem þekkja sjálfan sig i hinum ölv- aða. Dómarinn sjússar sig og fer á bilnum sinna ferða. Sak- sóknarinn sömuleiöis og eins kviðdómendur flestir. — Fólk verður aö hætta aö setja sjálft sig i sömu spor og sá brotlegi. Það verður að koma þvi til þess að sjá sjálft sig liggjandi i blóði sinu á strætinu, förnardýr þess ölvaða”, segir Candy Lightner, sem siðan hefur helgað sig bar- áttunni gegn ölvun við akstri. Hún var meðal annarra skip- uð i sérstaka nefnd á vegum Kaliforniufylkis til þess að vinna að tillögum til úrbóta. Nefndin hefur séð þau úrræði helst, að herða mjög viðurlög, og verði eftir þeim farið, munu Kaliforniulög verða þau ströng- ustu i öllum Bandarikjunum, hvað viökemurölvun við akstur. Auk þess var lagt til, að Washington-stjórnin eða for- setaembættið skipaði nefnd til þess að gera heildarúttekt á ástandinu og tillögur um, hvernig við skuli bregðast. Candy Lightner hefur safnaö undirskriftum 100 þúsund manna á áskorun til forsetans að taka málið til sin. „Ef jafn margir færust af hvellsótt eða glæpum, mundi Reagan forseti ekki biða boöanna og skipa nefnd þingmanna til þess að bregðast viö”, segir hún. Klókum verjendum veitist auðvelt aö firra skjólstæðinga sina ábyrgð af ölvun við akstur, þótt slys hljótist af. Þeir eru venjulegast ekki fundnir sekir um annað en vitavert gáleysi. Jafnvel þótt gripnir séu á vett- vangi. Þaö er nefnilega ekki lögskylda að gangast undir blóðrannsókn eða áfengispróf- un, svo að það getur reynst þrautinþyngri að sanna, aö þeir hafi veriö ölvaðir. Ein aðalkrafan, sem reist hef- ur veriö af þessum baráttusam- tökum, er þvi sú, að skylda öku- menn til þess að gangast undir blóðrannsókn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.