Vísir - 30.09.1981, Síða 9

Vísir - 30.09.1981, Síða 9
Miövikudagur 30. september 1981 9 Eflwalfl B. Maimquist. ytirmatsmaður garðávaxta: VÍSIR NEYTENDUR VILJfl STÆRRI KARTÖFLUR - smáar linast og rýrna fljðtt í pökkun og dreifingu Frjáis verslun það eina sem dugar Kartöflur er sú matvara sem sennilega kemst einna oftast i fréttir og þá aðallega i kvört- unarformi vegna litilla gæða. Visir greindi nýlega frá deilum kartöflubænda i Þykkvabæ við landbúnaöarráðuneytið vegna breyttrar reglugerðar um stærðarflokkun kartafina. Töldu bændur hart að sér vegið og þessa breyttu flokkun setta á með of litlum fyrirvara. Gengu þeir jafnvel svo langt að neita að afhenda kartöflur, nema þessu yrði bréýtt aftur. Samn- ingar tókust og nýjar kartöflur eru á markaðnum, en við vild- um forvitnast eilitið um viðhorf ráðuneytisins til þessa og að- dragandann að þessum breyt- ingum. Fyrir svörum varö Eð- vald B. Malmquist, yfirntats- maður garðávaxta: Breytt i samræmi við það sem áður var „Sú reglugerð sem er i gildi i dag um stærðarflokkun kart- aflna er frá árinu 1962. 1 henni eru ákvæði um að minnsta stærð af kartöflum i 1. flokki skuli vera 35 mm i þvermál. Eftir að þessi reglugerð tók gildi var spretta mjög mismunandi og lé- leg á svo kölluðum „kalárum”, sem þarna fylgdu á eftir. Fram- leiðendur fengu þvi til leiðar komið að undanþágur yrðu gerðar á stærðarmati varðandi 1. flokk, það yrði lækkað niður i 33 mm lágmarksþvermál. Um þetta snýst deilan nú, það er hvort afnema skuli þessa undanþágu eða ekki. Hún hefur verið i gildi siðan 25. október 1968, enda léleg spretta oft og tiðum, allt fram til ársins 1979. Það dróst sem sagt að breyta þessu aftur i samræmi við upp- haflega mynd eins og gera átti nú. Kartöfluspretta hefur verið mun betri nú siðastliðin ár eða i góðu meðallagi, nema ef vera skyldi norðanlands nú i haust. ■* Á undanförnum árum hafa æ fleiri framleiðendur haft orð á þvi við mig, að afnema þyrfti þessa undanþágu og töldu það geta aukið kartöfluneyslu að nýju. En það er ákveðinn kjarni stórbænda i Þykkvabæ sem aðra skoðun hefur og óskuðu þeir eftir þvi nú þegar breyting- in var gerð, að hún tæki ekki gildi að svo komnu máli”. Ráðuneytið vill efla vandaða framieiðslu „Það sem fram hefur komið i blöðum frá Yngva Markússyni i Þykkvabæ að ráðuneytið hafi „Kartöflur eru i dag greiddar niður um kr. 2.76 á hvert kiló. Það er þvi hagur neytendanna að fá sem besta vöru. Ef um frjálsa samkeppni væri aö ræða i framleiðslu, dreifingu og sölu á þessari vöru, mundu vandamál- in sem nú er verið að glima við minnka stórlega. Framboð, eftirspurn og gæði sæju fyrir sliku.” JB Kartöfluneysla hefur minnkað Blómstrandikartöflugrasog góðar stórar kartöflur rétt eins og hinn almenni neytandi vill hafa þær. þeirra hönd hafa óskað eftir stærri kartöflum á markaðinn. Það er margt sem kemur til. Neysluvenjur hafa breyst á sið- ustu árum. Þannig þarf stærri kartöflur til bökunar (40-60 mm) og i „franskar kartöflur”. Einnig er það staðreynd að smærri kartöflur hafa m jög tak- markaðgeymsluþol eftir að þær eru taknar úr köldum og góðum geymslum hjá bændum til flokkunar og siðan pökkunar á almennan markað”. Hvattir til ræktunar stærri kartaflna „Það flýtti fyrir þeirri breyt- ingu sem gera átti núna að sem kunnugt er stendur til að reisa kartöfluverksmiðju i Þykkva- bæ. Er ætlunin aðhún taki til úr- vinnslu smærri kartöflur m.a. til pökkunar i lofttæmdar um- búðir. Þar verður vonandi hægt að nýta til fulls framleiðsluna þegar verr sprettur. (30-35 mm) I 2. flokk fer stærðin 30-40 mm og þó verðmunur i dag sé um 25% á 1. og 2. fl. þá eiga bændur þess þó kost að selja þessa framleiðslu nái uppskeran ekki nægum vexti til aö fara i 1. flokk. Aftur á móti hefur verið reynt að hvetja til ræktunar á stærri kartöflum. Þannig hefur frá s.l. ári verið g'reitt hærra verð fyrir kartöflur sem eru 45 mm og þar yfir. Eru þær nú 15% dýrari en 1. flokkur, þ.e. verð til framleið- enda. Markaðurinn i dag krefst þess að fá þessa vöru og sé ekki aðstaða fyrir hendi til að rækta meira af henni, er óumflýjan- legt annað en að flytja þær inn. Neytendur gera kröfur til þess”. Með aukinni tækni og vélbúnaöi má sem best nýta smáar kartöflur, til dæmis á þann hátt sem myndin sýnir, aö pakka þeim i lofttæmd- ar umbúöir á neytendamarkað. Slikir möguleikar opnast nú meö kartöfluverksmiðjunni i Þykkvabæ. „Þvi miður er það staðreynd að kartöfluneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár. Til þess eru margar ástæður, svo sem aukið framboð af öðru grænmeti, en einnig að okkur hefur ekki tekist að hafa nægi- lega íjölbreytni á boðstólum. Kartöflurnar smáu, sem mest hefur verið af, hafa ekki fallið neytendum i geð til almennrar neyslu. Er skemmst að minnast kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavikurborgar frá þvi i sumar um að kartöflumat yrði hert frá þvi sem verið hefur. Arsneysla islendinga i dag er á milli 13 og 14 þúsund tonn en ætti að geta orðið allt að 18 þús- und tonn miðað við 70-80 kilóa ársneysluá mann. Það er nægi- lega mikið sett niður og með bestu hugsanlegu meðferð á að vera hægt að lengja markaðs- timann frá þvi sem nú er, þegar kartöflur seljasl yfirleitt upp i júlilok. Kælivélar sem settar hafa verið upp i geymslum hjá framleiðendunum, hafa gefið góða raun og ættu að geta stuðl- að að lengra geymsluþoli.” Edwald B. Malmquist: Frjáls sámkeppni er I raun þaö eina sem gildir. ekki haft leyfi til að breyta áðurnefndri reglugerð, er á misskilningi byggt. 1 lögum nr. 101 frá 1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðmiðlun, sölu á landbúnaðarvörum o.fl. segir meðal annars i 39. grein: — Landbúnaðarráðherra setur reglugerð um framkvæmd þessa kafla laganna, þar sem m.a. er ákveðið: 1. Um starf- semi Grænmetisverslunar 2. Um flokkun og mat garðávaxta. 3. Um stofnræktun úrvalsteg- unda 4. Um ráðstafanir til að greiða fyrir sölu matjurta, þegar mikið berst á markað. — Yngvisegir ennfremur, að ég, sem yfirmatsmaður garð- ávaxta, hafi verið að skipta mér af hlutum sem mér komi ekki við. Það er auðvitað alrangt. Landbúnaðarráðuneytið og starfsmenn þess hafa fyrr og siðar unnið aö þvi að vandað sé til garávaxtaframleiðslu, hvort sem er i ræktun, geymslu eða við dreifingu til neytenda.” Neytendur vilja stærri kartöflur „Það hefur verið áberandi að neytendur og kaupmenn fyrir neöanmáls Stefán ómar Jónsson, sveitarstjóri í Garði skrif- ar: Lóða- mái í Garða- hreppi Varöandi frétt I Visi 25. sept. s.l., þar sem skilja má sem ég undirritaður eigi alla fréttina og framsetningu hennar, vil ég bæta þessu viö: Rétt er haft eftir mér, að Gerða- hreppur á ekki landiö undir skóla- mannvirkjunum eða höfninni. Þarna vantar hins vegar inn I, aö þó lóöarleigusamningur hafi ekki fundist, þá hefur ekki heldur verið greidd lóðarleiga fyrir um- ræddar lóðir, né hennar krafist svo ég viti, og varðandi landið kringum höfnina hefur ekki veriö fariðfram á kaup á þvi i minni tið hér. Það er engin launung aö hér hafa verið á kreiki gróusögur um nefnt lóöamál undir skólamann- virkjunum, þar sem haldiö hefur verið fram, að farið væri jafnvel fram á enn meira fyrir lóðina en rétt er, og þvi þótti mér að hið rétta ætti að koma fram svo lausasögnum linnti. Hitt er svo annaö mál að það sem enn hefur farið fram á milli min og land- eigenda eru frumhugmyndir, og eins og þær eru fram komnar er langt i milli, og á sama hátt og mér finnst hugmynd landeigenda allt of há finnst þeim min hug- mynd tfkarlega lag, en þessi oröaskipti hafa þó að sjálfsögöu fariö fram I fuliri og gagnkvæmri viröingu okkar á milli. Veigamikill punktur féll úr þessari frétt, en það er að.. i siðustu fundargerð hrepps- nefndar kemur fram að ekkert frekar hefur verið aðhafst I þessu máli, þar sem unnið er i öðru skyldu máli og kapp lagt á að ljúka þvi fyrst, og af sömu ástæöu hef ég ekki viljað birta mina verðhugmynd. Næsti leikur er I minum höndum og meðan hann hefur ekki verið leikinn verður að sjálfsögöu ekkert aðhafst við að reisa sundlaugina á lóðinni. Það að Björn Finnbogason og sonur hans Finnbogi séu fyrrver- andi oddvitar hér, einhverjar gamlar sviptingar I hreppsnefnd- um og fyrri stefnur i málum hér, er mér óskylt meö öllu. Þökk fyrir birtinguna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.