Vísir - 30.09.1981, Page 11

Vísir - 30.09.1981, Page 11
Miðvikudagur 30. september 1981 VÍSIR Njarðvfk/Keilavík: Fnykurinn irá Flsk- iðjunnl leyfður áfram? - hugmynúir um að flytja verksmiðjuna að Sorpeyðingastöðinni Fiskiðjan i Njarðvikum hefur löngum veriö deilumál en nú er útiit fyrir að hún verði starfrækt áfram. „Félagsmálaráðherra er nú að hugsa máliö, en þvi var nýlega visað til hans i framhaldi af sam- þykkt atvinnumálanefnda bæði I Njarövik og Keflavik um að veita Fiskiðjunni hf. starfsleyfi áfram til bráðabirgða frá 1. október til 1. mai og aftur frá 1. október til árs- loka 1982. Hins vegar höfðu heil- brigðisnefndir beggja kaup- staðanna eindregið lagst gegn frekari rekstri fyrirtækisins aö óbreyttum búnaði þess”, sögöu þeir Ólafur 1. Hannesson bæjar- fulltrúi i Njarðvik og Guðmundur Margeirsson, sem nú gegnir bæjarstjórastörfum i Keflavik, þegar Visir spurðist fyrir um málefni þessa lyktarmikla fyrir- tækis. ,,Ef til vill hefur heilbrigðis- ráðherra eitthvað um þetta aö segja, þarna stangast á sjónar- mið, en satt best að segja höfum viö ekkert heyrt frá ráöherran- um, sem þessi mál heyra undir á báðum vigstöðvunum”, sagði Guðmundur. Fiskiðjan hf. hefur um árabil áunniö sér óvinsældir i þessum tveim Suðurnesjakaupstöðum, með þvi að spúa alkunnum reykjarmekki yfir byggðirnar með tilheyrandi fnyk. Nú þykir ekki lengur upphefð aö þvi að búa við slika „peningalykt” enda blandast hún oft af megnásta ódaun þegar hráefnið er úrgang- ur og samansafn, sem unnið er. „Það eru mest Njarðvikingar sem fá lyktina eins og tekjurnar af Fiskiðjunni, þótt fyrirtækið standi á mörkum kaupstaðanna og tilheyri þeim báðum. Það hef- ur verið að færast yfir til Njarð- vikur með nýrri byggingum og oftast stendur vindurinn til þeirra þar lika”, sagði Guömundur bæjarstjóri i Keflavik. En þrátt fyrir allt er heima- mönnum sárt um aö sjá fram á lokun Fiskiðjunnar, sem veitir verulega atvinnu. Atvinnuhorfur eru ekki allt of bjartar sem stendur, að öðru leyti. Beiöni atvinnumálanefnda Njarðvikur og Keflavikur byggist á þessu sjónarmiöi, en undan- þágu er jafnframt beiðst i trausti þess að eigendur Fiskiðjunnar noti timann i vetur og næsta vetur fram að áramótum til þess að ákveða framtið fyrirtækisins. Tæki til að eyða reyk og lykt koma þar til greina, en einnig er rætt um þann möguleika að flytja fyrirtækið burt úr aðalbyggðinni. Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hefur til dæmis stungiö upp á að Fiskiðjan verði flutt að hlið stöðvarinnar, þar sem hún geti nýtt afgangsorku. HEHB Starlseml Stjórnunartélagsins að hefjast: Rekstrarlall og fram- koma í sjónvarplnu Einn skemmtilegasti þátturinn i fjölbreyttri starfsemi Stjórnunarfélags Islands sem nú er að hefjast er svokallað rekstrartafl. Tölvuleikur með imyndað þjóðfélag, fyrirtæki og markaði, kaup og sölu, lántökur og svo auðvitað gjaldþrot. í tima- riti félagsins Stjórnunar- fræöslunni 2. tbl. sem er nýkomið út er starfsemi þess á komandi vetri kynnt. Viðamesti þátturinn i starf- seminni eru innlend námskeið um stjórnun og rekstur og verða á komandi vetri boðnar 34 tegundir innlendra námskeiða þar af 9 ný námskeið t.d. um framkomu i sjónvarpi, gæðastýringu i frysti- húsum og tilboðsgerð i málm- iðnaði. í vetur verða sex erlend nám- skeiö, eitt er nú raunar afstaðið, námskeið um núllgrunnsáætlana- gerð. Má nefna námskeið um nýj- ar leiðir i stjórnun og er prófessor Jack Hautaluoma frá Colorado State háskólanum leiöbeinandi. - meðal námskeiða 1 byrjun okt. verður námstefna um skrifstofu framtiðarinnar og sýning á skrifstofutækjum fram- tiðarinnar að Hótel Loftleiðum. 10. des. verður spástefna um þróun efnahagsmála á árinu 1982. 1 haust verður veitt viðurkenning fyrir bestu ársskýrslu sem barst i samkeppni sem félagið efndi til um ársskýrslur fyrirtækja og stofnanna. Innan félagsins eru starfandi ýmsir klúbbar. Um 250 einstaklingar og rúmlega 300 fyrirtæki eru aðilar að stjórnunarfélaginu. —gb Fuglasklltl setl upp við Aö tillögu umhverfismálaráös Reykjavikur hafa Jugla skilti veriö sett upp viö Tjörnina með litmyndum af 23 fuglategundum sem hafa dvöl á Tjarnarsvæðinu um lengri eða skemri tima ár- lega. Myndirnar ættu að auðvelda fólki að greina allar helstu fugla- tegundir sem þar ber fyrir augu. Stöðugt eftirlit er haft meö Tjornina Tjörninni og fuglalifinu allan árs- ins hring. A Tjarnarsvæðinu verpa um 20 tegundir fugla en jafnan sjáist um 40 tegundir við Tjörnina árlega. A veturna þegar langvarandi frosthörkur eru, er fóður flutt til þeirra og vakir brotnar á Tjörnina svo fuglarnir geti náð til vatns. 1X2 1X2 1X2 5. leikvika — leikir 26. sept. 1981 Vinningsröð: XXI — 112 — 111 — Xll 1. vinningur: 12 réttir — kr. 20.660.00 4317 15279 27981(4/11) 44405(6/11) 44911(6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir — kr. 283.00 86 9355 27887 32730 40735 42867 44713+ 351 10146 27934 + 33104 41075 42871 44737 + 406 10232+ 28500+ 33178 41171 + 42952 44741 + 1455 10482 28537 33365 41282 42955 44864 + 2374 10516 28724 33595 41305 43031 + 44894 + 2735 12951 28919 + 34226 41405 43132 44903+ 3159 14367 28939 + 35017 41580 43175 44912 + 3767 14386 29383 + 35025 41596 43234 44913 + 3856 16500 + 29540 35140 41632 43437 + 44915+ 4135 17504 + 29773 35963+ 41657 43544+ 44919+ 5650 17879 30077 36259 + 41707 43728 44977 + 5754 25014 30112 36853+ 41771 44231 59347 6073 25016 30506+ 40051 + 41871 + 44406 25531(2/11) 6926 25075 30878 + 40242 41879+ 44408 27686(2/11) 7979+ 25471 31030 40278+ 41887 + 44409 35887(2/11) + 8266 26126 31063 40291 41895+ 44410 43652(2/11) 8530 26371 31091 40348 42169 44419 8644 26677 31227 40611 42384 44429 9007 27411 31720 40731 42473 44581 9133 27727 32154 40734 42571 44633 Kærufrestur er til 19. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni i Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Get- rauna fyrir lok kærufrests. GETR AUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1981 sé lokið á þá lögaðila sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2. gr. greindra laga. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á árinu 1981 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðiium hefur verið" tilkynnt um með álagningarseðli 1981 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans skriflega innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. 30. sept. 1981. Skattstjórinn i Reykjavik, Gestur Steinþórsson. Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Jón Eiriksson. Skattstjórinn i Vestfjarðaumdæmi, Hreinn Sveinsson Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigur- björnsson. Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi eystra, Hallur Sigur- björnsson. Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvins- son. Skattstjórinn i Suðurlandsumdæmi, Hálfdán Guðmunds- son. Skattstjórinn i Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn I Reykjanesumdæmi, Sveinn Þóröarson. MANHA3TAN HUNDLEIÐIRgf®7 A gömlu skemmtistödunum

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.