Vísir - 30.09.1981, Síða 16

Vísir - 30.09.1981, Síða 16
16 VÍSIR Miðvikudagur 30. september 1981 flatorg sf. ilasala ilaleiga orgartúni 24 Dodge Aspen SE station árg. ’79, ekinn 41 þús. km. Glæsi- legur bill, innan sem utan. Cortina 1600árg.’77, ekimi 54 þús. km. Blár. Volvo 244 GL.árg. '81, ekinn 5 þús.km. Fasteign á hjoluin. Litur gullsanseraður. fiHS I Houda Civic.árg. ’81, ekinn 8 þús. km.-Grásanseraður. 5 dyra, eyðslugrannur. Eins og nýr úr kassanum. GalantGLX 2000,árg. ’81, ek- inu 8 þiis. km. Litur dökk- grár. 5 gira. Datsun Sunny.árg. ’80, ekinn 17þús. km. Grænsanseraður. Pontiac Wentova SJ árg. ’77, ekinn 41 þiis. milur. Gull- sanseraður, 8 cyl með öilu. Mercury Mouarc Gia, árg. ’75, ekiim 76 þús. km. 4ra dyra, 8 cyl. sjálfskiptur, vökvastýri, powerbremsur. 22 manna Benz 390, nita, árg. ’72, blá aö lit, ekin 80 þús.km. Gottverð, greiðslu- skilmálar. Lancerárg. ’78, ekinn 47 þús. kni. Blár. Opið kl. 9-19 Sfmar: 13630 — 19514 ER LEYFILEGT AB SELJA GAMLA MJOLK? Neytandi hringdi: Aö undanförnu hefur verið sagt frá þvi I blöðum, að mjólkurseljendur í Hagkaup leiki sér að þvi að selja mjólkina á lægra verði eftir siöasta stimplaðan söludag. Eg trúði þessu varla, þegar ég sá það, en þetta reyndist þó vera rétt, viö frekari eftirgrennslanir. Mig langar til að spyrja heil- brigðiseftirlitið hvort þetta sé virkilega með þess vitund og hvort það telji þennan sölumáta eðlilegan? Eins og við vitum öll eru seldar ýmsar vörur, svo sem kjötvörur með stimpluðum sið- asta söludegi. Hvernig ætli fólki þætti ef allt i einu ætti að fara aö selja þessar vörur.eftir siöasta leyfilegan söludag. Ban- eitraöar, svo ekki sé meira sagt. Ég er hræddur um að þá heyrö- ist einhvers staöar hljóð úr horni. Mér finnst sannast að segja ekki hægt aö bjóða neyt- endum upp á annað eins og þetta meö mjólkina. Hlýtur að teljast öheimilt Svar heíIbrígöiseftirlits- ins: Lesendasiðan setti sig I sam- band við Heilbrigðiseftirlit rikisins og Heilbrigöiseftirlit Reykjavikur. A hvorugum staðnum voru menn viöstaddir, sem máliö hafa með að gera. Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- vlkur fengust þó þær almennu upplýsingar aö I reglugerð um sölu viðkvæmra vara sé ákveðiö að á umbúðirnar skuli stimpla siöasta leyfðan söludag. Það hljóti að skiljast svo að eftir að sá dagur sé liöinn sé ekki lengur heimilt að selja vörurnar og verðið geti tjepast skipt máli i þvl efni. Hinsvegar var bent á aö gert væri ráö fyrir að vörurnar hefðu eitthvað geymsluþol, fram yfir siöasta leyfðan söludag, og ekki sé ástæða til að ætla að þær séu baneitraðar strax á næsta degi. Þessi brosandi stúlka er áreiðanlega ekki að gera tilraun til að pranga út gamalli mjólk. Lesendasiðan vildi bara nota tækifærið sem gafst þegar bréfritarar fjalla um mjólk, til að birta svona fall- ega mynd. I » » Markiis geturbjargaO mörgum mannslffum, segir sjómaður. Hvað með Björgunarnetið Markús og Sigmundsgálgan? Sjómaðurskrifar: Ég sting niður penna til þess að minna á góða uppfinningu, sem hlýtur að marka timamót I sögu björgunarmála sjómanna. Hér á ég við tvo hluti, björgun- arnetið MarkUs, og Sigmunds- gálgann. Björgunarnetið Mark- ús er sérhannaö björgunarnet, sem unnið hefur Markús Þor- geirsson skipstjóri með meiru. Og Sigmund uppfinningamaður iEyjum, hefur hannað sérstak- an sleppibUnaö fyrir björgunar- báta, sem gera það kleift að skella bátnum út á nokkrum sekúndum ef eitthvaö óhapp ber aö höndum. Sjálfur er ég sann- færður um það, að hefði annar hvor búnaöurinn, helst báðir veriö um borð i Tungufossi, og menn kunnað að notfæra sér búnaðinn, þá hefði björgun gengiö rhun fljótar fyrir sig. Þegar siglingamálastjóri minntist á i viötölum við fjöl- miðla aö enginn búnaður væri fyrir hendi sem hentugur væri á slik skip, þá krossbrá mér. Auð- vitaö hlýtur hann aö vita af björgunarneti Markúsar og ekki sist Sigmundsgálganum, sem hefðu komið sérlega vel við þessar aöstæður. Honum hlýtur þvi að hafa yfirsést þetta i stuttu viðtali. Nú skiist mér aö þeir Vest- mannaeyingar ætli að koma Sig mundsgálganum á öll sin skip fyrir næstu jól, og er það vel. Fleiri og fleiri setja björgunar- netiö Markús á skipin hjá sér, enda hafa þau sannaö svo ekki verður um villst aö þessi ein- faldi en hugvitssamlega gerði búnaður, getur bjargað mörg- um mannslífum. Þrjú hundruð sænskar kvikmyndir - nei takkl Hundleiður skrifar: Nú hefur sjónvarpið fest kaup á þrjú hundruö sænskum kvik- myndum og verður þeim dreift jafnt og þétt um dagskrá þess næstu árin. Það má því svo sannarlega segja, að nii sé illt i efni. Erum við kannski ekki búin aö horfa okkur hundleið á sænskt vandamálaefni? Er virkilega þörf fyrir að bæta svo rikulega i þaö safn? Væri ekki nær aö fjárfesta I enskum og bandariskum kvik- myndum með naumt skornu eyöslufé sjónvarpsins en að gera stórinnkaup á annars flokks kvikyndum og kvik- myndum, sem eru svo djúpar og leiðinlegar, að meginþorri landsmanna leggst i þunglyndi við það eitt að kveikja á sjón- varpinu. Ég vil skora á forráöamenn sjónvarpsins að fara nú einu sinnieftir vilja fólksins. Það vill ekki þrjú hundruð sænskar myndir, svo mikið er vlst. Myndin um Snorra sturluson: Mlklu eytt tll elnskls Ein ómenningarleg skrifar: Það rann mjög snögglega upp fyrir mér eftir að vera búin að horfa á myndina um Snorra : Sturluson i sjónvarpinu að mik- iö skelfing hljóti mig að skorta mikinn sans fyrir menningar- legu efni aö vera ekki ánægð með ósköpin. Og einhverra hluta vegna læðist sá grunur aö mér að svo sé um meginþorra landsmanna. Myndin var vægast sagt von- iaus. Maöur les i blöðum um all- ar þær milljónir sem þarna var ausið út, bæði hér á landi og ■ annars staðarog færengan botn i til hvers leikurinn er gerður. Má vera að sögulegt gildi mynd- arinnar sé eitthvert, en það þarf aö reyna að matreiða það þann- ig að horfandi sé á, þar sem um kvikmynd var að ræöa. Ekki get ég imyndað mér að frændur okkar Danir og Norðmenn séu nokkru nær um þetta mikil- menni sem myndin fjallaði um og vist er að örlygsstaðabar- dagi og vig Snorra hafa engan veginn komið til leiðar þeirri dramatik sem við Islendingar tengjum þessum atburðum. Og að byggja svo heilu senurnar upp á Snorra og fleirum sitjandi og segjandi öörum frá þessum stórvægu atburöum. Hvi'lik endaleysa. Það er langur vegur á milli þess að framláða mynd sem þessaog svo aftur hasarmyndir eða hvað það nú kallast sem vinsælast er hjá almenningi I dag. En heföi nú ekki máttfara einhvern milliveg svo myndin skildi eitthvað annað eftir sig en óánægju með að hafa setið yfir þessu hátt á þriöju klukku- stund.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.