Vísir - 30.09.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 30.09.1981, Blaðsíða 17
17 Miðvikudaeur 30. september 1981 VÍSIR Forráðamenn Pósts og sima efndu til blaðamannafundar, þar sem greint var frá 75 ára afmæli Lands- sima isiands. A myndinni er Póst-.og simamálastjóri, ásamt framkvæmdastjórum, umdæmisstjórum og ritstjóra Póst- og simafrétta. VisismyndGVA Lanússími íslands 75 ára: UM 96% NOTENDA NÚ MEÐ SJÁLFVIRKAN SÍMA „Helstu verkefnin, sem eru fyrirliggjandi núna, er að gera sveitaslmana sjálfvirka og er ætlunin að gera það á næstu tveim árum. Svo er að ljúka viö að koma breiöbandskerfinu svokallaöa i kringum landið. Er meiningin að sá hringur lokist frá Fáskrúðs- firði til Reyðafjaröar — Egils- staða á næsta ári. Loks má nefna áætlun um aö gera talstöövar- kerfið sjálfvirkt”. Þetta sagði Jón Skúlason Póst- og simamálastjóri er Vísir ræddi við hann i tilefni þess að um þess- ar mundir eru liöin 75 ár frá stofnun Landsima tslands. Land- siminn hóf starfsemi sina 29. september 1906. Þann dag var opnaö tal- og ritsimasamband milli Reykjavikur og Seyðis- fjarðar auk margra stöðva þar á milli norðanlands. Auk þess var opnað ritsimasamband milli Reykjavikur og útlanda. Raunar var fyrsti siminn á Is- landi settur upp árið 1889. Þá lagöi verslun Asgeirs Asgeirsson- ar á Isafiröi talsima á milli verslunarhúsa sinna og var það fyrsti siminn á íslandi. En sé saga simans rakin áfram i stórum dráttum, þá var Tal- simahlutafélag Reykjavikur stofnað árið 1904. Opnaöi þaö sim- stöö i Reykjavik sama ár meö 15 notendum. Landslminn yfirtók svo þá stöö 1912 og jók umsvif sin frá ári til árs. Arið 1905 var ráðist I að leggja sæstreng, sem tekinn var á land á Seyöisfirði. Ariö 1929 var lokið viö aö sim- girða landiö meö lagningu linu á milli Vikur i Mýrdal og Hafnar i Hornafirði. Fyrstu simar i sveit- um höföu veriö teknir i notkun áriö 1926. Fyrsta sjálfvirka stöðin utan Reykjavikur var sett upp á Akureyri 1950 og nú eru af 84.837 notendum um sl. áramót aðeins 3.415 með handvirkan sima eöa um 4%. Talsamband viö útlönd var tek- iö upp 1935. Sjálfvirka utanlands- stöðin tók svo til starfa sl. ár og fara nú 43 linur um hana og 44 lin- ur um sæsima til útlanda. 1 tilefni afmælisins gefst fólki kostur á að skoða stöðina Skyggni, 3.-4. október næstkom- andi kl. 13-17. —JSS Þaö ódýrasta og besta í sófasettum og hornsettum HORN TEG: LOKI Grind: massiv lökkuð fura Púðar: bak polyethergranulat sæti polyether Áklæði: mjög hentugtog slitþolið 100% acryl Mál: L 225xB225 cm HDSGAGNA BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK BÖLLIN SÍMAR: 91-81199 -81410 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i lög- sagnarumdæmi Reykjavikur i október- mánuði 1981. Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriöjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur l.okt. R-61500 til R-62000 2. okt. R-62001 til R-62500 5. okt. R-62501 til R-63000 6. okt. R-63001 til R-63500 7. okt. R-63501 tii R-64000 8. okt. R-64001 til R-64500 9. okt. R-64501 til R-65000 12. okt. R-65001 til R-65500 13. okt. R-65501 til R-66000 14. okt. R-66001 til R-66500 15. okt. R-66501 til R-67000 16. okt. R-67001 til R-67500 19. okt. R-67501 til R-68000 20. okt. R-68001 til R-68500 21. okt. R-68501 til R-69000 22. okt. R-69001 til R-69500 23. okt. R-69501 til R-70000 26. okt. R-70001 til R-70500 27. okt. R-70501 til R-71000 28. okt. R-71001 til R-71500 29. okt. R-71501 til R-72000 30. okt. R-72001 tilR-72900 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn vifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubifreið- um til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skpðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirltiið er lokað á laugardögum. Vakin skal athygli á þvi að 30. október lýk- ur aðalskoðun bifreiða i Reykjavik. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 28. september 1981. Nýir umboðsmenn Grenivík Guðjón Hreinn Hauksson Túngata 23 Sími 96-33202 Flateyri Þorsteinn Traustason Drafnargata 17 Simi 94-7643 Tálknafjörður Unnur Sigurðardóttir Túngata 30 Simi 94-2527

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.