Vísir - 30.09.1981, Síða 28
Stríð milli bæjaryflrvalda á Akureyri 09
verslunareigenda vlð Tryggvabraut:
Nýsteyptur kantur
brotlnn að næturbeli
„Ég sé engin skynsamleg rök
fyrir lokuninni, mér er gersam-
lega óskiljanlegt, hvers vegna
bæjaryfirvöid gripa til þessara
aðgeröa,” sagði Valdemar
Baldvinsson, stórkai^maður á
Akureyri, i samtali við Vfsi, en
Valdimarereinn afþeim, sem á
verslunarhús milli Tryggva-
brautar og Furuvalla.
Bæjaryfirvöld hafa komið i
veg fyrir akstursaðkomu að
þessum verslunum frá
Tryggvabraut, sem er mikil
umferðargata, meö því að
steypa gangstéttarkant við
suðurbrún götunnar. Allar
verslanirnar eru miöaðar við
aðkomufrá Tryggvabraut og er
þvi heitt i mönnum vegna þessa
máls. Meðal annars var ný-
steyptur kanturinn við þjón-
ustumiðstöð Höldurs hf., brot-
inn upp i' fyrrinótt, en bæjar-
starfsmenn steyptu tvöfaldan
kant i hans stað i gær. Taldi
Valdemar, að með þessum að-
geröum væri verið að útiloka
verslun i þessum húsum.
Það errétt,”sagði Valdemar,
„þetta svæði var ætlað fyrir iðn-
að, en það var fyrir 40-50 árum.
Þróunin hefur orðið sú, að hér er
rekin umfangsmikil verslun og
hún á eftir að aukast. Þetta sjá
ekki ráðamenn bæjarins. Þeir
hafa sofið og þeir eru ekki vakn-
aðir enn,” sagði Valdemar
Baldvinsson.
„Þessar aögerðir eiga ekki að
kcma neinum á óvart, þvi að
þæreru gerðar samkvæmt aðal-
skipulagi, sem tók gildi ’75,”
sagði Tryggvi Gislason, for-
maður skipulagsnefndar, i sam-
tali við Visi,,,þettaá þvfekkiað
koma verslunarm önnum á
óvart, enda hafa til dæmis for-
ráöamenn Höldurs hf. sótt um
og fengið frest á frest ofan á
undanförnum árum. Það er
mesti misskilningur að verið sé
að útiioka verslun á þessu
svæði, þvert á móti hefur skipu-
lag þess verið endurskoðað m eð
bætlri umferð og auknum bila-
stöðum. Með þessu verða stór-
bættiir verslunarþjónustumögu-
leikar við Tryggvabraut og
Furuvelli,” sagði Tryggvi
Gislason.
—GS Akureyri/KÞ
Páll Jónsson tæknifræðingur sýnir gestum jarðstöðina Skyggni. (Visism. EÞS.)
Oplð hús I Skyggni:
Margir skoðuðu
veðurspá
dagsins
Um 600 km austur af Langa-
nesi er 993 mb lægð, sem
hreyfist norður, en yfir Græn-
landi er vaxandi 1035 mb hæö.
Um 500 km vestur af Irlandi er
990 mb lægð, sem hreyfist
noröaustur. Veður fer kóln-
andi.
Suðurland og Faxaflói:
Allhvass eða hvass norð-
austan og skýjaðá miðum, en
heldur hægari og viða létt-
skýjað til landsins.
Breiðafjörður:
ADhvass norðaustan, lægir
talsvert, þegar liður á daginn
og siðar kaldi eða stinnings-
kaldi. Skýjað.
Vestfirðir:
Norðaustan kaldi eða stinn-
ingskaldi, él norðantil og á
miðunum.
Straudir og Norðurland vestra
til Austurlands að Glettingi:
Allhvass eða hvass noröan
eða noröaustan. Slydduél.
Austfirðir:
Noröan stinningskaldi eða
allhvasst. Sktirir eða slydduél
noröantil, en viða léttskýjað
sunnantil.
Suð-Austurland:
Nwðan stinningskaldi eða
allhvasst, viða léttskýjað.
veðrið
hér og bar
Kl. 6 i morgun:
Akureyri alskýjað 1, Bergen
skúr á siðustu klukkustund 11,
Helsinki alskýjað 14, Kaup-
mannahöfn þoka 9, Osló létt-
skýjað 5, Reykjavlk hálfskýj-
að 2, Stokkhólmur léttskýjaö
10, Þórshöfn hálfskýjað 5.
Kl. 18 i gær:
Aþena léttskýjað 23, Berlin
rigning og súld 12, Chicago
hálfskýjað 15, Feneyjar skýj-
að 18, Frankfurtléttskýjað 15,
Nuukskýjaðl, Londonalskýj-
aö 13, Luxemburg léttskýjað
10, Las Palmas alskýjað 23,
Mallorka léttskýjaö 28, Mont-
real skýjað 9, New Yorklétt-
skýjað 16, Parisléttskýjað 14,
Róm léttskýjað 17, Malaga
skýjað 20, Vin skýjað 13,
Winnipeg léttskýjað 10.
Loki
segir
Eftir að sjónvarpið keypti
362 sænskar myndir er verið
að endurskipuleggja vetrar-
dagskrána, svo sýna megi
tværsænskar á hverju kvöldi.
„1 gær höfðum við opið hús til
að kynna starfsemi jarðstöðvar-
innar i tilefni af afmæli Pósts og
sima. Miklu fleiri komu en við
höfðum búist við, um hundrað
manns, og þótti okkur starfs-
mönnunum hér að vonum
ánægjulegt, hvað áhuginn var
mikill”, sagði Páll Jónsson,
„Við töldum það væri varla
verjandi aö leyfa hjólreíðar
þarna i kvosinni, þar sem er svo
mikil umferð gangandi fólks,”
sagði Sigurður Tómasson, for-
maður umferðarnefndar i sam-
talivið Visi, en nefndin hefur ný-
lega lagt fram bréf fyrir borgar-
ráð varöandi bann viö hjólreiðum
á göngugötunni i Austurstræti og
tæknifræðingur i jarðstöðinni
Skyggni.
Jarðstöðin var tekin i notkun 6.
okt. 1980. Heildarkostnaður við
byggingu hennar var 28 milljónir.
Aðalverktaki var Itt Space
Comm. USA og undirverktaki við
byggingu stöðvarhúsa var ístak
h.f.
á gangstéttum Bankastrætis og
Laugavegar.
„1 lagabreytingunni, sem leyfir
hjólreiðar á gangstéttum, er gert
ráð fyrir, að hægt sé að banna
hjólreiðar sumstaðar. Þá má geta
þess,að þessi ákveönaleiö, niður
Laugaveginn, er leið, sem ferli-
nefnd fatlaðra i Reykjavik hefur
sérstaklega gert auðvelda fyrir
Skyggni
Stöðin er i dag i sambandi við
þrjár aðrar jarðstöðvar gegnum
gervihnöttinn Intelsat IV-A F4,
sem er staðsettur u.þ.b. yfir
miðju Atlantshafi. Stöðvarnar
eruTanum iSviþjóð, Raisting iV-
Þýskalandi og Andover i USA.
—gb.
fatlaöa til aö komast leiðar sinn-
ar,svo sem meö fláa i gangstéttir
og fleira, og með tilliti til þessa
fannst okkur rétt aö banna um-
ferð hjólreiðamanna.”
— Verður lagt bann við hjól-
reiðum á fleiri stöðum i borginni?
„Það hefur ekkert verið til um-
ræðu.”
— Eigiö þið von á, að borgarráð
Valli er
loksins
kominn
heim
Ferðalagi rostungsins Valla
lauk loksins i gærdag, eftir langa
og stranga flutninga i lofti og á
legi alla leið frá Bretlandi.
Valli er, sem kunnugt er.. upp-
runninn frá Grænlandi, en hefur
sennilega verið gripinn útþrá eins
og oft vill verða og fannst fyrir
skömmu strandaður við
Bretland. Þar var rokið upp til
handa og fóta við að koma honum
heim og var hann heiðursgestur
Flugleiða með áætlunarvél frá
London siðastliðinn laugardag.
Þá lentu menn i vandræðum með
að koma honum áfram, en að lok-
um birtist bjargvætturin i liki
varöskipsins Týs, sem sigldi með
Valla áleiðis til Grænlands,
ásamt friðu föruneyti.
Þar var svo á fimmta timanum
i gær, sem Valli slapp loks úr
mannanna klóm og var honum
sleppt á Isjaka undan austur-
strönd Grænlands. Þar beið hann
dágóða stund til að átta sig á,
hvert hann væri nú kominn, en
tók siðan stefnuna i átt til lands og
hvarf þar sjónum varðskips-
manna.
Þar með er lokið farsællega
„Operation Wally” eða leiðangri
Valla viðförla, sennilega einu
óvenjulegasta verkefni, sem
Gæslan hefur tekið að sér fyrr og
siðar.
veröi við óskum ykkar?
,,Já ég á von á þvi, og ég held
það sé lika sjálfgert.þar sem það
er hreinlega ekki þægilegt að
hjóla niður Laugaveginn á gang-
stéttinni, svo að þetta getur ekki
breytt miklu fyrir hjólreiða-
menn,” sagði Sigurður Tómas-
son.
— KÞ
— JB.
Umleroarnefnd vlll ekki reiOiijól á ailar gangstéttir:
VERÐUR RANNAD AÐ HJÓLA A
GANGSTÉTT LAUGAVEGAR?