Vísir


Vísir - 08.10.1981, Qupperneq 9

Vísir - 08.10.1981, Qupperneq 9
Fimmtudagur 8. október 1981 VÍSIR 9 n Sættir, sameining, samstaða, I sjálfstæðismenn nái höndum ■ saman. Þetta eru orö sem glum- ið hafa i eyrum okkar sjálf- stæðismanna, allt frá þvi að rikisstjórn Gunnars Thoroddsen var mynduö. En um hvað eiga sættir, samstaða og sameining að vera? Enginn hefur svo ég hafi heyrt gefið nein tæmandi svör við þvi. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn, það er öllum ljóst, þar af leiðir að allt tal um sættir eru orðin tóm, nema fram komi um hvaö er raunverulega að ræða. Svör þau er hæstvirtur for- a. sætisráðherra Gunnar Thorodd- sen gaf við myndun núverandi rikisstjórnar er varöaði heiður . alþingis og skyldur alþingis- manna er varðar rikisstjórnar- myndun eru ekki næg fyrir mig. Ekki heldur þau ummæli Geirs Hallgrimssonar að Gunnar Thoroddsen hafi verið verkfæri i höndum Alþýðubandalags og Framsóknar til að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn. Hvorki Alþýöu- bandalagið né Framsóknar- flokkurinn eru þess megnugir að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Hann var klofinn fyrir og þess | vegna var stjórnarmyndunin | möguleg. Jafnmikil fjarstæða er að ætla að um einhverja fýiu út af forsetakosningum fyrir áratugum geti verið að ræöa. Nú er ekki viö þvi að búast að ég geti gefið nein tæmandi svör viö þvi sem veriö hefur að ger- ast i flokknum á umliðnum ár- um, jafnvel þó að skrifuð hafi verið um það heil bók af tveim- ur ungum blaðamönnum Morgunblaösins nú ekki alls fyrir löngu, þykir mér sú heimild heldur einhliða og vara- I söm og er þar nóg að nefna aö ■ báðir eru höfundarnir harðir stjórnarandstæðingar og þvi veruleg hætta á hlutdrægni þeim sjálfum i hag. Einangrunarstefna Geirs Hallgrímssonar Min skoðun er sú að þegar Geir Hallgrimsson tekur við formennsku i flokknum hættir að gæta þess sveigjanleika og umburöarlyndis sem einkennt hafði flokkinn fram að þeim tima gagnvart hinum ýmsu minnihlutahópum svokölluðum (þó mest af formanninum sjálf- um) i flokknum. Meirihluti og minnihluti eru reyndar I minum huga nokkuð afstæð hugtök. Tveir eða þrir hópar geta verið ósammála og jafnvei ósættanlegir i ýmsum málum, sem sagt enginn heil- stæður meirihluti hvað er þau varöar. Samt geta umræddir hópar verið yfirgnæfandi meiri- hluti I öðrum málum, eins og t.d. þeim að velja „sameigin- legan foringja” fyrir þá alla. Geir Hallgrimsson hefur marglýst þeirri skoðun sinni aö minnihlutinn veröi aö lúta vilja meirihlutans án þess þó að hafa tekiö málstað hans á nokkurn hátt til meðferöar. Með öörum orðum hefur mér þótt gæta heldur mikillar einangrunartil- hneigingar af hans hálfu og þeirra sem næstir honum standa. Vil ég þessu tii stuðn- ings nefna dæmi: Ég tel mig hafa haft veruleg- an áhuga á þvi að starfið i félagi okkar Suður-Þingeyinga yröi meira og liflegra en raun ber vitni um það geta formaöur þess, varaþingmaöur okkar I kjördæminu og fleiri borið vitni. Ég hef hvatt til þess að fundir væru haldnir og þau mál sem efst væru I hugum manna hverju sinni væru rædd og einn- ig hvernig glæða mætti sjálft félagsstarfið. Einnig snéri ég mér til nokk- urra forvigismanna S.U.S. meö þetta áhugamál mitt, allir taka þeir mér af opnum huga og ýmislegt er rætt, svo sem að reyna að fá eitthvaö af ungum mönnum með i slaginn, félags- menn yrðu heimsóttir eins og kostur gæfist, efnt til funda þar sem áhugamál manna yrðu rædd, og stjórnmálaviðhorfið vitt og breitt. Sem sagt, reynt að blása I glóðina. Ekki þótti mér hæfa annað en að tjá mig um þetta viö háttvirt- an þingmann vorn Halldór Blöndal en þegar ég nefni þá- verandi formann S.U.S. Jón Magnússon bregst Halldór hinn versti við og segir mér að Jón ásamt ýmsum öörum i S.U.S. séu meðal þeirra sem séu aö kljúfa flokkinn hvar sem þeir gætu færu þeir og klyfu. Meö sinu samþykki færi Jón Magnússon aldrei inni „sitt kjördæmi” eins og hann komst að oröi. Þarna fékk ég þaö þó óþvegiö og umbúöalaust. Ég hafði snúið mér með þetta áhugamál mitt til þeirra sem eðlilegast var að ég snéri mér til. Allir taka mér vel. Þá skyndilega er ég vakinn upp við það af háttvirtum þing- manni Halldóri Blöndal, einum af hirðsveinum Geirs Hall-, grimssonar að ég sé genginn i liö upplausnarmanna og sé þar með farinn að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn. Hér hef ég lýst þvi sem ég hef sjálfur þolað af Vegna lengdar verður að skipta grein Ámunda og birtist síðari hlutinn á morgun. einangrunarstefnu Geirs Hall- grimssonar. Afneitun Geirs á Jóni G. Sólness Það liggur lika fleira eftir þessa menn. Flokkurinn gekk ekki heill og óskiptur til siðustu Alþingiskosninga i Norður- neöanmdls i—*-------s • Ámundi Loftsson sjó- maður skrifar um Sjálf- stæðisf lokkinn og er ómyrkur í máli. Ámundi gagnrýnir formann flokksins/ formann SUS frestun landsfundar og ritstjóra Morgunblaðsins. Vonast hann til að sam- eining sjálfstæðismanna verði ekki fjarlægur draumur heldur veruleiki innan tíðar. landskjördæmi-eystra eins og allir vita. Ekki náðist samstaða um skipun framboðslista. Menn voru heldur ekki almennt til- búnir til þess að fara út i próf- kjör voru þar margvislegar ástæður. Geir Hallgrlmsson er spuröur álits og segir hann þetta mál alfarið mál heimamanna og muni hann ekki vilja skipta sér af lausn þess, þaö yrðu heima- menn að leysa. Slðan býöur Jón G. Sólnes sinn lista fram, tugir ef ekki hundruð flokksbundinna Sjálí- stæðismanna styðja framboö listans. Þá birtist Geir Hall- grimsson skyndilega á sjón- varpsskjánum fyrir framan al- þjóð, tekur máliö úr höndum heimamanna og afneitar Jóni G. Sólnes og segir að framboð lista hans sé ekki framboð sjálf- stæöismanna. Púnktur basta. Nú vil ég spyrja „hver klauf?” og hver hefur vald til að segja við flokksbræður sina? „Ég er sjálfstæöismaður en ekki þú”. Hverjar eru ástæðurnar fyrir þvi að málum er svona hagaö? svörin veröa aö finnast. Hvar byrja- þessi vandræði og um hvað snúast þessi mál? Getur þaö talist eðlilegt að háttvirtur þingmaður reyni aö setja for- manni S.U.S. stólinn fyrir dyrn- ar eins og ég hef lýst hér aö framan? Svari nú hver fyrir sig. Hvers vegna var Lands- fundi frestaö? Skoöum þessi klofningsmál i viðara samhengi. Landsfundi Sjálfstæbisflokksins sem halda átti i vor var frestaö þar til nú i haust, á þeirri forsendu að sætt- ir gætu aö einhverju leyti náðst eða að allavega friðvænlegar horfði I flokknum en þá. En hvað hefur gerst á þessum tima? Jú, það sem gerst hefur er það að beir sem að frestun- inni stóðu hafa kynt ófriðar- bálið með öllum tiltækum ráðum og óráöum. Er ég og ýmsir fleiri komnir á þá skoðun að þaö sé i þeim tilgangi gert aö flæma þá sjálfstæðismenn sem i rikisstjórn sitja endanlega frá Sjálfstæðisflokknum. Um leið er haldið uppi gengdarlausum áróöri fyrir þá sem eftir eiga aö sitja. „Þá útvöldu”. Og þar sem hinir útvöldu hafa komiö ár sinni fyrir borö, reyna þeir aö einoka og miðstýra flokksstarf- inu eins og dæmin sanna. En hvað óttast þessir menn? hvaö gæti ógnaö þeirra hag? Er 'þaö hugsanleg meirihlutaand- staða við þeirra arm flokksins? það skildi þó aldrei vera? 1 þessu sambandi er vert aö lita til þess aö hvorki i kjördæmi Friðjóns Þórðarsonar eöa Pálma Jónssonar hafa Sjálf- stæðisfélögin ályktað gegn aðild þessara manna að rikisstjórn Gunnars Thoroddsen. Sjálfstæðisfélög á Suöurlandi beittu sér fyrir þvi að Eggert Haukdal fengi inni i þingflokki sjálfstæðismanna þegar til stóð að loka hann úti þaöan, m.ö.o. þar sem fólkið hefur eitthvað haft til málanna að leggja er einangrunarstefnu Geirs Hall- grimssonar hafnaö. „Það er lýðræðislega fengin niður- staða”. Nú spyr ég enn og aftur hverj- ir eru minnihluti og hverjir eru meirihluti, hverjir eru aö kljúfa og hverjir eru að reyna aö sætta? Palli hélt aö hann væri einn i heiminum Fyrir skömmu var haldið Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna á tsafirði, fór það friðsamlega fram. Þar komu menn saman með þeim ásetningi umfram allt að halda friðinn. Þetta var almennt og þetta máttu allir vita. Vissulega gladdi það mig er ég varð þessa áskynja og hygg að það eigi viö um fleiri sem þar komu. Eitt bar þó skugga á þetta þinghald. Nokkrir af horðustu stjórnarandstæðingunum fundu 'sig knúða til ab leggja til ab þingið samþykkti áskorun til Landsfundar Sjálfstæöisflokks- ins, þess efnis aö breytt yrði skipulagsreglum á þá lund, að ef einstakir sjálfstæðismenn byöu fram sér lista þar sem flokkurinn byði fram i kosning- um og ef menn gengju til sam- starfs vib aðra flokka eins og nú hefur gerst segbu þeir sömu sig þar með úr Sjálfstæðisflokkn- um. Sárast þykir mér það að það skyldi vera nýkjörinn formaður S.U.S. Geir H. Haarde sem mælti fyrir þessari fáránlegu tillögu. Það er lika athyglisvert að það skildi vera fráfarandi formaöur S.U.S. Jón Magnússon sem eins og segir I leiðara Visis um formannaskiptin ekki alls fyrir löngu og ég er sammála, „hefur starfað I anda þeirrar stefnu sem gert hefur Sjálf- stæðisflokkinn að fjeidaflokki” skyldi vera fyrstur manr.a til að gagnrýna umræddan tillögu- flutning. Þaö er undarlegur hugsúnar- háttur, að imynda sér að hægt sé að halda saman fjöldasam- tökum með valdboði og eitt er vist að þó hliðstæðar reglur hefðu veriö fyrir hendi áöur en klofningsframboðin og stjórnar- myndunin áttu sér staö, þá hefðu þær engu breytt um þaö sem gerðist aö öðru leyti en þvl að þær hefðu klofið Sjálfstæðis- flokkinn endanlega. Já, það er alveg furðulegt aö menn skuli geta veriö svo einir i eigin heimi og raun ber vitni, þegar þeir gleyma þvi að það sem gerir þessa hluti fyrst og fremst mögu’lega er fylgi fólks, „fylgi fjöldans”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.