Vísir - 08.10.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 08.10.1981, Blaðsíða 16
Bflatorg sf. ilasala ilaleiga orgartúni 24 Dodge Aspen SE station árg. '79 ekinn 41 þús. km. Glæsi- legur bni, innan sem utan. Cortina 1600 árg. '77 ekinn 54 þús. km. Blár. Willys árg. ’74, ekinn 98 þús. km. Gulur, 6 cyl, skipti. Mazda 626 2000 árg. '80, ek- inn 27 þús. km. Teinafelgur, silsalistar. Skipti á ódýrari. Range Rover árg. ’75 Gulur Upptekin vél og kassi. Lada Sport árg. ’79. Litur grænn, ekinn 46 þús. km. 22 manna Benz 390, rúta árg. '72, blá aö lit, ekin 80, þús. km. Gott verö, greiðsluskil- málar. Mercury Montego árg. ’74, ekinn 110 þús. km. Litur blár 8 cyl. 302 cub. vökvastýri, sjálfskiptur, Skipti. Plymouth Volare station árg. ’76, ekinn 47 þús. km. 6 cyl, sjálfskiptur. BMW 320 árg. ’80, ekinn 12. þús. km. Brúnn, út- varp/kassettutæki. Opið kl. 9-19 alla daga nema sunnu- daga. Símar: 13630—19514 VÍSIR Fimmtudagur 8. október 1981 lesendlxxi hafa orölö Tvéttargæslu landsins þótti viö hæfi aö senda einhleypa þriggja barna móöur inn I steininn til fimmtán aaga dvalar, heldur en aö láta 500 króna sekt fyrnast. BORGAÐU GÓBA EÐA ÞÚ FERB í STEININN Reið kona hringdi: Ég missti ökuskirteiniö, sem ekki er i frásögur færandi. f>á bjó ég úti á Seltjarnarnesi. Ég lét alltaf öðru hvoru keyra bihnn fyrirmig og einn morgun- inn ætlaði ég aö laumast til að fara með hann sjálf, til að láta setja undir hann snjódekkin. Þá var setið fyrir mér, lögreglan á Seltjarnarnesi er alveg fræg fyrir að sitja fyrir mönnum, sérstaklega þegar von er á þeim' úr vinnu. Hann kemur með blikkandi ljósum á eftir mér og gripur mig, það var Ingimundur, og ég fékk viðbótarsekt. Ég viður- kenndi auðvitaö allt saman og það var sætst á dómsátt. Siðan rukka þeir mig og ég borga inná þaö. Svo i júli i fyrra hafði ég ekki heyrt frá þeim i langan tima. Þá flutti ég af Nes- inu inn á Laugarnesveg. Þá er hringt i mig frá bæjarfógetan- um og gefnir tveir kostir: annað Finnbogi Alexanders- son svarar: ,,A sinum tima var gerð dóm- sátt við konuna og þar var henni gefinn ákveðinn frestur til að greiða sektina og sakarkostnað. Hún gat ekki greitt á þeim um- samda tima og þá var henni gef- inn annar frestur. Siðan hefur það skeð að hún stóð ekki við þá samninga. Henni voru send itrekunarbréf. Siðan var hringt i hana 21. september og henni gefinn frestur til 24. september og sið- an aftur til 29. september. hvort að borga eöa fara inn. Ég spurði: „Hvað ætlið þið að gera ég er einstæö móðir með þrjú börn og með foreldra mina á sjúkrahúsi?” ,,Þá erþaðbarna- verndarnefnd”, segir hann. Svo ég spyr h vort þeir geti ekki gef ið mér viku frest til mánaðamóta. „Nei, það er sko ekki hægt”. Ég spyr hannþá hvort það taki ekki lengri tima en eina viku að skapa heimilinu forsjá meðan ég sit inni, „Það skiptir engu máli, það kemur bara i ljós. Hvenær geturðu greitt?” spyr hann. Ég segi honum þá að ég geti ekkert greitt fyrr en 1. næsta mánaðar. ,,Þá skaltu tala við hannFinnboga”, segirhann. Það er maðurinn, sem upphaf- lega hafði með málið að gera. Ég þrælast I þvi næsta dag að ná i Finnboga og gekk brösug- lega og ég náði ekki i hann fyrr en þar næsta dag. Þá spyr ég hann, hvaða djöfulsins óðagot þetta sé allt i' einu. Ég hafi ekki heyrt i þeim i' hátt á annað ár og Framhaldið er það að farið er til hennarog þá greiðir hún. Máliö er það að hún hafði ekki staðiö við að greiða sektina, eins og um varsamið, og henni var gert ljóst aö það komi til fram- kvæmdar vararefsingar, ef húnn greiddi ekki.” Finnbogi er fulltrúi við bæjar- fógetaembættið i Hafnarfirði. Hann var spurður, eftir aö hafa gefið þetta svar, hvort inn- heimtubréf hefðu verið send konunni á umræddu tveggja ára timabili. Hann sagði að sam- kvæmt innheimtukorti hjá svo á einni viku eigi bara að setja mig i fangelsi i fimmtán daga, fyrir fimmhundruðkall. Hann segir mér aö hringja til sin daginn eftir, ætlar að kanna máliö betur. Daginn eftir segir hann mér að ,,af vissum ástæð- um verðum við að fá þetta inn fyrir mánaðamót.” Þetta mál fór þannig að ég hafði ekki flóarfrið hér, einn daginn, 29. september, og þeir ætluðu að komaog hirða mig, ef ég borgaði ekki fyrir hádegi þann þritugasta. Ég gat bjargað þessu, vegna þess að þegar ég fór á stúfana að reyna að fá peninga vildu all- ir hjálpa. En ég er viss um að þeir hafa ekki sent eina einustu rukkur. i þessi tæp tvö ár, og hafa bara verið að reyna að breiða yfir eigin mistök. Mig langaði mest til að biðja þá að senda mér ljósrit af öllum bréf- um sem þeir höfðu sent mér á þeim tfma en ég gerði þaö ekki, því miður. embættinu heföu itrekanir verið sendar 8. nóvember 1979 og 5. febrúar 1980. En hann bætti þvi við aö vera kynni að bréfin heföu ekki borist konunni, þar sem þau hefðu verið send á fyrra heimilisfang hennar. Þá var Finnbogi spurður hvaða „sérstöku ástæður” hefðu skapað þessa miklu og skyndilegu nauðsyn á að fá sektina fyrir mánaðamót. Hann svaraði þvi til að samkvæmt nýjum lögum um fyrningu sekta, hefðu þessi fyrnst um mánaðamótin og þá ekki verið kræf eftir þann tima. Fyrirspurn tii stiórnenda Frihafnarinnar: Hvers vegna er boðin aðeins eln tegund af bjór? Ferðalangur skrifar eftirfarandi: „Ég var einn af þeim, sem fógnuðu reglunum um að flug- farþegar mættu kaupa og flytja inn kassa af bjór i staöinn fyrir léttvinsflösku. Þetta hef ég notaö mér, en það hefur valdið mér vonbrigðum, að aldrei hefur verið á boðstólum nema ein bjórtegund, þegar ég hef átt leið um Frihöfnina inn i landið. Stundum einungis bjór, sem ég kann engan veginn að meta, þótt bjór sé. Talsvert úrval er jafnan af sterkum og léttum vinum, þótt það hafi þó stundum reynst götótt, og efalaust er hugsað til þess að fólk hefur misjafnan smekk á alla þessa drykki. En hvers vegna er þá úr engu að velja, þegar bjórinn er annars vegar, fyrst á annað borð er leyft að flytja hann inn fyrir tollmúrana og landhelgina?” Svar FríHatnarinnar: Landlnn vlll miklnn bjór Guðmundur Karl Jóns- son svarar fyrir Frí- höfnina Það er hárrétt að oft kemur það fyrirað aðeins ein tegund af bjór er inni i senn. Við bjóðum þó 3-4 tegundir af bjór, sitt á hvað, en plássleysi kemur i veg fyrirað við getum haft þær allar inni i einu. Meðal annars skapast þetta plássleysi af þvi að við reynum ávallt að hafa stærstu bjórdós- irnar á boðstólum, þvi heimilt er að taka með sér 12 dósir allt að hálfum litra að stærð. Og það hefur sýnt sig að Islendingar velja flestir að taka bjór með sérinn i landið, heldur en léttvin og viija þá fá sem mest magn. Svar embættlslns: Efflr mánaðamótti varö sektti fymd Græða ekkl aðrlr en ólukku bændurnlr? Sveitó skrifar: Ég vildi bara stinga niður penna og hvetja þau „Lonu úr Eyjafirði” og „Neytanda” til dáða. Bréfin ykkar eru bráð- skemmtileg og ég vil endilega að þið haldið áfram ykkar skrif- um. Hver veit nema þið náið einhverntima að verða sam- mála. Það er þó ekkert aðal- atriði, jafnvel verra, þvl þá hætta bréfaskiptin. Aðalerindi bréfsins átti þó að vera aö benda Neytanda — sem mér skilst að sé þéttbýlisbúi á að lita sér örlitið nær, þegar hann reiknar út tekjur manna. Til að skýra meininguna betur ætla ég að segja dæmisögu. Égfylgdi forlögum Islendinga og fór úti aö byggja hús. Þegar kom að svefnherbergisskápun- um, keypti ég þá tilbúna og fékk smið eftir ábendingu framleið- anda, til að setja innréttinguna upp. Hann verðlagði vinnu sina sem hlutfall af verði innrétting- arinnar og tók kr. 2.200 fyrir að Ætliþessi græöieins mfliiö, eöa jafnvel meira en ólukku bænd- urnir. setja upp innréttingu, sem kost- aði kr. 11.000. Ég röflaði, en hann sagðist þá skyldi koma til móts við mig og taka heldur löggiltan uppmæl- ingataxta. Enhann lét þess get- ið um leið, að þá fengi ég sko að sjá tölur, sem mig svimaði af. Ég afþakkaði boðið að fengnum þessum upplýsingum. En Neytandi góður, littu þér nær og kannaðu hvort ekki eru einhverjir i þéttbýlinu, sem græða mikið, jafnvel meira en ólukku bændurnir. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.