Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001 3
F
ORDÓMAR hér á landi virð-
ast almennt vera á und-
anhaldi. Fjöldi hópa í sam-
félaginu nýtur í fyrsta skipti
sannmælis og einstaklingum
gefst í auknum mæli kostur
á því að vera þeir sjálfir án
utanaðkomandi áreitis.
Stjórnvöld hafa að miklu leyti fylgt eftir
viðhorfsbreytingum almennings og
tryggt ólíkum einstaklingum nær jöfn
réttindi. En á sama tíma og meginþorri
einstaklinga ber aukna virðingu hver
fyrir öðrum blasir við sú ógnvekjandi
staðreynd að kynþáttafordómar verða
meira áberandi. Einnig er nokkuð í land
að öllum Íslendingum séu tryggð full
mannréttindi.
Ein markverðasta breytingin sem átti
sér stað á 20. öldinni var að konur fengu
sömu lagalegu réttindi og karlar á Vest-
urlöndum. Mannréttindabarátta samkyn-
hneigðra hefur einnig skilað verulegum
árangi á undanförnum árum. Lesbíur og
hommar eru þó sá hópur hér á landi sem
ekki nýtur fullra mannréttinda á við
aðra. Það sama á við um innflytjendur,
ef grannt er skoðað, og bera laga-
frumvörp ríkisstjórnarinnar frá síðast-
liðnum vetri þess glöggt vitni. Öllum eru
þó tryggð full mannréttindi samkvæmt
stjórnarskránni. Það hefur hins vegar
borið við að hópar þingmanna hafi geng-
ið þvert gegn mannréttindakafla stjórn-
arskrárinnar eins og þegar samþykkt
eru lög sem banna samkynhneigðum að
ættleiða börn og lög um eftirlit með út-
lendingum.
Umræðan um mannréttindi í sam-
félaginu hefur breyst þó að einstaka fjöl-
miðlar og einstaklingar reyni hvað þeir
geta til að skapa úlfúð í garð þeirra sem
krefjast mannréttinda til jafns við aðra.
Umfjöllun um málefni innflytjenda og
samkynhneigðra ber þessu glöggt vitni.
DV hefur gert í því að grafa upp ein-
staklinga fulla af hatri og andúð í garð
þessara hópa. Þessir viðmælendur blaðs-
ins eiga það sameiginlegt að eiga enga
áhangendur. Blaðið gerir enga tilraun til
þess að fjalla á gagnrýnan hátt um við-
fangsefnið og koma á framfæri réttum
upplýsingum.
Það vekur líka furðu að fjölmiðlar og
stjórnvöld skuli ekki fylgja eftir fréttum
um að lögreglan í Reykjavík sinni ekki
síendurteknum líkamsárásum á þeldökka
íbúa borgarinnar. Þetta eru alvarlegar
ásakanir sem ber að fylgja eftir og rann-
saka gaumgæfilega. Kynþáttafordómar
sem felast í líkamsárásum eru graf-
alvarlegt mál en svo eru einnig duldir
fordómar sem finnast víða.
Duldir fordómar felast til dæmis í því
að fjölmiðlar tiltaki litarhátt og uppruna
fólks í fréttum án nokkurs tilefnis. Meira
að segja hin ágæta fréttastofa rík-
isútvarpsins tiltók fyrir nokkru að fram-
kvæmdastjóri íslensku menntasamtak-
anna væri af indverskum uppruna án
þess að það kæmi innihaldi fréttarinnar
nokkuð við. Það hefði verið jafn mik-
ilvægt að vita í þessu samhengi hvort
skólastjóri viðkomandi skóla í Hafn-
arfirði, sem fréttin fjallaði um, væri ætt-
uð frá Akureyri og hvort bæjarstjórinn í
Hafnarfirði væri gaflari að ætt og upp-
runa.
Nýverið lýsti sveitarstjóri því yfir í
viðtali við Morgunblaðið að lausnin á
versnandi atvinnuástandi í sveitarfé-
laginu væri fólgin í því að taka atvinnu-
leyfi af útlendingum sem þar störfuðu.
Skilaboðin til fyrirtækja í sveitarfélaginu
voru skýr: rekið útlendingana og sendið
þá úr landi. Innflytjendur eru sam-
kvæmt þessu góðir til síns brúks þegar
sveitarfélag þarf á vinnuafli þeirra að
halda en um leið og syrtir í álinn þá
skulu þeir snúa til sinna fyrri heim-
kynna. Þetta sýnir svo ekki verður um
villst að það er tímaskekkja að binda
landvistarleyfi við atvinnuleyfi. Þetta
fyrirkomulag minnir um margt á vista-
bandið og ber að afnema.
Kynþáttafordómar virðast fara vax-
andi í skólum. Grunnskóli sem rekið hef-
ur nýbúadeild í áraraðir stóð í fyrsta
skipti frammi fyrir kynþáttafordómum í
garð nemenda síðastliðinn vetur. Börn
hafa orðaforða sinn um innflytjendur,
samkynhneigða og konur, sem og alla
aðra, oftast nær af eigin heimili. Börnin
fæðast ekki fordómafull. Þau eru opin
fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Tals-
máti barna okkar endurspeglar það sem
fyrir þeim er haft. Það væri því ekki úr
vegi að við veltum fyrir okkur um stund
hvernig samfélag við viljum búa börnum
okkur. Viljum við búa þeim samfélag þar
sem fólk lifir í sátt og samlyndi og ber
virðingu fyrir hvert öðru eða viljum við
búa þeim samfélag þar sem hatur og
tortryggni í garð náungans ræður ríkj-
um?
Það eru ekki nema tuttugu ár síðan að
það var algengt að hommar voru reknir
úr vinnu, fengu ekki húsnæði og urðu
fyrir ítrekuðum líkamsárásum vegna
þess eins að þeir sögðust elska aðra
menn. Í dag upplifir hópur nýbúa svip-
aðar ofsóknir vegna uppruna eða lit-
arháttar. Stóra spurningin er hvað get-
um við gert til þess að stöðva þessa
grimmd? Ein leið er að líta sér nær og
taka ætíð á fordómum sem birtast okkur
í hinu daglega amstri. Maður á mann að-
ferðin er gömul baráttuaðferð úr bolt-
anum auk þess sem stjórnmálamenn
hafa beitt henni til að ná kjöri. Hún ætti
ekki síður að nýtast í baráttunni við hina
illræmdu fordóma. Rísum upp og and-
mælum þegar við stöndum frammi fyrir
fordómum. Ég heiti því a.m.k. að fara
ekki oftar á rakarastofuna þar sem eig-
andinn tók þátt í níðingstali um innflytj-
endur.
Fyrir rétt um mánuði komu um 20
þúsund manns saman í miðborg Reykja-
víkur til þess að taka þátt í frelsishátíð
samkynhneigðra. Enginn hefði getað
spáð fyrir um þessa miklu stuðnings-
yfirlýsingu við mannréttindabaráttu
samkynhneigðra. Vestfirðingar fagna
auknum fjölbreytileika með þjóðahátíð.
Það er ef til vill ekki svo langt að bíða
þjóðahátíðar í Reykjavík þar sem þús-
undir manna fagna enn frekar fjölbreyti-
leika 21. aldarinnar á Íslandi.
HÆTTULEGIR
FORDÓMAR
RABB
B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N
HERDÍS ANDRÉSDÓTTIR
„LEIDDIST MÉR
AÐ LÚTA SMÁU“
Leiddist mér að lúta smáu,
langaði eftir flugi háu.
En nægð af lífsins böli bágu
báru mér snemma örlögin,
– við nögl þau skáru ei skammtinn minn;
þótt hírðist ég í hreysi lágu
og hlýddi lögum settum,
nægði mér aldrei reykur af góðum réttum.
En hver hefur ýtt mér út á gljána,
á sem hvergi festi ég tána?
Ég hélt, að veðrið væri að skána
og vægri seinni parturinn,
því nógu þótti mér þungbær hinn.
Seint vill vora, seint vill hlána;
svefninum verð ég fegin.
En bíður þá nokkuð betra hinum megin?
Á sá víst, nær upp er staðið,
á sem lagði tæpast vaðið,
gekk á mis við geislabaðið,
gleymdur jafnan aleinn stóð,
að seinna verði’ honum gæfan góð,
og að honum meira yndi hlaðið
en hér þorði vona?
Það er gott, ef þetta verður svona.
Herdís Andrésdóttir (1858–1939) orti einkum undir hefðbundnum rímnahátt-
um. Hún gaf út Ljóðmæli ásamt tvíburasystur sinni Ólínu árið 1924 en bókin
hefur verið endurútgefin margsinnis með viðbótum.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI
Töfraflautan
eftir Mozart verður flutt í Íslensku óp-
erunni í kvöld á fyrstu sýningu nýs starfs-
árs. Bergþóra Jónsdóttir fylgdist með æf-
ingu og ræddi við nokkra þátttakendur í
sýningunni en þetta er í þriðja sinn sem
Töfraflautan er sett upp í Óperunni.
Landsbyggðin
var sögusvið nokkurra íslenskra leikrita á
síðasta áratug. Hávar Sigurjónsson fjallar
um fimm þeirra og segir meðal annars:
„Þrátt fyrir að efnistök þessara fjögurra
höfunda virðist ólík við fyrstu sýn eru við-
fangsefnin giska lík þegar grannt er skoð-
að, form, stíll og persónusköpun kallast á í
anda þess raunsæis sem íslensk leikritun
hefur – að hluta – þreifað sig eftir á und-
anförnum árum.“
Útlagarnir
var fyrsta verkið sem Einar Jónsson sýndi á
opinberri sýningu en það var á Charlotten-
borg í Kaupmannahöfn fyrir hundrað ár-
um. Júlíana Gottskálksdóttir segir frá þess-
ari sýningu og list Einars í upphafi ferils
hans.
Á Lousiana
stendur yfir sýning á því sem listamenn
nefna gjarnan frumriss eða skissur sín á
milli, hugtakið markar neistann, kímið og
frumhugmyndina að myndrænu sköp-
unarferli, einu og öðru sem er á leiðinni.
Sýningin stendur til 4. nóvember. Braga
Ásgeirssyni tókst ekki að afgreiða hana um
leið og sýningu á nýjum verkum Anselms
Kiefers en hann víkur að henni hér og ýmsu
til hliðar.
FORSÍÐUMYNDIN
er af hluta verks eftir Kristján Davíðsson, Án titils, sem er á sýningu hans sem
nú stendur yfir í Galleríi i8. Ljósmyndari: Þorkell Þorkelsson.