Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001
Á
VORMÁNUÐUM voru
hundrað ár liðin frá því að
Einar Jónsson mynd-
höggvari sýndi verk sín op-
inberlega í fyrsta sinn. Það
var á Vorsýningunni á
Charlottenborg í Kaup-
mannahöfn árið 1901.
Verkið, sem hann sýndi, var höggmyndin Den
Fredløse sem á íslensku gengur undir nafninu
Útlagar og Einar hafði þá nýlokið við. Einar
var ekki eini íslenski listamaðurinn sem átti
verk á sýningunni. Þórarinn B. Þorláksson
sýndi þar einnig málverk sitt Sumarnótt á
Þingvöllum sem hann hafði málað hér heima
árið áður. Eins og kunnugt er hélt Þórarinn
sýningu á verkum sínum í Reykjavík þá um
haustið og er hún jafnan talin marka upphaf ís-
lenskrar nútímamyndlistar. Þátttaka þeirra
Einars Jónssonar í sýningunni á Charlotten-
borg vorið 1901 markar ekki síður þáttaskil í
íslenskri listasögu. Þar sýndi Einar verk eftir
sig opinberlega í fyrsta sinn og má því rekja
upphaf íslenskrar nútímahöggmyndalistar til
þeirrar sýningar.
Íslendingum, sem tjáðu sig á opinberum
vettvangi, þótti mikið til þess koma að verk ís-
lenskra listamanna skyldu vera á sýningunni á
Charlottenborg. Um það vitnar grein í Ísafold
hinn 19. maí árið 1901 undir heitinu „Íslenzku
listamannsefnin erlendis“ eftir höfundinn J.H.
sem mun hafa verið sr. Jón Helgason, síðar
biskup. Í upphafi greinarinnar segir hann að
þeir þingmenn, sem nokkrum árum áður hafi
velt vöngum yfir því, hvort verja ætti hluta af
landsfé til styrktar listamannsefnunum tveim,
geti nú „með rökum“ sagt að landsfé hafi eigi
verið á glæ kastað handa þessum mönnum.
Nokkru síðar segir hann: „Þar hafa báðir þess-
ir landar vorir sýnt áþreifanlega á þessu vori,
og að minsta kosti annar þeirra svo áþreif-
anlega, að allar líkur eru til þess, að hann verði
þjóð sinni til mikils sóma.“ Höfundur fer síðan
mörgum orðum um stöðu sýningarinnar á
Charlottenborg í dönsku myndlistarlífi og seg-
ir hana í miklu áliti meðal listamanna svo að
færri komist þar að en vilji. Það er því engum
blöðum um það að fletta að íslensku lista-
mannsefnin tvö, sem fengið höfðu verk sín inn
á sýninguna, hafa sýnt fram á að landsfénu,
sem til þeirra rann, hafi verið vel varið.
Það var einkum Einar Jónsson sem grein-
arhöfundur vænti mikils af. Í því sambandi má
geta þess að Einar leitaði til sr. Jóns um til-
sögn í myndlist áður en hann hélt utan í list-
nám. Sýninguna hafði Jón raunar ekki séð og
verk Einars aðeins á ljósmyndum, en segir
verkið hafa vakið verðskuldaða athygli í Dan-
mörku og um það mikið skrifað í dönskum
blöðum. Ekki er hann þó alls kostar ánægður
með þá gagnrýni sem það fékk í Illustreret
Tidende, þar sem aðalpersónan var sögð vera
heldur íburðarmikil, eða „lovlig bombastisk“,
og segir: „En ef til vill stendur aðfinsla blaðs-
ins í sambandi við það, að útilegumaðurinn get-
ur naumast orðið í augum Dana það, sem hann
er í augum vor Íslendinga, sem erum að kalla
má fæddir og uppaldir með útilegumönnunum
okkar, eigi síst „sveitapiltarnir.“ Íslendingar
horfa öðrum augum á verkið að mati höfundar,
vegna þess að þeir telja sig þekkja bakgrunn
þess. Í augum þeirra er útilegumaður Einars
ekki íburðarmikill, heldur er hann eins og þeir
hafa hugsað sér hann: „mikilfenglegur og stór-
skorinn, en jafnframt göfuglyndur og tryggur.
Hann á ekkert skylt við sauðaþjófinn í vitund
manna,“ segir höfundur, heldur hefur „sjálfs-
viðhaldsfýsnin“ knúið hann til þess að leggjast
á sauðfé bænda. En hann er líka boðinn og bú-
inn til að bæta þeim upp sauðatökuna, hvenær
sem hann getur. Útilegumaður Einars er því
göfugmenni sem orðið hefur utangarðs í lífinu,
en er samt nátengdur íslenskri þjóð. Úr svip
hans les höfundur tregaþrunginn alvörusvip
sem hann segir að sér muni seint gleymast.
Fleiri fögnuðu myndhöggvaranum EinariJónssyni opinberlega. Í blaðinu Sunnan-
fara, sem íslenskir námsmenn í Kaupmanna-
höfn gáfu út, birtist nokkru síðar grein um
höggmyndina undir heitinu „Útilegumaður-
inn“. Í fáum orðum er þar greint frá hugmynd
Einars að baki verkinu, sem birt var í sýning-
arskrá á Charlottenborg. Er sagt að verkið
eigi að sýna útilegumann sem leitar til byggða
að næturþeli með látna konu sína til að jarða
hana í helgum reit. Útilegumaðurinn er hins
vegar sagður vera hrikalegur og ófrýnn. Vænt-
ingar til myndhöggvarans eru þó ekki síðri en
hjá Jóni Helgasyni og ber greinarhöfundur
Útlaga Einars saman við Jason Thorvaldsens,
sem skapaði höfundi sínum frægð á sínum
tíma. Þar sem mynd Einars er úr gifsi, segir
hann:
Því aðeins liggur fyrir henni að vera höggvin
í marmara, að einhver auðmaður eða listasafn
panti það, eins og þegar Englendingurinn auð-
ugi pantaði Jason höggvinn í marmara í Róm,
er hann sá hann hjá Albert Thorvaldsen, en
það var upphaf frægðar og frama þess mikla
landa vors. „Útilegumaðurinn“ er Jason Ein-
Einar Jónsson: Útlagar, 1898–1901, gifs, hæð 218 cm. Listasafn Einars Jónssonar.
ÚTLAGAR Á
CHARLOTTENBORG
HUNDRAÐ ÁR FRÁ FYRSTU SÝNINGU EINARS JÓNSSONAR
„Af þeim Íslendingum, er
fóru til Kaupmannahafn-
ar í listnám laust fyrir
aldamótin 1900, var
Einar Jónsson sá eini sem
tengdist róttækum lista-
mönnum í Danmörku.
Þessir listamenn höfnuðu
hinni klassísku hefð, sem
list Thorvaldsens var
fulltrúi fyrir, og natúral-
ismanum sömuleiðis.“
E F T I R J Ú L Í Ö N U
G O T T S K Á L K S D Ó T T U R