Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Blaðsíða 11
Grár á hár þá glaður kvað hinn gegni þegn: „Góð mér þykir þessi fregn.“ Síðasta vísa þáttarins er samhend stúfhenda sem ÞK sendir umsjónarmönnum: Lyndisglaður löngum kvað hann lofnarbrag snilldarmaður ljúft með lag. Nú er komið að lokum vísnaþátta Ferskeytl- unnar en í þeim hefur verið fjallað lítillega um meginhætti rímna og nokkra undirhætti og þeir skýrðir með myndrænum dæmum eða bragmyndum. Lesendum þökkum við sam- fylgdina og þó einkum þeim sem sendu okkur tölvupóst og bréf með kveðskap. Viljum við hvetja menn til að láta heimasíðu okkar njóta áfram slíkra sendinga hvort heldur sem er á vefsíðu, www.ferskeytlan.is, eða í pósti með utanáskriftinni: Vísnaþáttur Ferskeytlunnar, Ferskeytlan, Háholti 14, 270 Mosfellsbær. Heimildir: 1 Sjá Helgi Sigurðsson: Safn til bragfræði íslenzkra rímna, bls. 47-48. 2 Sjá Sveinbjörn Beinteinsson: Bragfræði og háttatal (2. útg.), bls. xli og 70-72. VIKHENT er nokkuð sérstakur meðalþríhendra rímnahátta. Fyrsta brag-lína vísu er fimm kveður, önnur fjórarog sú þriðja aðeins þrjár. Endarím er milli fyrstu og þriðju braglínu en ekki ann- arrar. Þá er önnur braglína stýfð en hinar óstýfðar. Stefán frá Hvítadal orti kvæðið Haustið nálgast undir hættinum óbreyttum. Ljóðið endar á þessari vísu: Vetrarnóttin varla mun oss saka fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka. Til er gömul vísa undir vikhendum hætti í þjóðsögum af Sæmundi fróða sem sagt er að vinnukona Sæmundar kvæði á óskastund: Ósk þá vildi eg eiga mér svo góða að eg ætti syni sjö með Sæmundi hinum fróða. Óskin rættist og varð vinnukonan síðar eig- inkona Sæmundar. Sigurður Breiðfjörð var fyrstur til að kveða heila rímu undir hættinum í Rímum af Arist- omenesi og Gorgi. Hann yrkir þar undir nokkrum afbrigðum háttarins og er þar meðal annars að finna þessa hringhendu vikhendu: Þú mér hinna heima þylur sögur; einatt finn eg unun við af þeim spinna bögur. Hátturinn var í fyrstu kallaður nöfnum eins og afhending hin meiri eða nýafhending og þar með gefið í skyn að hann væri dreginn af af- hendingu sem er tvíhendur háttur. Eðlilegra er þó að líta svo á að hann sé sprottinn út frá stuðlafalli (sjá síðasta þátt) og það gerir Helgi Sigurðsson og nefnir stuðlavillu.1 Sveinbjörn Beinteinsson kallar háttinn vikhendu.2 Það nafn lýsir þessum brag einna best og er hann því svo nefndur hér. Afhent eða afhending er einhver stysti bragarháttur íslenskur, aðeins tvær braglínur. Er sú fyrri sex kveður og sú seinni fjórar. Það má því segja að hún sé eins og braghenda án þriðju línu enda hafa menn greinilega talið hana af henni dregna eins og nafnið gefur til kynna. Undir þessum hætti óbreyttum kvað Páll Ólafsson ljóðabréf til Gunnars Þórðarson- ar á Vattarnesi undir nafni Björns sonar síns að launum fyrir bréf og gullakistu. Þar segir meðal annars: Afhendingar einar þér ég aftur sendi allar leystar illa af hendi. VÍSNAÞÁTTUR VIKHENT, AFHENT OG STÚFHENT Sveinbjörn Beinteinsson yrkir í Háttatali sínu þessa dýru braghendu sem bæði er frumtvíframhent og síðframhent en brag- myndin skýrir háttinn betur en orðin: Engan drengur annan svanna áður hitti sem að fremur stundir stytti. Stúfhenda er ennþá skemmri en afhending og er munur þessara hátta sá einn að stúf- henda hefur báðar braglínur stýfðar og er því venjulega aðeins átján atkvæði. Stúfhenda er því aðeins einu atkvæði lengri en japanska hækan, þetta örsmáa ljóðfiðrildi sem Helgi Hálfdanarson hefur líklega fyrstur leitt inn í íslenska ljóðlist í þýðingum sem birtust í bók- inni Á hnotskógi sem út kom 1955. Eftirfarandi vísa sem ÞK sendir þættinum er dæmi óbreyttrar stúfhendu: Sæla, bjarta sumarland þar sólin skín, halda vil eg heim til þín. Stúfhendur skreyttu skáldin oft með inn- rímsmynstri eins og aðra bragi og varð þá fyrri línan gjarnan skrautlegri þar sem hún var lengri og gaf meira svigrúm en sú seinni. Þannig yrkir Sveinbjörn Beinteinsson í Hátta- tali sínu þessa frumþríhendu stúfhendu: U M S J Ó N K R I S T J Á N E I R Í K S S O N O G J Ó N B R A G I B J Ö R G V I N S S O N Kristján er íslenskufræðingur og Jón Bragi verkfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001 11 Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum? SVAR: Á yfirborði marglyttna eru sérhæfðar frumur sem nefnast brennifrumur eða sting- frumur (cnidocytes). Eins og myndin sýnir eru þær nokkurs konar hylki utan um frumu- líffæri sem á latínu nefnist cnidae. Inni í þessu tiltekna líffæri er svokallað stinghylki (nematocyst) og þegar fruman er látin óáreitt er það samanvafið inni í frumunni. Þegar stingfruman verður hins vegar fyrir áreiti, það er að segja ef eitthvert ut- anaðkomandi fyrirbæri rekst í gikkinn sem liggur utan á frumunni, þá umskautast frum- an með þeim afleiðingum að stinghylkið skýst út. Marglyttur nota þetta fyrirbæri bæði til veiða og í sjálfsvörn. Þessi frumugerð er einkennandi fyrir marglyttur og finnst víðsvegar á yfirborði þeirra. Dreifingin er ekki jöfn því frumurnar eru algengari á örmum marglyttnanna en annars staðar. Sviðinn sem verður þegar ein- hver eða eitthvað rekst í marglyttu er vegna eitraðra próteinsameinda sem broddurinn hefur í sér. Þetta eitur er yfirleitt ekki hættulegt mönnum en þó eru til marglyttur sem bera mjög skaðlegt eitur. Tilvik eru þekkt þar sem manneskjur hafa dáið vegna eituráhrifanna, en þau eru bundin við heitari sjó en við eigum að venjast. Marglyttur í haf- inu kringum Ísland eru að mestu skaðlausar en geta þó valdið vægum sviða ef menn hand- fjalla þær. Jón Már Halldórsson Hvað merkja orðin sjálfbær þróun? SVAR: Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlut- um, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum not- að í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta nýyrði og orðasambandið sjálfbær þróun heldur óþjált í málinu, eins og lesa má í eftirfarandi dæmi sem fengið er úr Morgunblaðinu (4/4 1995): Maðurinn er hluti af ríki náttúrunnar og kristin siðfræði býður okkur að vera ráðs- menn guðs í þessu ríki. Ekki með yfirgangi, heldur til að viðhalda því af skynsemi og með hluttekningu. Í stefnuskrá núverandi rík- isstjórnar í umhverfismálum er þessu hlut- verki gefið hið óþjála heiti: sjálfbær þróun. Orðið þróun er einnig ungt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 1882 úr tímaritinu Skuld sem Jón Ólafsson ritstýrði: orðið ’þróun’ felur sjálft í sjer ’fram’- sóknina. En þótt orðið þróun sé fremur ungt í mál- inu er það löngu orðið rótgróið og hefur tekið á sig ýmsar merkingar. Með þróun eigum við jafnan við einhverskonar framvindu. Sumir segja að framvindan verði að lúta tilteknum lögmálum svo að hún geti kallast þróun en aðrir segja að hún verði að vera í jákvæða átt og gera þá greinarmun á þróun og öf- ugþróun. Orðið þróun er notað jöfnum hönd- um sem þýðing á ensku orðunum develop- ment og evolution og við finnum það í samsettum orðum eins og þróunarkenning, þróunarhjálp og framþróun. Orðasambandið sjálfbær þróun er þýðing á enska orðasambandinu sustainable develop- ment. Í skýrsl- unni Okkar sam- eiginlega framtíð (Our Common Future), sem samin var árið 1987 undir for- ystu Gro Harlem Brundtland, fyrr- um forsætisráð- herra Noregs, var hugtakið fyrst skilgreint: Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika kom- andi kynslóða til að fullnægja sín- um þörfum. Meginhug- myndin að baki sjálfbærri þróun, eða sjálfbærri nýtingu nátt- úruauðlinda, er einföld og alls ekki ný af nál- inni. Hún er tví- þætt, í fyrsta lagi að ganga ekki óhóflega á forða náttúrunnar heldur nýta auðlindir hennar á hófsaman hátt og þá helst þannig að þær nái að endurnýja sig. Þannig miðast sjálfbært skógarhögg við að planta nýjum trjám jafn- harðan og höggvið er. Í öðru lagi felst í sjálf- bærri nýtingu náttúruauðlinda að þær skuli ekki nýttar á þann hátt að af hljótist mengun eða að umhverfinu sé spillt á annan hátt. Í samræmi við þetta var eitt af meginmark- miðum loftslagsráðstefnunnar í Río de Jan- eiro í Brasilíu að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. En eins og áður sagði þá eru þessar hug- myndir alls ekki nýjar heldur hafa ýmsir þjóðflokkar gætt þess um aldir að nýta auð- lindir sínar svo sem beitilönd og skóga á þann hátt að samhliða notkuninni sé búið í haginn fyrir komandi kynslóðir. Lýsandi fyr- ir þessa hugsun er orðatiltæki frá Kenýa: Þú hefur ekki fengið landið til eignar frá foreldrum þínum; þú hefur það að láni frá börnum þínum. Það sem er hins vegar nýtt í umræðunni og gerir sjálfbæra þróun að knýjandi máli á al- þjóðavettvangi er að nú á dögum er mengun og auðlindanýting ekki lengur einkamál ein- stakra þjóða eða þjóðflokka vegna þess hve iðnaður og neysla manna er orðin orku- og auðlindafrek; það sem ein þjóð aðhefst getur haft veruleg og varanleg áhrif á allar hinar. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um hvernig d- og f-rafeindasvig- rúm atóma líta út, hvort fuglar geti flogið á tunglinu, hvort hægt sé að spila í rúllettu og vera öruggur með að græða og hvort setningin „þessi setning er ósönn“ geti verið annað hvort sönn eða ósönn. VÍSINDI Á yfirborði marglyttna eru sérhæfðar frumur sem nefnast brennifrumur eða stingfrumur (cnidocytes). AF HVERJU BRENNA MARGLYTTUR STUNDUM?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.