Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Maya Angelou hefur lokið við
sex binda æviminningaflokk sinn
með útgáfu sjötta og síðasta
hluta hans,
bókarinnar A
Song Flung
Up to Heaven
(Söng fleytt
upp til him-
ins). Angelou
er meðal at-
kvæðamestu
rithöfunda úr
röðum banda-
rískra blökkukvenna sem fram
komu á nýliðinni öld. Hún hóf að
skrifa æviminningabálk sinn fyr-
ir nær þremur áratugum með út-
gáfu bókarinnar I know Why the
Caged Bird Sings, en bókin vakti
gríðarlega athygli og þykir með
merkari verkum bandarískra
bókmennta.
Í þessu síðasta bindi æviminn-
inganna, fjallar Angelou um um-
rótarskeiðið milli 1964 og 68, en
þá var hún sjálf nýkomin aftur
til Bandaríkjanna eftir að hafa
búið í Ghana í Afríku. Lýst er
virkni Angelou á sviði mannrétt-
indabaráttu og nálægð við áföll
þess tíma, m.a. í kringum morðin
á blökkumannaleiðtogunum
Malcolm X og Martin Luther
King Jr. Þá segir Angelou frá
því er hún flutti til New York á
þessum árum og kynntist hópi
rithöfunda, fræðimanna og
góðra vina. Þá lýkur bókinni á
frásögn af því er rithöfundurinn
settist niður og hóf að skrifa
fyrstu línurnar í æviminningum
sínum, I Know Why the Caged
Bird Sings.
Douglas Adams kvaddur
BRESKI rithöfundurinn Douglas
Adams lést í fyrra eins og mörg-
um er kunnugt, aðeins 49 ára að
aldri. Nú réttu ári eftir fráfall
hans hefur verið gefin út bók,
þar sem safnað hefur verið sam-
an textum og skrifum ýmis kon-
ar sem Douglas lét eftir sig. Bók-
in nefnist The Salmon of Doubt:
Hitchhiking the Galaxy One Last
Time (Efalaxinn: Síðasta putta-
ferðalagið um stjörnukerfið) og
er hún í ritstjórn Peter Guzz-
ardi. Meðal efnis sem er að finna
í bókinni eru sendibréf, og minn-
isfærslur um skáldsögur, sjón-
varpsþætti og kvikmyndir. Þá er
safnað saman í bókinn greinum
og pistlum ýmiskonar sem
Adams skrifaði í blöð og tímarit.
Í bókarinnar er vísað í eitt fræg-
asta verk Douglas Adams, The
Hitchhiker’s Guide to the Galaxy
sem út kom árið 1979 og skapaði
höfundinum ekki síst sterka
stöðu meðal ákveðins hóps bók-
menntaunnenda. Adams var
jafnframt atkvæðamikill hand-
ritshöfundur og framleiðandi á
sviði útvarps og sjónvarps.
Kynferðisleg sjálfsleit
FRANSKI listfræðingurinn
Catherine Millet vakti mikið um-
tal Frakklandi á síðasta ári er
hún sendi frá sér minningabók-
ina La Vie sexuelle de Catherine
M (Kynferðislegt líf Catherine
M.), þar sem hún lýsir leit sinni
að kynferðislegri sjálfsmynd og
fullnægju. Bókin er nú komin út
í enskri þýðingu (The Sexual
Life of Catherine M, þýð.
Adriana Hunter).
Catherine Millet er atkvæða-
mikill rödd á sviði lista í Frakk-
landi og hefur verið ritstjóri list-
tímaritsins Art Press um árabil.
Í bókinni lýsir Millet á opinskáan
hátt ýmiskonar tilraunum sínum
á kynlífssviðinu en þeim til
grundvallar liggur djörf við-
leitni til að uppgötva sjálfa sig
sem kynveru óháð almennum
viðhorfum til kynlífs. Le Vie sex-
ulle de Catherine M varð met-
sölubók í Evrópu.
ERLENDAR
BÆKUR
Ævisaga Angelou
Maya Angelou
F
YRIR nokkrum árum tók ég út-
varpsviðtal við Pétur Gunnarsson
rithöfund um þýðingu hans á met-
sölubókinni Brýrnar í Madison-
sýslu eftir Robert James Waller.
Ég spurði hann meðal annars
hvers vegna hann teldi að bókin
væri jafn vinsæl og raun bar vitni.
Svarið var stutt og laggott: „Ætli það sé ekki af
því hún er svona vinsæl.“
Ég hef oft rifjað þessa skýringu Péturs upp
síðan í tengslum við ýmis önnur málefni, nú
síðast á mánudaginn. Þá birtist frétt um það á
mbl.is og visir.is að einn þeirra stjórnmála-
flokka sem byði sig fram í borgarstjórnarkosn-
ingunum hefði sent yfirkjörstjórn í Reykjavík,
sýslumanninum í Reykjavík og útvarpsréttar-
nefnd bréf þar sem þess væri krafist að kosn-
ingunum yrði frestað þar til öllum framboðum í
höfuðborginni hefði verið gert jafnt hátt undir
höfði í fjölmiðlum landsins. Að öðrum kosti hót-
aði flokkurinn að kæra úrslit kosninganna og
íhugaði að taka slíkt mál fyrir Mannréttinda-
dómstól Evrópu ef ekki fengist viðunandi nið-
urstaða fyrir íslenskum dómstólum.
Megintilefni bréfsins virðist hafa verið
óánægja með vinnubrögð Ríkisútvarpsins,
einkum Kastljóssins. „Flokkurinn,“ sagði í frétt
mbl.is, „telur að RÚV hafi brotið gegn ákvæð-
um jafnræðisreglu stjórnarskrár Íslands en
það sé skerðing á mannréttindum og tjáning-
arfrelsi að fá ekki tækifæri til að kynna fram-
boð sitt til sveitarstjórnakosninga í Reykjavík í
útvarpi og sjónvarpi RÚV til jafns við framboð
D- og R-lista.“ Einnig gagnrýndi flokkurinn
Morgunblaðið á svipuðum forsendum. Á mið-
vikudag gerðu frambjóðendur flokksins síðan
árangurslausa tilraun til að koma sér í um-
ræðuþátt um kosningarnar á Skjá einum.
Þetta mál vekur upp ýmsar athyglisverðar
spurningar sem kallast að nokkru leyti á við
samtal okkar Péturs Gunnarssonar hér um ár-
ið:
Eru stóru framboðin í Reykjavík stór af því
að þau fá svo mikla umfjöllun í fjölmiðlum eða
fá þau svona mikla umfjöllun í fjölmiðlum af því
að þau eru svo stór?
Er eðlilegt að umfjöllun fjölmiðla um ein-
staka stjórnmálaflokka sé í réttu hlutfalli við
það atkvæðamagn sem flokkunum er spáð í
kosningum?
Að hve miklu leyti mótast umfjöllun fjölmiðla
um kosningar af lýðræðislegum sjónarmiðum
og að hve miklu leyti af lögmálum afþreyingar-
iðnaðarins?
Sambærilegra spurninga mætti raunar
spyrja um umfjöllun fjölmiðla um fjölmörg
önnur málefni, svo sem einstakar íþróttagrein-
ar og menningarviðburði.
Það sem er þó hve athyglisverðast við bréfið
sem hér um ræðir er sá skilningur á tjáning-
arfrelsinu sem þar kemur fram. Ákvæði stjórn-
arskrár um tjáningarfrelsi eru svohljóðandi:
„Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfær-
ingar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugs-
anir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir
dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálm-
anir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Í
útvarpslögum segir ennfremur: „Útvarpsstöðv-
ar skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræð-
islegar grundvallarreglur. Þeim ber að virða
tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í
dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í um-
deildum málum.“
Í ljósi þeirra áhrifa sem fjölmiðlar hafa á
skoðanamyndun í samfélagi nútímans er ef til
vill tímabært að breyta lögum og bæta við
ákvæðum um að hver maður eigi rétt á að láta í
ljós hugsanir sínar í öllum fjölmiðlum landsins
og að útvarpsstöðvar eigi að gæta þess að ólík
rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum
málum fái jafnlanga umfjöllun á sama útsend-
ingartíma.
Mergur málsins er sá að þeir sem bjóða sig
fram í þing- og sveitarstjórnakosningum eru
ekki aðeins að bjóða sig fram til opinberra
embætta eftir kosningar heldur einnig til setu í
fjölmiðlum fyrir kosningar.
FJÖLMIÐLAR
Er eðlilegt að umfjöllun fjöl-
miðla um einstaka stjórn-
málaflokka sé í réttu hlutfalli
við það atkvæðamagn sem
flokkunum er spáð í kosn-
ingum?
J Ó N K A R L H E L G A S O N
FORKOSNINGAR FJÖLMIÐLANNA
IGífurlegar virkjunarframkvæmdir eru fyrirhug-aðar á vatnasvæði Amazon-frumskógarins í
Brazilíu. „Áform eru auk þess um að byggja 15
nýjar virkjanir í viðbót í þessu vatnakerfi, sem
verður þá miklu stærra en Frakkland eða um
10% af Brazilíu allri. Hér er um svimandi stærð-
ir að ræða og lítil furða að margan reki í roga-
stans,“ segir Jónas Bjarnason í grein í Lesbókinni
í dag og líklegt að margur lesandinn hrökkvi upp
við vondan draum. Þar kemur m.a. fram að hug-
myndir manna um umhverfisvæna orkufram-
leiðslu með vatnsafli á alls ekki við í þessu tilfelli
þar sem gríðarlegu flæmi frumskógar er sökkt í
uppistöðulón og mengunin sem hlýst af rotnun
trjánna í vatninu er margfalt meiri en ef brennt
væri kolum til rafmagnsframleiðslunnar. Að sama
skapi minnkar framleiðslugeta frumskógarins á
súrefni út í andrúmsloftið en Amazon-regnskóg-
urinn hefur með réttu verið nefndur „lungu“
heimsins hvað það varðar.
Gegndarlaust skógarhögg og rányrkja á hæg-
vöxnum trjátegundum hefur einnig valdið gríð-
arlegum spjöllum á frumskóginum og er ólíklegt
að almenningur geri sér fulla grein fyrir umfangi
þess. Umhverfisstofnun Brazilíu sem reynir að
stemma stigu við ólöglegu skógarhöggi upplýsti í
vetur að þar hefðu á fimm daga tímabili í október
sl. verið gerðar upptækar ólöglegar birgðir af
mahónítrjábolum að markaðsvirði nær 800 millj-
óna íslenskra króna. Timburbarónar eru þeir
glæpamenn nefndir sem skipuleggja slíkt skógar-
högg í trássi við stjórnvöld og eru umfangsmikil
viðskipti stunduð á alþjóðamarkaði með illa feng-
inn trjávið.
IILögfræðingurinn Andrew Vachss fær útrás fyrirvonbrigði sín með bandarískt réttarkerfi í bók-
um sínum um spæjarann og utangarðsmanninn
Burke. Vachss er vel þekktur sem málsvari barna
og unglinga sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of-
beldi og um leið og hann hefur sem lögfræðingur
gagnrýnt harðlega slælega meðferð slíkra mála í
réttarkerfinu hefur hann skapað persónuna Burke
sem er allt í senn, „kviðdómur, dómari og oftar en
ekki böðull“. Sjálfur hefur Vachss sagt að með bók-
um sínum sé hann að stækka þann kviðdóm sem
taka þurfi afstöðu til barnakláms, barnavændis og
annars konar kynferðislegs ofbeldis gegn börnum.
Það er athyglisvert að svo þekktur og reyndur lög-
fræðingur skuli velja skáldsöguna til að vekja al-
menning til umhugsunar um raunveruleikann;
þó segir það ekki annað en það sem lengi hefur
verið vitað að mynd fólks af heiminum er mótuð í
gegnum listir ekki síður en raunverulega skynjun.
Myndin sem þannig fæst er oftar en ekki raun-
verulegri en sú sem upplifa má með skynfærunum
einum saman, hversu mótsagnakennt sem það nú
hljómar. Hin sterku tilfinningalegu viðbrögð sem
skáldsögur Vachss vekja með lesandanum eru lík-
legri til árangurs en köld upptalning staðreynda
úr lögregluskýrslum og dómsskjölum.
„Fólk gerir ekkert nema það sé reitt til reiði.
Skrif mín hafa ákveðin markmið og þótt ég sam-
þykki að fullnægja verði ákveðnum afþreyingar-
gildum til að lesendur ljúki bókinni eru þau að-
eins í hlutverki bragðefna,“ segir Vachss.
NEÐANMÁLS
„ÞJÓÐIN var sammála um að Ísland
ætti að vera lýðræðisríki og lýðveldi.
Hins vegar skiptist þjóðin í tvær mis-
stórar fylkingar er koma að spurning-
unni hvað það lýðræði merkti í raun og
veru. Ágreiningurinn snerist fyrst og
fremst um það hvort hér ætti að ríkja
beint lýðræði eða fulltrúalýðræði.
Ágreiningurinn var mjög víðtækur og
varðaði jafnt mismunandi skilgrein-
ingar og ólíkar tillögur um stjórnskipun.
Deilurnar tengdust einnig ólíkum hug-
myndum um tengsl fulltrúalýðræðis og
lýðræðis og hvort kjörnir fulltrúar væru
fyrst og fremst valdhafar eða umboðs-
menn almennings. Innan beggja her-
búða var fullt samræmi í röksemda-
færslu. Samkvæmt þeim sem aðhylltust
hugmyndir um beint lýðræði var full-
veldisrétturinn ætíð hjá almenningi og í
lýðræðisríki væri nauðsynlegt að
tryggja að lagasetning og stjórn-
arstefna væru ávallt í samræmi við
þjóðarvilja. Málskotsréttur þjóðkjörins
forseta, þar sem þjóðin hefur úr-
slitavald um löggjöf, fellur vel að slíkri
hugmynd um lýðræði. Í fulltrúalýðræði
er fullveldisréttur almennings hins veg-
ar bundinn við kjördag þegar almenn-
ingur velur fulltrúa sína til löggjafar-
starfa. Kjörnir fulltrúar setja lög innan
þess ramma sem sjtórnarskráin mark-
ar. Í næstu kosningum geta svo kjós-
endur annað hvort verðlaunað vald-
hafana með atkvæði sínu eða refsað
þeim með því að kjósa aðra frambjóð-
endur. Þjóðþingræði er stjórnskipun
sem rímar fullkomlega við þessa túlkun
á lýðræði.“
Svanur Kristjánsson. Skírnir. Vor 2002.
Hagkvæmt lýðræði
„Hvað tungumálið varðar þá er til
gamalt orðtæki; „Lífið lætur ekki að sér
hæða“, og að því leyti getur leikhúsið
aldrei keppt við lífið sjálft. Þegar Pin-
ochet var í stofufangelsi hér í Bretlandi
kom Margaret Thatcher í heimsókn til
hans og drakk með honum te. Hún á
að hafa sagt:„Hershöfðingi, mig lang-
ar að þakka þér fyrir að hafa komið á
lýðræði í Chile.“ Ef þú skoðar þessa
setningu þá sérðu að hún er í rauninni
afkáraleg. Pinochet kom ekki á lýðræði
í Chile, heldur steypti af stóli lýðræðis-
legri stjórn og í kjölfarið pyntaði hann
og myrti 3-4 þúsund manns. Landið
breyttist í helvíti undir hans stjórn. Það
helvíti kallar Thatcher lýðræði og með
lýðræði á hún við að þetta hafi verið
viðskiptalega hagkvæmt.“
Harold Pinter. tmm.maí 2002
Morgunblaðið/Ómar
Vorverk í Stjórnarráðinu.
HVERS KONAR
LÝÐRÆÐI?