Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 7 Pierre Charpin teiknaði skápa fyrir Zanotta sem lokast ýmist með marglitum álrörum eða glerperlum og hinir frönsku Bouroullec-bræð- ur sýndu tvílita, málaða skápa og fallegan, þrí- litan Samourai-stól hjá Cappellini. Aðrir bræð- ur, Fernando og Humberto Campana frá Brasilíu, voru með furðulegan stól hjá Edra, Sushi, og gerður var úr ótal mislitum efnis- afgöngum. Gólfslöngur Jafnvel þó „lounging“-stíllinn sé enn í fullu fjöri virðist sem „sprawling“-stíllinn sé að leysa hann af hólmi. Sá einkennist af lágum, mjúkum sætum sem hvíla beint á gólfinu og hafa til- hneigingu til að dreifa verulega úr sér. Edra- fyrirtækið var með einn mest áberandi og vin- sælasta básinn á opinberu sýningunni. Þar mátti sjá Superblob, risastóra kúlustóla eftir Karim Rashid klædda hulstri sem var svart og ýmist skærbleikt eða sterkgult, fyllt litlum plastkúlum. Boa-sæti Campana-bræðra sópaði einnig að sér. Sætið er gert úr 90 metra langri slöngu fyllt teygjanlegu plastefni klætt flaueli. Þessir frumlegu bræður urðu frægir fyrir nokkrum árum fyrir húsgögn úr stáli og samflæktum köðlum, en í fyrra notuðu þeir plaströr. Í ár má segja að slönguformið, mýkt þess og frelsi, hafi algerlega tekið yfirhöndina og sé fært út í ystu æsar. VIA, þróunardeild franska húsgagnaiðn- aðarins, sýndi einnig Buldang eftir Japanann Hiro-Hiro Kamiya, eins konar slöngu, fimm metra langan hólk fylltan plastkúlum sem hægt er að leggja til eftir vild. Svipaðar hug- myndir koma fram eins og svo oft áður á ólík- um stöðum, þær eru hluti af tíðarandanum. „Sprawling“ minnir óneitanlega á kúlustóla- og sessumenningu hippatímabilsins. Fer hönn- un þá í eintóma hringi? Að vissu leyti, en eldri stílar eru aðlagaðir kröfum nútímans, nýjum framleiðsluaðferðum og breyttum áherslum. Pullurnar kringum 1970 endurspegluðu ný- fengið þjóðfélagslegt og líkamlegt frelsi en í dag virðumst við leita í glaðlega liti, munstur og mjúk form til að hressa upp á móralinn í blá- upphafi óvissu nýs árþúsunds. Nú sem fyrr er um andsvar við naumhyggju og vissum stíf- leika að ræða. Ský, kúlur og aðrar nýjungar Á sýningum sem þessum reynir gestkom- andi einnig að skyggnast um eftir nýjungum eða áhugaverðum hlutum sem skera sig úr al- mennri tilhneigingu. Meðal þess sem helst vakti athygli í Mílanó má nefna stól Konstantin Grcic hjá Magis, Chair One, úr lituðu áli og líkt- ist helst skúlptúr. Einnig Cloud, uppblásið her- bergi, eftir hina sænsku Monicu Förster hjá Snowcrash. Herbergið er úr hvítu næloni og rúmast í tösku sem blæs sjálfkrafa út þegar hún er opnuð og verður að óefniskenndu, ljóð- rænu rými til hvíldar, fundarhalda eða einbeit- ingar. Í Salone Satellite, sýningarsvæði ætluðu ungum hönnuðum, var athyglisverð, sívöl þvottavél frá ítölsku pari sem kallar sig deepdesign, unnin í samvinnu við Whirlpool. Ytra byrði hennar er úr teygjanlegu plastefni, hún er allt að því lífræn og lögun hennar breyt- ist eftir því hvar hún er stödd í þvotta- prógramminu. Þarna var íslenski hönnuðurinn Tinna Gunnarsdóttir einnig með bás og sýndi athyglisverðar kúlur kallaðar Rolling Stones sem hún vann í samvinnu við líbanska hönn- uðinn Karenu Cherkadijian, en þær kynntust við nám í Domus Akademíunni í Mílanó. Kúl- urnar eru úr ýmsum efnum og geta gegnt margs konar hlutverki, s.s. að geyma hluti eða sem blómavasar, skálar eða lampar. þær henta vel við „gólfstílinn“, þ.e. lág sæti og óformfasta herbergisskipan. Hollenskur ferskleiki Þau fyrirtæki sem skáru sig úr í Mílanó hvað varðar frum- og ferskleika reyndust öll vera hollensk. Moooi var stofnað fyrir ári og starfar nokkuð í anda Droog Design hópsins. Hol- lenskir og enskir hönnuðir eins og Marcel Wanders, Ross Lovegrove og Jeffrey Bernett teikna fyrir Moooi einföld húsgögn og hluti en á sölulista fyrirtækisins eru einnig endurnýttir hlutir eins og svokallaðir Salvation Stacks úr aflóga bollastellum. Li Edelkoort, konan sem leggur línurnar í hönnunarheiminum nokkur ár fram í tímann, valdi málningu og lit fyrir Moooi sem henni finnst lýsandi fyrir 2002– 2003. Hann er sterkgulur og má nota til að flikka upp á eldri húsgögn. Hann er kallaður „moooi weer“ sem þýðir fallegt veður á hol- lensku og er því fullur bjartsýni og hagstæðrar spár. Wetdesign hét sýning á vegum EKWC (European Ceramik Work Center) sem stuðlar að alþjóðlegri nýsköpun í keramiki og hefur bækistöðvar í ‘s-Hertogenbosch í Hollandi. Í stað þess að vera stillt upp á stöpla eða í gler- kassa voru sýningarhlutirnir hafðir í upp- þvottavélum með glerhurðum og í fullum gangi. Hlutina mátti einnig sjá á stórum ljós- myndum í sérstakri sviðssetningu með nýstár- lega klæddu módeli. Þannig urðu þeir hluti af heildarmynd þar sem tíska og umhverfishönn- un gegna stóru hlutverki. Grafísk og útlitsleg hönnun sýningarbæklinga þessara fyrirtækja var einnig áberandi skemmtileg. Mesta athygli í Mílanó vakti trúlega framlag Droog Design. Þau leigðu lítið, dæmigert, einn- ar stjörnu hótel í miðborginni og settu hluti í ganga og herbergi hótelsins, sem að öðru leyti hélst óbreytt. Sumir hlutanna höfðu visst nota- gildi, eins og ferðabað eða skotheldur svefn- poki, aðrir voru fremur eins og innsetningar. Með því að taka sjálfa sig og markaðinn ekki of hátíðlega léku meðlimir Droog sér með landa- mæri listar og hönnunar, hluta og hugmynda. Tískutengsl Eitt af því sem einkenndi venju fremur Míl- anósýninguna í ár voru greinileg tengsl hennar við tískuheiminn. Opnanir voru skipulagðar eins og tískusýningar með sýningarstúlkum og ljósaleik; fyrirtæki eins og Cappellini og Mor- oso fengu tískuhönnuði á borð við Paul Smith, Jean-Paul Gauthier og Tom Ford til að teikna fyrir sig hluti og á hinn bóginn, iðnhönnuðir eins og Marcel Wanders og Ilkka Suppanen hönnuðu föt og fylgihluti fyrir tískuhús. Það má segja að vor- og sumarlína hönnunarheims- ins hafi verið kynnt í Mílanó með tilheyrandi markaðssetningu. Líkt og í tískuheiminum er til hópur um 20 ungra hönnuða, eins konar al- þjóðlegt stjörnulið sem starfar fyrir bæði stór og smá fyrirtæki sem svo nota nöfn þeirra óspart í söluskyni. Þessi tengsl hafa síðan viss áhrif á húsgögnin sem hafa tilhneigingu til að verða að nokkurs konar fatnaði. Hægindastóllinn Alice eftir an- Archi hjá VIA er til dæmis klæddur stórri úlpu sem sitjandinn getur smeygt sér í. Svisslend- ingarnir Lisa Besset og Thomas Withrich hjá Fashion Force kynntu eins konar vestissæti sem í eru festar stillanlegar ólar sem gera að verkum að notandi þessarar stólflíkur getur setið í afslappaðri stöðu hvar sem er. Það var því margs að gæta í Mílanó og greinilegt að hönnunarheimurinn er bjartsýnn og í fullu fjöri. Er óskandi að tilraunastarf- semin eigi ekki eftir að lúta í lægra haldi fyrir tískusveiflum og skyndibólum heldur, þvert á móti, að tengsl hönnunar við myndlist, fata- hönnun og umhverfislist megi opna nýjar dyr og nýjar víddir í framtíðinni. Victoria & Albert safnið í London býður upp á úrval frá Mílanósýningunni í „Milan in a Van“ og stendur sýningin til 9. júní (www.vam.ac.uk). Upplýsingar um Mílanósýninguna er að finna á vefsíðunni www.cosmit.it. Aðrar vefsíður: www.cappellini.it, www.- deepdesign.it, www.droogdesign.nl, www.- edra.it, www.ekwc.nl, www.fashionforce.org, www.fritzhansen.com, www.kartell.it, www.- magis.it, www.moooi.com, www.moroso.it, www.offecct.se, www.snowcrash.se, www.- swedese.se, www.via.asso.fr, www.zanotta.it. Höfundur er listfræðingur. ÖNGUR OG SKÝ Teppi og mottur minna á íslenskan mosa. Sýningarsvæði ítalska hönnunarfyrirtækisins Cappelini.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.