Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 9
vestur yfir skriður þær (Hvalnesskriður
nefndar) er liggja niður frá Arnartindum og
Súlunum, næsti bær við veginn að austan er
Hvalnes en Breiðdalsmegin Snæhvammur.
Vegurinn er ei langur en mjög ógreiðfær og
víða klitróttur, einkum austan megin í háls-
inum hvar niðurhröpuð björg liggja um hann
og gamlar urðir sem lítt mögulegt er úr vegi að
ryðja; í skriðunum er vegurinn krókóttur og
sumsstaðar nokkuð tæpur. Hann er árlega
ruddur á vorum en þess gætir ei lengi því litlar
sem engar menjar þeirrar vegabótar sjást á
næsta ári, stundum ei á næsta hausti, þar rign-
ingar og hlaup aflaga þær með öllu í soddan
bratta; ber það því stundum við að hestar tap-
ast ofan fyrir þær og einstöku sinnum menn.“
(Sóknalýsingar, s. 459–460.)
Álaugará er skammt innan bæjar komin af
Súlnadal, miklum hamrasveig sem varðaður er
af Mosfelli, Súlum og Lambafelli. Neðan til í
Lambafelli er þykkt fagurlega stuðlað basalt-
innskot og norður af því gengur litrík öxl úr
líparíti. Yst á henni stendur allhá gnípa nefnd
Loðinstrýta og Engjahjalli grænn neðan und-
ir.
Innan við Álaugará heitir Hvalnesströnd allt
inn í Hvalneskrók við fjarðarbotn. Upp frá
henni eru tvær dalhvilftir, Tóttárdalur og
Garðsárdalur, sem samnefndar ár falla niður
úr. Byrgitangi er milli Álaugarár og Tóttár og
inn og upp frá honum Illumýri og Illumýr-
arstapi í sjó, en Tómagil innan við. Tóttárdalur
er vestan við Lambafell en inn og upp af hon-
um er Hádegistindur (861 m), eyktamark frá
Stöð, og niður af Hrafnahnjúkar efri og neðri.
Hádegistindur er sama fjall og Snæhvamms-
tindur í Breiðdal. Mór var sóttur í Tóttárdal
frá Hvalnesi og gengin Skágata um Skágötu-
botn og efst í Ræningjabotni til bæjar. Upp af
miðjum Garðsárdal er Merkitindur en innan
við Dýjatindur og austur úr honum gengur mjó
öxl sem skilur milli Garðsárdals og Fossdals.
Nautastígur liggur úr Fossdal norðan í fjalls-
öxlinni yfir á Geldsauðahjalla á Garðsárdal,
þar sem fyrrum var heyjað. Kúahjalli er neðan
kletta og var oftast farinn milli dala.
Ógurleg landsynningsveður
Veðursælt má almennt teljast í Stöðvarfirði,
einkum sleppa menn vel við norðanátt, því að
þá getur verið nánast logn á Stöðvarfirði þótt
hart blási í næstu fjörðum. Öðru vísi er þessu
farið með suðaustanveður sem standa af fjalli
og geta orðið feikna hörð á vissum stöðum í
firðinum. Magnús Bergsson dregur upp litríka
mynd af slíkum óveðrum í sóknarlýsingu sinni
1839, sem hér verður gripið niður í (s. 448):
„Harka og afl þessara veðra er framúrskar-
andi og ógurlegt, þau taka fjörðinn frá ysta til
innst í einlægt rok upp á móts við tinda, flytja
stundum steina úr stað, sem eru meðalmanns
tak, rykkja jafnvel hálffreðnum þökum af hús-
um, kippa króm og hjöllum frá veggjum og en-
dog rífa naglföst borð af húsaræfrum. Um afl
og óstjórn veðra þessara eru margar sögur,
sem ótrúlegar virðast mættu, hvörra hér verð-
ur ei getið.“
Í Fossá eru margir fossar nafnlausir og tek-
ur þar einn öðrum fram. Upp af er Fosshlíð
með götuslóða í átt að Fossdalsskarði, sem raf-
lína liggur um, en Fanndalsskarð er litlu utar.
Timburgatnaskarð er innar, milli Timbur-
gatnatinds ytri, öðru nafni Nóntinds, og Timb-
urgatnatinds innri. Nóntindur er eyktamark
frá Stöð, allhár utanvert en lækkar inn að
Timburgatnaskarði. Norður af gengur Nóngil
djúpt og mikið niður í Stöðvardal og hefur skil-
að af sér Nónurð. Innan við hana er allstórt
svæði kallað Hvalnessel, gilskorið land undir
Selbrúnum og nær að Innsta-Selgili. Selstaða
var þar fram yfir 1800 og skömmu fyrir 1840
bjó þar í eitt eða tvö ár með dætrum sínum
tveimur Ástríður Eiríksdóttir ekkja eftir Jón
Þorsteinsson vegghamar sem fengið hafði leyfi
til að byggja á selinu. (Sóknalýsingar, s. 454.
Minnisblað frá Önnu Þorsteinsdóttur frá Ós-
eyri 2001). Stöðvará hefur fyrir alllöngu brotið
niður tætturnar. Innan við Selgil eru Eyrar
með ánni, Langahlíð upp af þar sem selið stóð
og liggur Skágata upp hlíðina að Lönguhlíð-
arklettum neðan undir hamraflugum Breiða-
tinds. Tvö gil, Tvígil, eru innan við Lönguhlíð
og Stórilækur gegnt Brennistöðum fellur nið-
ur af Stórulækjarbrúnum. Kistufjall (Lágafjall
í sóknarlýsingu, s. 435) er ofar og nær að
Gunnarsskarði utan undir Gunnarstindi.
Gunnarsnafnið er rakið til smala á Árnastöð-
um í Breiðdal en hann var í tygjum við stúlku í
Hvalnesseli. Spann hún band yfir skarðið og
kippti í þegar hún vildi hitta elskhuga sinn.
Þetta var áður farsími kom í brúk. (Halldóra
Dröfn Hafþórsdóttir í Múlaþingi 24). Þar niður
af er hlíðin mjög gilskorin en grasflákar inn
með Stöðvará og heita Hrútabotnar. Úr því
þrengist um, áin komin í gil og fer að draga í
dalstafn. Tveir uppháir tindar eru innan við
Gunnarstind, heita til samans Klofatindur, og
innan við er hvilft í fjalli nefnd Þúfutindsdalur
og Þúfutindur hár kollur innan við hann. Stytt-
ist þá í Jökultind (sjá ramma).
Jökultindur og grennd
Jökultindur líkist glæstum píramída þar
sem hann rís upp af hásléttu í um 1000 m hæð
rétt inn af stafni Stöðvardals. Tindurinn er þrí-
strendur, skriðurunninn til hálfs en síðan taka
við blágrýtishamrar, eitt hraunlag af öðru að
hátindi. Nálgast má Jökultind úr öllum áttum
en einna styst er að honum af Reindalsheið-
arvegi eða aðeins um 2 km úr Reindalsheið-
arskarði og liggur þá leiðin út Eggjar framhjá
tindunum Njáli og Beru. Einnig er þangað
hindranalaus leið inn úr Stöðvardal, um 11 km
vegalengd í loftlínu frá Stöð að tindi og 1100 m
á fótinn á þeirri leið. Auðveldast er að ganga á
sjálfan tindinn að suðaustan, þeim megin sem
snýr að Stöðvarfirði, en príla þarf þar upp
nokkur klettahöft. Ekki liggja nú teljandi jök-
ulfannir við tindinn en þó er einhver ís undir
urð að norðvestan og þar niður af allhár urð-
arrani. Þetta er ólíkt því sem Magnús Bergs-
son dregur upp mynd af í sóknarlýsingu sinni
1839, en þar segir hann m. a. (s. 436):
„Við byggð eru öngvir jöklar í sókn þessari
en ofan með Jökultindi austan megin hans, upp
af vestanverðum stafni Stöðvardalsins, liggur
Jökultangi sem er áfastur breiðri jökulsléttu
er liggur þar norður af og sést ei framan úr
byggðinni; úr þessari jökulsléttu ganga fleiri
tangar, einn fram undir Þúfutind að vestan og
annar austur af henni fram á brýr eins afdals
er skerst upp og vestur í fjöllin úr vestanverð-
um stafni Fáskrúðsfjarðar. Þessi jökull er eng-
inn eiginlegur jökull heldur einungis tilorðinn
af gömlum snjógaddi er samfrosið hefur ár af
ári og ei náð að þiðna á sumrum; hann hefur
því engar byltingar eður gang né heldur neinn
merkjanlegan vöxt, hann er sléttur að ofan og
vel gengur en einungis sprungóttur í töngun-
um sem líkast til kemur af því að vatnið gjörir í
hann grafninga af því það rennur þar á honum
í meira hallanda.“
Magnús Bergsson var rómaður göngumað-
ur, heilsugóður og fór fótgangandi um sókn
sína fram um nírætt. Af ofangreindri lýsingu
verður ekki betur séð en hann hafi komið að
Jökultindi, svo greinargóð er frásögnin. Afdal-
urinn sem hann getur um er líklega Jökuldalur
austan Tungudals í Fáskrúðsfirði en suður af
Jökultindi hallar niður í Tinnudalsdrög.
Ljósmynd/Hjörleifur Guttormsson
Kambanes, suðurhluti Stöðvarfjarðar og Stöðvardalur inn af.
úlnadalur og Lambafell. Í fjarska sést Hvarf, Papey og Hvalneshorn.
Höfundur er náttúrufræðingur.g innan við það Hvalnessel. Breiðatindur og Kistufjall.
Drangurinn Karl við vegamót að Heyklifi sunn-
an Stöðvarfjarðar.