Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 15 MYNDLIST Englaborg, Flókagötu 17: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 26.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Tryggvi Ólafsson, Olga Pálsdóttir og Emil Þór Sigurðsson. Til 9. júní. Galleri@hlemmur.is: Björk Guðna- dóttir. Til 26.5. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Markús Þór Andrésson. Til 2.6. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Helgi Þorgils. Til 2.6. Gallerí Reykjavík: Alda Ármann Sveinsdóttir. Til 31.5. Gallerí Skuggi: „My name is Þorri but they call me Elvis.“ Til 2.6. Gallerí Sævars Karls: Tígurinn og ís- björninn. Til 26.5. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Til 28.7. Hafnarborg: Loftur Guðmundsson ljósmyndir. Elías B. Halldórsson. Til 3.6. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. Hús málaranna, Eiðistorgi: 10 mynd- listarmenn. Til 31.5. i8, Klapparstíg 33: Ólafur Elíasson. Til 22.6. Íslensk grafík: Asta Rakauskaite. Listasafn Akureyrar: Rússnesk myndlist 1914-1956. Til 26.5. Listasafn ASÍ: Guðbjörg Lind Jóns- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Til 30.6. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Listasafn Íslands: Rússnesk myndlist. Til 16.6. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað- ir: Mary Ellen Mark. Kínversk sam- tímalist. Til 2.6. Myndir úr Kjarvals- safni. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Ljóða- og höggmyndasýning. Til 30.6. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: Dröfn Guðmundsdóttir og Hrönn Vil- helmsdóttir. Til 4.6. Mokkakaffi: Aaron Mitchell. Til 9.7. Norræna húsið: Púslusving - Innsetn- ingar og myndbandsverk. Til 26.5. Siri Derkert. Til 11.8. Nýlistasafnið: Hollenski listamaður- inn Aernout Mik. Til 30.6. Skálholtsskóli: Kristín Geirsdóttir. Til 1.7. Stöðlakot: Hulda Jósefsdóttir. Til 9.6. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Styrktartónleikar. Kl. 14. Sunnudagur Grafarvogskirkja: Vortónleikar Graf- arvogskirkju. Kl. 17. Salurinn: Spænski gítarleikarinn Jos- ep Henríques. Kl. 20. Tónlistarskólinn í Garðabæ: Elín Halldórsdóttir sópran. Richard Simm píanó. Kl. 20. Mánudagur Dómkirkjan í Reykjavík: Fagottería. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Jón Oddur og Jón Bjarni, lau. Með fulla vasa af grjóti, lau., fös. Hollendingurinn fljúgandi, sun. Virginía Woolf, lau. Veislan, sun., fim. Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu, fös. Boðorðin 9, sun. Með vífið í lúk- unum, lau. And Björk of course, sun. Fyrst er að fæðast, lau. Píkusögur, sun., fim. Gesturinn, lau., fös. Nemendaleikhúsið: Sumargestir, þrið., mið. Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta, lau. Sellófon, lau., sun., þrið., fim. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, menning/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd- sendir: 5691222. Netfang: menning- @mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U M EISTARI Teruhisa Fukuda shakuhaci flautuleikari frá Jap- an er kominn til landsins ásamt eigin- konu sinni, shamisen- leikaranum Shiho Kineya. Þau eru gest- ir Listahátíðar og leika á tónleikum á Hafn- arhússkvöldi á sunnudagskvöld kl. 20 með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara. Shiho Kineya er sérstakur gestur á tónleikum Kol- beins og Fukudas. „Einhver spurði mig að því um daginn hvernig væri að stilla svona saman hinni háþróuðu silfur-þverflautu og frumstæðri bambusflautu frá Japan,“ segir Kolbeinn. „Því er til að svara, að okkar vest- ræna flauta er afar frumstætt hljóðfæri mið- að við japönsku shakuhachi-flautuna en ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða ekki troðinn undir … Shakuhachi- flautan ræður yfir ótrúlegum tjáningarmætti og Teruhisa Fukuda er einn snjallasti shak- uhachi-blásari sem nú er uppi.“ Tónlistin ávöxtur samstarfs Árið 1999 pantaði Fukuda fjögur tónverk fyrir shakuhachi og vestrænar flautur af jap- önskum tónskáldum. Þessi verk frumflutti hann ásamt Kolbeini á tónleikum í Tókýó í maí árið 2000. Þau eru öll á efnisskrá Listahátíðartónleikanna. Þeir frumflytja einnig nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, og leika rúmenskt verk Over Time, eftir Doina Rotaru en hún er eitt virtasta núlif- andi tónskáld Rúmena. Í því verki kemur hin rúmenska hjarðflauta, fluier, einnig við sögu. Japönsku verkin fjögur sem samin voru fyrir þá félaga árið 2000 eru Breath on Call- igraphy eftir Atsuki Sumi, Kage eftir Ken Nunokawa, Différance eftir Yoshihiro Nak- agava og Chromosphere eftir Koji Kaneta. Auk þessa leika japönsku hjónin þjóðlega japanska tónlist fyrir shamisen og shak- uhachi, en shamisen er þjóðlegt strengja- hljóðfæri, mikið notað í Kabuki-leikhúsinu. Leikur á hljóðfæri frá 17. öld Teruhisa Fukuda segir að shakuhachi- flautan eigi sér langa sögu. „Shakuhachi- bambusflautan kom til Japans frá Kína fyrir um 1.200 árum. Hún hefur alltaf verið tengd andlegri iðkun, bæði Búddamunkum, en ekki síður samúræjum, en eldri og atvinnulausir samúræjar spiluðu gjarnan á shakuhachi- flautuna og þóttu mjög flinkir. Hljóðfærið sem ég sjálfur leik á er frá Edo-tímanum sem hófst um 1600. Shakuhachi-flautan og evrópska flautan eru mjög ólíkar og hugs- unin í tónlistinni annars konar. Meðan Evr- ópumenn hugsa tónlist sína í mismunandi tónum, ólíkum að gerð, er tónlist shakuh- achi-flautunnar hugsuð sem aðeins einn tónn í ótal blæbrigðum. Hljóðfærið hefur alltaf verið tengt tilfinningum mannsins og því andlega; það var til dæmis aldrei notað í neins konar herhljómsveitum, lúðrasveitum eða við einhverjar athafnir; – heimur þess er það sem býr innra með okkur.“ Fukuda segir hina hefðbundnu tónlist shakuhachi-flaut- unnar ekki beinlínis eins og spuna eða improvisation, heldur sé hugtak flautuleiks- ins miklu víðara þótt það sé vissulega tengt augnablikinu. Öldum saman var tónlist flaut- unnar til, en aldrei skrifuð á blað. Þetta var list sem menn lærðu hver af öðrum, og til voru þekkt lög sérstaklega ætluð til leiks á shakuhachi. En svo gekk nútíminn í garð. „Á Megi tímanum sem stóð frá 1868–1923 fóru menn að skrifa nótur fyrir fyrir shakuhachi- flautuna. Þá var þó mestmegnis verið að skrá þau lög sem til voru og jafnvel að útsetja þau. Það var ekki fyrr en löngu seinna, þegar japönsk tónskáld fóru að sækja menntun sína til Evrópu og evrópsk áhrif að berast til Japans, að farið var að semja tónverk fyrir hljóðfærið. Hugmyndin um sérstaka tónsmíð samda fyrir hljóðfærið var einfaldlega ekki til fyrr. Það var ekki fyrr en fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum að farið var að semja slík tónverk.“ Ótrúleg litbrigði Árið 1967 frumflutti Fílharmoníuhljóm- sveitin í New York hið margfræga tónverk, November Steps fyrir shakuhachi, biwa (jap- anskt strengjahljóðfæri) og hljómsveit eftir Toru Takemitsu. Síðan þá hafa hinir dáleið- andi tónar shakuhachi-flautunnar heillað Vesturlandabúa. Aðalsmerki shakuhachi- flautunnar eru gríðarleg dýnamísk breidd og ótrúlegustu litbrigði. Sannur shakuhachi- leikur sameinar himneskan innblástur jarð- bundnum ástríðum. „Shakuhachi-flautan er vinsæl enn í dag, og mér virðist hún sækja í sig veðrið ef eitthvað er, því nú er hún æ oft- ar farin að hljóma utan Japans.“ Shiho Kineya segir strengjahljóðfæri sitt, shamisen, ekki alveg á sama stalli og shak- uhachi-flautuna. „Það er ekki jafn mikið samið af nýjum verkum fyrir shamsien og shakuhachi-flautuna, en þó er það eitthvað að færast í vöxt. Ég er til dæmis á leiðinni til Frakklands í janúar í næsta ári að frumflytja verk eftir japanskt tónskáld, samið fyrir shamsien og óbó.“ Kolbeinn Bjarnason segir samvinnuna við Fukuda hafa verið einstaka. „Ég hef aldrei unnið með manni sem vinnur svona spontant. Tónlistin sem við erum að leika eru nátt- úrulega öll skrifuð á nótur, en ég hef aldrei heyrt hann spila eina einustu nótu þannig að maður finni að hún sé skrifuð á blað. Hann lifir í augnablikinu sem hann spilar og tón- listin kemur frá hjartanu.“ Dagblaðið Washington Post lýsti shakuh- achi-leik Teruhisa Fukuda meðal annars með þessum orðum: „Hljóð náttúrunnar samofin tilfinningatjáningu mannsins … áköf og ein- læg hugleiðsla öndunarinnar … skjálfandi hvískur … skerandi óp bambussins … mun- úðarfullir og rakir tónar … “ Teruhisa Fukuda er einn helsti núlifandi meistari shakuhachi-flautunnar. Hann fædd- ist í Nagano árið 1949 og nam list sína hjá Baizan Nakamura og Kohachiro Miyata. Auk þess að leika hefðbundna tónlist hefur hann unnið mikið með japönskum tónskáldum og frumflutt verk þeirra. Hann hefur leikið ein- leik með þekktum japönskum hljómsveitum og hljómsveitum í Evrópu og Asíu og verið fulltrúi lands síns á tónlistarhátíðum víða um heim. Leikur hans hefur verið gefinn út á mörgum geisladiskum. Kolbeinn Bjarnason stundaði framhalds- nám í flautuleik hjá Manuelu Wiesler í Sviss, í Hollandi og Bandaríkjunum þar sem hann lagði einnig stund á shakuhachi-nám. Hann hefur frumflutt fjöldamörg verk íslenskra og erlendra tónskálda og komið fram í Ameríku, Evrópu og Japan. Leikur hans hefur verið gefinn út hjá íslenskum, dönskum, ítölskum, hollenskum hljómplötuútgáfum og um þessar mundir kemur út hjá Bridge Records í New York fyrsta heildarútgáfa af flaututónlist Brians Ferneyhough í flutningi Kolbeins. Hann stofnaði CAPUT ásamt Guðna Franz- syni árið 1987 og hefur ásamt honum verið listrænn stjórnandi hópsins frá upphafi. Kol- beinn hefur lagt sérstaka rækt við japanska nútímatónlist. Tónleikarnir í Hafnarhúsinu verða sem fyrr segir annað kvöld kl. 20. Stefnumót vestrænnar og japanskrar flautu á tónleikum á Listahátíð Morgunblaðið/Kristinn Kolbeinn Bjarnason, Shiho Kineya og Teruhisa Fukuda leika á tónleikum í Hafnarhúsinu annað kvöld. SHAKUHACHI-HLJÓÐ- FÆRI SAMÚRÆJANNA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.