Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002
ÚT er komin ný ævisaga um
bandaríska rithöfundinn Ralph
Ellison, en um er að ræða fyrsta
ritið þar sem ævi þessa merka
höfundar eru gerð skil. Bókin er
eftir bók-
mennta-
prófessorinn
Lawrence Pat-
rick Jackson og
nefnist Ralph
Ellison: Emerg-
ence of Genius
(Ralph Ellison:
Snillingur verð-
ur til). Þar er sjónum beint að
fyrri hluta ævi Ellisons, fram til
þess að hann gaf út sína fyrstu og
einu fullgerðu skáldsögu, In-
visible Man (Ósýnilegi maðurinn).
Auk greinaskrifa af ýmsu tagi lét
Ellison eftir sig ófullgert skáld-
verk sem gefið var út að honum
látnum undir heitinu Juneteenth,
árið 1999.
Ralph Ellison var blökkumað-
ur, fæddur í Oklahoma-ríki í
Bandaríkjunum árið 1913. Hann
þótti snemma efnilegur nemandi
og hlaut m.a. styrk til að stunda
tónlistarnám og sækja háskóla.
Síðar fluttist hann til Harlem í
New York þar sem Ellison kynnt-
ist skáldinu Langston Hughes og
naut leiðsagnar hans. Í New York
komst Ellison í kynni við helstu
hugmyndafræðilega strauma og
stefnur og sendi skáldsöguna In-
visible Man frá sér árið 1952 eftir
að hafa unnið að henni í sex ár.
Bókin hlaut góðar viðtökur og
vann höfundurinn til bandarísku
bókmenntaverðlaunanna, Nation-
al Book Award, fyrir verkið. Bók-
in hefur æ síðan þótt lykilverk í
baráttu blökkumanna fyrir rétt-
indum og virðingu í fordómafullu
samfélagi.
Það að ítarleg ævisaga um líf
og skrif Ralphs Ellisons skuli ekki
hafa verið skrifuð fyrr þykir
mörgum bera vitni um að arfur
þessa brautryðjanda í bók-
menntum bandarískra blökku-
manna hafi verið stórlega van-
ræktur. Á næsta ári er þó von á
annarri ævisögu um Ralph Ell-
ison, sem Arnold Rampersad
vinnur að, en þar verða ævi
skáldsins í heild gerð skil.
Innlegg í Ibsen-rannsóknir
Í aprílmánuði kom út á vegum Ib-
sen-safnsins bókin Streiflys
(Brigðljós) eftir Per Kristian
Heggelund Dahl, sem inniheldur
fimm fræðigreinar um norska
leikskáldið Hen-
rik Ibsen. Grein-
arnar hafa allar
birst áður en
koma nú út í
endurskoðaðri
mynd. Þar leit-
ast Heggelund
Dahl við að
varpa ljósi á lífs-
þætti sem kunna að hafa mótað
Ibsen og sett mark á skrif hans.
Rannsóknir sínar byggir Dahl á
varðveittum heimildum allt frá
einkabréfum og bókhalds-
gögnum til teikninga eftir skáld-
ið.
Meðal þátta sem greinarnar
fjalla um eru árin sem Ibsen bjó í
höfuðstaðnum Christianiu milli
1857 og 64, tímabilið sem skáldið
bjó í Skien og Grimstad, og ut-
anför Ibsens árið 1864. Að mati
gagnrýnanda norska dagblaðsins
Aftenposten er bókin mikill feng-
ur fyrir Ibsen-fræði, ekki síst þau
sem lúta að því að varpa ljósi á
hina óræðu persónu þessa merka
leikskálds. Þar kemur fram að
Heggelund Dahl einbeitir sér þar
fyrst og fremst að ítarlegum
grunnrannsóknum, sem Ibsen-
fræðingum framtíðarinnar er lát-
ið eftir að túlka enn frekar og
setja í samhengi.
ERLENDAR
BÆKUR
ÆVI RALPHS
ELLISONS
Henrik Ibsen
Ralph Ellison
N
ú er heimurinn beintengd-
ur við mikinn mannfagn-
að lengst austur í Asíu og
fær heilbrigða útrás fyrir
allrahanda tilfinningar í
óendanlegum tilbrigðum.
Þar er sorg og gleði,
hrifning og hneyskslan,
áhugi og áhugaleysi, unaður og óánægja, list
og lágkúra, svo eitthvað sé nefnt.
Fótboltinn er mikið þing sem getur bæði
sameinað og sundrað, stuðlað að friði og valdið
stríði. Förum því gætilega í að alhæfa um fót-
boltann og allt tilstandið sem fylgir honum.
Undanfarið hef ég verið að kíkja á leik og
leik á HM í dægilegri framreiðslu Sýnar,
fylgjast með úrslitum, hlera eftir greiningu
sérfræðinga, finna til með dramatíkinni, njóta
snilldar og láta leikaraskap og jafnvel rót-
arskap einstakra leikmanna angra mig.
Það er stundum verið að hnýta í íþrótta-
fréttamenn fyrir slælega meðferð móðurmáls-
ins, en ég verð að segja að mér virðist mál-
notkun í þessari stétt manna fullboðleg og oft
ríflega það. Að minnsta kosti „svona heilt yf-
ir“, svo ég noti einn hinna furðulegu og land-
lausu frasa sem Gaui hans Þórðar á Hliði hef-
ur innleitt í málið, en hann er sá allra sleipasti
sem ég hef heyrt til í þessum fræðum. Vita-
skuld sitja menn tungumálið misfallega, en þó
ekkert verr en almennt gerist hjá frétta- og
blaðamönnum.
Annars furða ég mig mest á einstaka hug-
tökum og heitum. Það á einkum við um ýmsar
stöður leikmanna á vellinum, en líka nafngiftir
á borð við „hjartað“, sem Guðjón frá Hliði not-
aði að því er virtist um markteiginn. Þá er
jafnfurðulegt að heyra að gamall brandari frá
Hemma Gunn hafi öðlast sjálfstætt líf og
merkingu, en það er „að fagna að hætti húss-
ins“, sem ég er reyndar aldrei alveg viss um
hvað þýðir.
Þegar ég var að læra að sparka bolta uppi á
Skaga laust eftir miðja síðustu öld hétu stöð-
urnar nöfnum á borð við „fúllbakk“, „haffsent“
og „senter“, og merkingin var ljós. Sá sem var
rangstæður í „fótara“ var sagður „sæt“, sem
vitaskuld var afbökun á ensku skilgreining-
unni „off side“, og þannig mætti áfram telja.
Í vikunni heyrði ég nýtt stöðuheiti, „djúpi
miðjumaðurinn“. Það var talað um að djúpi
miðjumaðurinn væri kominn í markið og þótti
slæmt fyrir annað hvort liðið. Ekki veit ég
hvort djúpur miðjumaður á að liggja fram-
arlega eða aftarlega á vellinum, eða hvort
hann er bara öfgalaus og djúpúðugur leik-
maður, og þess vegna sá gáfaðasti á miðjunni.
Það rímar a.m.k. við gamla þjóðsögu um að
varnarmenn væru allajafna gáfaðri en sókn-
armenn.
Miðjumaðurinn djúpi. Er til hljómfegurri
staða á vellinum? Þetta aðlaðandi stöðuheiti
kveikti alltént löngun mína til að djúpir miðju-
menn, þ.e. öfgalausir og djúphugulir einstak-
lingar, létu sjá sig í stjórnmálunum. Mér virð-
ist brýn þörf á því í þeirri kosningabaráttu
sem nú er skyndilega búið að flauta á, þegar
oddvitar ríkisstjórnarinnar eru komnir í
skýrslustríð vegna EB. Dómari í þeim leik er
kjósandinn. Honum er skylt að spjalda stjórn-
málamenn sem berjast ódrengilega eða eru
með leikaraskap.
Þá er ekki síður þörf fyrir djúpan miðju-
mann á öðrum vígvelli, á HM í kjarnorkuvopn-
anotkun sem halda á í Kasmír. Þar bíða tvö
fullbúin lið þess að átökin verði flautuð á.
Verður einhver til að dæma þann leik? Verður
einhver eftir á varamannabekknum til að leysa
þá af sem falla? Má ég frekar biðja um fót-
bolta alla daga ársins.
FJÖLMIÐLAR
MIÐJUMAÐURINN DJÚPI
Fótboltinn er mikið þing
sem getur bæði sameinað
og sundrað, stuðlað að
friði og valdið stríði.
Á R N I I B S E N
ÉG TEL að 10 ára aldursmunur sé
hámarkið í samböndum. Ég veit að
margir eru ósammála mér í þessu en
ég tel að manni komi betur saman
við fólk á sama aldri og maður er
sjálfur. Ég er fimmtug og mig hryllir
við þeirri tilhugsun að maðurinn
minn væri 15–20 árum eldri en ég.
Ég vinn á elliheimili, ég myndi ekki
vilja koma heim til eiginmanns á
sama aldri og fólkið sem ég er að
annast!
Ég giftist manni sem er 20 árum
eldri en ég. Til að byrja með skipti
aldurinn engu máli, við vorum bæði
mjög mikið saman í sprotinu, við
skokkuðum, fórum á skíði og hann
var mjög virkur í kynlífinu. Í dag er
hann kominn á eftirlaunaaldur (sex-
tugur) og ég á enn eftir 20 ár á
vinnumarkaði. Hann er farinn að
eldast og heldur engan veginn í mig
lengur. Við stöndum reyndar í skiln-
aði vegna þessa. Þetta samband
hefur kennt mér mikið og ég verð að
segja það að aldur skiptir máli! Ef
hann skiptir fólk ekki máli í dag þá
kemur að því einn góðan verðurdag.
Sambönd
Femin
femin.is
Saga bösksins
Varði Goes Europe er bráðsmellin
en mjög hrá ferðamynd sem lýsir
ferð gítarleikarans Hallvarðar til Evr-
ópu til að „böska“ á götum stór-
borga þar, þ.e. spila og fá borgað
fyrir. Megintilgangur hennar er að
festa á filmu það sögulega augna-
blik þegar „böskið“ var í hnignun og
jafnvel að deyja, eftir blómaskeið á
7. og 8. áratugnum, m.a. vegna of-
sókna lögreglu. Aldrei hafði ég heyrt
hugtakið „bösk“ áður en ég sá þessa
mynd og því reyndist hún mjög fróð-
leg, auk þess að vera mjög fyndin.
Myndin hefst hér á landi, Varði
húkkandi far til Seyðisfjarðar. Varði
sjálfur er greinilega eins konar and-
hetja, ekki mikill fyrir mann að sjá
og jafnvel erfitt að heyra í honum
stundum, svo dauflegur er hann.
Greinilega bjartsýnismaður þó, úr
því að það hvarflar að honum að
svona megi draga fram líftóruna.
Hann hittir mann á leið austur sem
segir honum að finna Leo Gillespie
sem sé konungur bösksins. Allur
fyrsti hluti myndarinnar er eins kon-
ar spennumynd þar sem Varði flakk-
ar um í leit að Gillespie. Fyrst er
hann í Færeyjum og hittir þar KK
sem reynist þekkja Leo Gillespie líka,
enda reynist fyrri maðurinn bróðir
hans. Ákveðin fyndni felst í því að
síðar er minnst á KK á ensku og er
hann þá kallaður ká ká en ekki kei
kei. Í Færeyjum hlustar hins vegar
enginn nema tveir rónar á Varða og
félaga hans Eirík Norðdahl spila á
götum. Lítill jarðvegur fyrir „bösk“
þar.
áj
Múrinn
murinn.is
Morgunblaðið/Ómar
Beðið eftir vagninum.
ALDURSMUNUR Í
HJÓNABÖNDUM
IÍ Lesbókinni í dag er viðtal við áströlsku söngkon-una Robyn Archer sem jafnframt er stjórnandi
listahátíða víðsvegar um heimaland sitt. Hún var
stödd hér á landi nýverið til að kynna sér Listahátíð í
Reykjavík og íslenska list í víðara samhengi. Hefur
hún viðað að sér heilmiklu efni frá ýmsum listahóp-
um og verður eitthvað af því kynnt á listahátíðum í
Ástralíu. Þá bendir hún í viðtalinu íslenskum lista-
mönnum á að gera sér tilboð og senda sér efni.
Ekki þarf að taka fram að Archer er aufúsugestur
á Íslandi. Ástæðan er einföld: Íslenskur listheimur
er afar smár og tækifæri sem listamönnum gefast til
að láta að sér kveða erlendis því kærkomin. Það er
lítilli þjóð alltaf hvatning að fá svigrúm til að tjá sig
á alþjóðavettvangi. Listsköpun er líka félagsleg at-
höfn og því stærri sem markhópurinn er þeim mun
betra.
Íslenskir listamenn hafa raunar oft kvartað und-
an því hve litlu púðri íslensk stjórnvöld eyða í kynn-
ingu á íslenskri list og menningu erlendis. Þeir vilja
ekki bíða eftir því að hinn alþjóðlegi listheimur detti
hér inn í heimsókn, rétt sísvona, heldur dreymir þá
um að bjóða honum hingað. „Við þurfum ekki að
skammast okkar. Við höfum upp á margt að bjóða,“
segja þeir. Mikil gróska er hér á sviði menningar og
lista, gildir þá einu hvort horft er til tónlistar, mynd-
listar, bókmennta, leiklistar eða annarra greina, og
vitaskuld hafa listamennirnir sitthvað til síns máls.
Þótt listir, í breiðum skilningi þess orðs, hafi kannski
rutt sér seint til rúms hér á landi eiga Íslendingar
sér um margt óvenjulega sögu. Sögu sem á erindi við
aðrar þjóðir. Listamenn sem eiga erindi við aðrar
þjóðir – í sumum tilvikum brýnt. Er ekki tímabært
að móta heilsteypta stefnu í þessu efni? Marka spor.
IISóknarfærin liggja meðal annars í samstarfi viðerlendar listahátíðir. Það var því ánægjulegt að
einn af stærstu viðburðum nýliðinnar Listahátíðar í
Reykjavík var flutningur á Brúðkaupinu eftir Strav-
inskíj í samvinnu við listahátíðina Festival Musica
’900 í Trento á Ítalíu. Verður flutningurinn end-
urtekinn ytra í nóvember næstkomandi.
IIIÞetta er fyrsta samstarfsverkefni Íslands og Ítal-íu af þessu tagi en vonandi vísir að einhverju
meiru er fram líða stundir. Sambönd af þessum toga
geta verið ómetanleg til lengri tíma litið. Það er líka
ánægjulegt að um suður-evrópska þjóð er að ræða en
oftar en ekki hefur samstarf Íslendinga á sviði lista
verið á vettvangi frændþjóða. Ekki svo að skilja að
það beri að harma. Þvert á móti. En breidd er styrk-
ur.
Samstarf menningarborganna níu árið 2000 gaf
líka ágæta raun, þótt samstarfsviljinn væri mismik-
ill eftir borgum. Þar reis þó grunnur sem byggjandi
væri á til framtíðar, hvort sem téðar borgir eða ein-
hverjar aðrar koma þar að málum.
NEÐANMÁLS