Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 13 KLÁM, skyndibitar og kvik- myndir eru meðal viðfangsefna þeirra fjögurra listamanna sem tilnefndir eru til Turner- verðlaunanna í ár. Verðlaunin nema um 2,6 milljónum króna og eru þau hæstu sem veitt eru innan breska lista- heimsins. Þau þykja jafnan nokkuð um- deild, en meðal verka Martin Creed, sem vann Turner-verðlaunin á síð- asta ári, má nefna tómt gallerí þar sem kveikt var og slökkt á ljósum til skiptis. Að þessu sinni eru það lista- mennirnir Fiona Banner, Liam Gillick, Keith Tyson og Cather- ine Yass sem hafa verið tilnefnd og þykja verk þeirra ná yfir mjög breitt svið. Banner skapar m.a. þrívíðar innsetningar, en er hvað þekkt- ust fyrir að skrá á stóra striga túlkun sína á því sem hún sér í kvikmyndum. Á einni sýningu bauð hún þannig sýning- argestum upp skrásetningu sína á klámkvikmynd. Verk Gillicks, sem er yngstur listamannanna, hafa hins vegar mikið verið unn- in sem innsetningar úr plex- igleri, áli og við og vill hann þar með vekja upp spurningar um hið manngerða umhverfi okkar. Tyson er þá hvað þekktastur fyrir vélskúlptúra sína sem m.a. hafa byggt á skyndibitafæði og Yass fyrir líflegar og skærlit- aðar ljósmyndir. Turner-verðlaunin eru, líkt og áður sagði, nokkuð umdeild og hafa m.a. verið gagnrýnd fyrir að sniðganga „hefð- bundna“ listsköpun. Að mati Stephen Deuchar, framkvæmd- arstjóra Tate er það þó ekki hlutverk verðlaunanna að sýna þversnið nútímalista í heild sinni. „Turner-verðlaunin […] draga athygli manna að fram- úrstefnulegri list,“ segir Deuch- ar. Ævintýraleg list í Óðinsvéum UNNIÐ er að því að koma skúlp- túrum eftir 17 þekkta danska listamenn fyrir í Óðinsvéum og í nágrenni. Sýningin, sem er að öllu leyti staðsett utandyra, verður formlega opnuð síðar í mánuðinum. En verkunum er ýmist dreift um Ævintýragarð- inn í miðborg Óðinsvéa eða um íbúðarhverfið Vollemose sem er í úthverfi borgarinnar. Sumarskúlptúrsýningar á borð við þessa hafa jafnan verið haldnar í borginni þriðja eða fjórða hvert ár og þykir staðall þeirra verka sem þar eru sýnd að öllu jöfnu mjög hár. Í ár er listræn stjórnun sýn- ingarinnar í höndum mynd- höggvarans Elisabeth Toubro og hefur hún valið verk lista- manna sem bæði vinna í hefð- bundna miðla sem og með miðla á borð við ljósmyndir, mynd- bandsverk og innsetningar. En meðal þeirra sem verk eiga á sýningunni má nefna Torben Ebbesen, Thomas Bang, Kristen Ortwed og Finn Reinbothe sem unnið hafa stök verk fyrir sýn- inguna. Á meðan að yngri lista- menn á borð við þá Cai Ulrich von Platen og Jørgen Carlo Lar- sen vinna hins vegar tveir og tveir saman. Klám og skyndibitar vekja athygli Turner-dómara Eitt verka Fionu Banner. ERLENT Ý MISLEGT spennandi má sjá í söl- um Kjarvalsstaða frá og með deginum í dag, þegar sumarsýn- ing Kjarvalsstaða er hafin. Á sýningunni gefur að líta verk tæplega fimmtíu listamanna og eru þau dagsett allt frá árinu 1927 til síðasta árs. Þetta rúm- lega sjötíu ára tímabil býður að sjálfsögðu upp á mikla breidd í framsetningu og túlkun á viðfangs- efnum og unnt að sjá svipaðar hugmyndir settar fram með ólíkum hætti. Hinn sameiginlegi þráður í verkunum á sumarsýningunni að þessu sinni er maður og borg, upplifun listamannsins á borg- arlandslaginu, götum, húsum og borgarlífinu, sem og sambýlinu við annað fólk, samkennd, ein- manaleika, hópkennd og einstaklingshyggju. Klisjan um París Hver listamaður á sýningunni nálgast þemað á sinn hátt, en verkin bera einnig merki þess tíð- aranda sem þau eru sprottin úr. Þannig er til dæmis athyglisvert að bera saman elsta verkið á sýningunni, hina þekktu styttu af Nótt í París eft- ir Ásmund Sveinsson frá árinu 1927, og eitt af þeim yngstu, Ljóskur í París, eftir Bjargeyju Ólafsdóttur, og sjá hin ólíku tök á því náskylda viðfangsefni sem endurspeglast í titlinum. „Í verkinu mínu er ég einmitt að taka á þessari gömlu rómantík sem er til staðar í kring um París almennt, um myndlistamenn í París og svo fram- vegis,“ segir Bjargey en verkið var einmitt unnið þar á sínum tíma. „Ég dvaldi í Kjarvalsstofu með- an á gerð verksins stóð, gagngert til þess að upp- lifa klisjuna enn frekar. París er frábær og ég er komin í samstarf við galleríið Claude-Samuel þar í borg, þannig að það er langt frá því að ég sé búin með Parísarklisjupakkann.“ Verk Bjargeyjar er skyggnumyndasýning með tónlistarundirleik og fjallar um tvær íslenskar stelpur og drukkin samskipti þeirra við franskan mann. Hún segir að verkið sé í takt við þau verk sem hún hefur unnið að undanförnu. „Verkin mín snerta oft á einhverjum sudda; ofbeldi, drykkju, afbrýðisemi og annarri óáran. Einnig er um leið alltaf fantasía, kaldhæðni og glamúr ríkjandi í verkunum mínum,“ segir Bjargey, en til dæmis fjallar verk sem hún hefur gert um tannlækni sem flýgur og sænska vampýru. „Ljóskur í París fjallar um norrænt fyllerí. Klisjan um norrænu konuna, sem sé alltaf full og uppi í rúmi hjá útlendingum, er tekin fyrir. Svo gerist kannski ekkert milli þeirra, vegna þess að hún er svo full. Þessi klisja er til dæmis eitt af aðal sölutrixum Flugleiða til þess að draga hingað til lands útlenska karla,“ segir listakonan, sem seg- ist ekki komast að neinni sérstakri niðurstöðu í verkinu. „Fólk verður bara að draga sínar eigin ályktanir. Ég kem ekki með neinar lausnir.“ Verkið er fyrsta skyggnumyndasýning Bjarg- eyjar, en síðan hefur hún gert aðra slíka fyrir Nú- tímalistasafnið í Stokkhólmi. Ljóskur í París var keypt af Listasafni Reykjavíkur í vor, en Bjargey gerði verkið árið 1999 fyrir sýningu í galleri- @hlemmur.is. Tónlistina undir myndirnar gerði Kristján Eldjárn gítarleikari. „Ég bað hann að gera tónlist fyrir verkið til að skapa frekari stemmningu. Það má segja að hún sé frekað vír- uð,“ segir Bjargey. „Hún er gerð á rafmagnsgítar og á svolítið skemmtilegan hátt. Það eru tveir diskar sem eru spilaðir, annar með laglínunni og hinn með bassanum. Svo ganga diskarnir saman, þannig að tónlistin virkar eins og tvö tannhjól. Út- koman getur þessvegna verið allavega, og tónlist- in undirstrikar þannig vandræðaganginn í þess- um stelpum á myndunum, sem verkið fjallar um.“ Börn á þríhjólum Verk Þórodds Bjarnasonar á sumarsýningunni ber heitið Takið börnin ykkar með og er innsetn- ing með nokkrum sterklituðum þríhjólum. Ætl- unin er að börn sem sækja sýninguna geti hjólað á þeim um safnið. Verkið er eitt af nýjustu aðkaup- um Listasafns Reykjavíkur, en það var keypt í vor og strax notað í sýninguna. Aðspurður um sínar pælingar varðandi tengsl verksins við þema sýningarinnar, segir Þóroddur að fyrst og fremst sé þetta sýn sem gaman væri að sjá í borg. „Meg- inmarkmiðið er að þetta sé fallegt að sjá. Þegar ég fékk hugmyndina að verkinu fyrir mörgum ár- um snerist hún um þessa sýn að sjá hóp af börn- um hjóla á opnu svæði. Nú hjóla þau um safnið og er frjálst að fara hvert sem þau vilja á hjólunum innan þess. Fólk getur kannski séð sjálft sig í börnunum á ferð um leyndardóma safnsins,“ seg- ir Þóroddur og bætir við að verkið hafi tekist vel þegar það var sett upp í Osló árið 1998. „Ég vona að hérna verði þau líka óhrædd við að taka þátt. Þetta er auðvitað líka ástæða fyrir þau að koma á safnið. Þau geta þá hjólað á meðan foreldrarnir njóta annarar listar.“ Þóroddur segir að verkið sé í anda þeirra við- fangsefna sem hann sé að fást við um þessar mundir, til dæmis um hópa og sameiginleg áhuga- mál. „Þríhjólahópurinn er alveg eins og mótor- hjólaklúbbur, ef maður yfirfærir þetta á full- orðna,“ segir Þóroddur og hlær. „Þeir sem eru í þannig hópum hittast gjarnan í þeim eina tilgangi að hjóla saman um götur borgarinnar eða vegi landsins. Í verkinu mínu er sama stemmningin á ferðinni, nema bara hjá börnum.“ Börn hafa hing- að til ekki verið sérstakt viðfangsefni í verkum Þórodds. „Maður hrífst bara af forminu á þríhjól- unum og litunum,“ segir hann. „Svo reyni ég yf- irleitt að hafa verkin mín opin og flæðandi þannig að þau bjóði fólk velkomin.“ MAÐUR OG BORG, PARÍS OG ÞRÍHJÓL Morgunblaðið/Arnaldur Þríhjól Þórodds Bjarnasonar í verkinu Takið börnin ykkar með, sem börn geta notað að vild. Bjargey Ólafsdóttir við kassann þar sem skyggnumyndasýning hennar fer fram. Sumarsýning Kjarvalsstaða var opnuð í gærkvöldi og kennir þar margra grasa. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR tók púlsinn á sýningunni og ræddi við tvo unga listamenn sem eiga verk á sýningunni, þau Þórodd Bjarnason og Bjargeyju Ólafsdóttur. Nótt í París eftir Ásmund Sveinsson er meðal verkanna á sýningu Kjarvalsstaða. ingamaria@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.