Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 5
S
KÁLDSÖGURNAR Heimsljós
eftir Halldór Laxness og Lífið
er annars staðar eftir Milan
Kundera eru um margt afar
ólíkar, bæði að innihaldi og um-
fangi, sprottnar úr ólíkum
menningarlegum og þjóðfélags-
legum jarðvegi, skrifaðar af
ólíkum höfundum sem eru hvor af sinni kynslóð-
inni, auk þess sem um það bil þrjátíu og fimm ár
skilja þær að: Heimsljós kom út á árunum 1937–
40 og Lífið er annars staðar kom út 1973. En við
nánari skoðun er merkilega margt líkt með
þeim. Leiftrandi frásagnargáfa einkennir þær
báðar, báðar eru á köflum fullar af dálítið grall-
aralegum húmor og báðar eru þær heimspeki-
legar í aðra röndina, glíma við spurningar um
ástina, skáldskapinn, réttlætið og fleira. En það
sem blasir við hverjum lesanda við það eitt að
lesa aftan á bókakápurnar er að aðalpersóna
beggja skáldsagnanna er ljóðskáld, eða kannski
ljóðskáldið með ákveðnum greini, erkitýpa þess
hlutskiptis að vera skáld.
Sögurnar eru hins vegar, eins og áður segir,
sprottnar úr afar ólíkum samfélögum. Annars
vegar er íslenskt sveita- og millistríðsárasam-
félag, hins vegar tékkneskt borgar- og eftir-
stríðsárasamfélag. Önnur gerist og er skrifuð
fyrir síðari heimsstyrjöldina, helförina og Hír-
ósíma, hin er skrifuð og gerist eftir þá hildar-
leiki. Önnur endurómar af dálítið rómantískri
og bernskri bjartsýni þrátt fyrir allt, hin lýsir
grimmúðlegum og grátbroslegum endalokum
ljóðrænna byltingarhugsjóna, jafnvel evrópskr-
ar ljóðlistar sem slíkrar.
Sögur af skáldum
Lífið er annars staðar kom fyrst út árið 1973.
Aðalpersóna bókarinnar er ljóðskáld eða réttara
sagt ungskáld sem heitir Jaromil. Samkvæmt
hefðinni er ljóðskáldið óvenju frumlegur og sjálf-
stætt þenkjandi einstaklingur. Skáldið, og þá
kannski sér í lagi ljóðskáldið, er listamaður sem
fer ótróðnar slóðir í meðferð tungumálsins og
varpar spánnýju ljósi á heiminn og tilveruna. En
strax í upphafi skáldsögunnar læðir Kundera inn
hjá lesandanum þeim óþægilega grun að svo sé
ekki, því í þessu tilfelli er skáldið kallað skáld allt
frá fæðingu, jafnvel getnaðurinn átti sér stað við
ljóðrænar kringumstæður að áliti móður hans.
Hún telur með öðrum orðum að skáldskapargáfan
sé honum meðfædd og Jaromil stendur varla út úr
hnefa þegar hann uppgötvar ákveðin lykilorð í
tungumálinu, eða móðurmálinu í orðsins fyllstu
merkingu, því faðir hans kemur nánast ekkert við
sögu. Móðirin fylgist nákvæmlega með litla ang-
anum sínum og skrifar niður hver einasta orð sem
hrýtur af litlu vörunum hans. Eitt sinn segir Jar-
omil t.d. bálreiður: „Ljóti pabbi lakkrís tók“ og all-
ir klöppuðu honum lof í lofa og síðan segir: „Jar-
omil áttaði sig kannski ekki á því þá hvers vegna
þetta vakti svona mikla lukku, en við vitum hins
vegar að það var stuðlasetningin sem bjargaði
honum frá rassskelli og þannig uppgötvaði hann
að ljóðlistin býr yfir dularfullu kynngimagni.“
Hliðstætt dæmi er að finna á einni af fyrstu blað-
síðum Heimsljóss: „Nú átti Magnína afmæli, og Ó.
Kárason Ljósvíkíngur var fastráðinn að muna
henni hvað hún hafði verið honum góð í vetur.
Hann orti um hana. Hann tók sér húsgánga til fyr-
irmyndar og reyndi að yrkja bæði kent og liðað.
Meðal annars stóðu þessar línur í ljóðinu:
Para sólar dýrust dís,
dýrðarhóla skírust flís.
Hann var svo upp með sér þegar hann hafði
ort ljóðið, að honum fanst sér væri alt fært á
himni og jörðu. Hann var sannfærður um að í
ljóðinu leyndist einhver skáldleg merkíng þó
það væri torskilið á yfirborðinu.“1 Hún bregst að
vísu illa við og þetta er sár reynsla fyrir skáldið
unga, en það spyrst út í sveitinni að hann sé
skáld og ekki löngu síðar vinnur hann sér það til
lífs að yrkja ástarljóð í orðastað annars bróð-
urins, Nasa, til að ná ástum yngismeyjarinnar
Jönu. Nasi greyið hafði þá reynt og reynt án ár-
angurs og kvartar sáran: „En mikið helvíti get-
ur verið erfitt, þó maður hafi fullkomna náttúru
einsog ég, að koma saman vísu til kvenmanns-
tuðru og láta standa í hljóðstafnum. Og það þó
hún hafi sama sem boðist til að sofa hjá manni.
Að láta standa í hljóðstafnum, maður, það er
nefnilega sem er það erfiðasta í skáldskap. Og
það þó maður byrji strax og maður kemur á fæt-
ur og sé að reyna allan daginn og vaki fram-
meftir öllum nóttum. Ég vildi heldur borga mín-
um versta óvini tuttugu og fimm aura heldur en
að vera að pæla í þessu sjálfur.“2 Í framhaldi af
þessu yrkir Ólafur Kárason síðan fyrir hann
ljóðið fræga sem hefst á orðunum: „Líneik veit
ég lángt af öðrum bera...“
Strax frá upphafi mætir Jaromil mun meiri
skilningi en Ljósvíkingurinn. Babblið í barninu
er skráð og hafið upp til skýjanna og drengurinn
uppgötvar að hann getur varist áreiti frá um-
hverfinu með orðum. Og eins og tápmiklum
dreng sæmir lætur hann ekki þar við sitja, held-
ur gengur alla leið og býr til sinn eigin heim úr
orðum: hann fer að yrkja. Hann er svo næmur á
orð, orðin snerta hann svo djúpt að hann tekst
allur á loft. Hann áttar sig smátt og smátt á
táknkerfi orðanna og verður frá sér numinn
þegar hann heyrir orð á borð við: útvalinn, ung-
skáld, dauði, borgari, súrrealískur hlutur, og svo
framvegis. Þessi orð eru honum ekki einungis
uppspretta sköpunar og veita honum innblást-
ur, heldur notar hann þau, rétt eins og við hin, til
að ná sambandi við hinn svokallaða raunveru-
leika, veröldina í kringum sig.
Báðir gera þeir Ljósvíkingurinn og Jaromil sér
grein fyrir töfrum orðanna, áhrifamætti tungu-
málsins, bæði á þá sjálfa og aðra. Þeir uppgötva
smátt og smátt að þeir búa yfir einhvers konar
valdi, fólk í kringum þá gerir þeim ljóst, mis-
hranalega þó, að þeir eru öðruvísi en annað fólk,
jafnvel „ekki alminlegir“, varasamir en líka gagn-
legir. Skýr dæmi um það er áðurefnd bónorðsvísa
Ó. Kárasonar og slagorð sem Jaromil býr til á
borða og spjöld í þágu byltingarinnar.
Kundera einskorðar sig ekki einungis við per-
sónu Jaromils, heldu vísar hann sífellt til meira
og minna þekktra skálda frá nítjándu öld. Jar-
omil er „framlenging“ á Victor Hugo, Rimbaud,
Keats og Lermontov. Hann er skopstæling á
þeim, en jafnframt hugleiðing um endalok evr-
ópskrar ljóðlistar. Raunar vísar Laxness á svip-
aðan hátt í hefðina, Ljósvíkingurinn hefur and-
stæðurnar Jónas og Breiðfjörð undir, auk
margra annarra. Og báðir hika þeir ekki við að
skjóta hugleiðingum inn í meginfrásögnina,
samanber þessar setningar úr Lífið er annars
staðar: „Aðeins ekta ljóðskáld getur orðað þá
gríðarlegu löngun að vera ekki ljóðskáld, þá
löngun að yfirgefa speglasalinn þar sem þögnin
ríkir ein.“ Og annars staðar segir: „Konur hafa
ævinlega ráðið lögum og lofum í þeim húsum
þar sem ljóðskáld hafa litið dagsins ljós.“
Er ljóðlistin kvenlæg eða karllæg?
Ljóðlistin er kvenleg hjá Kundera. Móðir
Jaromils er í senn akkeri hans og fjötur. Hann
getur unað sér vel undir verndarvæng hennar,
en ef drengurinn sýnir einhverja sjálfstæðistil-
burði breytist verndarvængurinn snarlega í
fjalakött. Framan af er mamman þó nokkuð
klassísk mamma og fyrstu ljóðin sem hann yrkir
eru hálfgerð saknaðarljóð til þess sæla tíma
þegar hann var enn í móðurkviði: „Hann lætur
ljóðin snúast umhverfis sig eins og pláneturnar
umhverfis sólina; hann verður miðja dálítils al-
heims þar sem ekkert kemur á óvart, þar sem
hann er sæll og glaður eins og barn í móður-
kviði, því hér hefur hann allt eins og hann vill
hafa það, hér passar allt við sál hans.“ Innan
þessa heims getur hann gert það sem hann lyst-
ir. Og ef eitthvað angrar hann leiðréttir hann
það bara: býr til sinn eigin raunveruleika. Slíkur
er töframáttur ljóðlistarinnar. Eða eins og segir
á einum stað í sögunni: „Ljóðlistin er svæði þar
sem allar fullyrðingar eru sannar... Ljóðskáldið
þarf ekki að færa sönnur á neitt, sönnunin bygg-
ist á því einu að tilfinningin sé sterk.“
Það eru hins vegar karlmenn sem koma Ólafi
Kárasyni, niðursetningnum, á skáldskapar-
bragðið, þessum vesalingi sem móðirin, „mikil
persóna í Aðalfirði“, kemur í fóstur. Faðir hans
sendir honum bækur, gamla skáldið opnar augu
hans fyrir rímum, Pétur Þríhross, Örn Úlfar og
fleiri ræða skáldskap við hann. Hins vegar er at-
hyglsvert að kona leiðir hann í í undraheima
prósans, lausamálsins, þegar heimasætan
Magnína les Felsenborgarsögurnar fyrir hann á
bænum Fæti undir Fótarfæti.
Jaromil lítur svo á að ljóðið sé spegill sem
hann skoðar sjálfan sig í til að upphefja sjálfan
sig. Hann elskar fyrst og fremst ástina, en ekki
aðrar manneskjur, elskar það að elska, ekki
ólíkt Emmu Bovary í skáldsögu Flauberts. Því
er hins vegar öfugt farið með Ólaf Kárason
Ljósvíking, enda hefur hann gjarna verið túlk-
aður sem Kristsgervingur eins og kunnugt er.
Í Heimsljósi er ljóðlistin leið skáldsins til að
hefja sig upp úr heldur nöturlegu og andlausu
umhverfi, skáldskapurinn er endurlausnari alls
og allra eins og þar stendur. Ólafur Kárason er
niðursetningur og talinn auðnuleysingi við upp-
haf sögunnar en hann hefur sigur að lokum,
hverfur inn í jökulinn, tákn hinnar eilífu fegurðar.
Heimsljós er þannig á vissan hátt þroskasaga
skálds og sver sig í ætt við Bildungsrómanana.
Lífið er annars staðar er hins vegar alls ekki
þroskasaga, því skáldið Jaromil nær engum
þroska, ekki frekar en Arthur Rimbaud, sem er
orðinn nokkurs konar táknmynd hins eilífa ung-
skálds. Líkt og Rimbaud deyr Jaromil ungur og
óreyndur, ljóðrænan er þar orðin að pólítískri
og hættulegri tálsýn: skáldið er nytsamur sak-
leysingi sem er settur í að semja pólítísk slagorð
til að hrópa í mótmælagöngum, dekurrófa sem
sér sér leik á borði í byltingunni og gengur til
liðs við hana í ljóðrænni sæluvímu.
Þeir Jaromil og Ljósvíkingurinn höfðu báðir
til að bera skáldagáfu og sakleysi. Annar þeirra
náði að hefja sig upp úr meðalmennskunni,
verða ljós heimsins. Hinn varð fórnarlamb eigin
ljóðrænu sjálfsblekkingar og lenti undir valtara
mannkynssögunnar. Með hæfilegri hugarleik-
fimi má því segja að Jaromil í Lífið er annars
staðar sé „sjálfstætt“ framhald af Ljósvíkingn-
um í Heimsljósi, því þær endurspegla ákveðna
þróun ljóðlistarinnar frá miðju og út á jaðar
bókmenntalífsins í Evrópu.
1. Halldór Laxness: Heimsljós, bls. 18.
2. Ibid. bls. 65
LJÓSVÍKING-
URINN OG
JAROMIL
Ljóðskáldið hjá Halldóri Laxness og Milan Kundera
E F T I R F R I Ð R I K R A F N S S O N
Milan Kundera
Halldór Laxness
Báðir gera þeir
Ljósvíking-
urinn og
Jaromil sér grein
fyrir töfrum
orðanna, áhrifa-
mætti tungu-
málsins, bæði á
þá sjálfa og
aðra. Þeir upp-
götva smátt og
smátt að þeir
búa yfir einhvers
konar valdi.