Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Page 7
(2002). Ég var fyrsta konan sem tók að sér að
stjórna þessari stóru hátíð sem hefur verið
haldin annað hvert ár í 40 ár. Ég var mjög stolt
af því. Og þarna fékk ég tækifæri til að sjá að-
eins meira af fjölskyldunni minni.“
Uppáhaldsfestivölin
skipulögð af konum
„Allar mínar uppáhaldslistahátíðir eru
skipulagðar af konum. Þetta er ekki eitthvað
sem ég ákvað fyrirfram heldur eru þetta bara
þeir listviðburðir sem ég sæki í að fara á aftur
og aftur. Eitt þeirra er „Festival des Amer-
iques“ í Montreal og annað er „Kunston festiv-
al des Arts“ sem haldið er í Brussel. Önnur há-
tið sem ég var mjög hrifin af var listahátíðin í
Bergen. Ég hitti stjórnanda hátíðarinnar, hún
er frá Íslandi, Bergljót Jónsdóttir.“
Þrautþjálfað lið
Ég tók eftir að þessi hátíð var mjög vel
skipulögð.
„Já, allir leikhóparnir hafa sagt þetta sama.
Allir stjórnendur eru mjög þjálfaðir í að skipu-
leggja listahátíðir.. Ég hef mjög mikla trú á því
sem gerist baksviðs. Ef listamennirnir hafa
góða sögu að segja af skipulaginu og finnst að
það hafi verið vel séð um þá eru þeir líklegri til
að vilja koma aftur og það er mjög góð byrjun
að mínu mati.
Við vitum hvað þarf að gera af því við höfum
gert það áður annars staðar. Um leið og við
vorum líka með aðstæður sem við höfðum aldr-
ei glímt við áður. Hér voru sýningarnar í allt að
200 km fjarlægð hver frá annarri. Lengi voru
bara þrír sem skipulögðu hátíðina, seinna urðu
starfsmenn 8 og svo síðast 60 manns – og 160
með sviðsstarfsmönnunum. Það er galdurinn
að velja rétta tímasetningu í það að bæta við
starfsmönnum, fá þá þegar þeir geta virkilega
gert gagn. Ég held að velgengni þessarar
listahátíðar megi fyrst og fremst rekja til
þeirrar reynslu sem við höfum af stóru festiv-
ölunum, eins og í Adelaide. Það hefur verið
haldið annað hvert ár í um 50 ár. Ég veit ekki
hvernig þeir fóru að fyrir 40-50 árum, án þess
að hafa fax, internet eða farsíma. En einhvern
veginn fóru þeir að. Og þeir hafa gefið okkur
fyrirmyndina.“
Harmonikkur og hestaskítur
„Ég læt fljóta með sögu sem David Roberts,
samstarfsmaður minn, sagði mér af listahátíð-
inni í Adelaide. Svona til að minna á að þetta
starf er ekki alltaf dans á rósum. Eitt af atrið-
unum á hátíðinni var harmonikkuhljómsveit
frá Perth. Og þá kom upp vandamál sem þurfti
að leysa; hvernig komast 50 harmonikkur til
Adelaide án þess að afstillast? Það er ekki
hægt að stilla þær nema taka þær í sundur.
Þær mega ekki ferðast í flugfragt, því það er of
kalt og ekki heldur í lest því þá er of heitt. Hon-
um hugkvæmdist að spyrja hvernig sýning-
arhestur í sirkusatriði myndi eiga að ferðast og
var sagt að hann kæmi í loftkældum lestar-
vagni, til að verja hann fyrir hitanum í eyði-
mörkinni sem lestin færi yfir. Svo hann spurði
eiganda hestsins hvort honum væri sama þótt
50 harmonikkur væru sendar í sama vagni.
Þetta var ákveðið og nokkrum dögum síðar fór
David að taka á móti harmonikkunum og hest-
inum. Þegar hann opnaði vagninn þá mætti
honum hitasvækja og aðframkominn hestur.
Lestarvagninn hafði semsagt alls ekki verið
loftkældur. Og svo þegar hann fór að leita að
harmonikkunum komst hann að því að hest-
urinn stóð ofan á þeim. Hann sat því uppi með
50 vanstilltar harmonikkur í kössum sem voru
þaktir hestaskít. Það tókst að hreinsa skítinn
og hann þurfti aldrei að segja hljóðfæraleik-
urunum þessa sögu. Þeir héldu þessa fínu tón-
leika fyrir fullu húsi og enginn kvartaði yfir því
að hljómsveitin væri fölsk, ekki einu sinni
hljómsveitin sjálf.“
Landkynning um leið
Þessi listahátíð átti líka að vera landkynning
á Tasmaníu fyrir Ástrala og aðrar þjóðir. Sýn-
ingarnar voru á víð og dreif um landið á 32
stöðum þannig að landslagið í Tasmaníu varð
ein aðalstjarnan á hátíðinni. Margir þekktir
einstaklingar frá meginlandinu tóku þátt í að
auglýsa ástralskar afurðir. Tasmanar eiga til
dæmis úrvalsgóðan lax og ostrur og flestir
kannast við Cadburys súkkulaði, sem er fram-
leitt í Tasmaníu.
Eyjan þar sem Jörundur dó
Ég get tekið undir það með Robyn Archer
að það var ævintýri líkast að heimsækja
listahátíðina í Tasmaníu í fylgd með leikhúsinu
Tíu fingrum. Bæði vegna ógleymanlegra leik-
og danssýninga víðs vegar um eyjuna þar sem
Jörundur hundadagakonungur lét líf sitt og
ekki síður vegna fjölbreyttrar náttúru þess-
arar systureyju okkar hinum megin á hnett-
inum.
Þeir sem vilja senda efni til Listahátíðar í
Tasmaníu geta skrifað stjórn listahátíðarinnar
á netfangið: info@tendaysontheisland.org.
Heimasíða hátíðarinnar er: www.tendayson-
theisland.org.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 7
HANN elskaði hafið, og ásthans á hafinu tók á sigýmsar myndir. Hann safn-aði skipstjórnaráhöldum
og skipstrjónum. Skipasmiðir 19.
aldar skreyttu skip sín ekki með
drekahöfðum eins og víkingar gerðu
til forna, heldur með hafmeyjum,
stórum styttum, og þeim sankaði
Pablo Neruda að sér víðs vegar að
og hengdi þær upp. Heima hjá sér.
Þau eru þrjú húsin, sem þjóð-
skáldið byggði handa konum sínum
og sjálfum sér í Chíle. Eitt þeirra
stendur í höfuðborginni, Santíagó,
annað í hafnarborginni Valparaísó
ekki langt frá Santíagó til vesturs og
hið þriðja þar skammt fyrir norðan í
Surtsey, Isla Negra. Húsin fyllti
hann með sjaldgæfum gripum, sem
hann hafði með sér heim úr ferðum
sínum um heiminn. Hann var kom-
inn af fátæku fólki, faðir hans var
verkamaður og vann við járnbrautir.
Skömmu eftir tvítugt gerðist Ner-
uda ræðismaður lands síns í Búrma,
þetta var ólaunað embætti. Vistin
þar varð upphafið að ævilöngu og
ástríðuþrungnu ferðalagi: eftir fimm ár í Rangún færði hann sig um set til að verða ræðismaður á Ceylon (nú Sri Lanka) og síðan í
Austur-Indíum (nú Indónesía). Hann fylltist aðdáun á fólkinu þarna austur frá og fornri menningu þess. Hann fann til með þessu fólki
og bjó reyndar sjálfur við sára fátækt. Frá Asíu lá leiðin til Argentínu og Spánar. Hann var því búinn að fara víða, þegar hann sneri
aftur heim til Chíle laust eftir þrítugt. Og hann hélt áfram að ferðast. Flestar voru ferðirnar farnar af fúsum og frjálsum vilja. Aðrar
voru það ekki: hann var sendur í útlegð í nokkur ár, svo sem lýst hefur verið í frægri ítalskri kvikmynd, Il postino. Neruda var komm-
únisti. Fáir keyptu kvæðabækurnar hans framan af, þær seldust betur síðar, einkum í útlöndum. Þær voru orðnar 47, þegar hann dó;
átta bættust við að honum látnum. Hann sat á þingi um skeið. Heiftin þar var ofboðsleg.
Nú þykjast landar hans hafa borið Pablo Neruda á höndum sér alla tíð, enda er hann trúlega frægastur þeirra allra heima og er-
lendis. En bækurnar hans byrjuðu samt ekki að seljast að ráði í Chíle fyrr en eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1971, tveim árum
áður en hann lézt. Þá var hann sendiherra lands síns í París. Salvador Allende var þá forseti Chíle. Allende var læknir og bar ekki
skynbragð á efnahagsmál. Neruda hafði verið útnefndur forsetaframbjóðandi sömu hreyfingar, en hafði vikið fyrir Allende, sem fór
síðan með sigur af hólmi í frjálsum kosningum 1970. Það, sem gerðist næst, var þetta: Allende lagði efnahag landsins í rúst á skömm-
um tíma fyrir einskæra handvömm og vitleysu að heita má, og herforingjar steyptu stjórn Allendes af stóli 1973, sendu orrustuþotur á
forsetahöllina í hjarta Santíagó, og Augusto Pinochet hershöfðingi og hans menn tóku síðan völdin. Herforingjastjórn Pinochets reisti
efnahag landsins við, rétt er það, en svívirti mannréttindi. Chíleanska þjóðin er til þessa dags þverklofin í afstöðu sinni til þessara at-
burða. Herinn lét sér fátt fyrir brjósti brenna, sendi jafnvel menn til að vinna skemmdarverk á húsum Nerudas og húsmunum, enda
þótt skáldið væri horfið af sjónarsviðinu og engin veruleg ógn stafaði af því lengur nema í endurminningunni. Chíle hefur búið í friði
við önnur lönd síðan 1883; herinn hefur verið hafður til innanlandsnota. Og nú þurfa herforingjarnir þarna suður frá að svara til saka
einn af öðrum. Bjargráðin komu að utan, eins og oft vill verða: það var saksóknari á Spáni, sem hrinti bylgjunni af stað, en sjálfir
höfðu Chílemenn staðið ráðþrota frammi fyrir þessum feiknarlega fortíðarvanda. Það er eins og þungu fargi sé af þeim létt: dómstól-
arnir taka nú hvert málið upp á eftir öðru, og Neruda brosir í gröfinni, þykist ég vita.
Bros hans mætti kannski vera breiðara, hefði hann haft skynsamlegar skoðanir á efnahagsmálum, en hann hafði engan sýnilegan
áhuga á þeim málaflokki. Þvílíkt áhugaleysi er algengt um skáld og gerir þau yfirleitt óhæf til stjórnmálastarfa, en þetta er samt ekki
einhlítt. Skýr undantekning er Vaclav Havel Tékklandsforseti, fjarstæðuleikritaskáldið og flauelsbyltingarforinginn. Hann er vel að
sér um efnahagsmál, enda þótt hann hafi aldrei lagt þau fyrir sig; hann skrifaði Olgu konu sinni óaðfinnanlegan texta um framboð og
eftirspurn í fangelsisbréfum sínum á sjöunda áratugnum. Það var eins og innsæið eitt dygði honum til að fjalla skynsamlega um flókin
efnahagsmál, enda þótt bækurnar, sem hann las og vitnaði í, fjölluðu um næstum allt annað. Líku máli gegnir um Halldór Laxness.
Svefnherbergi Nerudas í Isla Negra.
Hús skáldsins í Surtsey, Isla Negra.
HÚS SKÁLDSINS
E F T I R Þ O R VA L D G Y L FA S O N
Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.