Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 L ÖNGUM hefur mig furðað, hve tak- mörkuð umræða hefur verið í gangi á landi hér um gildi sjónmennta- fræðslu í víðum skilningi. Á ég hér við öll skólastig, almenna miðlun, rökræðu á opinberum vettvangi og vitsmunalega orðræðu. Nóg um að bóklegu námi sé sinnt og áhersla lögð á læsi almennt, en þegar kemur að mennt- unargrunni er varðar allt sýnilegt umhverfi okkar og skilning á því, er eins og menn tapi átt- um. Þó eru til hugtök eins og að lesa línu, form, lit, svo og umhverfi sitt. Þá hefur ofuráhersla verið lögð á bókmenntaarfinn í menntunarupp- eldi þjóðarinnar á meðan sjónmenntaarfurinn hefur verið stórlega afræktur. Bar þó land- námsmenn hingað á skipum sem voru einstök listasmíð, sem og vopn þeirra og verjur. Vill yf- irsjást, að á öndvegissúlum Ingólfs er vísuðu honum til lands voru útskornar goðamyndir og fleira skraut. Ennfremur bera menjar frá fyrstu tíð vott um að þessi forna inngróna skreytihefð lifði góðu lífi í aldanna rás, að neistinn slokknaði aldrei samanber dýra vefi, haglega útskorna kistla og fjalir sem varðveist hafa. Þegar þeir tímar runnu upp, að Íslendingar héldu utan til að nema fagurlistir við Konunglegu listakadem- íuna, þóttu þeir með afbrigðum drátthagir og hæfileikaríkir. Hins vegar var lengi vel mjög takmarkaður jarðvegur í landinu sjálfu fyrir slíkar iðkanir svo þeir döguðu uppi er heim kom, þótt eitt og annað hafi varðveist, sem lif- andi vitnisburður um úrskerandi hæfileika. Þá verður sú forsmán seint þvegin af þjóðinni, að hinn mikli hugsjónamaður og brautryðjandi Sigurður Guðmundsson málari (1833–74) dó úr hor og vesöld. Listaskólinn Brautryðjendur sígilda módernismans á lið- inni öld, Ásgrímur, Jón Stefánsson og Kjarval, miðluðu ekki neinni beinni fræðslu um myndlist nema með verkum sínum. En sígild er grein Jóns Stefánssonar; Nokkur orð um myndlist, er birtist í stúdentaritinu Öldinni 1. apríl 1935, hann var hér einstakur rökfræðingur og mikill áhrifavaldur. Ásgrímur leiðbeindi Kjarval um skeið, en það var næsta kynslóð málara, sem fyrst sneri sér í og með að uppeldislegu hliðinni. Það var þó ekki fyrr en Handíða- og myndlist- arskólinn var stofnaður með sérstöku boðsbréfi 1939, að nokkurt skipulag komst á þessi mál og var hér að verki hinn framsýni skólafrömuður Lúðvíg Guðmundsson, sem hafði fengið til liðs við sig gagnmenntaðan myndlistarmann frá Berlín, Kurt Zier að nafni. Hinn 1. febrúar 1940 hófst svo regluleg kennsla í skólanum. Hér voru menn þó full seint á ferð, því sjá hefði þurft fyrir þessari þörf í einhverjum mæli um leið og Háskóli Íslands var stofnaður 1911, ekki síst varðandi nám í húsagerðarlist. Þjóðríki sem stefnir að fullu sjálfstæði má ekki vanrækja þessa hlið grunnmenntunar, og hefðu vísir að- eins þurft að líta í kringum sig í útland- inu til að átta sig á óumdeilanlegri þýð- ingu hennar í kjölfestuna. – Handíðaskólinn, eins og hann var nefndur manna á meðal, var uppruna- lega til húsa í litlum kjallara á Hverf- isgötu 57, en með stofnun myndlistar- deildar 1941 fluttist hann að hluta á Grundarstíg 2, auk þess að teiknideild skólans hafði aðsetur í Stýrimannaskól- anum við Öldugötu. Ekki var skilningur á vægi myndlist- arkennslu meiri en svo innan fræðslu- kerfisins, að hún var um langt árabil ekki viðurkennd nema sem sambræð- ingur og hluti teiknikennaranáms. Og því fór fjarri að allir hafi tekið því fagn- andi er stofnaður var sérskóli til að veita kennaraefnum staðgóða menntun í ýmsum greinum skólahandavinnu, eins og það var orðað, gefa jafnframt al- menningi kost á að nema þar ýmsar verklegar námsgreinar, svo sem bók- band, trésmíði, létta málmsmíði, teikn- ingu o.fl. Einnig, að halda uppi kennslu í verklegum greinum fyrir atvinnulaus ung- menni, kreppuárin enn við lýði. Hvers konar glingur og skran óð uppi og lítill skilningur á gildu handverki og stílvitund. Lúðvíg, sem var fyrrum skólastjóri á Hvítárbakka, var meðvit- aður um hina miklu þörf á að sinna því sem við skilgreinum í dag sem myndlist, kennara- menntun í hand- og myndmennt, veflist, hönnun og listíðir. Allt sem lýtur að skapandi handverki og sjónmenntum, en það hugtak var mönnum hvorki ofarlega í sinni né tamt á tungu í þá daga. Þetta er í grófum dráttum frumsaga Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands, eins og nafn hans varð síðar, og við þetta væri hægt að bæta langri frásögn af seiglu og baráttu Lúðvígs, að halda starfseminni gangandi. Á tímaskeiði var sem öll sund væru að lokast, skólinn í útlegð í Iðnskólanum gamla eftir dagkennslu í því húsi, skeði jafnvel að kenna varð í íbúð skólastjóra. Vænlegri tímar Útleguvetrinum lauk þó betur en á horfðist fyrir atbeina Ingólfs Jónssonar þáverandi iðn- aðarráðherra, sem setti lög um listiðnaðardeild- ir skólans og renndi þar með nýjum stoðum undir starfsemina. Tekin var í leigu hæð í Skip- holti 1, sem gjörbreytti allri aðstöðunni og er fram liðu stundir stækkaði hann í báða enda, yf- irtók smám saman allar hæðarnar, viðbygging- ar til beggja hliða, loks hæð í Skipholti 25. Skól- inn er enn að hluta til í Skipholti 1, en myndlistardeildin fluttist í Laugarnesið fyrir nokkrum árum og svo fleiri deildir, einkum eftir að skólinn varð deild í Listaháskóla Íslands. Skrifari kom einmitt að skólanum þegar hann fluttist á Skipholtið 1956, var áður nemandi 1947–50, og fylgdist með þróun hans í návígi í meira en fjóra áratugi. Því fer fjarri að allir kennarar væru sammála um markmið og leiðir frekar en í öðrum listaskólum og eiga helst ekki að vera það, æskilegt að nokkuð blási innan slíkra stofnana og samræðan lifandi. Jafnvel Lúðvíg og Zier deildu sem varð til þess að hinn síðarnefndi hélt til síns heima 1949, en kom aft- ur og þá sem skólastjóri 1961. Heilsubrestur hafði hrjáð Lúðvíg, sem dró sig í hlé og mælti eindregið með sínum fyrrum yfirkennara sem eftirmanni. Óhætt að segja, að skólinn hafi tekið stórt skref fram á við með afturkomu Ziers, sem nú kom að ólíkt betri starfsaðstæðum en fyrrum, fékk að auk vistarverur í húsakynnum hans. Zier skipulagði skólastarfið upp á nýtt og kom á reglulegum kennarafundum. Honum mættu þó margvíslegir erfiðleikar og þurfti hér að halda vel um stjórnartaumana, listamenn sjálfstæðir og vilja fara sínar eigin leiðir, það heitir hver í sína átt. Zier skipti fljótlega náminu í tvennt; grunnnám til aðlögunar og hæfileikakönnunar svo og framhaldsdeildir og hélst sú skipan alla tíð nema að seinna var grunnnámið stytt, sem var mikið óheillaspor, en framhaldsnám lengt. Árið 1965 fékk skólinn eigin lög sem var mikill áfangasigur þó ekki teldust þau hnökralaus. Upp / niður Þessi mótunarár, allur sjöundi áratugurinn og fyrstu ár hins áttunda, verða að teljast með þeim gifturíkustu í allri sögu skólans. Má full- yrða að kennarar sumir hverjir, hafi gleymt sjálfum sér í þeirri miklu uppbyggingarstarf- Sjónmenntavet tvangur HIÐ OPNA AUGA Myndlista- og handíðaskóli Íslands heyrir sögunni til, orðinn deild í Listháskóla Íslands. Vekur margar spurningar, en orðræðan lítil ef nokkur á opinberum vettvangi. Þó mikið álitamál hvort alfarið sé ávinn- ingur af þeirri þróun, t.a.m. hvort breytingin hafi ekki einnig skapað tómarúm í sjónmenntafræðslu á land- inu. Þetta verður BRAGA ÁSGEIRSSYNI að spurn. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Nemendavinna í grunnnámi í lok sjöunda áratugarins. Frumform úreldast aldrei og lögmál þeirra greinast í öllum fyrirbærum á jörðu hér. Vermeer frá Delft yfirfærður í grátónaskalann á öðru ári grunnnáms, sennilega 1969.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.