Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002
K
AMMERHÓPURINN Cam-
erarctica fagnar 10 ára af-
mæli um þessar mundir. Af
því tilefni hefur Camerarctica
skipulagt nýja tónleikaröð
sem verður þrjá sunnudaga í
júní í Norræna húsinu.
„Þessi hópur hóf að starfa
saman fyrir tíu árum, þegar við komum heim
til Íslands úr framhaldsnámi. Í tilefni þessa
langaði okkur að finna okkur ný verkefni, og
leita að einhverju sem okkur fannst vanta í tón-
listarlífinu hér. Þegar við fórum að hugsa um
þetta sáum við að Norræna húsið hefur verið
lítið notað fyrir tónleika á síðustu árum. Það er
synd, því það er mjög huggulegt að spila þar og
salurinn svo mátulegur fyrir litla kammerhópa,
og svo er það alveg í miðbænum. Það er líka
bara svo skemmtilegt að koma í húsið sjálft, og
ég var farin að sakna þess að eiga sjaldnar er-
indi þangað. Það er gaman að skoða bókasafnið
þar og kíkja á kaffistofuna og andinn í húsinu
er góður. Við ákváðum að leita til Norræna
hússins um samstarf og okkur var tekið mjög
vel. Frá upphafi ætluðum við að vera með tón-
leika með norrænu ívafi. Við vorum ákveðin í
því að hafa tónleikana ekki nema klukkustund-
ar langa, því okkur hefur þótt það gefast mjög
vel. Á sumrin er það líka heppilegt, því þá þarf
fólk ekki að loka sig inni í tvo tíma til að sækja
tónleika; klukkutími er mátulegur skammtur,
og svo getur fólk farið út í góða veðrið, farið á
kaffistofuna eða sameinað tónleikaferðina ann-
arri útivist á svæðinu,“ segir Hallfríður Ólafs-
dóttir flautuleikari talsmaður hópsins.
Eins og krakkar í dótabúð
Hallfríður segir að í upphafi hafi staðið til að
á efnisskrá sumartónleikanna yrði kammer-
músík með norrænu ívafi. En þegar hópurinn
fór að grúska í þeirri tónlist og þeim nótum
sem til voru í Norræna húsinu breyttust þær
fyrirætlanir. „Við urðum eins og krakkar í
dótabúð, og fannst við hafa opnað mikla fjár-
sjóðskistu. Það er svo mikið til af yndislegri
norrænni músík sem aldrei heyrist hér á landi.
Það sem við heyrum er mestmegnis samtíma-
tónlist og um það er allt gott að segja, og svo
stóru nöfnin, Grieg og Sibelius. En það vantar
allt hitt. Frændur okkar á Norðurlöndunum
voru svo miklu fyrr farnir að semja tónlist en
við, og þeir eiga bæði rómantík og klassík.
Þarna eru Hartmann og Berwald og Niels
Gade og fleiri og fleiri. Eftir að hafa skoðað það
sem til var vorum við auðveldlega komin með
efni í tuttugu prógrömm, með norrænni tónlist
eingöngu, þannig að þessi tónleikaröð er bara
byrjunin. Við ætlum að byrja á þessum þrenn-
um sunnudagstónleikum í júní, en okkur lang-
ar að halda þessu áfram með annarri norrænni
röð næsta sumar. Þessi tónlist höfðar mjög til
okkar og maður finnur vel norræna samhljóm-
inn í henni. Þetta er tónlist sem veitir okkur
gleði og það hefur verið mjög ánægjulegt að
vinna að þessu.“
Íslensku verkin eru yngri
Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða í Nor-
ræna húsinu á morgun kl. 14. Á efnisskránni
verða þrjú verk, Klarinettukvartett eftir
sænska Finnann Crusell, sem var frægur klar-
inettuvirtúós á sínum tíma; Strengjakvartett
eftir Nielsen og loks Örlagafuglinn eftir Þorkel
Sigurbjörnsson. „Við verðum að sjálfsögðu
alltaf með íslenska tónlist með, en eðli málsins
samkvæmt er hún jafnan yngri en hin norrænu
verkin. Þorkell umritaði þetta verk fyrir okkur
og bætti við flautu, þannig að við getum leikið
það saman sem sextett. Örlagafuglinn er
byggður á sögunni um Englandsdrottningu
sem breytti sér í fugl og kvakaði úti á þekju til
að trufla Egil Skallagrímsson við yrkingu Höf-
uðlausnar. Það er sá fugl sem við erum að túlka
í verkinu.“
Í efnisskrá hverra tónleika verður birt nor-
rænt ljóð, Norðurlönd eftir Tómas Guðmunds-
son í þeirri fyrstu. „Það er gaman að því að í
ljóði Tómasar er einmitt vísað í það sem við
norrænu þjóðirnar eigum sameiginlegt; – orð-
gnótt og skáldskap sem varð okkur höfuðlausn;
– sú skírskotun er skemmtileg.“ Á öðrum tón-
leikum 16. júní, verða Örn Magnússon og
Marta Guðrún Halldórsdóttir gestir Camer-
arctica og þá verða flutt verk eftir Nielsen,
Sibelius, Grieg og Jórunni Viðar. Á þriðju tón-
leikum verður Örn Magnússon aftur gestur
Camerarctica og þema þeirra tónleika verður
náttúrustemningar og fantasíur í verkum eftir
eftir Sibelius, Nielsen, Gade, Kjell Marcussen,
Øistein Sommerfeldt, Sveinbjörn Sveinbjörns-
son og Jón Leifs.
„Kjarni þessarar tónleikaraðar er sá að við
erum að leika tónlist sem talar mjög sterkt til
okkar og ég held að flestir Íslendingar hafi
sterkar taugar til Norðurlandanna og tungu-
málanna. Tónlistin er hluti af þessari sam-
kennd.“
Camerarctica fagnar tíu ára afmæli með norrænni tónlist í Norræna húsinu
AÐ OPNA FJÁRSJÓÐSKISTU
Morgunblaðið/Kristinn
Camerarctica við Norræna húsið þar sem hópurinn mun halda afmælistónleika þrjá sunnudaga í júní.
RÍKISÚTVARPIÐ sendir víólu-
konsert Kjartans Ólafssonar á
Tónskáldaþingið í París í ár, en
verkið vann íslensku tónlist-
arverðlaunin í fyrra. Tón-
skáldaþingið í París, eða Rostr-
um eins og það er jafnan nefnt,
er skipulagt af Alþjóðlegu tón-
listarnefndinni International
Music Council með stuðningi
UNESCO, vísinda-, menntunar-
og menningarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna. Þar hittast
fulltrúar fjölmargra útvarps-
stöðva frá öllum heimshornum,
kynna tónverk frá sínu heima-
landi og skiptast á upptökum af
nýjum tónverkum. Þingið er ein
ein öflugasta samkoma til kynn-
ingar á íslenskri tónlist á al-
þjóðavettvangi.
Tónskáldaþingið var fyrst
haldið árið 1954. Þá tóku fjórar
útvarpsstöðvar þátt í þinginu en
árið 2001 voru þátttökulöndin 35 og var
verkum frá þinginu útvarpað samanlagt í
u.þ.b. 700 skipti. Tónskáldaþingið er vett-
vangur til kynningar á nýjum verkum, en
auk þess nokkurs konar keppni, þar sem
þátttakendur velja með sérstakri stigagjöf
það verk sem áhugaverðast þykir í tveimur
flokkum; flokki tónskálda sem ekki hafa náð
þrítugsaldri og flokki hinna eldri. Þátt-
tökuþjóðir skuldbinda sig til að útvarpa
stigahæsta verkinu í hvorum
flokki fyrir sig en mælst er til
þess að tíu efstu tónverkunum
verði útvarpað. Gengi íslenskra
tónskálda hefur verið gott á
þessu þingi undanfarin ár og
þannig var verk Guðmundar Haf-
steinssonar, Borgarkveðja, eitt af
tíu stigahæstu verkunum árið
1998 og flautukonsert Hauks
Tómassonar árið 2000. Í kjölfarið
voru bæði verkin flutt af ríflega
20 útvarpsstöðvum um allan
heim.
Ríkistútvarpið bindur vonir við
gott gengi víólukonserts Kjartans
Ólafssonar, en hljóðritun verks-
ins var gerð í september á síðast-
liðnu ári. Helga Þórarinsdóttir
víóluleikari og Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands leika undir stjórn
Bernharðar Wilkinson. Lana Kol-
brún Eddudóttir dagskrárgerð-
armaður á tónlistardeild Rásar
eitt fylgir verkinu til Parísar og hlustendum
gefst tækifæri til að fylgjast með framgangi
mála á þinginu sem stendur í 5 daga, 10.–14.
júní, í Hlaupanótunni, síðdegisþætti tónlist-
ardeildar kl. 16.13 á Rás 1, alla virka daga.
Ríkisútvarpið tilnefnir tónverk fyrir Tónskáldaþingið í París
VÍÓLUKONSERT KJARTANS
ÓLAFSSONAR VALINN
Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Kjartan Ólafsson tónskáld á æfingu
Sinfóníuhljómsveitarinnar á Víólukonserti Kjartans.
Morgunblaðið/Golli
RANGUR texti birtist með þessari mynd sem
fylgdi grein Vilmundar Kristjánssonar í síð-
ustu Lesbók. Hún er af risastórri heyfærsluvél
sem varð á vegi greinarhöfundar í Manitoba.
Vélin er af International Harvester gerð og sú
stærsta er greinarhöfundur sá í Kanada, eins
og getið var um í greininni. Þá var Vilmundur
ranglega titlaður í lok greinarinnar en hann er
ljósmyndari í lausamennsku. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.
HEYFÆRSLUVÉL
Í MANITOBA