Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 VON er á nýrri bók eftir jap- anska rithöfundinn Haruki Mur- akami í ágústmánuði. Um er að ræða smásagnasafnið After the Quake: Stories (Eftir skjálft- ann: Smásög- ur) og er í enskri þýð- ingu Jay Rub- in. Sögusvið sagnanna eru í Japan árið 1995, sem var mikið áfallaár í lífi japönsku þjóðarinnar, en í janúar varð mannskæður jarðskjálfti í borginni Kobe og í mars gerði sértrúarhópur eitur- efnaárásir á neðanjarðarlest- arkerfi Tókíó-borgar. Sögurnar eiga sér stað milli þessara tveggja hörmung- aratburða, en hinn síðarnefnda gerði Murakami að umfjöllunar- efni í bókinni Underground, sem út kom á ensku árið 2001. Haruki Murakami er fæddur árið 1949 og býr í Tókíó. Undanfarin ár hafa bækur Murakami notið vax- andi hylli utan Japans eða allt frá því að hann gaf út bókina Hard- Boiled Wonderland and the End of the World, þar sem höfund- urinn tvinnar saman goðsögu og harðsoðnum stíl vísindaskáld- skapar. Arfleifð Shakespeares AFTER Shakespeare (Eftir Shakespeare) nefnist yfirlitsrit sem kom út hjá Oxford-háskóla- útgáfunni í aprílmánuði og fjallar um þau áhrif sem Shakespeare hefur haft á skáld og menningar- hugsun eftir sinn dag. Í bókinni, sem ritstýrt er af John Gross, er fjallað um skáld, hugsuði, sagnfræðinga, kvik- myndagerðarmenn og stjórn- málamenn og tengslin við Shake- speare í verkum þeirra eða hugsun rakin. Þar er m.a. vikið að því hvern- ig persónur Shakespeares og bókmenntaminni hafa veitt inn- blástur skáldum á borð við Go- ethe, Dostojevskí, Aldous Huxley, Emily Dickinson, Nabokov og Proust. Persónan Shakespeare verður jafnframt Kipling, Joyce, Borges og Anthony Burgess til- efni til skáldlegra vangaveltna. Þá hafa hugsuðir og heimspek- ingar á borð við Jean-Paul Sartre túlkað leikrit skáldsins. John Gross er fyrrum ritstjóri Times Literary Supplement og hefur ritstýrt fjölda fræðirita sem komið hafa út hjá Oxford- útgáfunni. Afkimar mannlegrar tilveru Í BYRJUN júlí kemur út ný bók eftir Richard Russo, en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2002 fyr- ir skáldsöguna Empire Falls. Bók- in sem út kemur nú nefnist The Whore’s Child: And Other Stories (Dóttir skækjunnar og fleiri sög- ur) og er fyrsta smásagnasafnið sem höfundurinn gefur út. Titilsaga verksins fjallar um konu sem tekur á sínum efri ár- um að skrifa ævisögu sína í nám- skeiði í skapandi skrifum. Þar lýsir hún m.a. reynslu sinni af því að alast upp í nunnuklaustri eftir að hún var skilin þar eftir sem kornabarn af móður sinni sem var vændiskona. Meðan konan segir sögu sína verða áheyrendur hennar, bekkjarfélagarnir, varir við óljós mörk veruleika og skáldskapar í frásögninni. Að sögn útgefenda slær titilsagan tóninn fyrir hinar sögurnar í safninu sem kanna ólíka kima mannlegrar tilveru. ERLENDAR BÆKUR JAPAN ÁRIÐ 1995 Haruki Murakami F YRIR nokkrum dögum las ég um það í Morgunblaðinu að hjónaleys- in Kid Rock og Pamela Anderson væru að koma fyrir myndavélum á heimili sínu og senda út allan sól- arhringinn. Fregnir hermdu að Tommy Lee, fyrrverandi eigin- maður Pamelu, hefði einnig lýst yfir áhuga á að sjónvarpa lífi sínu með þessum hætti. Síðast en ekki síst kom fram að fyr- irsætan Anna Nicole Smith ætlaði að setja á laggirnar sinn eigin raunveruleikasjónvarpsþátt en auk hennar kæmu lögfræðingur fyrirsæt- unnar og aðstoðarmaður þar mikið við sögu. Þetta ágæta fólk fetar í fótspor fjölmargra hversdaglegri einstaklinga sem hafa nýtt sér tölvutæknina á undanförnum árum til að veita heimsbyggðinni hlutdeild í einkalífi sínu. Flestir láta sér reyndar nægja að setja upp einfalda heimasíðu með almennum upplýsingum um áhugamál, fjölskylduhagi og feril en þess eru líka dæmi að einstaklingar birti á slíkum vett- vangi nákvæmar dagbækur, ljósmyndir af sér og sínum nánustu og komi jafnvel fyrir net- myndavélum í öllum hornum heimilisins og sendi líf sitt út í beinni á Netinu. Þessi tegund fjölmiðlunar markar ef til vill tímamót í þróun- arsögu mannkynsins. Á síðustu tveimur öldum hefur fólksfjölgun, tækniframfarir, samfélagsþróun og alþjóðavæð- ing þrengt jafnt og þétt að tilvist okkar sem ein- staklinga. Jafnhliða hefur svonefnt einstaklings- frelsi aukist stig af stigi. Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera segir að heims- styrjöldin fyrri hafi verið úrslitaatburður varð- andi umbreytingu heimsins í þessu tilliti – sjálft orðið heimsstyrjöld lýsi „hryllingi fólks frammi fyrir þeirri staðreynd að þaðan í frá sé ekkert sem gerist á hnettinum staðbundið mál, að allar hamfarir snerta allan heiminn og að við séum þar af leiðandi meira og meira háð ytri að- stæðum, kringumstæðum sem enginn getur losnað úr og gera það að verkum að við líkjumst hvort öðru æ meira.“ Hin langþráði draumur um einingu mann- kynsins merki í raun að enginn komist neitt. Kundera bendir á að margir helstu skáldsagna- höfundar síðustu aldar hafi varpað ljósi á þessa þverstæðu nútímans. Honum er tíðrætt um Frans Kafka sem lýsir oft persónum í verkum sínum sem eru fastar í gildru óskiljanlegs kerf- is. Ein frægasta persóna Kafka er Jósef K., sak- borningur réttarhaldanna í samnefndri sögu. Hann gefur Kundera tilefni til að spyrja eft- irfarandi spurninga: „Hver er munurinn á einkalífi og opinberu lífi ef Jósef K. losnar aldr- ei við sendimennina tvo frá höllinni, ekki einu sinni þegar hann er að elskast uppi í rúmi? Og fyrst svona er komið, hvað er þá einvera? Byrði, örvænting, bölvun, eins og reynt hefur verið að telja okkur trú um, eða þvert á móti það dýr- mætasta sem til er og alltumlykjandi samfélagið er að murka lífið úr?“ Þau Kid, Pamela, Tommy Lee og Anna Nic- ole svara þessum spurningum með öðrum hætti en Kundera ætlast til – þau líta ekki á sig sem fórnarlömb. Þvert á móti. Þau þrá að opinbera einkalíf sitt. Í þeirra huga jafngildir einveran sjálfseyðingu. Þau eru fulltrúar þeirrar tegund- ar manna sem kalla mætti homo media – fólks- ins sem hreiðrar makindalega um sig í gildru nútímans og hrópar: „Stóri bróðir, horfðu á mig.“ FJÖLMIÐLAR HORFÐU Á MIG! Þau Kid, Pamela, Tommy Lee og Anna Nicole svara þessum spurningum með öðrum hætti en Kundera ætlast til – þau líta ekki á sig sem fórnarlömb. J Ó N K A R L H E L G A S O N Í HUGA okkar berum við mynd af okkur sjálfum. Þá mynd köllum við sjálfsmynd. Til að geta verið í ham- ingjusömu sambandi við ástvin sinn er mikilvægt að hafa sterka sjálfs- mynd og góða sjálfsvirðingu. Oft er sagt að gott samband grundvallist á hinum þrífætta stól. Fætur stólsins standa fyrir ást, traust og virðingu. Ef einn fóturinn brotnar getur stóllinn ekki lengur staðið uppréttur. Þannig getur ekkert samband blómstrað ef ekki eru til staðar þessir þrír grund- vallarþættir. Sú virðing sem aðrir sýna okkur skapast að miklu leyti af þeirri virðingu sem við berum fyrir sjálfum okkur og sjálfsmynd okkar. Sá sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér hlýtur sjaldnast virðingu annarra. Mótun sjálfsmyndar er ævilangt ferli sem að hluta til skapast af við- horfi annarra til okkar, þ.e. túlkun okkar á viðhorfi annarra til okkar. Sigríður Hulda Jónsdóttir femin.is Kynleg staða Sorglegasta dæmið um mismunun fólks eftir kyni má líklega finna í launamun kynja. Launakannanir sýna að launamunur milli kynja sem stunda sömu störf (dagvinnulaun) er 7–15% eftir því sem ég kemst næst. Í þessum samanburði er tekið tillit til mennt- unar, starfsaldurs, aldurs og fleiri þátta sem geta skekkt þessa mynd. Þarna er einungis um að ræða föst dagvinnulaun en þegar kemur að samanburði á heildarlaunum eykst munurinn verulega og konur eru að fá um 60–70% af heildarlaunum karla að meðaltali. Með öðrum orðum hef- ur verið sýnt fram á það með því að útiloka allar aðrar breytur en kyn að það er einfaldlega svo að fólki er mis- munað eftir kyni. Þessar staðreyndir tala sínu máli og blása á alla umræðu um að fólk sé metið eftir verðleikum sínum óháð kyni og því ekki réttlæt- anlegt að grípa til sértækra aðgerða á þessu sviði. Satt að segja finnst mér líklegt að þessi munur muni ekki hverfa fyrr en sú kynslóð sem nú situr í helstu valdastofnunum þjóðfélagsins hverfur þaðan. Misréttið er einhvern veginn inngróið í þorra valdakarlana og því virðist fátt geta breytt. Þar sem beitt hefur verið sérstökum aðgerðum eins og t.d. hjá Reykjavíkurborg, hef- ur nokkur árangur náðst en sá árang- ur er næstum knúinn fram með valdi sem hlýtur að vera óæskilegt til lengri tíma litið þó réttlætanlegt sé tíma- bundið. En eins og áður segir er hér um að ræða afar flókna umræðu sem tengist mjög mörgum þáttum okkar mannfélags – ekki síst lífsgildum okk- ar sjálfra sem vissulega breytast hægt og rólega. Hér er líka um meðaltöl að ræða og það eru auðvitað fjölmörg dæmi um að konur hafi náð árangri og séu metnar að verðleikum – og þeim mun örugglega fjölga. Hreinn Hreinsson kreml.is SJÁLFSMYND OG SJÁLFSVIRÐING Á ferð í Hafnarstræti. Morgunblaðið/Ómar IÁ þjóðhátíðardaginn var Hörður Áskelsson, org-anisti og kórstjóri í Hallgrímskirkju, útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2002. Um árabil hefur Hörður staðið fyrir metnaðarfullu tónlistar- starfi í Hallgrímskirkju, stofnað þar tvo kóra, Mót- ettukórinn og Schola Cantorum, og staðið fyrir fjöl- breyttu tónleikahaldi, sumur sem vetur. IIBorgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagðimeðal annars í ræðu sinni við athöfnina að kór- inn hefði borið hróður borgarinnar víða um heim á tónleikaferðum sínum og með þátttöku í tónlist- arhátíðum. Það sem er ekki síst mikilvægt er að Hörður og kórar hans hafa með því stuðlað að út- breiðslu og kynningu á íslenskri tónlist á erlendri grund. IIIFjöldi íslenskra tónlistarmanna, bæði hljóð-færaleikara og söngfólks, ferðast til útlanda ár hvert í tónleikaferðir og til þátttöku á hvers konar tónlistarmótum. Það er sérstaklega athyglisvert hve íslenskir kórar sem hafa keppt við erlenda kóra í kórsöng hafa náð góðum árangri. Síðast bárust fréttir af Kvennakór Reykjavíkur sem vann til tvennra silfurverðlauna í keppni í Tékklandi. Kór- ar Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju hafa ver- ið sérstaklega sigursælir á slíkum mótum og sama gildir um fjölda annarra ágætra íslenskra kóra, jafnt kirkjukóra, kvennakóra, unglingakóra, barnakóra, karlakóra og blandaðra kóra. Allir þessir sigursælu tónlistarmenn bera með sér menn- ingu Íslands hvert sem þeir fara. IVLangflestir íslenskir kórar, ef ekki allir, hafameð sér íslenska tónlist þegar haldið er utan í slíkar ferðir. Útlendingar vilja sjá og heyra hvað það er sem gerir okkur frábrugðna þeim og hvað það er sem við eigum sameiginlegt. Þetta er ómet- anlegt fyrir íslensk tónskáld, sem hafa alla tíð sinnt íslenskum kórum ákaflega vel, hvort heldur er með einföldum kórlögum byggðum á þjóðlögum, and- legri tónlist eða stærri kórverkum. Íslensk kór- tónlist er fjölbreytt og þar leynast margar afburða- góðar söngperlur. VEnn sem komið er veltur það á kórunum sjálf-um hvort og hvert þeir fara. Eflaust verður það ætíð svo. Það er hins vegar spurning hvernig al- mennt er staðið að kynningu á íslenskri tónlist er- lendis. Í kjölfar Bjarkar hefur orðið talsverð vitund- arvakning um það að íslenskir tónlistarmenn geta verið mikils megnugir og að íslensk tónlist á sann- arlega hljómgrunn utan landsteinanna. Í popp- tónlist hefur verið gert átak til að kynna íslenska tónlist erlendis, en enn vantar mikið á að önnur ís- lensk tónlist sé kynnt með markvissum hætti. VI Það er mikilvægt að stjórnvöld og samtök tón-listarmanna sameinist um það að finna þann farveg sem best hentar hverju sinni svo íslensk tón- list nái eyrum umheimsins. Stuðningur yfirvalda er nauðsynlegur til þess að slík kynning geti orðið markviss og samfelld. Annars er hætta á því að hún verði tilviljanakennd og undir því komin hvernig fjárhagur listamannanna er hverju sinni. Til þessa ættu stjórnvöld að hafa metnað miðað við þá vel- gengni sem íslenskir tónlistarmenn njóta þegar. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.