Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 2002 15
HRÓÐUR sýningar Leikfélags Kópa-vogs á nokkrum af ævintýrumGrimms-bræðra í leikstjórn ÁgústuSkúladóttur fer vaxandi. Sýningin
var valin athyglisverðasta íslenska áhugaleik-
félagssýning leikársins 2001–2 og var þar af
leiðandi sýnd í Þjóðleikhúsinu síðasta vor.
Hópurinn fór fyrir Íslands hönd á alþjóðlega
leiklistarhátíð í Västerås og miðað við viðtök-
urnar þar kæmi ekki á óvart ef fleiri leikferðir
væru á döfinni. Litháar, Hvítrússar og Rússar
sýndu m.a. áhuga á því að bjóða Grimms-hópn-
um heim.
Arosia-leiklistarhátíðin í Västerås, sem stóð
dagana 1.–7. ágúst, var önnur alþjóðlega leik-
listarhátíð Bandalags áhugaleikfélaga í Norð-
ur-Evrópu, NEATA, sem Norðurlöndin og
Eystrasaltslöndin þrjú eiga aðild að. Þá var
leikfélögum frá Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og
Makedóníu boðið að sýna á hátíðinni. Að þessu
sinni voru fimmtán leiksýningar frá tólf lönd-
um í boði og voru umræður um hverja sýningu
að henni lokinni. Leikhóparnir fluttu leikritin á
sínu eigin tungumáli og verður að viðurkennast
að það gat stundum verið erfitt að halda fullri
einbeitingu þegar maður þekkti ekki leikritið.
Þetta gaf þó áhorfendum tækifæri til að taka
betur eftir öllu hinu sjónræna sem fram fór á
sviðinu því textinn truflaði þá ekki. Sýningarn-
ar voru mjög ólíkar, allt frá því að vera hálf-
gerður sirkus í að vera hádramatísk sígild leik-
rit.
Áhorfendur risu úr sætum
Framlag Íslendinga til hátíðarinnar var
mjög vel fallið til alþjóðlegrar leiklistarhátíðar.
Sýningin er mjög sjónræn og tungumálið skipt-
ir ekki öllu máli. Ágústa Skúladóttir leikstjóri
vann sýninguna út frá spuna upp úr ævintýrum
Grimms-bræðra, um Hans og Grétu, herra
Kuskan, hérann og broddgöltinn, gullgæsina,
spunakerlingarnar og kátan kunningja. Síðast-
nefnda ævintýrinu var sleppt í Västerås þar
sem hópurinn þurfti að stytta sýninguna fyrir
hátíðina. Í uppklappinu í lok sýningarinnar
stóðu allir í leikhúsinu upp og sögðu margir,
þar á meðal framkvæmdastjóri hátíðarinnar,
Billy Nilsson, og Bobo Lundén, annar gagn-
rýnandi hennar, að sýningin hefði að þeirra
mati verið besta „leikhús“ hátíðarinnar.
Rússneski hópurinn bauð upp á frábæra sýn-
ingu þar sem þeir léku sér með leikhúsformið.
Sýning var hálfgerð sirkussýning, þar sem
trúðaleikur og spuni var notaður jöfnum hönd-
um og útkoman var hreint út sagt frábær. Hóp-
urinn kallar sig Studia Teatra Mannequin og er
frá iðnaðarborginni Chelyabinsk, um 2000 kíló-
metra austan við Moskvu.
Gleymdi að anda af hrifningu
Sýninguna kölluðu Rússarnir „Klinika“ og
var hún samansett úr nokkrum atriðum sem öll
gerðust á geðveikrahæli. Það segir kannski
nokkuð um snilli þeirra að sýningin var yfirleitt
um 1 klukkutími og 20 mínútur í Rússlandi en
viðtökur áhorfenda í Västerås Teater ætluðu
allt um koll að keyra og því ákváðu Rússarnir
að lengja hana og alls var sýningin tveir tímar –
og aldrei kom dauður punktur. Leikararnir
ótrúlega færir í því að bregða á leik með áhorf-
endum. Í umræðunum um sýninguna sagðist
einn áhorfendanna hafa gleymt að anda, þvílík
var hrifningin, og kæmi það ekki á óvart ef það
ætti við um fleiri áhorfendur. Rússarnir sögðu
að sýningin hefði verið um það bil 50% spuni og
50% æfð atriði en hópurinn hittist á hverju
kvöldi til æfinga. Væri það óskandi að einhver
sæi sér fært að bjóða þessum hópi hingað til
lands svo að sem flestir fái að berja þessa ein-
stöku listamenn augum.
Allar þjáningar Romafólksins
á einum klukkutíma
Roma, makedónískum leikhópi sígauna, var
boðið sérstaklega á hátíðina sem fulltrúum
CEC, Bandalags áhugaleikfélaga í M-Evrópu.
Höfðu margir hlakkað til að sjá leiksýningu sí-
gaunanna en reyndist hún mikil vonbrigði. Var
hún sögð leikgerð á skáldsögu Günters Grass,
„Hundejahre“ eða Hundaárin, en fór lítið fyrir
söguþræði enda kom á daginn að leikstjórinn
sótti einungis innblástur í bók Nóbelskáldsins
um lífið í fangabúðum nasista í síðari heims-
styrjöld.
Í leikskrá Makedónanna átti sýningin að
sýna „allar þjáningar Romafólksins“ og strax
og í salinn var komið upphófust mikil harma-
kvein. Alla sýninguna var linnulaust kveinað,
vælt og grátið af miklum ekka og var útkoman
sú að sýningin var langt frá því að snerta
strengi í hjörtum áhorfenda. Sannaðist þarna
að ef leikararnir gráta gera áhorfendur það
ekki. Litháar sýndu hátíðargestum Vinnukon-
ur hins franska Jeans Genets í stílfærðri útgáfu
og Lettar tefldu fram Þremur konum stórum
eftir Edward Albee. Sagði Bobo Lundén gagn-
rýnandi að leikur lettnesku kvennanna þriggja
hefði sómt sér vel í konunglega leikhúsinu í
Stokkhólmi. Eistar sýndu velheppnaða leik-
gerð unna upp úr þjóðsögunni um „Rehepapp“
þar sem að baka böku úr saur og að skjóta
oblátu úr byssu á róðukross voru sögð óbrigðul
ráð til að vinna ástir þeirra sem maður elskar.
Sænskir götulistamenn
Gestgjafarnir voru með þrjár sýningar, tvær
á sænsku og eina á finnsku. „By Accident“ frá
Cirkity Gravikus frá Gautaborg þótti tvímæla-
laust ein skemmtilegasta sýning hátíðarinnar.
Hópurinn samanstendur af götulistamönnum
sem hafa fjölbreytta sirkustækni á valdi sínu.
Sirkusatriðin voru notuð á frumlegan hátt og
tvinnuð saman við lauslegan söguþráð.
Almennt má segja að austur-evrópsku leik-
félögin hafi verið með eftirminnilegustu sýn-
ingarnar á hátíðinni. Augljóst er að áhugaleik-
húshreyfingin stendur mun sterkar að vígi í
Eystrasaltslöndunum og Rússlandi en á flest-
um Norðurlandanna. Það verður að segjast
eins og er að ákveðnar sýningar frá Norður-
löndunum á hátíðinni áttu sáralítið erindi á al-
þjóðlega leiklistarhátíð, sérstaklega norsku og
færeysku sýningarnar og sýning frá sænsku-
mælandi Finnum. Þykir íslenskt áhugaleikhús
þó í hæsta gæðaflokki.
Alþjóðleg leiklistarhátíð í Vesterås
Leikfélag Kópavogs fékk
frábærar móttökur
á alþjóðlegri leiklist-
arhátíð, sem haldin var
í Västerås í Svíþjóð í byrj-
un ágúst, við sýningu
sinni, Grimms. NÍNA
BJÖRK JÓNSDÓTTIR
fylgdi hópnum til
Svíþjóðar og sá m.a.
rússneska snillinga leika
listir sínar.
Leikfélag Kópavogs fékk góðar viðtökur í Vesterås.
Morgunblaðið/Nína
Leikhópur frá Rússlandi vakti mikla athygli.
nina@mbl.is
Morgunblaðið/Nína
Grimms-ævintýri
slógu í gegn
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrita-
sýning opin mán. til lau. kl. 11–16.
Til 25.8.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Ljós-
myndir Jóns Kaldals. Til 7.9.
Gallerí List, Skipholti 50: Samsýn-
ing 40 listamanna.Til 28.8.
Gallerí Skuggi: Berglind Björnsdótt-
ir og Holly Hughes. Til 8.9.
Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir, Jó-
hannes Jóhannesson og Valgerður
Hafstað. Til 8.9.
Hafnarborg: Jón Thor Gíslason. Til
9.9.
Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til
29.8.
Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar
Hákonarson. Til 1.9.
i8, Klapparstíg 33: Helgi Þorgils
Friðjónsson/Kristinn G. Harðarson.
Til 12. okt. Undir stiganum: Arnfinn-
ur Amazeen og Bryndís Erla Hjálm-
arsdóttir. Til 6.9.
Listasafn Akureyrar: Nútímalist frá
arabaheiminum. Til 8.9.
Listasafn ASÍ:Sigrún Ó. Einarsdóttir
og Søren S. Larsen glerverk en Ólöf
Einarsdóttir textílverk. Til 25.8.
Listasafn Borgarness: Karl Kristján.
Til 11.9.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið
alla daga kl. 14–18, nema mánudaga.
Listasafn Reykjavíkur -Ásmundar-
safn: Listin meðal fólksins. Til 31.
des.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
MHR-30 – afmælissýning
Myndhöggvarafélags Íslands. Til
6.10.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hin
hreinu form. Til 1.9.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg:
Verk Jóhannesar Jóhannessonar. Til
28.8.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Gróf-
arhúsi: Blaðaljósmyndir. Til 1.9.
Norræna húsið: Götulistaverk Ka-
jols. Til 22.9.
Norska húsið, Stykkishólmi: Dýr-
finna Torfadóttir skartgripahönnuð-
ur. Til 1.9.
Safnahús Borgarfjarðar: Skógasýn-
ing, myndlist og handverk. Til 1.9.
Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Átta
sýningar á alþýðulist. Til 15.9.
Sjóminjasafn Íslands, Hafnarfirði:
Rebekka Gunnarsdóttir. Til 8.9.
Skálholtsskóli: Benedikt Gunnars-
son. Til 1. okt.
Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á
verkum Halldórs Laxness. Til 31.
des.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfis-
götu: Landafundir. Ljósmyndir úr
Fox-leiðangrinum. Vestur-íslenskar
bókmenntir. Skákeinvígi aldarinnar.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Hallgrímskirkja: Christopher Herr-
ick. Kl. 12.
Sunnudagur
Fríkirkjan í Reykjavík: Anna Sigríð-
ur Helgadóttir mezzosópran, Anna
Kjartansdóttir píanó og Rögnvaldur
Valbergsson orgel. Kl. 20.30.
Hallgrímskirkja: Christopher Herr-
ick. Kl. 20.
Norræna húsið: Nikolaj Wolf, bassi,
Karoline Skriver, og Grímur Helga-
son. Kl. 17.
Víðistaðakirkja, Hafnarfirði: Þýsk
blásarasveit Haus Overbach Orch-
ester. Kl. 15.
Þriðjudagur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Hrólfur Sæmundsson, Steinunn
Birna Ragnarsdóttir. Kl. 20.30.
LEIKLIST
Hafnarfjarðarleikhúsið: Sellófon,
fim., fös.
Tjarnarbíó: Dansleikhús með ekka:
Eva³
Kaffileikhúsið: Ferðaleikhúsið Light
Nights. Flutt á ensku, lau.
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þess-
um dálki verða að hafa borist bréf-
lega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á
miðvikudögum merktar: Morgun-
blaðið, menning/listir, Kringlunni 1,
103 Rvík. Myndsendir: 569 1222.
Netfang: menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U