Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 2002 9 Hrolleifs sonar míns, ok eru þér Ingimundar- synir giptumenn miklir.“ Þorsteinn svarar: „Hvat er nú helzt til marks um þat?“ Hon kvazk hafa ætlat at snúa þar um landslagi ǫllu, – „en þér ærðizk allir ok yrðið at gjalti eptir á vegum úti með villidýrum, ok svá myndi ok gengit hafa, ef þér hefðið mik eigi fyrr sét en ek yðr.“ Þor- steinn kvað þess ván, at hamingja skipti með þeim. Síðan dó Ljót kerling í móð sínum ok troll- dómi, ok eru þau ór þessi sǫgu.29 Fljótt á litið gætu frásagnir af píslarvættis- dauða postulanna annars vegar og drápi Ljótar og Hrolleifs hins vegar virst gerólíkar. Þegar nánar er að gætt kemur hins vegar í ljós að í sjálfu sér eru sögurnar nauðalíkar, en mismun- urinn einkum í því fólginn hver segir frá. Ef þeir blótbiskupar og blótprestar sem nefndir eru í Postula sögum hefðu sagt frá atvikum mætti ætla að frásögnin hefði að stofni til og jafnvel í meginatriðum verið samhljóða arfsögninni úr Vatnsdalnum. Niðurstöður Hér hafa verið dregin fram nokkur misaldra dæmi um heitið blóthús í fornum ritum. Sam- kvæmt mati á tiltækum heimildum gæti blóthús Ljótar og Hrolleifs átt rætur í sögnum frá því um 930, blóthús Þorsteins gullknapps gæti með hliðstæðum rökum átt rætur í sögnum frá því um 990, þýddu ritin sem hér hefur verið vitnað til eru frá tólftu öld til hinnar fjórtándu. Hvað tilvitnuð kvæði áhrærir, þá er Rekstefja talin ort á tólftu eða þrettándu öld, en Allra postula minnisvísur á hinni fjórtándu. Hér að framan var komist að þeirri niður- stöðu að svonefnt blóthús Ljótar og Hrolleifs hefði að öllum líkindum verið bænhús kristinna manna, nokkrar vísbendingar væru í þá átt að blóthús Þorsteins gullknapps hefði einnig verið kristið bænhús, en með öðrum tilvísunum í blót- hús væri ótvírætt átt við heiðin hof. Þá vaknar sú spurning hvort slík niðurstaða sé hugsanleg. Meginþorri þeirra landnámsmanna sem hér tóku sér bólfestu á árunum 870–930 var heiðinn og hafði lítil sem engin kynni haft af kristnum sið. Þeim voru því fráleitt kunn nöfn kristinna manna á einstökum minni háttar helgidómum svo sem bænhúsum, kapellum eða einka- kirkjum. Það eina sem heiðingjar landnámsald- ar gátu með nokkurri vissu vitað um slík hús sem kristnir menn kynnu að hafa byggt hér- lendis, var að þar fór fram helgihald eða fjand- samleg töfrabrögð, með öðrum orðum, þar voru að skilningi heiðingja framin einhverskonar blót. Frá sjónarmiði heiðinna manna lá því mjög beint við að kalla meinta heimilishelgidóma kristinna manna einfaldlega blóthús. „Þetta mun vera blóthús“, er haft eftir Vatnsdælinga- goðanum eins og fyrr var rakið. Þarna var hann að láta í ljós álit sitt á því hvaða starfsemi hann teldi að færi fram í umræddu húsi. Það lá síðan í hlutarins eðli að húsið tæki nafn af starfseminni. Blóthúss-nafngiftin færðist væntanlega sjálf- krafa á önnur hliðstæð hús þar sem viðlíka at- hafnir voru álitnar framdar, svipað því sem örl- ar á í frásögn af blóthúsi Þorsteins gullknapps. Þegar kristni hafði verið lögtekin og öll blót voru löngu bönnuð og afnumin tók blóthugtakið sjálft kollsteypu, varð nú vanheilagt og bölvað eins og allur hinn fyrri átrúnaður. Blóthúss- nafnið virðist þó hafa lifað eitthvað áfram eftir að kristni komst á, en hlaut að sjálfsögðu að breyta gersamlega um merkingu við kristnitök- una. Það er því í fullu samræmi við það sem vænta mátti, að hið nærtæka og gegnsæja hug- tak blóthús skuli viðhaft um heiðin hof í þýddum ritum og kveðskap tólftu, þrettándu og fjór- tándu aldar. Tilvísanir: 1 Cleasby/Vigfússon: Icelandic–English Dictionary 1975: Blóthús. Ordbog over det norrøne prosasprog 2 2000: Blóthús. 2 Benjamín Eiríksson: Um Vatnsdæla sögu 1964, 21–22. 3 Vatnsdæla saga, ÍF VIII, 68–9. 4 ÍF VIII, 69, nmgr 1. 5 Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1888–92, 121. 6 Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1895, 5. 7 Cleasby/Vigfússon 1975: Blótgröf. 8 ÍF VIII, 68, nmgr. 3. 9 Benjamín Eiríksson 1964, 21. 10 Strömbäck, Dag: Sejd 1935, 67–75. Einar Ól. Sveinsson í ÍF VIII, XXXVI–XLI. Jón Hnefill Aðalsteinsson: Blót í norrænum sið 1997, 91–103 og tilv. rit.. 11 Jón Jóhannesson 1956, 75. Jón Hnefill Aðalsteinsson 1997, 94–103. 12 Sjá Jón Hnefill Aðalsteinsson 1997, 94–103. 13 Harðar saga ÍF XIII 1991, 90–92. 14 ÍF XIII, XLII–XLIV. 15 ÍF XIII, 91, nmgr. 1 og tilv. rit. 17 Kjalnesinga saga ÍF XIV, 7; Eyrbyggja saga ÍF IV, 9; Fljótsdæla saga ÍF XI, 295. 18 Landnámabók ÍF I 1968, 59–65. 19 Leifar fornra kristinna fræða íslenzkra, Khöfb 1878, 91. Holtsmark, A. í KHL III 1958, 61. 20 Veraldar saga, 66. Jakob Benediktsson í Veraldar sögu 1944, LIII og áfr. Sami í KHL XIX 1975, 549–650. 21 Veraldar saga 1944, 96; Svensk uppslagsbok 4 1955, 586. 22 Barlaams ok Josaphats saga, 7; 65; 149. Mageröy, H. í KHL I 1956, 343. 23 Stjorn 1862, 391.Textinn er færður til nútímamáls. 24 Sverrir Tómasson í Íslenskri bókmenntasögu 1992, 557–8. 25 Skjaldedigtning B I, 527. 26 Íslenzkar æviskrár II 1949, 242. 27 Skjaldedigtning B II, 561–2. 28 Postola sögur 1874, 788–789. 29 ÍF VIII, 69–70. var snarað á norrænt mál. Fleiri dæmi um blót- hús í þýddum ritum eru nefnd í Ordbog over det norrøne prosesprog. Þar er blóthús Ljótar og Hrolleifs hins vegar ekki tekið til dæmis um blóthús sem heiðið hof. Blóthús í kveðskap Þá verður vikið að heimildum sem geyma blóthússheitið í kveðskap og jafnframt sérstak- lega hugað að raunmerkingu heitisins í því sam- hengi. Í Rekstefju, kvæði sem Hallar-Steinn orti um Ólaf konung Tryggvason á tólftu eða þrettándu öld kemur blóthús fyrir í níunda erindi, sem er á þessa leið: Fémildr fylkir vildi firna mǫrg ok hǫrga blóthús brenna láta; bað hann heiðin goð meiða; siðvandr síðan kenndi sannfróðr trúu góða hjǫrlundr hǫlða kindum hann var ríkstr konungmanna.25 Í skýringum tekur Finnur Jónsson fyrri hluta vísunnar saman og þýðir þannig: Fémildr fylkir vildi láta brenna firna mǫrg blóthús ok hǫrga; hann bað meiða heiðin goð; (= Den gavmilde fyrste vilde lade opbrænde de meget talrige offerhuse og templer; han bød at ødelægge de hedenske gudebilleder). Í þessu erindi Rekstefju fer fer því ekki milli mála að blóthús merkir heiðið hof. Hallar-Steinn er talinn kenndur við Höll í Þverárhlíð, sagður hafa verið uppi á tólftu öld og að líkindum fram á hina þrettándu. Hann er ókunnur að öðru en Rekstefju og nokkrum lausavísum, en kvæði hans um Skáld-Helga Þórðarson er glatað.26 Blóthús í allra postula minnisvísum Þá kemur blóthús einnig fyrir í ellefta erindi af Allra postula minnisvísum, sem taldar eru frá fjórtándu öld: Oss gefi Símón sóma sannheilagr í ranni, píndr á Persíða landi postuli, hlaðinn af kostum; gekk sá er græddi flekka góðfús í blóthúsi dauða-dyrr með náðum, dýrð hans guði skýrðiz. Sánkte Símóns minni sé hér vegsamat inni.27 Í Tveggja postola sögu Simonis ok Jude sem birt er í Postola sögum segir nánar frá atvikum að píslarvættisdauða Símonar postula. Birti ég hér til fróðleiks brot úr þeirri frásögn og til sam- anburðar brot úr frásögn Vatnsdæla sögu af meintum píslarvættisdauða Ljótar og Hrolleifs. Í Postola sögum segir: þa voru postolarnir höndlaðir ok leiddir til solarhofs. ... En solar likneski stoð i einu horni hofsins, þat var i austri, en likneskit var i kerru, ok hestar fyrir en þat var allt af gulli gort. En i öðru horni hofsins var tungl af silfri, þat var ok i kerru, oc öxn fyrir or silfri. Þa þustu blotbysk- upar at postolum guðs ok villdu neyða þa til blota, ... kolluðu blotmenn at þeim, at þeir skylldu luta likneskinu bæði solar ok tungls. Postolar guðs svöruðu: „... Þat vitum ver allir, at sol ok tungl þiona boðorði skapara sins, ok eru þau á himni. En þat er þeim meingörð en eigi vegr, er þau eru byrgð i husum inni, þar er öll þioð veit, at þau eru a himni ok lysa allan heim. En þessi likneski eru full af diöflum en eigi af solu ne tungli, af þvi munum við bioða diöflum þeim er yðr svikia, at þeir gangi ut or liknesk- ium þessum ok brioti þau.“ Þa mællti Simon við solar likneski, en Judas við tungl(s): „Þu hinn versti andi, er tælldir þenna lyð, gakk þu ut or likneski þessu ok briot þat, ok sva kerru þess.“ En er þeir höfðu þetta mællt, þa sa allr lyðr tva hræðiliga blamenn hrafni svartari ganga or lik- neskinnum, ok yldu þeir grimmri röddu ok brutu skurðgoðin. Þa drifu blotmenn at post- olum guðs ok vagu þa, ok foru þeir fagnandi til guðs.28 Í Vatnsdæla sögu segir frá drápi Ljótar og Hrolleifs og hefst frásögnin þar sem Jökull Ingi- mundarson sat fyrir Hrolleifi við heimili hans: Þá kom út maðr ... ok var þat Hrolleifr. Jǫkull ... gat þrifit Hrolleif, svá at honum gafsk eigi undanrásin. Engi var þeira aflamunr, ok ultu báðir ofan fyrir brekkuna, ok lágu ýmsir undir; ok er þeir bræðr kómu at, mælti Hǫgni: „Hvat fjánda ferr hér at oss, er ek veit eigi hvat er?“ Þorsteinn svarar: „Þar ferr Ljót kerling ok hefir breytiliga um búizk;“ – hon hafði rekit fǫtin fram yfir hǫfuð sér ok fór ǫfug ok rétti hǫfuðit aptr milli fótanna; ófagrligt var hennar augna- bragð, hversu hon gat þeim trollsliga skotit. Þorsteinn mælti til Jǫkuls: „Dreptu nú Hrolleif, þess hefir þú lengi fúss verit.“ Jǫkull svarar: „Þess em ek nú albúinn.“ Hjó hann þá af honum hǫfuðit ok bað hann aldri þrífask. „Já, já,“ sagði Ljót, „nú lagði allnær, at ek mundi geta hefnt trú sína í heiðnu samfélagi. Dóttursonur Ketils var Ásólfur alskik, kristinn maður sem leitaði á náðir Jörundar frænda síns er heiðnir menn sökuðu hann um fjölkynngi. Ásólfur bjó síðan á Innra-Hólmi á Akranesi.18 Blóthús í þýddum ritum Blóthús kemur fyrir í nokkrum þýddum rit- um frá miðöldum. Einna elst mun dæmi í Díalog Gregoriusar páfa í ritinu Leifar fornra kristinna fræða íslenzkra. Þar er blóthús haft um forn musteri heiðinna manna. Umrætt rit er talið þýtt á norræna tungu þegar á tólftu öld.19 Í Veraldar sögu, sem er talin þýdd um svipað leyti, segir um Focas keisara: hann gaf Bonifacio pafa blothvs þat er Pant- eon het. hann rensadi þat af blotvm ok gerdi at mariv kirkiv ok allra heilagra. Þaþan af hofz allra heilagra messo halld.20 Focas var keisari í Róm 602–610 og Bonifat- ius IV. var páfi 608–615. Merkasta verk Boni- fatiusar á páfastóli er jafnan talið að hann breytti Panþeon, fjölgyðishofinu í Róm, í kristna kirkju.21 Í Barlaams ok Josaphats sögu, sem talin er þýdd á þrettándu öld, er tvívegis talað um hof og blóthús sem hliðstæður, auk þess sem blóthús Appollóns er nefnt sérstaklega.22 Þá segir í Stjórn frá því er engill vitraðist Gíd- eon Jóassyni og bauð honum að brjóta niður heiðið hof Baals og reisa í þess stað altari Drottni til dýrðar. Ráðlagði engillinn Gídeon að vinna verk sitt að næturlagi. Gídeon gerði sem engillinn bauð. Síðan segir: Nú sem héraðsmenn risu upp árla sá þeir að blóthús Baals var niður brotið og allurf lund- urinn umhverfis upp höggvinn en þar gert nýtt altari...23 Ekki fer milli mála að í Stjórn merkir blóthús einnig heiðið hof. Stjórn er talin tekin saman í núverandi mynd á öndverðri fjórtándu öld.24 Þau dæmi sem hér hafa verið dregin saman úr þýddum miðaldaritum sýna að allt frá tólftu öld hefur þýðendum verið tamt að grípa til blót- hússheitisins þegar heitum heiðinna helgidóma ekki virðist heldur liggja beint við að tengja meintan hlautbolla sem fannst í vegg á Þyrli steini blóthússins. 3. Loks má nefna til fróðleiks, án þess þó að draga af því of miklar ályktanir, að í nágrenni Þorsteins gullknapps var kristni landnáms- manna að því er virðist lífseigari fram eftir tí- undu öldinni en víða annars staðar á landinu. Þormóður hinn gamli og Ketill Bresasynir fóru af Írlandi til Íslands og námu Akranes. Ætla má að þeir hafi verið kristnir þótt það sé ekki nefnt sérstaklega. Rök fyrir líklegri kristni þeirra bræðra eru annars vegar að þeir komu frá Ír- landi og hins vegar að sonur Ketils var Jör- undur hinn kristni í Görðum sem sagður er hafa gerst einsetumaður í elli sinni. Jörundur virðist því hafa verið í fámennum hópi afkomenda kristinna landnámsmanna sem héldu kristna Morgunblaðið/Ómar Lómagnúpur í baksýn. THÚS EÐA HEIÐIÐ HOF? landnámsaldar gátu með hús sem kristnir menn kynnu ar að þar fór fram helgihald gð, með öðrum orðum, þar framin einhverskonar blót. manna lá því mjög beint við elgidóma kristinna manna a blóthús.“ A Ð A L S T E I N S S O N Höfundur er prófessor.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.