Pressan


Pressan - 23.09.1988, Qupperneq 6

Pressan - 23.09.1988, Qupperneq 6
6 (,'Föstudagur23. Sdptember 1988 Samband okkar virðist hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. —- Ofi J'rœfiur Jolbollukuppi... „Já, og einstakur drcngur á allan hátt. Svo á ég dóttur sem er 29 ára og aðra sem er 24. Þctta eru allt góðir krakkar, alskaplega ólík, cn góðir krakkar." — Hejurdu mikid sumbund vid börnin? „Nei, |iaö hef cg satt að segja ekki. Ég hef nijöggolt samband við börnin mín, cn ekki mikið. Ég hef mikla ótrú á þessu foreldravaldi sem ég tek eftir að ríkir víða. bað er alveg fráleitt hvað loreldrar skipta sér mikið af börnunum sínum. Börn sem eru komin yfir tvítugt, gifl eða í sambúð, eru orðin sjálf- sticðir einstaklingar. Ég tel að þctta fólk cigi að hafa algjörlega Irjálsar hendur og alls ekki vera háð for- : eldrum sínum. Kannski er þetta sér- i l viska í mér, en þaö er reyndar eins og á ýmsum öðrum sviðum að ég hef alstöðu scm er svolitið ólík því sem vanalegt er.“ — Voru þelta ekki miklir um- -1 hleypingar í lífi þínu, þegar þií tek- ur saman vid Gunnar? „Það var heilmikið brambolt, | eins og alltaf er. En það var mikið i' lán að krakkarnir minir cru mjög j hrifnir af Gunnari. I>að tíðkast ■ heldur ekki í minni fjölskyldu að fullorðið lólk skipti sér hvert af |I öðru. Þótt ég vtcri lyrsta mann- ?! eskjan langt al'tur í aldir setn skil í S minni Ijölskyldu var ég ekkert látin finna lyrir því. Þetta var bara eitt- hvað sem ég bar ein ábyrgð á.“ — Þat) lilýtur samt aö hafa verid talsverður kjaftagangur? „Já, helst hérna í Reykjavik. En tivorki í vinahópnum né fjölskyld- unni. Það er nú svo skrítið að mér finnst þetta allt í einu vera farið að vekja mikið umtal, nú þegar við erurn búin að vera gift í sex ár. Það er ekki hægt að neita því að þetta samband okkar virðist hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum." — Hvernig finnst þér að vera svona mil/i tannanna ú fólki? „Mér er í raun alveg sama. Fólk má Itafa sína hentisemi þegar það talar um mig. Ég hef ekki gert neitt af mér, ég læt fólk í friði ef það gerir ekki neitt á minn hlut. En um- talið varðar mig ekkert um, það er vandamál þeirra sem eru að skemmta sér við þetta. Okkur til skemmtunar höfum við Irétt heil- mikið af þessum kjaftasögum, sem eru bara hreinn uppspuni. Ég hef ekki heyrt eina einustu kjaftasögu um okkur sem er sannleikskorn í. Þess vegna er mér sama um þær. “ — Líf ykkar vœri býsnu cesilegt ef þœr vœru sannar? „Reyndar lifum við afskaplega rólegu lífi. Við förum ekki út að skemmta okkur, eins og það heitir. Við förum stöku sinnum á veitinga- litis og láum okkur að borða. Það er bara svo mikið að gcra í söfnuð- inum og i músíkinni. Æsilegu lifi lilum við að minnsta kosti ekki, cn hins vegar mjög tilbreytingarsömu lífi. Og mjög skemmtilegu líli, vildi ég meina.“ — H vernig er að vera preslsfrií i sttírri stíkn? „Ég hef alla tið unnið mikið við kirkjur, hcf veriðað vasast í kirkju- störfum i 30 ár. Þannig að þetta lif er mér ekkert sérstaklega framand- legt. Kannski hef ég alltaf ætlað mér að verða preslslrú? Þetta hent- ar mér mjög vel, mér er líklega í blóð borið að vasast i kringum kirkjur. Ég er komin af miklum prestaættum, ég man eftir tuttugu prestum í minni ætt sem ég get talið upp svona i svipinn. Hvort það breytir einhverju lyrir mig að vera prestsfrú eða prirnus motor i ein- hverjum kirkjukórnum — ja, það er ekki svo langt hvort frá öðru.“ — Ertu trúuð? „Það er eins með það og sönginn. Ég vil ekki vera dómari i eigin sök. Það gera aðrir. Ég er alin upp á trúuðu heimili. Ég sæki kirkju, ég bið mjög mikið og linnst það vera einstök forréttindi. Ég álít það líka forréttindi að lara í kirkju og ganga til altaris. Siðan er það æðsti dóm- ari sem dæmir um það hvort niaður er trúaður eða ckki. En auðvitað er maður ekki nógu trúaður. Það er enginn, lield ég.“ — Nú hefur þú beitt þér ákaf- lega mikið í Frikirkjusöfnuðinum, ekki satt? „Akaflega lítið. Það er stór- gaman að þessari spurningu. Þetta er nefnilega stóri misskilningurinn. Það er skemmst frá því að segja að ég hef hvorki fengið að hreyfa legg né lið. Það hefur verið passað vand- lega upp á það. Ef ég hef fært til blómsturpott helur orðið fjaðra- lok. Svo er gefin út sú saga að ég sé ráðrík og afskiptasöm, sem eru lík- lega eiginleikar sem ég þyrfti að liafa dálítið meira af. Ég er ekki ráðrík, kannski skapstór og ákveð- in, en það er af og frá að ég sé ráð- rík. Ég vil ráða á mínu heimili og í mínu eldhúsi er ég ráðrík. En ég reyni ekki að ráðskast með það sem mér kemur ekki við.“ — Var ekki sagt að þú hefðir viljað stjórna öllu músíklífinu i kirkjunni? „Það er hreinræktaður upp- spuni. Mér er það alveg óskiljanlegt hvernig þessi saga hefur orðið til. Við komum bókstaflega ekki ná- lægt þessu, ekki nema þegar organ- istinn kont austan Irá Eskifirði og var ráðinn í Fríkirkjuna. Þá hafði verið samið um það að gamli kór- inn hætti með Sigurði ísólfssyni kórstjóra, svo þessum unga manni var nokkur vandi á höndum, því hann þekkti ekki nokkurn mann hér í Reykjavík. Svo við gerðum það sent ég held að hver einasti maður í okkar stöðu og með okkar þekkingu hefði gert — hringdum í vini og kutiningja og tókst að smala saman trcplega þrjátíu manna kór. Eftirþaðhefégekki halt afskiptiaf kórnum. Ég vildi gjarnan lá að sjá framan í þá manneskju sem telur sig hafa séð mig á söngloftinu á æfingum. “ ÞAKKLÁT FYRIR ÞESSA REYNSLU — Ertu þú ekki þessi mikli k ven- vargursem maður hefur heyrt talað um? „Ég er alls ekki frek. Annars væri ég líklega komin inn á gafl alls stað- ar og búin að sæma mig öllum tign- um sem hugsast gæti. Fólk ruglar mikið saman frekju og skapi. Það er orðið svo hugmyndalítiðog dóm- greindin svo rugluð af þessari fjöl- miðla-vídeóvitleysu. Það er tvennt ólíkt að vera skapmikill og frekur. Geðiaus frekja er leiðinlegasti karakter sem til er. Það er mikið af svoleiðis lölki. Geðlausar frekjur troða sér alls staðar, en það er eng- inn veigur í því fólki, ekkert púður. Fólk sem kemur beint fram og er ákveðið — það er ekki frekt. Þetta er líka mikið mál lyrir listamenn, að viðurkenna sjálfa sig, að vera ekki lullir af öryggisleysi og van- metakennd. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir konur. Listamenn þurfa að vera skapmiklir. Mér finnst það vera óhuggulega mikil tilhneiging hjá okkur nútíma ís- lendingum að bæla allt niður. Fólk á að vera svo hlédrægt að það brosir helst aldrei nema með framtönnun- um. Þetta er mikill misskilningur. Við verðum aldrei neinir listamenn ef við erum svona yfirmáta hæversk og erum alltaf að biðja afsökunar á sjálfum okkur.“ — Finnst þér þú vera misskilin? „Ég hef aldrei velt því almenni- lega fyrir mér. Ég hugsa voðalega lítið um það livað öðrum finnst utn mig, liklega hef ég of mikinn áhuga á sjálfri mér til að geta verið að spekúlera í því. Misskilin? Eg vil ekki dekra við svoleiðis hugsanir. Ég lít niður á væl og skæl og nöldur. Ég er ákaflega bjartsýn og myndi til dæmis aldrei viðurkenna neitt tap. Það að tapa er líka svo afstætt. Þeir sem velta sér hvað mest upp úr óför- um annarra og passa sig í lengstu lög á að vera ekki á milli tannanna á fólki ranka kannski við sér um sjötugt og uppgötva að þeir hafa gleymt að lifa lífinu, að þeir hafa aldrei þorað að segja sína mein- ingu.“ — Finnurðu fyrir reiði eftir það sem hefur gengið ú í sumar? „Nei, það geri ég ekki. Þetta hefur verið gríðarlega dýrmæt reynsla Það er mikill misskilningur ef fólk heldur að skapandi eða túlk- andi listamenn geti náð árangri án þess að reyna eitthvað á eigin skinni. Það eru til þónokkuð marg- ir tónlistarmenn sem reyna að hlífa sér við öllu, öllum skakkaföllum og öllum agnúum sem fylgja lífinu. En ef maður reynir aldrei neitt, þá hef- ur maður ekki frá neinu að segja. Þá er eins gott fyrir mann að halda sig við vögguvísurnar. Þessi tími hefur líka verið stórskemmtilegur. í fyrsta skipti i þau sex ár sem við höfum þjónað þessum söfnuði höfum við getað gert það sem við viljum gera. Hingað hafa komið 30—40 manns af kirkjugestum eftir messur, drukkið kaffi, talað saman og haft það skemmtilegt. Stuðn- ingsmannahópur okkar er mjög stór og það hefur skapast mikill samgangur milli þessa fólks. Ég er þakklát fyrir þessa reynslu. Það .verður svo bara að koma í Ijós hvernig þetta fer allt.“ HJÓNABANDIÐ - JÁRN OG STÁL — Þetta hlýtur samt uð Iwfa verið erfiður timi? „Jú, auðvitað hefur þetta verið erfitt. En erfiðleikarnir eru lil að takast á við þá og sigra þá. Ég er mikil baráttumanneskja. Ég held að ég rnyndi hætta að skapa ef ég hefði ekki eitthvað til að berjast fyrir. Það á ekki við mig að sigla sléttan sjó.“ — Mér finnst þú furðu boru- brött eftirþað sem á undan er geng- ið, allt fjölmiðlafárið... „Bjóstu kannski við því að ég skriði undir sófann? Ég les þessi blaðaskrif, það fýkur í mig eitt augnablik og svo er ég búin að gleyma þessu eftir hálftíma. Ég er saklaus af öllum þessum áburði, það er allur munurinn. Þess vegna líður mér ekki illa. Það getur vel verið að ég hefði átt að fara með veggjum eftir ýmislegt sem hefur verið sett á prent í blöðunum. Það geri ég ekki. Þetta er ekki mitt vandamál.“ — Nú hefur þú beitt þér mikið í söfnuðinum i sumar, ólíkt því sem þú segir uð áður hafi verið? „Já, til tilbreytingar hef ég ekki þurft að vera undir einhvers konar smásjá. Það sem ég hef verið að gera í sumar er ekki litið hornauga, mitt framlag hefur ekki verið lagt út sem undirróður eða afskiptasemi sem á ekki rétt á sér, heldur hefur því verið tekið með miklum þökk- um. Ég hef margt fram að færa, bæði sem listamaður og mann- eskja. Nú í sumar hefur þetta allt verið mjög vel þegið og það er mikil tilbreyting. Þannig að það eru miklu fleiri Ijósir punktar í þessu en dökkir.“ — Hvernig hefur hjónabandið komið út úr þessu? „Mjög vel. Það er eins og „Eisen und Stahl“, járn og stál. Þetta er úr ljóði eftir Brahms sem heitir „Von ewiger Liebe“ — þar er klifað á því að járn og stál sé að vísu mjög sterkt, en sönn ást sé samt sterkari. Og þannig er nú það.“ — H vernig maður er það sem þú er gift, Gunnar? „Hann er öðlingsmaður og fullur af hæfileikum. Það gætu margir gert sig ánægða með minni hæfi- leika. En hann er kannski dálitið of saklaus, það hefur ef til vill háð honum svolítið að hann trúir fólki alltaf, ætlar fólki aldrei nema það besta. Það hefur stundum komið honum í koll. Það er ekki til neitt illt i honum; hann er mikill sálu- sorgari, á mjög gott með að um- gangast fólk og hefur frá náttúr- unnar hendi mjög mikla og góða kosti. Ég held að það léku ekki margir eftir það sem Gunnar er að gera núna, það færu ekki margir í fótspor hans. En auðvitað hefur hann fengið mikla aðstoð, bæði frá söfnuðinum og sínum vinunt og kollegum." — Hvað er svo frannmdan hjá þér nœsta veturinn? „Ég geri það sem ég er vön að gera. Kenni söng, æfi söng, held tónleika. Ég er uppfull af alls konar efni sem bíður eftir því að komast á framfæri. Það væri náttúriega mjög gaman ef fólk færi að beina áhuga sínum að mér á öðrurn svið- um, færi að taka meira eftir mér sem manneskju og söngkonu." ■

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.