Pressan - 23.09.1988, Síða 16
Föstudagur 23. september 1988
Hefurðu aldrei þurl’l að hafa
ahyggjur af aukakílóum á vitlaus-
um stöðum? í guðanna bænum
flettu þá yfir á næstu síðu. bessi
grein er l'yrir t'ólk, sem hungrar eftir
ráðuni við hungri.
Megrunarkúrar eru leiðinleg
fyrirbæri. Flestir þeirra enda með
ósköpum, eins og þú kannast
kannski við. (Við nefnum engin
nöfn...) Þeir eru líka — sem betur
fer — að komast svolítið úr tisku.
Fólk hefur nefnilega í síauknum
mæli komist að því, að það er ekk-
ert sniðugt að fara í tímabundinn
„kúr“ og ætla siðan að taka aftur
upp l'yrri siði. Réttur dagsins er
hugarfarsbreyting! „Menn verða að
gjörbreyta um matarvenjur," segja
næringarfræðingar og aðrir sér-
fræðingar í offitu (sem fæstir hafa
eflaust nokkru sinni þurft að glíma
sjálfir við þetta hvimleiða vanda-
mál).
Gott og vel. Kenningin um nýjar
og betri matarvenjur er vissulega
skynsamleg og örugglega eina að-
ferðin, sem ekki fclur í sér hættu á
því að allt (þ.e.a.s. öll kílóin) fari í
sama far aftur. Það er þó ekki þar
með sagt að þeir, sern fara þessa
margrómuðu leið í átt til léttleika,
eigi ekki við neinn vanda að etja. Af
og frá. Þeir komast t.d. flestir í
kynni við ógnvaldinn mikla: hungr-
ið. Og hvað gera bændur þá? (Eða
sjómenn, húsmæður, kennarar og
rennismiðir — efút i þaðer farið?!)
Jú, þeir kynna sér t.d. eftirfar-
andi fróðleiksmola um hjálp við
huneurverkium.
INSÚLÍNMAGNIÐ í líkamanum
hefur áhrif á hungurtilfinninguna.
Þeirn mun meira insúlín, sem þú ert
með í blóðinu, þeim mun svengri
verður þú. Reyndu því að borða
ekki of mikið af fæðu, sem í er syk-
ur eða hunang. Borðaðu frekar
ávexti, kjöt eða l'isk, ef þú verður að
fá eitthvað í svanginn.
KRÓM (chrom eða chromium á
erlendunr tungum) er Irægt að l'á í
töfluformi, en það er talið tempra
insúlínmagnið í blóðinu samkvæmt
niðurstöðum rannsókna við nær-
ingarfræðistofnun í Ameríku.
Mörg okkar skortir þetta efni, þar
senr það fer m.a. forgörðum þegar
korn er rnalað svo úr verði hvítt
hveiti. Það er hins vegar nauðsyn-
legt að hafa það í huga, að króm-
töfluát er að sjálfsögðu engin töfra-
lausn. Þær eru ekki til í þessum
málum.
MATARAUGLÝSINGAR í
sjónvarpi eða tímaritum geta verið
hættulegar. Einnig freistandi út-
stillingar í búðum. Rannsóknir
hafa nefnilega sýnt fram á að insúl-
ínmagnið í blóðinu getur hreinlega
hækkað (og matarlystin því aukist),
þegar fólk horfir á eða hugsar um
girnilegan mat. Þessar upplýsingar
eru ekki fengnar i saumaklúbbi,
heldur frá Judith Rodin, sem kenn-
ir við Yale-háskóla í Bandaríkjun-
um. Þeir, sem vita þetta, reyna auð-
vitað að skreppa út með ruslið eða
brjóta saman þvotl á meðan auglýs-
ingatíminn stendur yfir í sjónvarp-
inu. Og það er um að gera að fletta
framhjá kjúklinga- og pizzuauglýs-
ingunum í blöðunum.
TREFJARÍK FÆÐA getur skipt
sköpum, þegar háð er barátta við
hungur. Hún er talin hafa áhrif i þá
átt að tel'ja fyrir því að insúlín í ann-
arri fæðu komist út í blóðið. (Það
segir a.m.k. prófessor í læknisfræði
við Kentucky-háskóla.) Einnig
dregur trefjaríkur matur til sín
vökva og bólgnar út. Þannig mynd-
ast meiri massi í maganum og heil-
inn fær skilaboð um að manneskj-
an sé mett.
ÁREYNSLA ER GÓÐ, en ekki
bara fyrir heilsu okkar. í blaðinu
New England Journal of Medicine
hefur því verið haldið fram, að lík-
amleg áreynsla geti haft áhrif á
insúlinmagnið i blóðinu. Holl
hreyfing á þannig að draga úr hung-
urtilfinningu og er því sjálfkjörin
aðferð, þegar svengdin sverfur að
tveimur klukkuthnum fyrir kvöld-
mat. Þá er sem sagt lim að gera að
skokka svolítið (hvort sem er í sömu
sporum heima á stofugólfi eða úti á
götu) í stað þess að fá sér brauð-
sneið.
SÝRUR SKIPTA MÁLl, þó
margir trúi ekki á grapefruit-kúra
og pillur. Vísindamenn úti í hinum
stóra heimi segja að fæða, sem eyk-
ur sýrustigið í maganum, valdi auk-
inni framleiðslu á ákveðnu hórrn-
óni (CCK er það nefnt upp á
ensku). Þetta er hormón, sem gefur
heilanum skilaboð um að maður sé
orðinn saddur. Sérfræðingar segja
það þvi hal'a góð áhrif að drekka
eitt glas af grapefruit-, lime- eða
sítrónusafa u.þ.b. tuttugu mínútum
fyrir matmálstíma (hægt og ró-
lega!) — og glas af blávatni á eftir.
VÍTAMIN MEGA EKKI
GLEYMAST, þegar fólk reynir að
grenna sig. Sérstaklega hin ýmsu B-
vítamín. Sykur, hvítt hveiti og ann-
ar ófögnuður, sem sælkerar eru
sólgnir í, eyða nefnilega B-vítamín-
inu í líkamanum. Þess vegna er
snjallt að hafa samband við lækni
og fá ráðleggingar um þetta mál.
Einnig eru Iyfjafræðingarnir í
apótekunum fúsir að veita fólki
upplýsingar.
EKKl ÚTILÓKA KOLVETNI
ALGJÖRLEGA. í erlendum rann-
sóknum á dýrum hefur komið fram
að þau verða gjörsamlega óð í kol-
vetnisríka fæðu, ef þau hafa ekki
fengið slikan mat í nokkra daga.
Þetta kannast þeir við, sem farið
hafa í stranga megrunarkúra þar
sem kolvetnisríkur matur er bann-
aður með lögum. Það er því hinn
eini sanni meðalvegur sem menn
ættu að fylgja — í þessu sem og
öðru.
VATN, VATN, VATN og aftur
vatn. Það áttu að drekka og í eins
miklu magni og þú getur. Vatnið —
eitt og sér — fyllir magann, en það
blandast einnig trefjaríku fæðunni,
sem þú borðar, og eykur þannig
umfang hennar. Sérfræðingar
halda því Iíka fram, að líkami okkar
sé oft bara að kalla á vökva, þegar
við höldum að hann vilji mat! (Það
er óskemmtilegt að láta segja sér, að
maður misskilji sinn eigin skrokk,
svo þú skalt ekkert taka mark á
þessu frekar en þú vilt. Svokallaðir
„sérfræðingar" hafa nú haft rangt
fyrir sér í ýmsum málum, eins og
allir vita.)
Eftir/ Jónlnu Leósdóttur Teikning: Jón Oskar